Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2018 14:45 Lögreglan á Suðurlandi verst allra fregna af máli ingvar sem gekk berserksgang við heimili sitt í Biskupstungum með tveggja tonna gröfu í gærkvöld. Nýtt afl Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hann var ölvaður. Lögreglan á Suðurlandi verst fregna af málinu og vill ekki segja í hverju „berserksgangurinn“ fólst. Þá mun embættið segja sig frá rannsókn málsins að hluta vegna vanhæfis. Ingvar var nafngreindur í frétt DV í dag og segir þar að hann sé einnig ritari Björgunarsveitar Biskupstungna og slökkviliðsmaður Brunavarna Árnessýslu. Slökkt er á síma hans.Þvingaði lögregluþjóna út fyrir veg Þegar lögregluþjónar voru á leið til heimilis Ingvars mættu þeir honum á bíl og þegar þeir reyndu að fara fram úr honum þvingaði hann lögregluþjónana út fyrir veg. „Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreið til að stöðva akstur mannsins. Það var gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið hans,“ segir í tilkynningu lögreglunnar frá því í gær. Hann var svo fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, með meðvitund og meiðsl hans voru ekki talin alvarleg.Munu segja sig frá rannsókn Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið fengin til að aðstoða við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi mun rannsaka það tjón sem hlaust af fyrrnefndum berserksgang með gröfuna. Hún mun hins vegar segja sig frá rannsókn á eftirförinni sem endaði utan vegar, þar sem lögreglumenn voru í raun gerendur í því að koma bílnum út af. Að öðru leyti verst lögreglan allra fregna af málinu. Í frétt DV kemur fram að frambjóðendur Nýs afls ætli sér að funda um málið í kvöld. Kosningar 2018 Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hann var ölvaður. Lögreglan á Suðurlandi verst fregna af málinu og vill ekki segja í hverju „berserksgangurinn“ fólst. Þá mun embættið segja sig frá rannsókn málsins að hluta vegna vanhæfis. Ingvar var nafngreindur í frétt DV í dag og segir þar að hann sé einnig ritari Björgunarsveitar Biskupstungna og slökkviliðsmaður Brunavarna Árnessýslu. Slökkt er á síma hans.Þvingaði lögregluþjóna út fyrir veg Þegar lögregluþjónar voru á leið til heimilis Ingvars mættu þeir honum á bíl og þegar þeir reyndu að fara fram úr honum þvingaði hann lögregluþjónana út fyrir veg. „Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreið til að stöðva akstur mannsins. Það var gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið hans,“ segir í tilkynningu lögreglunnar frá því í gær. Hann var svo fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, með meðvitund og meiðsl hans voru ekki talin alvarleg.Munu segja sig frá rannsókn Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið fengin til að aðstoða við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi mun rannsaka það tjón sem hlaust af fyrrnefndum berserksgang með gröfuna. Hún mun hins vegar segja sig frá rannsókn á eftirförinni sem endaði utan vegar, þar sem lögreglumenn voru í raun gerendur í því að koma bílnum út af. Að öðru leyti verst lögreglan allra fregna af málinu. Í frétt DV kemur fram að frambjóðendur Nýs afls ætli sér að funda um málið í kvöld.
Kosningar 2018 Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57