Bíllaus byggð Hildur Björnsdóttir skrifar 12. maí 2018 11:04 Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill reisa blómlega byggð í Örfirisey. Á svæðinu þrífst nú verslun og þjónusta en íbúabyggð er ekki leyfð. Þessu viljum við breyta. Við viljum myndarlega þróun byggðar með fjölbreyttum búsetukostum og sérstakri áherslu á lausnir fyrir fyrstu kaupendur. Við leggjum til að Örfirisey verði bíllaus byggð með áherslu á mannvænt borgarumhverfi. Við viljum skapa fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir alls kyns þörfum. Borg sem býður borgarbúum frelsi og val um búsetukosti. Aukinn fjöldi fólks sýnir bíllausum lífsstíl áhuga. Bíllaus Örfirisey væri heillandi valkostur fyrir marga. Vistvænt hverfi með grænum áherslum. Meirihluti borgarlands fer í dag undir bílaumferð og bílastæði. Minnihluti undir byggð og almannarými. Án bílaumferðar skapast rými fyrir aukið mannlíf, meiri byggð og fleiri græn svæði – meira andrými. Vel mætti hugsa sér 4.000 íbúða bíllaust hverfi. Áhersla væri á mannvænt umhverfi, lágreista byggð og vistvæna samgöngumáta. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Vissulega yrði ráðist í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins en við leggjum fram tillögu svo fólk fái mynd af því hvernig svæðið gæti litið út. Örfirisey mætti stækka með bogadreginni landfyllingu þar sem síki myndu skapa fallega stemningu. Fjólublár ás sýnir fjölbreyttar hjóla- og gönguleiðir um hverfið og rafmagnsstrætó gengur hringsælis um hverfið eftir rauðum ás. Enn væri opið fyrir bílaumferð á bláum ás fyrir sjávarútveginn á svæðinu. Fjólubláir reitir marka lifandi torg þar sem fólk mætist og á samskipti. Við jaðar hverfisins væri bílastæðahús á gráum reit. Íbúum hverfisins yrði þannig gert kleift að eiga bíl en mesta áherslan yrði á svokallaða deilibíla. Bílar færu þannig ekki inn í hverfið og gert væri ráð fyrir meirihluta íbúa í bíllausum lífstíl. Örfirisey yrði tengd við miðbæinn með göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu. Brúin yrði opnanleg svo hafnsækin starfsemi á svæðinu yrði ekki fyrir raski. Í Örfirisey viljum við fjölbreyttar og spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum í Örfirisey til byggingar lítilla og hagkvæmra eininga fyrir fyrstu kaupendur. Vel mætti hugsa sér búsetukosti með litlu sérrými en stærri sameiginlegri aðstöðu sem ýtir undir samskipti íbúanna. Slíkt búsetuform á sér fjölmargar erlendar fyrirmyndir. Við viljum sniðugar og hagkvæmar lausnir. Við ætlum að styðja betur við ungt fólk og aðstoða það við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við viljum vistvæna og græna Örfirisey – bíllausa byggð með áherslu á mannvænt umhverfi og mannleg samskipti. Við viljum hverfi sem er sjálfbært um verslun og þjónustu - með blómlegu mannlífi. Umhverfisvæna byggð þar sem fólki líður vel.Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill reisa blómlega byggð í Örfirisey. Á svæðinu þrífst nú verslun og þjónusta en íbúabyggð er ekki leyfð. Þessu viljum við breyta. Við viljum myndarlega þróun byggðar með fjölbreyttum búsetukostum og sérstakri áherslu á lausnir fyrir fyrstu kaupendur. Við leggjum til að Örfirisey verði bíllaus byggð með áherslu á mannvænt borgarumhverfi. Við viljum skapa fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir alls kyns þörfum. Borg sem býður borgarbúum frelsi og val um búsetukosti. Aukinn fjöldi fólks sýnir bíllausum lífsstíl áhuga. Bíllaus Örfirisey væri heillandi valkostur fyrir marga. Vistvænt hverfi með grænum áherslum. Meirihluti borgarlands fer í dag undir bílaumferð og bílastæði. Minnihluti undir byggð og almannarými. Án bílaumferðar skapast rými fyrir aukið mannlíf, meiri byggð og fleiri græn svæði – meira andrými. Vel mætti hugsa sér 4.000 íbúða bíllaust hverfi. Áhersla væri á mannvænt umhverfi, lágreista byggð og vistvæna samgöngumáta. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Vissulega yrði ráðist í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins en við leggjum fram tillögu svo fólk fái mynd af því hvernig svæðið gæti litið út. Örfirisey mætti stækka með bogadreginni landfyllingu þar sem síki myndu skapa fallega stemningu. Fjólublár ás sýnir fjölbreyttar hjóla- og gönguleiðir um hverfið og rafmagnsstrætó gengur hringsælis um hverfið eftir rauðum ás. Enn væri opið fyrir bílaumferð á bláum ás fyrir sjávarútveginn á svæðinu. Fjólubláir reitir marka lifandi torg þar sem fólk mætist og á samskipti. Við jaðar hverfisins væri bílastæðahús á gráum reit. Íbúum hverfisins yrði þannig gert kleift að eiga bíl en mesta áherslan yrði á svokallaða deilibíla. Bílar færu þannig ekki inn í hverfið og gert væri ráð fyrir meirihluta íbúa í bíllausum lífstíl. Örfirisey yrði tengd við miðbæinn með göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu. Brúin yrði opnanleg svo hafnsækin starfsemi á svæðinu yrði ekki fyrir raski. Í Örfirisey viljum við fjölbreyttar og spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum í Örfirisey til byggingar lítilla og hagkvæmra eininga fyrir fyrstu kaupendur. Vel mætti hugsa sér búsetukosti með litlu sérrými en stærri sameiginlegri aðstöðu sem ýtir undir samskipti íbúanna. Slíkt búsetuform á sér fjölmargar erlendar fyrirmyndir. Við viljum sniðugar og hagkvæmar lausnir. Við ætlum að styðja betur við ungt fólk og aðstoða það við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við viljum vistvæna og græna Örfirisey – bíllausa byggð með áherslu á mannvænt umhverfi og mannleg samskipti. Við viljum hverfi sem er sjálfbært um verslun og þjónustu - með blómlegu mannlífi. Umhverfisvæna byggð þar sem fólki líður vel.Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun