Bílalíf Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. maí 2018 10:00 Svo margir flokkar eru í framboði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík að ekki er hægt muna nöfn þeirra allra með góðu móti, án þess að notast við minnisblað. Áherslumál flokkanna eru af ýmsum toga en einhverjum þeirra er einstaklega annt um einkabílinn. Á dögunum lét fulltrúi eins smáflokksins þau orð falla í útvarpsviðtali að það væri skelfilegt að aka Miklubrautina því þar þyrftu bílar að stoppa á nokkurra sekúndna fresti til að hleypa vegfarendum yfir gangbraut. Það er vitanlega ekki rétt að bíleigendur verði fyrir þessu áfalli á Miklubrautinni á svo að segja hverri sekúndu. Það er hins vegar rétt að það eru umferðarljós við gangbrautir á Miklubrautinni sem vegfarendur nýta sér. Sá fjöldi er reyndar ekki mikill, en einstaka maður sést þó standa þar og ýta á takka umferðarljósanna og bíða, eins og löghlýðnir borgarar gera, eftir því að græni kallinn láti sjá sig. Stundum þarf að bíða nokkuð eftir þeim græna, en vegfarandinn er umvafinn stóískri ró. Þegar græni kallinn birtist neyðast bílar á Miklubrautinni til að stoppa og hleypa vegfarandanum leiðar sinnar. Fyrir vikið koma einhverjir bíleigendur hugsanlega einni eða jafnvel tveimur mínútum of seint á áfangastað sinn. Ekki ætti það að koma miklu róti á tilfinningalíf þeirra eða setja líf þeirra úr skorðum á nokkurn hátt. Argir bíleigendur emja fremur hátt fyrir þessar kosningar og minna á að sífellt sé verið að þrengja að rétti þeirra. Að þeirra mati er ekki lengur hægt að aka um miðbæinn af því að hin vonda og meinfýsna borgarstjórn er heilluð af göngugötum. Hvergi er svo nóg af bílastæðum vegna þess að þessi sami meirihluti vill hrekja fólk úr bílum sínum og setja það í strætó eða upp á hjól. Og svo eru meira að segja vegfarendur við Miklubrautina! Þessi hópur önugra bíleigenda ætti að leggja bíl sínum hluta úr degi og bregða sér í hlutverk vegfaranda við Miklubraut. Þeir ættu að standa þar um hríð og horfa á bílamergð aka framhjá á fullri ferð. Sá sem horfir á þessa spúandi bílaumferð á miklum hraða hlýtur að velta fyrir sér hvort þetta sé virkilega eftirsóknarverður lífsstíll. Um leið hvarflar hugur viðkomandi hugsanlega að þeirri staðreynd að á hverju ári deyja tugir Íslendinga vegna mengunar hér á landi. En það er víst svo óþægileg staðreynd að ekki má tala um hana. Af tali æstustu bíleigenda mætti stundum ætla að þeir byggju í bílum sínum og vildu hvergi annars staðar vera. Bílar eru vissulega þægileg farartæki en það á ekki að byggja tilveru sína og lífsgrundvöll á þeim. Samt eru of margir sem það gera og vilja eiga griðastað í bíl sínum öllum stundum. Þessum hópi bíleigenda virðist þykja beinlínis eftirsóknarvert að Reykjavík, og þar með talinn miðbærinn, verði mengandi bílaborg. Allur málflutningur þeirra hnígur í þá átt. Góðu heilli virðist þetta ekki meirihlutaskoðun kjósenda í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Svo margir flokkar eru í framboði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík að ekki er hægt muna nöfn þeirra allra með góðu móti, án þess að notast við minnisblað. Áherslumál flokkanna eru af ýmsum toga en einhverjum þeirra er einstaklega annt um einkabílinn. Á dögunum lét fulltrúi eins smáflokksins þau orð falla í útvarpsviðtali að það væri skelfilegt að aka Miklubrautina því þar þyrftu bílar að stoppa á nokkurra sekúndna fresti til að hleypa vegfarendum yfir gangbraut. Það er vitanlega ekki rétt að bíleigendur verði fyrir þessu áfalli á Miklubrautinni á svo að segja hverri sekúndu. Það er hins vegar rétt að það eru umferðarljós við gangbrautir á Miklubrautinni sem vegfarendur nýta sér. Sá fjöldi er reyndar ekki mikill, en einstaka maður sést þó standa þar og ýta á takka umferðarljósanna og bíða, eins og löghlýðnir borgarar gera, eftir því að græni kallinn láti sjá sig. Stundum þarf að bíða nokkuð eftir þeim græna, en vegfarandinn er umvafinn stóískri ró. Þegar græni kallinn birtist neyðast bílar á Miklubrautinni til að stoppa og hleypa vegfarandanum leiðar sinnar. Fyrir vikið koma einhverjir bíleigendur hugsanlega einni eða jafnvel tveimur mínútum of seint á áfangastað sinn. Ekki ætti það að koma miklu róti á tilfinningalíf þeirra eða setja líf þeirra úr skorðum á nokkurn hátt. Argir bíleigendur emja fremur hátt fyrir þessar kosningar og minna á að sífellt sé verið að þrengja að rétti þeirra. Að þeirra mati er ekki lengur hægt að aka um miðbæinn af því að hin vonda og meinfýsna borgarstjórn er heilluð af göngugötum. Hvergi er svo nóg af bílastæðum vegna þess að þessi sami meirihluti vill hrekja fólk úr bílum sínum og setja það í strætó eða upp á hjól. Og svo eru meira að segja vegfarendur við Miklubrautina! Þessi hópur önugra bíleigenda ætti að leggja bíl sínum hluta úr degi og bregða sér í hlutverk vegfaranda við Miklubraut. Þeir ættu að standa þar um hríð og horfa á bílamergð aka framhjá á fullri ferð. Sá sem horfir á þessa spúandi bílaumferð á miklum hraða hlýtur að velta fyrir sér hvort þetta sé virkilega eftirsóknarverður lífsstíll. Um leið hvarflar hugur viðkomandi hugsanlega að þeirri staðreynd að á hverju ári deyja tugir Íslendinga vegna mengunar hér á landi. En það er víst svo óþægileg staðreynd að ekki má tala um hana. Af tali æstustu bíleigenda mætti stundum ætla að þeir byggju í bílum sínum og vildu hvergi annars staðar vera. Bílar eru vissulega þægileg farartæki en það á ekki að byggja tilveru sína og lífsgrundvöll á þeim. Samt eru of margir sem það gera og vilja eiga griðastað í bíl sínum öllum stundum. Þessum hópi bíleigenda virðist þykja beinlínis eftirsóknarvert að Reykjavík, og þar með talinn miðbærinn, verði mengandi bílaborg. Allur málflutningur þeirra hnígur í þá átt. Góðu heilli virðist þetta ekki meirihlutaskoðun kjósenda í Reykjavík.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun