Líf kosningastjóra korter í kosningar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. maí 2018 08:30 Anna Lísa í hópi Vinstri grænna félaga sinna, við hlið Katrínar Jakobsdóttur. Kosningastjórar flokkanna eru á harðahlaupum fyrir kosningar. Nokkrir þeirra gefa innsýn í starf sitt og segja frá því hvað þeir telja eiga að prýða góðan kosningastjóra.Fallhlífastökkið eftirminnilegastMiðflokkur - Gréta Björg Egilsdóttir „Eftirminnilegast er náttúrulega að hafa fengið Vigdísi til að fara í fallhlífastökk og hafa fengið að fylgja henni í gegnum það ferli allt saman. Annars var upptaka á öllum Víkingamyndböndunum mjög skemmtilegur tími og það eru forréttindi að fá að hafa fengið að vinna með svona rosalega kröftugum og samstilltum hópi. Mikið hlegið og mikið gaman. Mest krefjandi er nú að vera sáttasemjari því að auðvitað koma upp mál um menn og málefni en ég held að þetta hafi nú bara gengið nokkuð vel. Kosningastjóri þarf að mínu mati að vera rosalega skipulagður og góður í mannlegum samskiptum og vinna vel í nánu hópstarfi. Maður þarf að geta tekið ákvarðanir hratt og staðið í fæturnar þó svo að aðrir efist um ákvörðunina. Það er líka nauðsynlegt að geta gert smá grín af sjálfum sér og mikilvægt að geta viðurkennt mistök.“Sandra Hlíf Ocares við kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins.Mikil hlaup, margir fundir, ótal símtölSjálfstæðisflokkurinn - Sandra Ocares „Sólarhringurinn hjá mér er frekar langur þessa dagana, mikil hlaup, margir fundir og ótal símtöl. Kjördagur er alltaf fyrir mér mikill hátíðardagur, tek því mjög hátíðlega að fara og kjósa. Hann verður reyndar með örlitlu öðru sniði en hefur verið hjá mér í síðustu kosningum. Ég mun byrja daginn á því að kjósa og svo mun ég fylgja oddvitanum Eyþóri Arnalds á milli staða þar sem dagurinn er þéttbókaður í útvarpsviðtöl, sjónvarpsviðtöl og pallborðsumræður. Mikil stemming myndast alltaf á kjördag uppí Valhöll þar sem er kosningakaffi allan daginn. Um kvöldið verður kosningavaka á Grand hótel sem hefst kl.21.30 þar sem við munum slá upp partý og fylgjast með úrslitum kosningana. Fyndasta og jafnframt með skemmtilgri atvikum í baráttunni var þegar við rákumst á John Travolta. Hef sjaldan verið jafn stjörnuslegin. Góður kosningarstjóri þarf að vera skipulagður, eiga auðvelt með mannleg samskipti, drífandi og jákvæður. Þolinmæði og húmor er líka eiginleikar sem að ég held að sé gott að hafa í miklu magni sem kosningastjóri.“Þarf að hugsa í lausnumFramsóknarflokkurinn - Ágúst Jóhannsson „Eftirminnilegast er í raun þessi eldmóður og samstaða sem einkennir flokkinn. Hér hefur verið unnið langt fram á kvöld sl. vikur og allir í stuði. Hjá Framsókn eru allir tilbúnir til að leggjast á eitt til að niðurstaðan verði góð. Hjá okkur í Framsókn eru engin vandamál. Við leysum öll okkar verkefni af yfirvegun og fagmennsku og svoleiðis hefur það verið í þessari kosningabaráttu. Stemningin er svakalega góð og andinn innan flokksins frábær.Ágúst hefur unnið langt fram á kvöld undanfarið fyrir Framsóknarflokkinn.Að vera kosningastjóri er mjög svo fjölbreytt starf svo vægt sé til orða tekið. En lykil atriðið er sennilega að vera skipulagður, geta unnið með fólki, hugsa í lausnum ekki vandamálum og hafa gaman af starfinu. Það hefur verið auðvelt enda frambjóðendur okkar mjög svo frambærileg og metnaðargjörn í að standa sig vel fyrir fólkið í borginni.“ Sveigjanleiki BarbapabbaVinstrihreyfingin Grænt framboð - Anna Lísa Björnsdóttir „Ég vakna um sjöleytið og hlusta á morgunrútínuna hjá börnum og eiginmanni. Eftir sturtuna strýk ég þeim og kveð, og kippi með chia-grautnum sem ég fæ mér í morgunmat á fyrsta fundi dagsins. Á leið mína á morgunfund kíki ég oftast við í einn kaffibolla á Kaffi Vest og næ í oddvitann minn hana Líf Magneudóttir, ef hún gengur eða hjólar ekki. Dagarnir eru mjög fjölbreyttir og annasamir, eftir morgunfund reyni ég eftir fremsta megni að koma öllum í stellingar fyrir verkefni dagsins, og svo rígheld ég í taumana langt fram eftir kvöldi. Dagurinn verður stútfullur af stuði og annríki. Hlutverk mitt í dag snýst fyrst og fremst um að halda utan um allt skipulag sem fylgir kjördegi og vera í sambandi við fjölmiðla og koma atkvæðum í hús. Halda utan um viðveru frambjóðenda og muna að vera glöð og reif! Þetta hefur hingað til verið meira og minna allt fyndið og skemmtilegt, enda skemmtilegur hópur frambjóðenda og allra þeirra sem að framboðinu standa. En ef ég á að tiltaka eitt atvik, þá ber hæst upptaka myndbandsins „Stjórnmálaskóli Vinstri grænna“. Við hlógum svo mikið að þetta ætlaði engan enda að taka. Að halda í alla þræði, og vera alls staðar öllum stundum – og ná að bregðast við breytingum sem koma uppá með stuttum fyrirvara, en sem betur fer las ég Barbapabba sem barn og hef tileinkað mér sveigjanleika þeirrar góðu fjölskyldu. Þeir eiginleikar sem góður kosningastjóri þarf að búa yfir eru; Glaðlyndi, yfirvegun, sveigjanleika, færni í sáluhjálp og excel – og mjög góðan endingartíma á símabatterí.“Róbert úthvíldur á fundi með oddvita Pírata í Hafnarfirði, Elínu Ýri.Datt í hlutverk leikstjóransPíratar - Robert Douglas „Það er líklega bara eftirminnilegast hvað ég hef kynnst mörgu góðu fólki sem ég myndi kalla vini mina í dag, en þegar ég byrjaði þekkti ég engan í Pírötum, hafði þó kosið þá í tveimur síðustu kosningum. En eitthvað eitt eftirminnilegt atvik eða skemmtileg saga er t.d. þegar ég ruglaði starfi mínu sem leikstjóra saman við kosningastjórastarfið eftir mikinn og erfiðan vinnutörn þar sem dagarnir voru farnir að renna aðeins saman að þá sat ég á fundi með stjórn Pírata í Reykjavík og talaði stöðugt um hvað ég ætlaði að gera með leikurunum og að það væri mikilvægt að leikararnir væru til taks og að við værum heppin hvað við værum með góða leikara í efstu sætunum – þá stoppaði stjórnin mig og spurði mig hvort ég þyrfti ekki að taka nokkra tíma í hvíld, en jú vissulega væri hægt að líta á stjórnmálafólk sem leikara, þau væru jú í vissu hlutverki. Ég er kosningastjóri höfuðborgarsvæðisins og það er líklega mest krefjandi að gæta jafnræðis milli framboðslistaSemsagt að framboðin okkar í Kópavogi og Hafnarfirði finnist eins og þau séu jafn mikilvæg og Reykjavík – sem þau auðvitað eru, en það er flókið að sjá um alla þrjá staðina í einu.“Það gekk illa að mála utan á kosningamiðstöð Samfylkingarinnar. Ragna er hér fyrir miðju.Allt í háaloftSamfylking - Ragna Sigurðardóttir „Það er unnið nánast allan sólarhringinn! Dagarnir byrja á morgunfundi með efstu frambjóðendum kl. 8 á kosningamiðstöð okkar á Hverfisgötu 32. Frá kl. 9 eru síðan fundir með flokksfélögum, sjálfboðaliðum og framleiðsluteyminu okkar auk þess sem ég hef verið að skjótast í pallborð hér og þar ýmist sem kosningastýra eða frambjóðandi! Ég er mikið á hlaupum og það er aldrei lognmolla. Fyndnasta atvikið við vorum að mála logo-ið okkar utan á kosningamiðstöðina í byrjun maí skiptust á skúrir og haglél með sólskini inni á milli. Við reyndum að nýta okkur sólardagana vel en á einum tímapunkti þurftum við að hlaupa út og líma plastpoka yfir logo-ið til að reyna að bjarga því frá éljunum. Málningin lak og lak og á endanum fauk plastpokinn. Þarna fór allt bókstaflega í háaloft en okkur tókst þó að lokum að laga málninguna þegar sólin skein nógu lengi - og gátum hlegið mikið eftirá. Það erfiðasta var líklega að koma inn í nýjan flokk og nýtt starf samtímis. Strax frá upphafi voru vinnudagarnir langir og verkefnin mörg auk þess sem ég var að kynnast mikið af nýju fólki á skömmum tíma. Ég þurfti að vera fljót að koma mér inn í öll mál og í samskipti við lykilfólk í starfinu en nú þegar kosningadagur er runninn upp get ég sagt að ég þekki vel bæði málefnin og fólkið sem er alveg yndislegt. Þegar margir koma saman til að vinna að einu sameiginlegu markmiði á svona skömmum tíma kynnist maður því á alveg einstakan hátt og það er kannski eitt það besta við kosningabaráttuna. Kosningastjóri þarf að vera með mikið jafnaðargeð en líka hæfileika til að hrinda hlutunum hratt í framkvæmd. Kosningastjóri þarf líka að hafa getu til að sætta sjónarmið og í einhverjum tilvikum þarf kosningastjóri að geta sagt nei. Þá er mikilvægt að kosningastjóri haldi sig fast við áætlun. Síðan þarf kosningastjóri auðvitað að geta andað djúpt þó mikið álag sé, brosað framan í erfiðleikana og haft gaman!“Umfram allt að halda uppi gleðinniViðreisn - Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir„Að kynnast 46 snillingum á þremur mánuðum er náttúrulega ekkert nema frábært. Að koma þeim öllum í förðun og myndartöku í nokkuð stífum tímaramma var mjög áhugavert og krefjandi verkefni, en baráttan hefur gengið vel og engin óyfirstíganleg vandamál komið upp. Kosningastjóri þarf að hafa góða skipulagshæfileika eiga gott með samskipti, geta greint aðalatriðin frá því sem skiptir minna máli og svo umfram allt að geta haldið uppi gleðinni í gegnum góða og erfiða daga.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Leiðtogar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á síðustu stundu í Víglínunni Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins fá síðasta tækifærið til að sannfæra kjósendur um ágæti sitt og þeirrar stefnu sem þeir standa fyrir. 26. maí 2018 10:00 Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Turnarnir tveir halda fylginu frá 2014 Miðflokkurinn hefur rekið áhugaverðustu kosningabaráttuna, að mati almannatengils. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn halda fylgi sínu frá síðustu kosningum. 26. maí 2018 06:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Kosningastjórar flokkanna eru á harðahlaupum fyrir kosningar. Nokkrir þeirra gefa innsýn í starf sitt og segja frá því hvað þeir telja eiga að prýða góðan kosningastjóra.Fallhlífastökkið eftirminnilegastMiðflokkur - Gréta Björg Egilsdóttir „Eftirminnilegast er náttúrulega að hafa fengið Vigdísi til að fara í fallhlífastökk og hafa fengið að fylgja henni í gegnum það ferli allt saman. Annars var upptaka á öllum Víkingamyndböndunum mjög skemmtilegur tími og það eru forréttindi að fá að hafa fengið að vinna með svona rosalega kröftugum og samstilltum hópi. Mikið hlegið og mikið gaman. Mest krefjandi er nú að vera sáttasemjari því að auðvitað koma upp mál um menn og málefni en ég held að þetta hafi nú bara gengið nokkuð vel. Kosningastjóri þarf að mínu mati að vera rosalega skipulagður og góður í mannlegum samskiptum og vinna vel í nánu hópstarfi. Maður þarf að geta tekið ákvarðanir hratt og staðið í fæturnar þó svo að aðrir efist um ákvörðunina. Það er líka nauðsynlegt að geta gert smá grín af sjálfum sér og mikilvægt að geta viðurkennt mistök.“Sandra Hlíf Ocares við kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins.Mikil hlaup, margir fundir, ótal símtölSjálfstæðisflokkurinn - Sandra Ocares „Sólarhringurinn hjá mér er frekar langur þessa dagana, mikil hlaup, margir fundir og ótal símtöl. Kjördagur er alltaf fyrir mér mikill hátíðardagur, tek því mjög hátíðlega að fara og kjósa. Hann verður reyndar með örlitlu öðru sniði en hefur verið hjá mér í síðustu kosningum. Ég mun byrja daginn á því að kjósa og svo mun ég fylgja oddvitanum Eyþóri Arnalds á milli staða þar sem dagurinn er þéttbókaður í útvarpsviðtöl, sjónvarpsviðtöl og pallborðsumræður. Mikil stemming myndast alltaf á kjördag uppí Valhöll þar sem er kosningakaffi allan daginn. Um kvöldið verður kosningavaka á Grand hótel sem hefst kl.21.30 þar sem við munum slá upp partý og fylgjast með úrslitum kosningana. Fyndasta og jafnframt með skemmtilgri atvikum í baráttunni var þegar við rákumst á John Travolta. Hef sjaldan verið jafn stjörnuslegin. Góður kosningarstjóri þarf að vera skipulagður, eiga auðvelt með mannleg samskipti, drífandi og jákvæður. Þolinmæði og húmor er líka eiginleikar sem að ég held að sé gott að hafa í miklu magni sem kosningastjóri.“Þarf að hugsa í lausnumFramsóknarflokkurinn - Ágúst Jóhannsson „Eftirminnilegast er í raun þessi eldmóður og samstaða sem einkennir flokkinn. Hér hefur verið unnið langt fram á kvöld sl. vikur og allir í stuði. Hjá Framsókn eru allir tilbúnir til að leggjast á eitt til að niðurstaðan verði góð. Hjá okkur í Framsókn eru engin vandamál. Við leysum öll okkar verkefni af yfirvegun og fagmennsku og svoleiðis hefur það verið í þessari kosningabaráttu. Stemningin er svakalega góð og andinn innan flokksins frábær.Ágúst hefur unnið langt fram á kvöld undanfarið fyrir Framsóknarflokkinn.Að vera kosningastjóri er mjög svo fjölbreytt starf svo vægt sé til orða tekið. En lykil atriðið er sennilega að vera skipulagður, geta unnið með fólki, hugsa í lausnum ekki vandamálum og hafa gaman af starfinu. Það hefur verið auðvelt enda frambjóðendur okkar mjög svo frambærileg og metnaðargjörn í að standa sig vel fyrir fólkið í borginni.“ Sveigjanleiki BarbapabbaVinstrihreyfingin Grænt framboð - Anna Lísa Björnsdóttir „Ég vakna um sjöleytið og hlusta á morgunrútínuna hjá börnum og eiginmanni. Eftir sturtuna strýk ég þeim og kveð, og kippi með chia-grautnum sem ég fæ mér í morgunmat á fyrsta fundi dagsins. Á leið mína á morgunfund kíki ég oftast við í einn kaffibolla á Kaffi Vest og næ í oddvitann minn hana Líf Magneudóttir, ef hún gengur eða hjólar ekki. Dagarnir eru mjög fjölbreyttir og annasamir, eftir morgunfund reyni ég eftir fremsta megni að koma öllum í stellingar fyrir verkefni dagsins, og svo rígheld ég í taumana langt fram eftir kvöldi. Dagurinn verður stútfullur af stuði og annríki. Hlutverk mitt í dag snýst fyrst og fremst um að halda utan um allt skipulag sem fylgir kjördegi og vera í sambandi við fjölmiðla og koma atkvæðum í hús. Halda utan um viðveru frambjóðenda og muna að vera glöð og reif! Þetta hefur hingað til verið meira og minna allt fyndið og skemmtilegt, enda skemmtilegur hópur frambjóðenda og allra þeirra sem að framboðinu standa. En ef ég á að tiltaka eitt atvik, þá ber hæst upptaka myndbandsins „Stjórnmálaskóli Vinstri grænna“. Við hlógum svo mikið að þetta ætlaði engan enda að taka. Að halda í alla þræði, og vera alls staðar öllum stundum – og ná að bregðast við breytingum sem koma uppá með stuttum fyrirvara, en sem betur fer las ég Barbapabba sem barn og hef tileinkað mér sveigjanleika þeirrar góðu fjölskyldu. Þeir eiginleikar sem góður kosningastjóri þarf að búa yfir eru; Glaðlyndi, yfirvegun, sveigjanleika, færni í sáluhjálp og excel – og mjög góðan endingartíma á símabatterí.“Róbert úthvíldur á fundi með oddvita Pírata í Hafnarfirði, Elínu Ýri.Datt í hlutverk leikstjóransPíratar - Robert Douglas „Það er líklega bara eftirminnilegast hvað ég hef kynnst mörgu góðu fólki sem ég myndi kalla vini mina í dag, en þegar ég byrjaði þekkti ég engan í Pírötum, hafði þó kosið þá í tveimur síðustu kosningum. En eitthvað eitt eftirminnilegt atvik eða skemmtileg saga er t.d. þegar ég ruglaði starfi mínu sem leikstjóra saman við kosningastjórastarfið eftir mikinn og erfiðan vinnutörn þar sem dagarnir voru farnir að renna aðeins saman að þá sat ég á fundi með stjórn Pírata í Reykjavík og talaði stöðugt um hvað ég ætlaði að gera með leikurunum og að það væri mikilvægt að leikararnir væru til taks og að við værum heppin hvað við værum með góða leikara í efstu sætunum – þá stoppaði stjórnin mig og spurði mig hvort ég þyrfti ekki að taka nokkra tíma í hvíld, en jú vissulega væri hægt að líta á stjórnmálafólk sem leikara, þau væru jú í vissu hlutverki. Ég er kosningastjóri höfuðborgarsvæðisins og það er líklega mest krefjandi að gæta jafnræðis milli framboðslistaSemsagt að framboðin okkar í Kópavogi og Hafnarfirði finnist eins og þau séu jafn mikilvæg og Reykjavík – sem þau auðvitað eru, en það er flókið að sjá um alla þrjá staðina í einu.“Það gekk illa að mála utan á kosningamiðstöð Samfylkingarinnar. Ragna er hér fyrir miðju.Allt í háaloftSamfylking - Ragna Sigurðardóttir „Það er unnið nánast allan sólarhringinn! Dagarnir byrja á morgunfundi með efstu frambjóðendum kl. 8 á kosningamiðstöð okkar á Hverfisgötu 32. Frá kl. 9 eru síðan fundir með flokksfélögum, sjálfboðaliðum og framleiðsluteyminu okkar auk þess sem ég hef verið að skjótast í pallborð hér og þar ýmist sem kosningastýra eða frambjóðandi! Ég er mikið á hlaupum og það er aldrei lognmolla. Fyndnasta atvikið við vorum að mála logo-ið okkar utan á kosningamiðstöðina í byrjun maí skiptust á skúrir og haglél með sólskini inni á milli. Við reyndum að nýta okkur sólardagana vel en á einum tímapunkti þurftum við að hlaupa út og líma plastpoka yfir logo-ið til að reyna að bjarga því frá éljunum. Málningin lak og lak og á endanum fauk plastpokinn. Þarna fór allt bókstaflega í háaloft en okkur tókst þó að lokum að laga málninguna þegar sólin skein nógu lengi - og gátum hlegið mikið eftirá. Það erfiðasta var líklega að koma inn í nýjan flokk og nýtt starf samtímis. Strax frá upphafi voru vinnudagarnir langir og verkefnin mörg auk þess sem ég var að kynnast mikið af nýju fólki á skömmum tíma. Ég þurfti að vera fljót að koma mér inn í öll mál og í samskipti við lykilfólk í starfinu en nú þegar kosningadagur er runninn upp get ég sagt að ég þekki vel bæði málefnin og fólkið sem er alveg yndislegt. Þegar margir koma saman til að vinna að einu sameiginlegu markmiði á svona skömmum tíma kynnist maður því á alveg einstakan hátt og það er kannski eitt það besta við kosningabaráttuna. Kosningastjóri þarf að vera með mikið jafnaðargeð en líka hæfileika til að hrinda hlutunum hratt í framkvæmd. Kosningastjóri þarf líka að hafa getu til að sætta sjónarmið og í einhverjum tilvikum þarf kosningastjóri að geta sagt nei. Þá er mikilvægt að kosningastjóri haldi sig fast við áætlun. Síðan þarf kosningastjóri auðvitað að geta andað djúpt þó mikið álag sé, brosað framan í erfiðleikana og haft gaman!“Umfram allt að halda uppi gleðinniViðreisn - Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir„Að kynnast 46 snillingum á þremur mánuðum er náttúrulega ekkert nema frábært. Að koma þeim öllum í förðun og myndartöku í nokkuð stífum tímaramma var mjög áhugavert og krefjandi verkefni, en baráttan hefur gengið vel og engin óyfirstíganleg vandamál komið upp. Kosningastjóri þarf að hafa góða skipulagshæfileika eiga gott með samskipti, geta greint aðalatriðin frá því sem skiptir minna máli og svo umfram allt að geta haldið uppi gleðinni í gegnum góða og erfiða daga.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Leiðtogar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á síðustu stundu í Víglínunni Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins fá síðasta tækifærið til að sannfæra kjósendur um ágæti sitt og þeirrar stefnu sem þeir standa fyrir. 26. maí 2018 10:00 Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Turnarnir tveir halda fylginu frá 2014 Miðflokkurinn hefur rekið áhugaverðustu kosningabaráttuna, að mati almannatengils. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn halda fylgi sínu frá síðustu kosningum. 26. maí 2018 06:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Leiðtogar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á síðustu stundu í Víglínunni Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins fá síðasta tækifærið til að sannfæra kjósendur um ágæti sitt og þeirrar stefnu sem þeir standa fyrir. 26. maí 2018 10:00
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45
Turnarnir tveir halda fylginu frá 2014 Miðflokkurinn hefur rekið áhugaverðustu kosningabaráttuna, að mati almannatengils. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn halda fylgi sínu frá síðustu kosningum. 26. maí 2018 06:00