Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2018 19:45 Samfylkingin er með afgerandi forystu í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið og fengi níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn og gæti myndað meirihluta með Pírötum. Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum.Sjá einnig: Samfylkingin með 7 prósentustiga forskotÍ könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa.Mynd/Stöð 2Kosningarnar í Reykjavík geta orðið spennandi fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það er verið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Það þýðir að þröskuldurinn til að ná inn manni lækkar frá því sem áður var. En hann getur legið allt frá 2,6 prósentum upp í 4,2 prósent, allt eftir því hvernig atkvæðin dreifast. Í könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa og gæti myndað meirihluta með Pírötum sem fengju þrjá fulltrúa en Vinstri græn sem eru í meirihluta með þessum flokkum í dag fengju 6,7 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi í könnun Gallup og fengi sjö fulltrúa og þyrfti fulltingi þriggja annarra flokka til að mynda meirihluta. Miðflokkurinn og Viðreisn næðu inn einum manni hvor og athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn næði einnig inn manni með 3,8 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði fór yfir liðnar sveitarstjórnarkosningar og spáði í framtíðina á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem meðal annars kom fram að kjörsón hefur minnkað mikið í undanförnum sveitarstjórnarkosningum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.Mynd/Stöð 2„Það má eiginlega segja að kjörsókn hafi verið í næstum frjálsu falli eftir 2002. Fór þá undir 80 prósent í fyrsta skipti 2006 og hefur svo haldið áfram að hrapa,“ segir Grétar Þór. En í síðustu kosningum árið 2014 var kjörsóknin 66,5 prósent og þótt kjörsókn í alþingiskosningum hafi líka minnkað hefur hún verið mun betri en í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var kjörsóknin minnst hjá yngstu kjósendunum en jókst eftir þrítugsaldurinn. Kjörsókn getur ráðið miklu um úrslitin í Reykjavík því nokkur af minnstu framboðunum vantar lítið upp á að ná inn fulltrúa. „Þannig að þetta getur sveiflast allt frá sex og upp í níu flokka kannski sem komast inn.“ Mesta spennan verður kannski um hver af þessum litlu flokkum nær inn fulltrúum? „Það virðist vera og það getur hreinlega orðið það sem verður mest spennandi,“ segir Grétar Þór. En þessi framboð virðist helst kroppa fylgi af núverandi meirihlutaflokkum í borginni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Samfylkingin er með afgerandi forystu í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið og fengi níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn og gæti myndað meirihluta með Pírötum. Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum.Sjá einnig: Samfylkingin með 7 prósentustiga forskotÍ könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa.Mynd/Stöð 2Kosningarnar í Reykjavík geta orðið spennandi fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það er verið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Það þýðir að þröskuldurinn til að ná inn manni lækkar frá því sem áður var. En hann getur legið allt frá 2,6 prósentum upp í 4,2 prósent, allt eftir því hvernig atkvæðin dreifast. Í könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa og gæti myndað meirihluta með Pírötum sem fengju þrjá fulltrúa en Vinstri græn sem eru í meirihluta með þessum flokkum í dag fengju 6,7 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi í könnun Gallup og fengi sjö fulltrúa og þyrfti fulltingi þriggja annarra flokka til að mynda meirihluta. Miðflokkurinn og Viðreisn næðu inn einum manni hvor og athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn næði einnig inn manni með 3,8 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði fór yfir liðnar sveitarstjórnarkosningar og spáði í framtíðina á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem meðal annars kom fram að kjörsón hefur minnkað mikið í undanförnum sveitarstjórnarkosningum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.Mynd/Stöð 2„Það má eiginlega segja að kjörsókn hafi verið í næstum frjálsu falli eftir 2002. Fór þá undir 80 prósent í fyrsta skipti 2006 og hefur svo haldið áfram að hrapa,“ segir Grétar Þór. En í síðustu kosningum árið 2014 var kjörsóknin 66,5 prósent og þótt kjörsókn í alþingiskosningum hafi líka minnkað hefur hún verið mun betri en í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var kjörsóknin minnst hjá yngstu kjósendunum en jókst eftir þrítugsaldurinn. Kjörsókn getur ráðið miklu um úrslitin í Reykjavík því nokkur af minnstu framboðunum vantar lítið upp á að ná inn fulltrúa. „Þannig að þetta getur sveiflast allt frá sex og upp í níu flokka kannski sem komast inn.“ Mesta spennan verður kannski um hver af þessum litlu flokkum nær inn fulltrúum? „Það virðist vera og það getur hreinlega orðið það sem verður mest spennandi,“ segir Grétar Þór. En þessi framboð virðist helst kroppa fylgi af núverandi meirihlutaflokkum í borginni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30