Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2018 09:15 Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur meiri áhrif á sjávarstöðu við Ísland en Grænlandsjökull vegna breytinga sem verða á þyngdarsviði íshvelanna við bráðnunina. Vísir/Vilhelm/Getty Bráðnun íslenskra jökla sem er óumflýjanleg vegna hnattrænnar hlýnunar mun hafa áhrif á sjávarstöðu við landið á þessari öld. Framtíð strandlengju Íslands er hins vegar einnig tengd örlögum íssins á Suðurskautslandinu órjúfanlegum böndum. Áhrifum hopandi jökla á landið og stöðu hafsins er lýst í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem birt var í gær. Þetta er umfangsmesta úttektin á áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi til þessa og sú fyrsta sinnar tegundar í áratug. Jöklarnir skreppa nú saman um 0,35% á hverju ári og hafa minnkað um 500 ferkílómetra að flatarmáli á þessari öld. Spáð er að flatarmál Langjökuls skreppi saman um 85% fyrir lok aldarinnar og Hofsjökuls og syðri hluta Vatnajökuls um 60%. Áfram er spáð að jöklarnir hverfi á næstu öldum haldi losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum áfram í miklu magni. Vatnajökull gæti lifað lengst, sérstaklega á hæstu fjallstindum. Bráðunin er svo mikil að landið undir jöklunum rís þegar ísfarginu er létt af þeim. Þetta landris, ásamt bráðnun stóru íshellna jarðarinnar, flækir myndina þegar kemur að spám um hvernig sjávarstaða við landið þróast á þessari öld þegar yfirborð sjávar rís vegna loftslagsbreytinga. Lóðréttar hreyfingar lands á Íslandi frá 1993 til 2004. Hálendið og suðaustanvert landið rís með hopi jöklanna. Búist við meiri sjávarstöðuhækkun en í fyrstu Vísindamenn sem komu að síðustu samantektarskýrslu Milliríkjanefnda Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) gerðu ráð fyrir að yfirborð sjávar gæti hækkað um allt að metra fyrir lok aldarinnar ef losun gróðurhúsalofttegunda héldi áfram óbeisluð. Yfirborð sjávar rís eftir því sem hlýnar á jörðinni af tveimur ástæðum. Annars vegar þenst vatnið út þegar það hlýnar og hins vegar streymir vatn frá bráðandi jöklum á landi út í sjóinn. Nægilegt vatn er bundið í stóru íshellunum á Suðurskautslandinu og Grænlandi til þess að hækka yfirborð sjávar um marga metra á hnattræna vísu. Frá síðustu skýrslu IPCC árið 2012 hefur myndast nokkur samhljómur á meðal vísindamanna um að möguleg hækkun yfirborðs sjávar hafi verið vanmetin. Ólíklegt sé því að bjartsýnni spár um sjávarstöðuhækkun á öldinni gangi eftir. Guðfinna er jöklafræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands Gruggug mynd af þróuninni við Ísland Ein af meginniðurstöðum skýrslu vísindanefndarinnar sem var kynnt í gær er að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandi verði líklega aðeins hluti af meðaltalshækkuninni á heimsvísu, mögulega aðeins 30-40% af heimsmeðaltalinu. Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem las yfir hluta skýrslunnar um jökla- og sjávarstöðubreytingar, segir hins vegar ekki einfalt að meta hvernig staðbundin sjávarstaða mun breytast við Ísland vegna þess að mismunandi hlutar þess séu ýmist að rísa eða síga. Þá bendir hún á að litlar mælingar séu til yfir sjávarstöðu við Ísland. Þannig vanti til dæmis mælingar á sjávarstöðu frá flestum höfnum á landinu. „Ég myndi segja að þetta sé frekar gruggug mynd. Þess vegna er mikilvægt að við gerum myndina aðeins skarpari,“ segir Guðfinna um hvernig sjávarstaða gæti þróast við helstu þéttbýlisstaði á Íslandi. Í skýrslu vísindanefndarinnar er varað við því að hærri sjávarstaða, ásamt ákafari úrkomu sem er spáð samfara hlýnun, gæti valdið auknu álagi á fráveitukerfi. Einnig bendir hún á að skoða þurfi áhættu af sjávarflóðum og að mikilvægt sé að fara að öllu með gát við skipulag á byggð á lágsvæðum. Þarf þurfi að taka tillit til sjávarflóðahættu og forðast að geyma viðkvæman búnað eða verðmæti í kjöllurum. Afstæð sjávarstaða í Reykjavík frá 1956 til 2014. Hækkunin þar hefur verið um tveir millímetrar á ári eða um 20 sentímetrar á öld.Gögn frá Siglingasviði Vegagerðarinnar Slaknar á þyngdarkraftinum við bráðnunina Tvennt hefur fyrst og fremst áhrif á að gert er ráð fyrir minni hækkun yfirborðs sjávar hér að meðaltali í heiminum. Annars vegar er það landrisið sem verður þegar jöklar bráðna ofan af því. Á Suðausturlandi, þar sem strandsvæði eru sem næst Vatnajökli og jökullinn er þyngstur, spáir vísindanefndin því að sjávarmál muni falla á öldinni af þessum sökum. Hins vegar hefur bráðnun stóru ísbreiðnanna á Grænlandi og á suðurskautinu áhrif á sjávarstöðuna við Ísland. Það skiptir máli fyrir sjávarstöðu á hverjum stað fyrir sig hvar bráðnunin verður mest. Guðfinna segir að íshvelin séu svo massamikil að þyngdarsviðið breytist í kringum þau. Sjávarborðið hækkar í kringum þau vegna þess að ísmassinn togar í sjóinn en lækkar fjær þeim. Þegar þau bráðna slaknar hins vegar á þyngdartoginu og sjávarstaðan lækkar í kringum þau en hækkar lengra í burtu. Gríðarleg bráðun Grænlandsjökuls sem nú á sér stað og minnkun þyngdarkrafts hans hefur þannig þau áhrif að yfirborð sjávar á okkar slóðum hækkar ekki eins mikið og meðaltalið. Grænlandsjökull er svo tröllaukinn að þyngdarsvið hans togar sjóinn að honum og hækkar sjávarmál. Íshvelið bráðnar nú hratt og þá slaknar á þyngdartoginu og yfirborð sjávar lækkar í grenndinni. Þetta mun vega upp á móti hækkun yfirborðs sjávar við Ísland.Vísir/AFP Hrun getur hrundið af stað hraðri hækkun Þyngdartap stóru íshellnanna skýrir hvers vegnar örlög íssins á Suðurskautslandinu ráða miklu um sjávarstöðuna við Ísland en einnig hvers vegna svona mikil óvissa ríkir um hana. Varað er við því í skýrslu vísindanefndarinnar að ef hrun verður í jöklum á Suðurskautslandinu geti spáin um hækkun sjávarstöðu hér við land skyndilega tvöfaldast. „Ástæðan fyrir óvissunni er að við vitum í rauninni ekki hvernig Suðurskautslandið bregst við,“ útskýrir Guðfinna. Vísindamenn beina nú auknum krafti í rannsóknir á Suðurskautslandinu vegna áhyggna af því að skyndilegt hrun geti orðið í ísnum. Guðfinna segir að á vesturhluta Suðurskautslandsins, sem talinn er viðkvæmastur, sitji ísinn á landi en landið sé undir sjávarmáli, ólíkt austurhlutanum þar sem land stendur hærra. „Ef það byrjar að bráðna kemst hafið nær og í meiri snertingu við ísinn. Þar getur íshellan á stóru svæði hrunið. Þá getur sjávarstöðubreytingin orðið mjög hröð,“ segir hún. Sjá einnig: Sjávarstaða næstu alda gætu ráðist á næstu fimm árum Menn hafi aldrei upplifað slíkt hrun í suðurskautsísnum og því treysti vísindamenn sér ekki til að fullyrða um hvernig mál munu þróast þar. Guðfinna segir hins vegar að mælingar á sjávarstöðubreytingum í fortíðinni hafi leitt í ljós dæmi um hraðar breytingar. „Þá er það kannski fleiri hundruð ár. Í jarðfræðisögunni eru það hraðar breytingar í staðinn fyrir þúsundir og milljónir ára. Tímaskalinn hundrað ár er mjög stuttur í jarðfræðilegu samhengi,“ segir hún. Vísindanefndin segir að hrun á stórum hluta vestanverðs Suðurskautslandsins gæti hækkað sjávarstöðu um meira en þrjá metra að meðaltali á jörðinni. Sú hækkun tæki þó hundruð ára. Vísindanefndin varar við möguleikanum á óafturkræfu hruni jökla við Amundsenflóa á Suðurskautslandinu. Slíkt hrun á suðurhveli ylli langtímahækkun sjávarstöðu við Ísland.Vísir/Getty Aðgerðir nú móta framtíðina Þrátt fyrir að því sé spáð að sjávarstöðuhækkunin við Ísland verði minni en meðaltalið á þessari öld er nánast öruggt að hún haldi áfram næstu aldirnar vegna þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn hafa þegar losað út í lofthjúp jarðar. Vísindanefndin áætlar að ef losun verður áfram mikil geti hækkunin numið meira en metra á öld til ársins 2500. Bráðni hlutfallslega meira af Suðurskautslandsísnum en Grænlandsjökli gerir vísindanefndin ráð fyrir að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland verði meiri en hún hefur spáð. Engu að síður leggur Guðfinna áherslu á að öllu muni um hvernig framtíðin verður hvað menn gera núna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt skýrslu vísindanefndarinnar er mögulegt að yfirborðshækkun sjávar verði takmörkuð við tvo metra til 2500 ef hlýnun verður haldið í skefjum með samdrætti í losun. Það er allt að þremur metrum minni hækkun en ef losun heldur áfram óheft. „Jafnvel þó að allar tölur miðist við hvað gerist árið 2100 þá mun þetta halda áfram árið 2200, 2300, 2400, 2500. Við verðum náttúrulega ekki á lífi þá en við berum ábyrgðina núna,“ segir Guðfinna. Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Hlýnunin á norðurskautinu fordæmalaus í 1.500 ár Norðurskautið hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. 13. desember 2017 14:54 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Grænlandsjökull gæti hækkað yfirborð sjávar meira og hraðar Kortlagning á sjávarbotninum við Grænland bendir til að enn stærri hluti hans komist í snertingu við hlýjan sjó en áður var talið og að meira magn íss sé ofan sjávarborðs. 10. október 2017 11:14 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Bráðnun íslenskra jökla sem er óumflýjanleg vegna hnattrænnar hlýnunar mun hafa áhrif á sjávarstöðu við landið á þessari öld. Framtíð strandlengju Íslands er hins vegar einnig tengd örlögum íssins á Suðurskautslandinu órjúfanlegum böndum. Áhrifum hopandi jökla á landið og stöðu hafsins er lýst í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem birt var í gær. Þetta er umfangsmesta úttektin á áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi til þessa og sú fyrsta sinnar tegundar í áratug. Jöklarnir skreppa nú saman um 0,35% á hverju ári og hafa minnkað um 500 ferkílómetra að flatarmáli á þessari öld. Spáð er að flatarmál Langjökuls skreppi saman um 85% fyrir lok aldarinnar og Hofsjökuls og syðri hluta Vatnajökuls um 60%. Áfram er spáð að jöklarnir hverfi á næstu öldum haldi losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum áfram í miklu magni. Vatnajökull gæti lifað lengst, sérstaklega á hæstu fjallstindum. Bráðunin er svo mikil að landið undir jöklunum rís þegar ísfarginu er létt af þeim. Þetta landris, ásamt bráðnun stóru íshellna jarðarinnar, flækir myndina þegar kemur að spám um hvernig sjávarstaða við landið þróast á þessari öld þegar yfirborð sjávar rís vegna loftslagsbreytinga. Lóðréttar hreyfingar lands á Íslandi frá 1993 til 2004. Hálendið og suðaustanvert landið rís með hopi jöklanna. Búist við meiri sjávarstöðuhækkun en í fyrstu Vísindamenn sem komu að síðustu samantektarskýrslu Milliríkjanefnda Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) gerðu ráð fyrir að yfirborð sjávar gæti hækkað um allt að metra fyrir lok aldarinnar ef losun gróðurhúsalofttegunda héldi áfram óbeisluð. Yfirborð sjávar rís eftir því sem hlýnar á jörðinni af tveimur ástæðum. Annars vegar þenst vatnið út þegar það hlýnar og hins vegar streymir vatn frá bráðandi jöklum á landi út í sjóinn. Nægilegt vatn er bundið í stóru íshellunum á Suðurskautslandinu og Grænlandi til þess að hækka yfirborð sjávar um marga metra á hnattræna vísu. Frá síðustu skýrslu IPCC árið 2012 hefur myndast nokkur samhljómur á meðal vísindamanna um að möguleg hækkun yfirborðs sjávar hafi verið vanmetin. Ólíklegt sé því að bjartsýnni spár um sjávarstöðuhækkun á öldinni gangi eftir. Guðfinna er jöklafræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands Gruggug mynd af þróuninni við Ísland Ein af meginniðurstöðum skýrslu vísindanefndarinnar sem var kynnt í gær er að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandi verði líklega aðeins hluti af meðaltalshækkuninni á heimsvísu, mögulega aðeins 30-40% af heimsmeðaltalinu. Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem las yfir hluta skýrslunnar um jökla- og sjávarstöðubreytingar, segir hins vegar ekki einfalt að meta hvernig staðbundin sjávarstaða mun breytast við Ísland vegna þess að mismunandi hlutar þess séu ýmist að rísa eða síga. Þá bendir hún á að litlar mælingar séu til yfir sjávarstöðu við Ísland. Þannig vanti til dæmis mælingar á sjávarstöðu frá flestum höfnum á landinu. „Ég myndi segja að þetta sé frekar gruggug mynd. Þess vegna er mikilvægt að við gerum myndina aðeins skarpari,“ segir Guðfinna um hvernig sjávarstaða gæti þróast við helstu þéttbýlisstaði á Íslandi. Í skýrslu vísindanefndarinnar er varað við því að hærri sjávarstaða, ásamt ákafari úrkomu sem er spáð samfara hlýnun, gæti valdið auknu álagi á fráveitukerfi. Einnig bendir hún á að skoða þurfi áhættu af sjávarflóðum og að mikilvægt sé að fara að öllu með gát við skipulag á byggð á lágsvæðum. Þarf þurfi að taka tillit til sjávarflóðahættu og forðast að geyma viðkvæman búnað eða verðmæti í kjöllurum. Afstæð sjávarstaða í Reykjavík frá 1956 til 2014. Hækkunin þar hefur verið um tveir millímetrar á ári eða um 20 sentímetrar á öld.Gögn frá Siglingasviði Vegagerðarinnar Slaknar á þyngdarkraftinum við bráðnunina Tvennt hefur fyrst og fremst áhrif á að gert er ráð fyrir minni hækkun yfirborðs sjávar hér að meðaltali í heiminum. Annars vegar er það landrisið sem verður þegar jöklar bráðna ofan af því. Á Suðausturlandi, þar sem strandsvæði eru sem næst Vatnajökli og jökullinn er þyngstur, spáir vísindanefndin því að sjávarmál muni falla á öldinni af þessum sökum. Hins vegar hefur bráðnun stóru ísbreiðnanna á Grænlandi og á suðurskautinu áhrif á sjávarstöðuna við Ísland. Það skiptir máli fyrir sjávarstöðu á hverjum stað fyrir sig hvar bráðnunin verður mest. Guðfinna segir að íshvelin séu svo massamikil að þyngdarsviðið breytist í kringum þau. Sjávarborðið hækkar í kringum þau vegna þess að ísmassinn togar í sjóinn en lækkar fjær þeim. Þegar þau bráðna slaknar hins vegar á þyngdartoginu og sjávarstaðan lækkar í kringum þau en hækkar lengra í burtu. Gríðarleg bráðun Grænlandsjökuls sem nú á sér stað og minnkun þyngdarkrafts hans hefur þannig þau áhrif að yfirborð sjávar á okkar slóðum hækkar ekki eins mikið og meðaltalið. Grænlandsjökull er svo tröllaukinn að þyngdarsvið hans togar sjóinn að honum og hækkar sjávarmál. Íshvelið bráðnar nú hratt og þá slaknar á þyngdartoginu og yfirborð sjávar lækkar í grenndinni. Þetta mun vega upp á móti hækkun yfirborðs sjávar við Ísland.Vísir/AFP Hrun getur hrundið af stað hraðri hækkun Þyngdartap stóru íshellnanna skýrir hvers vegnar örlög íssins á Suðurskautslandinu ráða miklu um sjávarstöðuna við Ísland en einnig hvers vegna svona mikil óvissa ríkir um hana. Varað er við því í skýrslu vísindanefndarinnar að ef hrun verður í jöklum á Suðurskautslandinu geti spáin um hækkun sjávarstöðu hér við land skyndilega tvöfaldast. „Ástæðan fyrir óvissunni er að við vitum í rauninni ekki hvernig Suðurskautslandið bregst við,“ útskýrir Guðfinna. Vísindamenn beina nú auknum krafti í rannsóknir á Suðurskautslandinu vegna áhyggna af því að skyndilegt hrun geti orðið í ísnum. Guðfinna segir að á vesturhluta Suðurskautslandsins, sem talinn er viðkvæmastur, sitji ísinn á landi en landið sé undir sjávarmáli, ólíkt austurhlutanum þar sem land stendur hærra. „Ef það byrjar að bráðna kemst hafið nær og í meiri snertingu við ísinn. Þar getur íshellan á stóru svæði hrunið. Þá getur sjávarstöðubreytingin orðið mjög hröð,“ segir hún. Sjá einnig: Sjávarstaða næstu alda gætu ráðist á næstu fimm árum Menn hafi aldrei upplifað slíkt hrun í suðurskautsísnum og því treysti vísindamenn sér ekki til að fullyrða um hvernig mál munu þróast þar. Guðfinna segir hins vegar að mælingar á sjávarstöðubreytingum í fortíðinni hafi leitt í ljós dæmi um hraðar breytingar. „Þá er það kannski fleiri hundruð ár. Í jarðfræðisögunni eru það hraðar breytingar í staðinn fyrir þúsundir og milljónir ára. Tímaskalinn hundrað ár er mjög stuttur í jarðfræðilegu samhengi,“ segir hún. Vísindanefndin segir að hrun á stórum hluta vestanverðs Suðurskautslandsins gæti hækkað sjávarstöðu um meira en þrjá metra að meðaltali á jörðinni. Sú hækkun tæki þó hundruð ára. Vísindanefndin varar við möguleikanum á óafturkræfu hruni jökla við Amundsenflóa á Suðurskautslandinu. Slíkt hrun á suðurhveli ylli langtímahækkun sjávarstöðu við Ísland.Vísir/Getty Aðgerðir nú móta framtíðina Þrátt fyrir að því sé spáð að sjávarstöðuhækkunin við Ísland verði minni en meðaltalið á þessari öld er nánast öruggt að hún haldi áfram næstu aldirnar vegna þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn hafa þegar losað út í lofthjúp jarðar. Vísindanefndin áætlar að ef losun verður áfram mikil geti hækkunin numið meira en metra á öld til ársins 2500. Bráðni hlutfallslega meira af Suðurskautslandsísnum en Grænlandsjökli gerir vísindanefndin ráð fyrir að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland verði meiri en hún hefur spáð. Engu að síður leggur Guðfinna áherslu á að öllu muni um hvernig framtíðin verður hvað menn gera núna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt skýrslu vísindanefndarinnar er mögulegt að yfirborðshækkun sjávar verði takmörkuð við tvo metra til 2500 ef hlýnun verður haldið í skefjum með samdrætti í losun. Það er allt að þremur metrum minni hækkun en ef losun heldur áfram óheft. „Jafnvel þó að allar tölur miðist við hvað gerist árið 2100 þá mun þetta halda áfram árið 2200, 2300, 2400, 2500. Við verðum náttúrulega ekki á lífi þá en við berum ábyrgðina núna,“ segir Guðfinna.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Hlýnunin á norðurskautinu fordæmalaus í 1.500 ár Norðurskautið hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. 13. desember 2017 14:54 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Grænlandsjökull gæti hækkað yfirborð sjávar meira og hraðar Kortlagning á sjávarbotninum við Grænland bendir til að enn stærri hluti hans komist í snertingu við hlýjan sjó en áður var talið og að meira magn íss sé ofan sjávarborðs. 10. október 2017 11:14 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00
Hlýnunin á norðurskautinu fordæmalaus í 1.500 ár Norðurskautið hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. 13. desember 2017 14:54
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Grænlandsjökull gæti hækkað yfirborð sjávar meira og hraðar Kortlagning á sjávarbotninum við Grænland bendir til að enn stærri hluti hans komist í snertingu við hlýjan sjó en áður var talið og að meira magn íss sé ofan sjávarborðs. 10. október 2017 11:14
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02