Skortur á húsnæði hamlar vexti í Bláskógabyggð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. maí 2018 20:45 Skortur á íbúðahúsnæði hefur hamlað fjölgun íbúa segir oddviti Þ-listans í Bláskógabyggð. Oddviti nýs framboðs í sveitarfélaginu segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu og vill aukið íbúasamráð að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fyrir fimm árum voru íbúar í Bláskógabyggð rétt tæplega níu hundruð en á fáum árum hefur þeim fjölgað hratt. Í Bláskógabyggð búa um ellefu hundruð manns. Eitt aðal málið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er skortur á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. „Hann er klárlega til staðar. Hvernig á að greina hann hvar hann liggur, ég veit það ekki en ég held að sveitarfélagið hefur átt nægt lóðaframboð og jafnvel vitlausar týpur af lóðum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, sem er í minnuhluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans.Mynd/Stöð 2Eruð þið að missa frá ykkur fólk vegna húsnæðisskorts? „Nei, ég segi það nú kannski ekki, en það mundi fjölga meira hugsa ég ef það væri meira húsnæði í boði,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Mynd/Stöð 2Oddviti Nýs afls, sem býður fram í fyrsta skipi, segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu í sveitarfélaginu. „Unga fólkið vill flytja heim og fær ekki tækifæri til þess. Það vantar, eins og hér á Laugarvatni, byggingarlóðir,“ segir Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð. Oddviti núverandi meirihluta segir möguleika á stofnun sjálfseignarfélags til þess að fjölga leiguíbúðum, haldi listinn meirihluta á komandi kjörtímabili. „Þar sem að sveitarfélagið kæmi að þessu með örlitlum hætti og svo er það ríkið og Íbúðalánasjóður,“ segir Helgi.Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð.Mynd/stöð 2„Það skiptir máli að eiga raðhúsa- og parhúsalóðir og fyrir litlar eignir. Það hefur bara ekki verið til. Lóðirnar sem eru byggilegar í dag í sveitarfélaginu í þéttbýli eru í Laugarási,“ segir Óttar. Oddviti Nýs afls vill aukið samráð við íbúa, stofnun hverfisráða og skapa framtíðarsýn sem unnið er eftir. „Mér finnst vera kominn tími á að verkefnin fái að tala. Koma af stað framkvæmdum,“ segir Jón. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti en þeirri vinnu er ekki hægt að ljúka fyrr en aðalskipulag hafi verið afgreitt frá Skipulagsstofnun. Í breyttu deiliskipulagi eru fjölgun lóða. „Það er forsendan fyrir aukinni búsetu. En síðan er mynstrið að breytast líka í þjóðfélaginu. Fólki finnst orðið eðlilegra að keyra svolitla vegalengd til vinnu, þannig að atvinnusvæðið hefur stækkað og það er jafnvel bara jákvætt líka,“ segir Óttar. Kosningar 2018 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Skortur á íbúðahúsnæði hefur hamlað fjölgun íbúa segir oddviti Þ-listans í Bláskógabyggð. Oddviti nýs framboðs í sveitarfélaginu segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu og vill aukið íbúasamráð að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fyrir fimm árum voru íbúar í Bláskógabyggð rétt tæplega níu hundruð en á fáum árum hefur þeim fjölgað hratt. Í Bláskógabyggð búa um ellefu hundruð manns. Eitt aðal málið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er skortur á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. „Hann er klárlega til staðar. Hvernig á að greina hann hvar hann liggur, ég veit það ekki en ég held að sveitarfélagið hefur átt nægt lóðaframboð og jafnvel vitlausar týpur af lóðum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, sem er í minnuhluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans.Mynd/Stöð 2Eruð þið að missa frá ykkur fólk vegna húsnæðisskorts? „Nei, ég segi það nú kannski ekki, en það mundi fjölga meira hugsa ég ef það væri meira húsnæði í boði,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Mynd/Stöð 2Oddviti Nýs afls, sem býður fram í fyrsta skipi, segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu í sveitarfélaginu. „Unga fólkið vill flytja heim og fær ekki tækifæri til þess. Það vantar, eins og hér á Laugarvatni, byggingarlóðir,“ segir Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð. Oddviti núverandi meirihluta segir möguleika á stofnun sjálfseignarfélags til þess að fjölga leiguíbúðum, haldi listinn meirihluta á komandi kjörtímabili. „Þar sem að sveitarfélagið kæmi að þessu með örlitlum hætti og svo er það ríkið og Íbúðalánasjóður,“ segir Helgi.Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð.Mynd/stöð 2„Það skiptir máli að eiga raðhúsa- og parhúsalóðir og fyrir litlar eignir. Það hefur bara ekki verið til. Lóðirnar sem eru byggilegar í dag í sveitarfélaginu í þéttbýli eru í Laugarási,“ segir Óttar. Oddviti Nýs afls vill aukið samráð við íbúa, stofnun hverfisráða og skapa framtíðarsýn sem unnið er eftir. „Mér finnst vera kominn tími á að verkefnin fái að tala. Koma af stað framkvæmdum,“ segir Jón. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti en þeirri vinnu er ekki hægt að ljúka fyrr en aðalskipulag hafi verið afgreitt frá Skipulagsstofnun. Í breyttu deiliskipulagi eru fjölgun lóða. „Það er forsendan fyrir aukinni búsetu. En síðan er mynstrið að breytast líka í þjóðfélaginu. Fólki finnst orðið eðlilegra að keyra svolitla vegalengd til vinnu, þannig að atvinnusvæðið hefur stækkað og það er jafnvel bara jákvætt líka,“ segir Óttar.
Kosningar 2018 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira