Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Lýður Árnason skrifar 8. maí 2018 07:00 Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Frambjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverktaka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fermetra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfurskeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverjanum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseigendur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitarstjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrsblokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðismarkaði, nýr alvöru valkostur í líkingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri.Höfundur er læknir og kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Frambjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverktaka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fermetra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfurskeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverjanum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseigendur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitarstjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrsblokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðismarkaði, nýr alvöru valkostur í líkingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri.Höfundur er læknir og kvikmyndagerðarmaður
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun