Blekkingarleikur formanns VR Gylfi Arnbjörnsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Það er alvarlegt þegar stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands lýsir vantrausti á forseta samtakanna. Það er enn alvarlegra þegar það er gert á forsendum sem beinlínis eru rangar og stjórnarmenn þannig blekktir með ósannindum. Um það gerði formaður VR sig sekan þegar hann fékk stjórn sína til að samþykkja tillögu um vantraust á forseta ASÍ. Í tölvupósti formannsins til stjórnarinnar sagði m.a.: „Nú hefur forseti ASÍ sent tölvupóst á miðstjórn og samninganefnd ASÍ um að hann muni leiða viðræður við stjórnvöld í gegnum þjóðhagsráð án sérstaks umboðs frá félögunum.“ Þarna vísar hann til tölvupósts sem ég sendi miðstjórn ASÍ nýlega um fyrirhugaðan fund með ríkisstjórninni þar sem ég hugðist kynna stjórnvöldum viðhorf ASÍ til fyrirliggjandi skattahugmynda. Þar sagði ég m.a.: „Þar sem ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um samstarf landssambanda og stærstu félaga á grundvelli samstarfssamningsins varðandi næstu samningalotu, er ljóst að Samninganefndin hefur ekkert umboð á hendi og þar af leiðandi ekki viðræðunefndin heldur. Samskipti við stjórnvöld eru hins vegar almennt á borði miðstjórnar ASÍ skv. bæði samþykktum ASÍ og þeirri verkaskiptingu sem er milli ASÍ og aðildarfélaganna. Ég mun því mæta á fyrrgreindan fund með forsætisráðherra ásamt framkvæmdastjóra ASÍ og gera grein fyrir niðurstöðum hagdeildar ASÍ á þróun skattkerfisins m.t.t. mismunandi tekjuhópa. ... Ég treysti því að um þessa skipan mála geti verið sátt og mun ég gera nánari grein fyrir fundinum á næsta miðstjórnarfundi.“ Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að lesa út úr þessum texta að ég hafi ákveðið að fara gegn ákvörðun miðstjórnar ASÍ, sem að minni tillögu samþykkti fyrir nokkru síðan að setjast ekki í Þjóðhagsráð. Blekkingarleikur formanns VR, í þeim tilgangi að fá stjórn stærsta aðildarfélags ASÍ til að samþykkja vantraust á forseta ASÍ, er grafalvarlegur og gróf aðför að þeirri samstöðu sem verið hefur helsti styrkur verkalýðshreyfingarinnar í meira en hundrað ár. Tölvupóst minn til miðstjórnar ASÍ hef ég sent í fullri lengd til stjórnarmanna VR og birt sömuleiðis á vef ASÍ.Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gylfi Arnbjörnsson Kjaramál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það er alvarlegt þegar stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands lýsir vantrausti á forseta samtakanna. Það er enn alvarlegra þegar það er gert á forsendum sem beinlínis eru rangar og stjórnarmenn þannig blekktir með ósannindum. Um það gerði formaður VR sig sekan þegar hann fékk stjórn sína til að samþykkja tillögu um vantraust á forseta ASÍ. Í tölvupósti formannsins til stjórnarinnar sagði m.a.: „Nú hefur forseti ASÍ sent tölvupóst á miðstjórn og samninganefnd ASÍ um að hann muni leiða viðræður við stjórnvöld í gegnum þjóðhagsráð án sérstaks umboðs frá félögunum.“ Þarna vísar hann til tölvupósts sem ég sendi miðstjórn ASÍ nýlega um fyrirhugaðan fund með ríkisstjórninni þar sem ég hugðist kynna stjórnvöldum viðhorf ASÍ til fyrirliggjandi skattahugmynda. Þar sagði ég m.a.: „Þar sem ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um samstarf landssambanda og stærstu félaga á grundvelli samstarfssamningsins varðandi næstu samningalotu, er ljóst að Samninganefndin hefur ekkert umboð á hendi og þar af leiðandi ekki viðræðunefndin heldur. Samskipti við stjórnvöld eru hins vegar almennt á borði miðstjórnar ASÍ skv. bæði samþykktum ASÍ og þeirri verkaskiptingu sem er milli ASÍ og aðildarfélaganna. Ég mun því mæta á fyrrgreindan fund með forsætisráðherra ásamt framkvæmdastjóra ASÍ og gera grein fyrir niðurstöðum hagdeildar ASÍ á þróun skattkerfisins m.t.t. mismunandi tekjuhópa. ... Ég treysti því að um þessa skipan mála geti verið sátt og mun ég gera nánari grein fyrir fundinum á næsta miðstjórnarfundi.“ Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að lesa út úr þessum texta að ég hafi ákveðið að fara gegn ákvörðun miðstjórnar ASÍ, sem að minni tillögu samþykkti fyrir nokkru síðan að setjast ekki í Þjóðhagsráð. Blekkingarleikur formanns VR, í þeim tilgangi að fá stjórn stærsta aðildarfélags ASÍ til að samþykkja vantraust á forseta ASÍ, er grafalvarlegur og gróf aðför að þeirri samstöðu sem verið hefur helsti styrkur verkalýðshreyfingarinnar í meira en hundrað ár. Tölvupóst minn til miðstjórnar ASÍ hef ég sent í fullri lengd til stjórnarmanna VR og birt sömuleiðis á vef ASÍ.Höfundur er forseti ASÍ
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar