Deila um nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2018 21:00 Deilt er um íþróttaaðstöðu og nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Minnihlutinn gagnrýnir tug milljóna króna hönnunarsamkeppni sem muni að öllum líkindum ekki nýtast. Meirihlutinn vill leggja ákvörðunina undir íbúana. Fyrir utan hagsmunagæslu Ísafjarðarbæjar þegar kemur að laxeldi, raforku og samgöngum þá má segja að heitasta málið fyrir sveitastjórnarkosningarnar sé sundlaugin. Ísfirðingar vilja stærri sundlaug, deilt er um hvort byggja eigi við gömlu sundlaugina hér í hjarta miðbæjarins eða byggja nýja sundlaug hér á Torfnesi þar sem öll önnu íþróttaaðstaða er.Daníel Jakobsson.Vísir/EgillOddviti Sjálfstæðismanna gagnrýnir almennt framkvæmdaleysi meirihlutans síðustu fjögur ár þrátt fyrir auknar tekjur. Plön hafi legið fyrir að byggja upp íþróttahús og sundlaug á nýju svæði. „Núverandi meirihluti ákvað að fara í 20-30 milljón króna könnun um hvernig væri hægt að endurbæta núverandi sundlaug. Það var aldrei vilji fyrir því verkefnim,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Framsóknarmenn eru sammála. „Ég held að menn séu komnir í ógöngur með þetta. Við viljum fara á Torfunes og skipuleggja svæðið þar heildstætt,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ. 25 milljónir fóru í hönnunarsamkeppni á gömlu lauginni og var sigurtillagan lögð fyrir íbúana.Arna Lára Jónsdóttir.Vísir/Egill„Hvað viljum við gera með þetta? Viljum við vinna með þessa gömlu laug eða bíða lengur og gera alvöru laug. Eða þriðja leiðin, gera samstarf við ágætu nágranna í Bolungarvík og byggja laug með þeim. Um þetta erum við að spyrja í skoðunarkönnun og við hljótum að taka mark á því sem íbúar segja,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Arna Lára segir tekjur bæjarfélagsins vissulega hafa aukist og loks sé bæjarbúum að fjölga en margt varðandi grunnþjónustu hafi setið á hakanum síðasta áratuginn „Af því eins og ég sagði áðan erum við með rosalega mörg stór verkefni framundan og við þurfum að forgangsraða fjármagni.“ Ísafjarðarbær Kosningar 2018 Sundlaugar Tengdar fréttir Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Deilt er um íþróttaaðstöðu og nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Minnihlutinn gagnrýnir tug milljóna króna hönnunarsamkeppni sem muni að öllum líkindum ekki nýtast. Meirihlutinn vill leggja ákvörðunina undir íbúana. Fyrir utan hagsmunagæslu Ísafjarðarbæjar þegar kemur að laxeldi, raforku og samgöngum þá má segja að heitasta málið fyrir sveitastjórnarkosningarnar sé sundlaugin. Ísfirðingar vilja stærri sundlaug, deilt er um hvort byggja eigi við gömlu sundlaugina hér í hjarta miðbæjarins eða byggja nýja sundlaug hér á Torfnesi þar sem öll önnu íþróttaaðstaða er.Daníel Jakobsson.Vísir/EgillOddviti Sjálfstæðismanna gagnrýnir almennt framkvæmdaleysi meirihlutans síðustu fjögur ár þrátt fyrir auknar tekjur. Plön hafi legið fyrir að byggja upp íþróttahús og sundlaug á nýju svæði. „Núverandi meirihluti ákvað að fara í 20-30 milljón króna könnun um hvernig væri hægt að endurbæta núverandi sundlaug. Það var aldrei vilji fyrir því verkefnim,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Framsóknarmenn eru sammála. „Ég held að menn séu komnir í ógöngur með þetta. Við viljum fara á Torfunes og skipuleggja svæðið þar heildstætt,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ. 25 milljónir fóru í hönnunarsamkeppni á gömlu lauginni og var sigurtillagan lögð fyrir íbúana.Arna Lára Jónsdóttir.Vísir/Egill„Hvað viljum við gera með þetta? Viljum við vinna með þessa gömlu laug eða bíða lengur og gera alvöru laug. Eða þriðja leiðin, gera samstarf við ágætu nágranna í Bolungarvík og byggja laug með þeim. Um þetta erum við að spyrja í skoðunarkönnun og við hljótum að taka mark á því sem íbúar segja,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Arna Lára segir tekjur bæjarfélagsins vissulega hafa aukist og loks sé bæjarbúum að fjölga en margt varðandi grunnþjónustu hafi setið á hakanum síðasta áratuginn „Af því eins og ég sagði áðan erum við með rosalega mörg stór verkefni framundan og við þurfum að forgangsraða fjármagni.“
Ísafjarðarbær Kosningar 2018 Sundlaugar Tengdar fréttir Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00