Sláandi myndband Childish Gambino vekur athygli á byssuofbeldi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. maí 2018 15:30 Tónlistarmyndbandið við lagið This is America vekur athygli á fjölda alvarlegra málefna og þarf að horfa á það oftar en einu sinni. Youtube/Donald Glover Nýtt myndband frá Childish Gambino, sem er annað sjálf leikarans, handritshöfundarins, leikstjórans, framleiðandans og tónlistarmannsins Donald Glover, hefur vakið heimsathygli síðustu daga. Þar er meðal annars vakin athygli á faraldri byssuofbeldis í Bandaríkjunum, lögregluofbeldi og fleiri samfélagslegum vandamálum.Glover var í þættinum Saturday Night Live um helgina og frumflutti hann svo einnig tvö ný lög sem Gambino. Á sama tíma fór á netið myndbandið við annað lagið, This is Amercia, og það er langt síðan tónlistarmyndband hefur fengið svo mikla umfjöllun. Hér fyrir neðan verður aðeins farið yfir brot af því sem nú þegar hefur skapað umræðu á samfélagsmiðlum.Danshreyfingarnar ekki tilviljun Lagið og textinn í laginu er grípandi en myndbandið er bæði sláandi og á sama tíma mikilvægt. Það vekur fólk til umhugsunar og hafa margir haft orð á því að þetta sé tónlistarmyndband sem skipti miklu máli, þó að mörgum þyki erfitt að horfa á það. Það er virkilega gaman að greina sérstök atriði myndbandsins og hafa margir reynt að gera samlíkingar við raunveruleikann og margir gert tilraunir til þess að greina hvað Glover var að reyna að segja með myndbandinu og öllum eftirtektarverðu smáatriðunum. Gambino dansar á mjög sérstakan hátt áður en hann skýtur sitt fyrsta fórnarlamb í myndbandinu. Danshöfundurinn er Sherrie Silver. Twitter notendur voru mjög snöggir að vekja athygli á því að hann dansar og stillir sér upp eins og hann sé að líkja eftir karakternum Jim Crow, sem er táknræn fyrir ástand Bandaríkjanna áður en réttindi þeldökkra voru fest í lög. Fljótir að gleyma Í myndbandinu má einnig sjá mögulegar tengingar við hryðjuverkaárásir og fjöldamorð. Atriðið með gospelkórnum er talið vera um skotárásina í kirkju í Charleston árið 2015. Eftir árásina dansar Glover áfram með hópi ungmenna. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að margar túlkanir hafi komið fram á þessu. Þetta gæti hugsanlega verið um að Bandaríkin hunsi ofbeldi of mikið eða gleymi því of fljótt. Í bandaríkjunum fara myndbönd í dreifingu af börnum að deyja í byssuárás, jafn auðveldlega og myndbönd af börnum að dansa á bílastæðum. Öðrum finnst hann sýna hvernig samfélög blökkumanna og þá sérstaklega börnin, læra að takast á við slík áföll. Á meðan Gambino dansar með hópi fólks er lögregla að elta einstaklinga í bakgrunninum. Lögreglubíllinn sést þó vel í horninu. Dansinn og svipbrigðin hans eru áberandi í myndbandinu og draga athyglina oft frá því sem er að gerast í bakgrunninum, sem er hugsanlega tilgangurinn. Ég mæli því með því að allir horfi á myndbandið oftar en einu sinni, helst þrisvar í röð, til þess að missa örugglega ekki af neinu í allri óreiðunni. Atriðið með gospelkórnum er talið endurspegla árás í kirkju í Charleston árið 2015.Youtube/Donald GloverAllir að mynda á símann sinn Það sem er einstaklega óhugnanlegt í myndbandinu er að eftir skotárásirnar er betur hlúið að byssunum sem notaðar voru heldur en fórnarlömbunum. Sérstaklega sterkur punktur í ljósi umræðunnar um byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Það sem er að gerast fyrir aftan dansarana er líka mjög áhrifaríkt. Sjónarvottar eru þar með símana sína á lofti. Einfalt en mjög góð áminning á okkar raunveruleika þegar voðaverk eiga sér stað í heiminum í dag. Eina sönnunin um ofbeldi lögreglu hefur stundum verið upptökur á farsíma, em margar fara í dreifingu í samfélagsmiðlum og á vefsíðum fjölmiðla. Gamlir bílar Margir Twitter notendur hafa bent á að bílarnir í myndbandinu eru allir eldri og algjör andstæða við nýju, dýru og flottu bílana sem eru áberandi í flestum tónlistarmyndböndum. Aðrir tengja þetta við morðið á Philando Castile sem var myrtur í gömlum bíl eða við allt ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Sumir tengja bílana við myndirnar frá uppþotinu árið 1992 í Los Angeles, eftir að kviðdómur sýknaði lögreglumenn af ofbeldi við handtöku Rodney King.Hvíti hesturinn sést hér í bakgrunni.Youtube/Donald GloverDauðinn á hvítum hesti Á einum tímapunkti í myndbandinu má sjá skuggalega hettuklædda veru á hvítum hesti koma ríðandi frá lögreglubíl. Í umfjöllun Independent kemur fram að þetta tengja margir við ádeilu á lögregluofbeldi. Í biblíunni er talað um að dauðinn komi á fölum hesti og tákni að endalokin eru framundan. Snemma í myndbandinu má sjá mann spila á gítar og var áberandi á Twitter að fólki fannst hann líkjast föður Trayvon Martin, sem lést eftir að hann var skotinn af lögreglumanni árið 2012. Það gæti þó auðvitað verið tilviljun. Í lok myndbandsins er atriði þar sem hópur fólks eltir Gambino eftir dimmum gangi og má sjá skelfinguna í andliti hans. Margir hafa tengt þetta atriði við the Sunken Place sem var fangelsi fyrir blökkumenn með geðræn vandamál, í kvikmyndinni Get Out. Gambino á einmitt lag í þeirri mynd. Daniel Kaluuya aðalleikari myndarinnar kynnti líka lagið áður en það var frumflutt í SNL. Myndband sem fær fólk til að hugsa Glover er sífellt að koma á óvart með hæfileikum sínum og sköpunargleði. Hann getur titlað sig leikari, handritshöfundur, tónlistarmaður, uppistandari, framleiðandi og leikstjóri. Hann sló í gegn í þáttunum Community en er fær nú mikið hrós þáttaröðina Atlanta, þar sem hann skrifar, leikur, framleiðir og leikstýrir. Hann leikur einnig Lando Carissian í kvikmyndinni Solo: A Star Wars Story. Glover vann Grammy verðlaun fyrr á þessu ári, sem rapparinn Gambino fyrir lagið Redbone. Á síðasta ári var hann á lista tímaritsins Times yfir 100 áhrifamestu einstaklingana í heiminum.Leikstjóri myndbandsins er Hiro Murai sem einnig leikstýrði einnig nokkrum þáttum af Atlanta. Mörgum finnst að með myndbandinu nái þeir að vekja athygli á því hvernig menningin í Bandaríkjunum hefur að mörgu leyti skaðað blökkumenn. Þetta myndband er svo sannarlega umdeilt en það vekur fólk tvímælalaust til umhugsunar, sem er eitthvað sem aðeins fáum tónlistarmyndböndum tekst á árangursríkan hátt. Það hefur verið skoðað tæplega 50 milljón sinnum á Youtube síðan á laugardag. Myndbandið má horfa á í spilaranum hér að neðan en varað er við því að ákveðin atriði kunni að vekja óhug. Menning Skotárásir í Bandaríkjunum Tónlist Tengdar fréttir Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32 Donald Glover leikur ungan Lando Calrissian Mun birtast í kvikmyndinni um ungan Han Solo. 22. október 2016 09:41 Fundinn sekur um að myrða níu manns í kirkju svartra í Charleston Dylann Roof hefur verið sakfelldur fyrir að skjóta níu þeldökka einstaklinga til bana í kirkju í borginni Charleston í Bandaríkjunum í júní á síðasta ári. Á Roof ekki að hafa sýnt nein viðbrögð er niðurstaðan var lesin upp. 15. desember 2016 23:30 Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Stjórnmál fyrirferðamikil á Emmy-verðlaunahátíðinni Handsmaid's tale, Donald Glover, Last Week Tonight og Saturday Night Live sópuðu að sér verðlaunum í nótt. 18. september 2017 07:45 Donald Glover og James Earl Jones munu leika Simba og Múfasa Donald Glover og James Earl Jones munu koma til með að leika í Lion King endurgerðinni. 18. febrúar 2017 22:55 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Nýtt myndband frá Childish Gambino, sem er annað sjálf leikarans, handritshöfundarins, leikstjórans, framleiðandans og tónlistarmannsins Donald Glover, hefur vakið heimsathygli síðustu daga. Þar er meðal annars vakin athygli á faraldri byssuofbeldis í Bandaríkjunum, lögregluofbeldi og fleiri samfélagslegum vandamálum.Glover var í þættinum Saturday Night Live um helgina og frumflutti hann svo einnig tvö ný lög sem Gambino. Á sama tíma fór á netið myndbandið við annað lagið, This is Amercia, og það er langt síðan tónlistarmyndband hefur fengið svo mikla umfjöllun. Hér fyrir neðan verður aðeins farið yfir brot af því sem nú þegar hefur skapað umræðu á samfélagsmiðlum.Danshreyfingarnar ekki tilviljun Lagið og textinn í laginu er grípandi en myndbandið er bæði sláandi og á sama tíma mikilvægt. Það vekur fólk til umhugsunar og hafa margir haft orð á því að þetta sé tónlistarmyndband sem skipti miklu máli, þó að mörgum þyki erfitt að horfa á það. Það er virkilega gaman að greina sérstök atriði myndbandsins og hafa margir reynt að gera samlíkingar við raunveruleikann og margir gert tilraunir til þess að greina hvað Glover var að reyna að segja með myndbandinu og öllum eftirtektarverðu smáatriðunum. Gambino dansar á mjög sérstakan hátt áður en hann skýtur sitt fyrsta fórnarlamb í myndbandinu. Danshöfundurinn er Sherrie Silver. Twitter notendur voru mjög snöggir að vekja athygli á því að hann dansar og stillir sér upp eins og hann sé að líkja eftir karakternum Jim Crow, sem er táknræn fyrir ástand Bandaríkjanna áður en réttindi þeldökkra voru fest í lög. Fljótir að gleyma Í myndbandinu má einnig sjá mögulegar tengingar við hryðjuverkaárásir og fjöldamorð. Atriðið með gospelkórnum er talið vera um skotárásina í kirkju í Charleston árið 2015. Eftir árásina dansar Glover áfram með hópi ungmenna. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að margar túlkanir hafi komið fram á þessu. Þetta gæti hugsanlega verið um að Bandaríkin hunsi ofbeldi of mikið eða gleymi því of fljótt. Í bandaríkjunum fara myndbönd í dreifingu af börnum að deyja í byssuárás, jafn auðveldlega og myndbönd af börnum að dansa á bílastæðum. Öðrum finnst hann sýna hvernig samfélög blökkumanna og þá sérstaklega börnin, læra að takast á við slík áföll. Á meðan Gambino dansar með hópi fólks er lögregla að elta einstaklinga í bakgrunninum. Lögreglubíllinn sést þó vel í horninu. Dansinn og svipbrigðin hans eru áberandi í myndbandinu og draga athyglina oft frá því sem er að gerast í bakgrunninum, sem er hugsanlega tilgangurinn. Ég mæli því með því að allir horfi á myndbandið oftar en einu sinni, helst þrisvar í röð, til þess að missa örugglega ekki af neinu í allri óreiðunni. Atriðið með gospelkórnum er talið endurspegla árás í kirkju í Charleston árið 2015.Youtube/Donald GloverAllir að mynda á símann sinn Það sem er einstaklega óhugnanlegt í myndbandinu er að eftir skotárásirnar er betur hlúið að byssunum sem notaðar voru heldur en fórnarlömbunum. Sérstaklega sterkur punktur í ljósi umræðunnar um byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Það sem er að gerast fyrir aftan dansarana er líka mjög áhrifaríkt. Sjónarvottar eru þar með símana sína á lofti. Einfalt en mjög góð áminning á okkar raunveruleika þegar voðaverk eiga sér stað í heiminum í dag. Eina sönnunin um ofbeldi lögreglu hefur stundum verið upptökur á farsíma, em margar fara í dreifingu í samfélagsmiðlum og á vefsíðum fjölmiðla. Gamlir bílar Margir Twitter notendur hafa bent á að bílarnir í myndbandinu eru allir eldri og algjör andstæða við nýju, dýru og flottu bílana sem eru áberandi í flestum tónlistarmyndböndum. Aðrir tengja þetta við morðið á Philando Castile sem var myrtur í gömlum bíl eða við allt ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Sumir tengja bílana við myndirnar frá uppþotinu árið 1992 í Los Angeles, eftir að kviðdómur sýknaði lögreglumenn af ofbeldi við handtöku Rodney King.Hvíti hesturinn sést hér í bakgrunni.Youtube/Donald GloverDauðinn á hvítum hesti Á einum tímapunkti í myndbandinu má sjá skuggalega hettuklædda veru á hvítum hesti koma ríðandi frá lögreglubíl. Í umfjöllun Independent kemur fram að þetta tengja margir við ádeilu á lögregluofbeldi. Í biblíunni er talað um að dauðinn komi á fölum hesti og tákni að endalokin eru framundan. Snemma í myndbandinu má sjá mann spila á gítar og var áberandi á Twitter að fólki fannst hann líkjast föður Trayvon Martin, sem lést eftir að hann var skotinn af lögreglumanni árið 2012. Það gæti þó auðvitað verið tilviljun. Í lok myndbandsins er atriði þar sem hópur fólks eltir Gambino eftir dimmum gangi og má sjá skelfinguna í andliti hans. Margir hafa tengt þetta atriði við the Sunken Place sem var fangelsi fyrir blökkumenn með geðræn vandamál, í kvikmyndinni Get Out. Gambino á einmitt lag í þeirri mynd. Daniel Kaluuya aðalleikari myndarinnar kynnti líka lagið áður en það var frumflutt í SNL. Myndband sem fær fólk til að hugsa Glover er sífellt að koma á óvart með hæfileikum sínum og sköpunargleði. Hann getur titlað sig leikari, handritshöfundur, tónlistarmaður, uppistandari, framleiðandi og leikstjóri. Hann sló í gegn í þáttunum Community en er fær nú mikið hrós þáttaröðina Atlanta, þar sem hann skrifar, leikur, framleiðir og leikstýrir. Hann leikur einnig Lando Carissian í kvikmyndinni Solo: A Star Wars Story. Glover vann Grammy verðlaun fyrr á þessu ári, sem rapparinn Gambino fyrir lagið Redbone. Á síðasta ári var hann á lista tímaritsins Times yfir 100 áhrifamestu einstaklingana í heiminum.Leikstjóri myndbandsins er Hiro Murai sem einnig leikstýrði einnig nokkrum þáttum af Atlanta. Mörgum finnst að með myndbandinu nái þeir að vekja athygli á því hvernig menningin í Bandaríkjunum hefur að mörgu leyti skaðað blökkumenn. Þetta myndband er svo sannarlega umdeilt en það vekur fólk tvímælalaust til umhugsunar, sem er eitthvað sem aðeins fáum tónlistarmyndböndum tekst á árangursríkan hátt. Það hefur verið skoðað tæplega 50 milljón sinnum á Youtube síðan á laugardag. Myndbandið má horfa á í spilaranum hér að neðan en varað er við því að ákveðin atriði kunni að vekja óhug.
Menning Skotárásir í Bandaríkjunum Tónlist Tengdar fréttir Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32 Donald Glover leikur ungan Lando Calrissian Mun birtast í kvikmyndinni um ungan Han Solo. 22. október 2016 09:41 Fundinn sekur um að myrða níu manns í kirkju svartra í Charleston Dylann Roof hefur verið sakfelldur fyrir að skjóta níu þeldökka einstaklinga til bana í kirkju í borginni Charleston í Bandaríkjunum í júní á síðasta ári. Á Roof ekki að hafa sýnt nein viðbrögð er niðurstaðan var lesin upp. 15. desember 2016 23:30 Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Stjórnmál fyrirferðamikil á Emmy-verðlaunahátíðinni Handsmaid's tale, Donald Glover, Last Week Tonight og Saturday Night Live sópuðu að sér verðlaunum í nótt. 18. september 2017 07:45 Donald Glover og James Earl Jones munu leika Simba og Múfasa Donald Glover og James Earl Jones munu koma til með að leika í Lion King endurgerðinni. 18. febrúar 2017 22:55 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32
Donald Glover leikur ungan Lando Calrissian Mun birtast í kvikmyndinni um ungan Han Solo. 22. október 2016 09:41
Fundinn sekur um að myrða níu manns í kirkju svartra í Charleston Dylann Roof hefur verið sakfelldur fyrir að skjóta níu þeldökka einstaklinga til bana í kirkju í borginni Charleston í Bandaríkjunum í júní á síðasta ári. Á Roof ekki að hafa sýnt nein viðbrögð er niðurstaðan var lesin upp. 15. desember 2016 23:30
Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45
Stjórnmál fyrirferðamikil á Emmy-verðlaunahátíðinni Handsmaid's tale, Donald Glover, Last Week Tonight og Saturday Night Live sópuðu að sér verðlaunum í nótt. 18. september 2017 07:45
Donald Glover og James Earl Jones munu leika Simba og Múfasa Donald Glover og James Earl Jones munu koma til með að leika í Lion King endurgerðinni. 18. febrúar 2017 22:55
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið