Tölum íslensku! Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 17. maí 2018 07:00 Þann 22. janúar sl. birtist viðtal í DV við Aneta M. Matuszewska, stofnanda og skólastjóra Retor fræðslu. Kallar hún þar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi íslenskukennslu og nám innflytjenda. Bendir hún á að staðan sé þannig í dag að enska sé orðin að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfi. Íslendingar grípi frekar til ensku og þar með geri innflytjendur það einnig, jafnvel þótt þeir tali íslensku. Segir Aneta vel hægt að snúa þessari þróun við ef stjórnvöld beiti sér og marki skýra stefnu. Þá séu þau hjá Retor, sem er einn aðili af nokkrum sem sinna íslenskukennslu fyrir innflytjendur, með margar hugmyndir í pokahorninu og starfa þegar eftir skýrri stefnu og námskrá sem þau byggja á námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hafa þau bætt töluverðu efni við umrædda námskrá og setja fram skýrari kröfur, markmið, þrepaskipta náminu og skilgreina nauðsynlega eftirfylgni.Breyttar forsendur Aðstæður og breytt umhverfi innflytjenda er breytt frá því sem áður var og hingað til lands kemur fólk sem hefur hug á að setjast hér að og skapa sér og sínum framtíðarheimili. Við virðumst þó nálgast innflytjendur að stórum hluta sem hóp farandverkamanna sem hingað eru komnir til að starfa í stuttan tíma. Krafan og hvatinn til að læra íslensku er því ekki nægilega skýlaus né heldur markviss. Hópur innflytjenda sinnir íslenskunámi að eigin frumkvæði og fjárfestir þannig í sinni framtíð hér á landi og eykur þannig möguleika sína á þátttöku í íslensku samfélagi. Við megum þó ekki gera ráð fyrir því að eins sé farið með alla. Í amstri dagsins mun það að setjast á skólabekk hvorki verða forgangsatriði í frítíma né fjárútlátum heimilisins. Það er því stjórnvalda að stíga inn í og gera það að sjálfsögðum hlut að þeir innflytjendur sem hér eru búsettir og starfa fái tíma og rúm til að sinna íslenskunámi og geri það sem hluta af sínu starfi. Tungumálakennsla sem fram fer á móðurmáli hvers og eins er skilvirkari en að læra tungumál á öðru máli en sínu eigin og er það samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda að af slíku íslenskunámi sé nægjanlegt framboð. Aðeins þannig nýtum við að fullu þann mannauð og þá þekkingu sem í borginni má finna. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni fyrirtækjum og stofnunum gott fordæmi og geri íslensku markvisst að leiðandi tungumáli innan sinna starfsstöðva. Tölum íslensku.Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þann 22. janúar sl. birtist viðtal í DV við Aneta M. Matuszewska, stofnanda og skólastjóra Retor fræðslu. Kallar hún þar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi íslenskukennslu og nám innflytjenda. Bendir hún á að staðan sé þannig í dag að enska sé orðin að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfi. Íslendingar grípi frekar til ensku og þar með geri innflytjendur það einnig, jafnvel þótt þeir tali íslensku. Segir Aneta vel hægt að snúa þessari þróun við ef stjórnvöld beiti sér og marki skýra stefnu. Þá séu þau hjá Retor, sem er einn aðili af nokkrum sem sinna íslenskukennslu fyrir innflytjendur, með margar hugmyndir í pokahorninu og starfa þegar eftir skýrri stefnu og námskrá sem þau byggja á námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hafa þau bætt töluverðu efni við umrædda námskrá og setja fram skýrari kröfur, markmið, þrepaskipta náminu og skilgreina nauðsynlega eftirfylgni.Breyttar forsendur Aðstæður og breytt umhverfi innflytjenda er breytt frá því sem áður var og hingað til lands kemur fólk sem hefur hug á að setjast hér að og skapa sér og sínum framtíðarheimili. Við virðumst þó nálgast innflytjendur að stórum hluta sem hóp farandverkamanna sem hingað eru komnir til að starfa í stuttan tíma. Krafan og hvatinn til að læra íslensku er því ekki nægilega skýlaus né heldur markviss. Hópur innflytjenda sinnir íslenskunámi að eigin frumkvæði og fjárfestir þannig í sinni framtíð hér á landi og eykur þannig möguleika sína á þátttöku í íslensku samfélagi. Við megum þó ekki gera ráð fyrir því að eins sé farið með alla. Í amstri dagsins mun það að setjast á skólabekk hvorki verða forgangsatriði í frítíma né fjárútlátum heimilisins. Það er því stjórnvalda að stíga inn í og gera það að sjálfsögðum hlut að þeir innflytjendur sem hér eru búsettir og starfa fái tíma og rúm til að sinna íslenskunámi og geri það sem hluta af sínu starfi. Tungumálakennsla sem fram fer á móðurmáli hvers og eins er skilvirkari en að læra tungumál á öðru máli en sínu eigin og er það samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda að af slíku íslenskunámi sé nægjanlegt framboð. Aðeins þannig nýtum við að fullu þann mannauð og þá þekkingu sem í borginni má finna. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni fyrirtækjum og stofnunum gott fordæmi og geri íslensku markvisst að leiðandi tungumáli innan sinna starfsstöðva. Tölum íslensku.Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun