Arctic Exclusive á flottasta Volvo XC90 jeppann Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2018 10:15 Hér ætti að fara þokkalega um flesta. Í blómstrandi ferðaþjónustunni hérlendis er nauðsynlegt að hafa í boði lúxusbíla sem efnuðustu ferðamennirnir kjósa þegar skoða skal landið. Arctic Exclusive er eitt þeirra og þar er bílafloti sem enginn þarf að skamma sín fyrir. Sá nýjasti í flota þess er þessi Volvo XC90 jeppi í Excellence útgáfu, sem er dýrasti bíll Volvo frá upphafi. í stað hefðbundins 7 sæta fyrirkomulags eru aðeins 4 sæti í bílnum, öll sætin eru eins, rafdrifin með hitun, kælingu og nuddi. Aftursætin voru færð aftar í bílinn til að auka fótapláss og hægt er að halla aftursætum. Bíllinn er hlaðinn búnaði, t.d. 20 hátalara hljóðkerfi frá Bowers & Wilkins, fartölvuborð fyrir báða aftursætisfarþega, kampavínskælir, glasahaldarar með hitun og kælingu, ipad afþreyingarkerfi fyrir báða aftursætisfarþega og fleira góðgæti. Bíllinn er útbúinn loftpúðafjöðrun sem tryggir þægindi við allar aðstæður og þar sem bíllinn er tengiltvinnbíll með T8 aflrás Volvo þá samnýtir hann bensín og rafmagn á skilvirkan hátt. Sérsniðinn fyrir minni hópa Arctic Exclusive er lítið fjölskyldufyrirtæki, rekið af feðgunum Svavari Jónssyni og Inga Svavarssyni. Frá upphafi hefur stefnan verið að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers viðskiptavinar. Þegar kemur að vali á farartækjum hefur Arctic Exclusive kappkostað að bjóða aðeins það besta og þá ekki miðað við Ísland, heldur það besta sem völ er á á heimsvísu. Þeir feðgar hjá Arctic Exclisive hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn frá minni hópum, 1 til 3 farþegar og eftir langa leit fundu þeir lausnina fólgna í Excellence týpunni af Volvo XC90. Það sem heillaði mest var búnaður bílsins, afþreyingarkerfi, kælir og fartölvuborð, lúxusbúnað í ætt við búnaðinn í stærri bíl okkar. Við val á XC90 Excellence var horft til þess að hann er bæði tengiltvinnbíll, sem gerir það kleift að keyra á grænu íslensku rafmagni og einnig gríðarlega öruggur, eins og allir Volvo bílar. Bíllinn kom til landsins fyrir tveim vikum og fór beint í vinnu. Viðskiptavinir okkar eiga það allir sameiginlegt að vilja aðeins það besta þegar kemur að fararmáta og hefur þessi nýja viðbót mælst vel fyrir.Líka laglegur að utan, en ber þó ekki lúxusinn utan á sér. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent
Í blómstrandi ferðaþjónustunni hérlendis er nauðsynlegt að hafa í boði lúxusbíla sem efnuðustu ferðamennirnir kjósa þegar skoða skal landið. Arctic Exclusive er eitt þeirra og þar er bílafloti sem enginn þarf að skamma sín fyrir. Sá nýjasti í flota þess er þessi Volvo XC90 jeppi í Excellence útgáfu, sem er dýrasti bíll Volvo frá upphafi. í stað hefðbundins 7 sæta fyrirkomulags eru aðeins 4 sæti í bílnum, öll sætin eru eins, rafdrifin með hitun, kælingu og nuddi. Aftursætin voru færð aftar í bílinn til að auka fótapláss og hægt er að halla aftursætum. Bíllinn er hlaðinn búnaði, t.d. 20 hátalara hljóðkerfi frá Bowers & Wilkins, fartölvuborð fyrir báða aftursætisfarþega, kampavínskælir, glasahaldarar með hitun og kælingu, ipad afþreyingarkerfi fyrir báða aftursætisfarþega og fleira góðgæti. Bíllinn er útbúinn loftpúðafjöðrun sem tryggir þægindi við allar aðstæður og þar sem bíllinn er tengiltvinnbíll með T8 aflrás Volvo þá samnýtir hann bensín og rafmagn á skilvirkan hátt. Sérsniðinn fyrir minni hópa Arctic Exclusive er lítið fjölskyldufyrirtæki, rekið af feðgunum Svavari Jónssyni og Inga Svavarssyni. Frá upphafi hefur stefnan verið að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers viðskiptavinar. Þegar kemur að vali á farartækjum hefur Arctic Exclusive kappkostað að bjóða aðeins það besta og þá ekki miðað við Ísland, heldur það besta sem völ er á á heimsvísu. Þeir feðgar hjá Arctic Exclisive hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn frá minni hópum, 1 til 3 farþegar og eftir langa leit fundu þeir lausnina fólgna í Excellence týpunni af Volvo XC90. Það sem heillaði mest var búnaður bílsins, afþreyingarkerfi, kælir og fartölvuborð, lúxusbúnað í ætt við búnaðinn í stærri bíl okkar. Við val á XC90 Excellence var horft til þess að hann er bæði tengiltvinnbíll, sem gerir það kleift að keyra á grænu íslensku rafmagni og einnig gríðarlega öruggur, eins og allir Volvo bílar. Bíllinn kom til landsins fyrir tveim vikum og fór beint í vinnu. Viðskiptavinir okkar eiga það allir sameiginlegt að vilja aðeins það besta þegar kemur að fararmáta og hefur þessi nýja viðbót mælst vel fyrir.Líka laglegur að utan, en ber þó ekki lúxusinn utan á sér.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent