Hættulegur leiðari Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins á uppstigningardag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um „öfgaöfl“ sem hafi hreiðrað um sig í íslensku samfélagi. Ekki sé öllum jafn vel við að þeir búi í fjölmenningarsamfélagi. Það sé „nöturleg staðreynd“ að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi tveir borgarfulltrúar náð inn með málflutningi sem hafi „beinst gegn múslimum“. Brýnir Kolbrún fyrir frambjóðendum að taka stöðu með „mannúðinni“. Fagna beri nýjum íbúum, en ekki óttast þá.Varað við öfgaöflum Ummælin sem Kolbrún telur beinast gegn múslimum voru höfð eftir mér í blaðaviðtali 23. maí 2014. Í viðtalinu kvað ég rétt að afturkalla úthlutun Reykjavíkurborgar á lóð undir mosku í Sogamýri. Í því sambandi vitnaði ég til Sádi-Arabíu og var haft eftir mér: „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið [og] leyfið fyrir moskunni fæst.“ Með þessu vísaði ég til hins alkunna, að Sádi-Arabar hafa verið öðrum þjóðum duglegri að styrkja byggingu moska í Evrópuríkjum þar sem breidd er út öfgakennd útgáfa af íslamstrú. Flestir skildu orð mín sem varnaðarorð. Varnaðarorð sem í ljós kom að voru á rökum reist. Ég hafði ekki verið nema örfáa mánuði í borgarstjórn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá því að sendiherra Sádi-Araba hefði tjáð honum að Sádi-Arabar hygðust leggja fé til byggingar mosku í Reykjavík. Kvaðst forsetinn hafa orðið „hissa og svo lamaður“ og brýndi fyrir Íslendingum að vakna til vitundar um vandann sem fylgdi öfgafullri íslamstrú. Hafi Kolbrún talið að ég væri einangruð með forsetanum í afstöðu minni ætti hún að fylgjast betur með, því Sádi-Aröbum er í evrópskum fjölmiðlum lýst sem útflytjendum öfgakenndrar útgáfu af íslamstrú. Í leiðara Kolbrúnar virðist því sem tilgangurinn helgi meðalið. Annað er ekki hægt að segja þegar fundið er að því að varað sé við uppgangi erlendra öfgaafla sem sækja hingað. Trúarleiðtoginn Es Satty Að undanförnu hefur Evrópa kynnst öfgaöflum sem oftar en ekki eru fóstruð í moskum víðs vegar um álfuna. Síðasta sumar var Kolbrún ein þeirra sem leitaði skjóls í verslun í Barcelona þegar íslamistar óku sendiferðabíl á fótgangendur með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust. Í ljós kom að höfuðpaurinn, Marokkómaðurinn Abdelbaki Es Satty, hafði gerst trúarleiðtogi í mosku á Spáni þar sem hann heilaþvoði trúbræður sína. Þannig þakkaði hann Spánverjum fyrir að samþykkja hælisumsókn sína. Almenningur gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir mönnum eins og Es Satty. Kolbrún blandar þeirri hættu hins vegar saman við það sem hún kallar „þróunina“ í átt til fjölmenningarsamfélags. Takmarkalaus mannúð Krafan um takmarkalausa „mannúð“ í málefnum hælisleitenda felur í raun í sér kröfu um landamæralaust Ísland. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að landamæralaus Evrópa er öryggislaus Evrópa. Þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til löggæsluyfirvalda í evrópskum samfélögum hefur komið í ljós að almenningur treystir ekki yfirvöldum til að mæta hryðjuverkaógninni. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort kjósendur þeirra frambjóðenda sem boða takmarkalausa mannúð vilji virkilega sjá hér þungvopnaða lögreglumenn á götum úti. Ég hef ekki áhuga á að búa í slíku samfélagi og efast um að kjósendur geri það. Slík samfélög öryggisleysis eru hins vegar nöturleg staðreynd í þeim Evrópuríkjum hvar stjórnmálamenn hafa sýnt takmarkalausa „mannúð“. Í mínum huga er það þá mannúð stjórnmálamanna á kostnað öryggisleysis almennings. Öryggið fæst a.m.k. ekki með því að stjórnmálaleiðtogar gangi saman fylktu liði í nafni frelsis og mannúðar. Mér líkar þess vegna ekki leiðari Kolbrúnar. Skal ósagt hvort hann helgast af skilningsleysi eða því að leiðarahöfundurinn sé einfaldlega eins og stjórnmálamennirnir sem skortir kjark til að segja það sem almenningur vonast til að heyra. Mannúð felst líka í því að huga að börnum, öryrkjum, öldruðum og öðrum sem þurfa á stuðningi okkar að halda.Höfundur er oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins á uppstigningardag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um „öfgaöfl“ sem hafi hreiðrað um sig í íslensku samfélagi. Ekki sé öllum jafn vel við að þeir búi í fjölmenningarsamfélagi. Það sé „nöturleg staðreynd“ að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi tveir borgarfulltrúar náð inn með málflutningi sem hafi „beinst gegn múslimum“. Brýnir Kolbrún fyrir frambjóðendum að taka stöðu með „mannúðinni“. Fagna beri nýjum íbúum, en ekki óttast þá.Varað við öfgaöflum Ummælin sem Kolbrún telur beinast gegn múslimum voru höfð eftir mér í blaðaviðtali 23. maí 2014. Í viðtalinu kvað ég rétt að afturkalla úthlutun Reykjavíkurborgar á lóð undir mosku í Sogamýri. Í því sambandi vitnaði ég til Sádi-Arabíu og var haft eftir mér: „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið [og] leyfið fyrir moskunni fæst.“ Með þessu vísaði ég til hins alkunna, að Sádi-Arabar hafa verið öðrum þjóðum duglegri að styrkja byggingu moska í Evrópuríkjum þar sem breidd er út öfgakennd útgáfa af íslamstrú. Flestir skildu orð mín sem varnaðarorð. Varnaðarorð sem í ljós kom að voru á rökum reist. Ég hafði ekki verið nema örfáa mánuði í borgarstjórn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá því að sendiherra Sádi-Araba hefði tjáð honum að Sádi-Arabar hygðust leggja fé til byggingar mosku í Reykjavík. Kvaðst forsetinn hafa orðið „hissa og svo lamaður“ og brýndi fyrir Íslendingum að vakna til vitundar um vandann sem fylgdi öfgafullri íslamstrú. Hafi Kolbrún talið að ég væri einangruð með forsetanum í afstöðu minni ætti hún að fylgjast betur með, því Sádi-Aröbum er í evrópskum fjölmiðlum lýst sem útflytjendum öfgakenndrar útgáfu af íslamstrú. Í leiðara Kolbrúnar virðist því sem tilgangurinn helgi meðalið. Annað er ekki hægt að segja þegar fundið er að því að varað sé við uppgangi erlendra öfgaafla sem sækja hingað. Trúarleiðtoginn Es Satty Að undanförnu hefur Evrópa kynnst öfgaöflum sem oftar en ekki eru fóstruð í moskum víðs vegar um álfuna. Síðasta sumar var Kolbrún ein þeirra sem leitaði skjóls í verslun í Barcelona þegar íslamistar óku sendiferðabíl á fótgangendur með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust. Í ljós kom að höfuðpaurinn, Marokkómaðurinn Abdelbaki Es Satty, hafði gerst trúarleiðtogi í mosku á Spáni þar sem hann heilaþvoði trúbræður sína. Þannig þakkaði hann Spánverjum fyrir að samþykkja hælisumsókn sína. Almenningur gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir mönnum eins og Es Satty. Kolbrún blandar þeirri hættu hins vegar saman við það sem hún kallar „þróunina“ í átt til fjölmenningarsamfélags. Takmarkalaus mannúð Krafan um takmarkalausa „mannúð“ í málefnum hælisleitenda felur í raun í sér kröfu um landamæralaust Ísland. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að landamæralaus Evrópa er öryggislaus Evrópa. Þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til löggæsluyfirvalda í evrópskum samfélögum hefur komið í ljós að almenningur treystir ekki yfirvöldum til að mæta hryðjuverkaógninni. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort kjósendur þeirra frambjóðenda sem boða takmarkalausa mannúð vilji virkilega sjá hér þungvopnaða lögreglumenn á götum úti. Ég hef ekki áhuga á að búa í slíku samfélagi og efast um að kjósendur geri það. Slík samfélög öryggisleysis eru hins vegar nöturleg staðreynd í þeim Evrópuríkjum hvar stjórnmálamenn hafa sýnt takmarkalausa „mannúð“. Í mínum huga er það þá mannúð stjórnmálamanna á kostnað öryggisleysis almennings. Öryggið fæst a.m.k. ekki með því að stjórnmálaleiðtogar gangi saman fylktu liði í nafni frelsis og mannúðar. Mér líkar þess vegna ekki leiðari Kolbrúnar. Skal ósagt hvort hann helgast af skilningsleysi eða því að leiðarahöfundurinn sé einfaldlega eins og stjórnmálamennirnir sem skortir kjark til að segja það sem almenningur vonast til að heyra. Mannúð felst líka í því að huga að börnum, öryrkjum, öldruðum og öðrum sem þurfa á stuðningi okkar að halda.Höfundur er oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun