Metnaðarfull menntastefna Samfylkingarinnar Skúli Helgason skrifar 10. maí 2018 10:00 Samfylkingin hefur sett menntamál í borginni í forgang með því að auka framlög um 9 milljarða að raungildi frá 2014. Forgangsverkefni er að bæta kjör starfsfólks og vinnuumhverfi og nú liggja fyrir drög að framsækinni menntastefnu Reykjavíkur til 2030 sem þúsundir aðila í skólasamfélaginu hafa tekið þátt í að móta.Leikskólar fyrir börn frá 12 mánaða aldri Samfylkingin hefur einn flokka lagt fram raunhæfa áætlun um hvernig við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Strax í haust fjölgar leikskólaplássum um nærri 200 m.a. með viðbótarhúsnæði við starfandi leikskóla og á næsta ári fjölgar þeim um 200 til viðbótar m.a. með tilkomu nýs Dalskóla. Á árunum 2020-2024 er svo ráðgert að nýir borgarreknir leikskólar rísi á nýbygginga- og þéttingarsvæðum, á Kirkjusandi, í Vatnsmýri, Vogabyggð og víðar. Alls fjölgar leikskólarýmum um 750-800 og þar með getum við boðið öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólavist í borginni innan 4-6 ára. Sjö nýjar ungbarnadeildir með sérhæfðri aðstöðu fyrir yngstu börnin bætast við í haust og verða þær þá fjórtán alls í öllum borgarhlutum. Samhliða þessu verður haldið áfram að bæta kjör og vinnuumhverfi kennara og starfsfólks leikskóla og vinna með ríkinu að því að fjölga þeim sem leggja stund á kennaranám. Öflugra dagforeldrakerfi Við höfum líka skipulagt úrbætur á kerfi dagforeldraþjónustu í samráði við félög dagforeldra í borginni. Þær miða m.a. að því að auka gæði og öryggi þjónustunnar, tryggja húsnæðisstuðning, fagstuðning og fleira til að fjölga dagforeldrum og hvetja þá til að vinna saman í pörum og loks hækka niðurgreiðslur til foreldra.Jöfn tækifæri allra barna Jöfnuður í menntakerfinu er grundvallarmarkmið okkar jafnaðarmanna og brýnasta hlutverk okkar er að búa svo um hnútana að öll börn hafi jöfn tækifæri til menntunar og alhliða þroska en efnahagur og félagsleg staða foreldra setji ákveðnum börnum ekki stólinn fyrir dyrnar þegar kemur að tækifærum til þátttöku í fjölbreyttu skóla- og frístundastarfi. Mikilvægt er að einfalda allt fyrirkomulag sérkennslu og stuðnings og gera breytingar á fyrirkomulagi skólaþjónustunnar í þá veru að þjónusta við börn með sérstakar þarfir fari að mestu fram úti í skólunum. Stuðningur við börn á að miðast við þarfir þeirra en ekki vera háður læknisfræðilegum greiningum. Við viljum fjölga fagfólki sem starfi við hlið kennara í skólum að því að mæta fjölbreytilegum þörfum nemenda. Síðast en ekki síst viljum við að aukið fjármagn renni til skóla í hverfum þar sem er lágt menntunarstig foreldra og hátt hlutfall fólks sem býr við þröngan hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Skúli Helgason Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur sett menntamál í borginni í forgang með því að auka framlög um 9 milljarða að raungildi frá 2014. Forgangsverkefni er að bæta kjör starfsfólks og vinnuumhverfi og nú liggja fyrir drög að framsækinni menntastefnu Reykjavíkur til 2030 sem þúsundir aðila í skólasamfélaginu hafa tekið þátt í að móta.Leikskólar fyrir börn frá 12 mánaða aldri Samfylkingin hefur einn flokka lagt fram raunhæfa áætlun um hvernig við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Strax í haust fjölgar leikskólaplássum um nærri 200 m.a. með viðbótarhúsnæði við starfandi leikskóla og á næsta ári fjölgar þeim um 200 til viðbótar m.a. með tilkomu nýs Dalskóla. Á árunum 2020-2024 er svo ráðgert að nýir borgarreknir leikskólar rísi á nýbygginga- og þéttingarsvæðum, á Kirkjusandi, í Vatnsmýri, Vogabyggð og víðar. Alls fjölgar leikskólarýmum um 750-800 og þar með getum við boðið öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólavist í borginni innan 4-6 ára. Sjö nýjar ungbarnadeildir með sérhæfðri aðstöðu fyrir yngstu börnin bætast við í haust og verða þær þá fjórtán alls í öllum borgarhlutum. Samhliða þessu verður haldið áfram að bæta kjör og vinnuumhverfi kennara og starfsfólks leikskóla og vinna með ríkinu að því að fjölga þeim sem leggja stund á kennaranám. Öflugra dagforeldrakerfi Við höfum líka skipulagt úrbætur á kerfi dagforeldraþjónustu í samráði við félög dagforeldra í borginni. Þær miða m.a. að því að auka gæði og öryggi þjónustunnar, tryggja húsnæðisstuðning, fagstuðning og fleira til að fjölga dagforeldrum og hvetja þá til að vinna saman í pörum og loks hækka niðurgreiðslur til foreldra.Jöfn tækifæri allra barna Jöfnuður í menntakerfinu er grundvallarmarkmið okkar jafnaðarmanna og brýnasta hlutverk okkar er að búa svo um hnútana að öll börn hafi jöfn tækifæri til menntunar og alhliða þroska en efnahagur og félagsleg staða foreldra setji ákveðnum börnum ekki stólinn fyrir dyrnar þegar kemur að tækifærum til þátttöku í fjölbreyttu skóla- og frístundastarfi. Mikilvægt er að einfalda allt fyrirkomulag sérkennslu og stuðnings og gera breytingar á fyrirkomulagi skólaþjónustunnar í þá veru að þjónusta við börn með sérstakar þarfir fari að mestu fram úti í skólunum. Stuðningur við börn á að miðast við þarfir þeirra en ekki vera háður læknisfræðilegum greiningum. Við viljum fjölga fagfólki sem starfi við hlið kennara í skólum að því að mæta fjölbreytilegum þörfum nemenda. Síðast en ekki síst viljum við að aukið fjármagn renni til skóla í hverfum þar sem er lágt menntunarstig foreldra og hátt hlutfall fólks sem býr við þröngan hag.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun