Oddvitaáskorunin: Logi Bergmann heftaði saman fóðrið í jakkanum skömmu fyrir útsendingu Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2018 17:00 Sigurður Þórður Ragnarsson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigurður Þórður Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Sigurður Þórður Ragnarsson og er oddviti Miðflokksins, M-lista í Hafnarfirði. Ég fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 13. febrúar 1967 og er því 51 árs. Foreldrar mínir eru Ragnar Jóhannesson stýrimaður og skipstjóri fæddur í Hafnarfirði 1930 og Mjöll Sigurðardóttir skrifstofumær, fædd í Reykjavík 1937 (dáin 1995). Faðir minn er Hafnfirðingur í marga ættliði. Í móðurætt er ég ættaður frá Snæfellsnesi og Breiðafjarðareyjum. Eiginkona mín er Hólmfríður Þórisdóttir fædd 1966. Við eigum þrjá stráka, Þóri Snæ 29 ára, Árna Þórð 25 ára og Bessa Þór 19 ára. Ég ólst upp í Hafnarfirði og hef búið þar nær alla mína tíð. Á unglingsárum starfaði ég hjá Álverinu í Straumsvík við almenn verkamannastörf. Á háskólaárunum starfaði ég sem tollvörður á Keflavíkurflugvelli og í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Með og eftir háskólanám starfaði ég á Raunvísindastofnun Háskólans um tíma, sérfræðingur á efnafræðistofu Hitaveitu Reykjavíkur (nú Orkuveitan) og verið framhaldsskólakennari raungreinum í tæpa tvo áratugi. Starfaði um tíma sem fréttamaður á RÚV sjónvarp, veðurfréttamaður á Stöð 2 í 16 ár og hefur rekið mitt eigið fyrirtæki síðan 2003.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Gamli bærinn í Hafnarfirði. Þórsmörk í haustlitunum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Borgarfirðinum. Þar líður mér vel. Svo átti ég heima um tíma á Selfossi. Það var góður staður.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Vel valið íslenskt nautakjöt, medium steikt (verður að vera roði í því).Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég elda nú oft heima hjá mér og það tekst yfirleitt bara þokkalega. Allavega er ég ekki vannærður :)Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Streets of London með Roger Whittaker.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ætli það sé bara ekki þegar ég var að lesa fréttir á RÚV í gamla daga. Þulur les texta af skjá. Einhverra hluta vegna runnu saman tvær fréttir í eina og ég las hinn spakasti en það var ekkert samhengi í því sem ég las. En ég las það sem fyrir mig var lagt. Kláraði málið.Draumaferðalagið? Það er svo gaman að ferðast. Draumaferðalagið er að ferðast með konunni minni og ætli Feneyjar séu ekki efst á listanum núna.Trúir þú á líf eftir dauðann? Eftir því sem ég eldist efast ég alltaf meira og meira. Ætli stutta svarið sé ekki nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það var nú oft verið að gera góðlega hrekki á Stöð 2 og Logi Bergmann var nú einna mest iðinn við það. Eitt sinn, þegar ég var í sminki tók Logi sig til og heftaði saman fóðrið í ermunum á jakkanum mínum. Svo þegar mínúta var í útsendingu ætlaði ég í jakkann. Það gekk ekki og ég fór í útsendinguna á skyrtunni. Mér var ekki skemmt þá, en núna er þetta bara skemmtilegt í minningunni.Hundar eða kettir? Þegar ég var að alast upp var köttur á mínu heimili. Síðan hundur og síðan þá hef ég átt hund. Alltaf Labrador og þeir eru æðislegir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? James Bond myndir.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Danny Devito – hann hefur allavega stærðina.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er Stark, því þeir eru réttsýnir og skynsemisfólk.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Tja….allavega af hraðamyndavél í Hvalfjarðargöngunum.Uppáhalds tónlistarmaður? Jón Jónsson, Friðrik Dór og Raggi Bjarna.Sigurður að störfum á árum áður.Uppáhalds bókin? Ætli það sé ekki bókin Jörðin sem JPV útgáfa gaf út 2005. Fræðibækur eru fyrir mig.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Það er þorskalýsið, tekið fyrir hádegi. Alveg eins og nýr á eftir.Uppáhalds þynnkumatur? Ég reyni nú að drekka í hófi. En ef heilsufarið er eitthvað að trufla mig þá er það hamborgari með alles.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði. En það eru lífsgæði fólgin í því að vera í góðu veðri.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei og nei. Það hef ég aldrei gert og vona að það tíðkist ekki hjá nokkrum manni.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Flest ABBA lögin eru mér að skapi.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ætli holóttar götur séu ekki málið. Á að banna flugelda? Forræðishyggja er mér ekki að skapi. En allt er gott í hófi. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Treysti mér ekki til að svara þessu.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigurður Þórður Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Sigurður Þórður Ragnarsson og er oddviti Miðflokksins, M-lista í Hafnarfirði. Ég fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 13. febrúar 1967 og er því 51 árs. Foreldrar mínir eru Ragnar Jóhannesson stýrimaður og skipstjóri fæddur í Hafnarfirði 1930 og Mjöll Sigurðardóttir skrifstofumær, fædd í Reykjavík 1937 (dáin 1995). Faðir minn er Hafnfirðingur í marga ættliði. Í móðurætt er ég ættaður frá Snæfellsnesi og Breiðafjarðareyjum. Eiginkona mín er Hólmfríður Þórisdóttir fædd 1966. Við eigum þrjá stráka, Þóri Snæ 29 ára, Árna Þórð 25 ára og Bessa Þór 19 ára. Ég ólst upp í Hafnarfirði og hef búið þar nær alla mína tíð. Á unglingsárum starfaði ég hjá Álverinu í Straumsvík við almenn verkamannastörf. Á háskólaárunum starfaði ég sem tollvörður á Keflavíkurflugvelli og í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Með og eftir háskólanám starfaði ég á Raunvísindastofnun Háskólans um tíma, sérfræðingur á efnafræðistofu Hitaveitu Reykjavíkur (nú Orkuveitan) og verið framhaldsskólakennari raungreinum í tæpa tvo áratugi. Starfaði um tíma sem fréttamaður á RÚV sjónvarp, veðurfréttamaður á Stöð 2 í 16 ár og hefur rekið mitt eigið fyrirtæki síðan 2003.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Gamli bærinn í Hafnarfirði. Þórsmörk í haustlitunum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Borgarfirðinum. Þar líður mér vel. Svo átti ég heima um tíma á Selfossi. Það var góður staður.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Vel valið íslenskt nautakjöt, medium steikt (verður að vera roði í því).Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég elda nú oft heima hjá mér og það tekst yfirleitt bara þokkalega. Allavega er ég ekki vannærður :)Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Streets of London með Roger Whittaker.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ætli það sé bara ekki þegar ég var að lesa fréttir á RÚV í gamla daga. Þulur les texta af skjá. Einhverra hluta vegna runnu saman tvær fréttir í eina og ég las hinn spakasti en það var ekkert samhengi í því sem ég las. En ég las það sem fyrir mig var lagt. Kláraði málið.Draumaferðalagið? Það er svo gaman að ferðast. Draumaferðalagið er að ferðast með konunni minni og ætli Feneyjar séu ekki efst á listanum núna.Trúir þú á líf eftir dauðann? Eftir því sem ég eldist efast ég alltaf meira og meira. Ætli stutta svarið sé ekki nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það var nú oft verið að gera góðlega hrekki á Stöð 2 og Logi Bergmann var nú einna mest iðinn við það. Eitt sinn, þegar ég var í sminki tók Logi sig til og heftaði saman fóðrið í ermunum á jakkanum mínum. Svo þegar mínúta var í útsendingu ætlaði ég í jakkann. Það gekk ekki og ég fór í útsendinguna á skyrtunni. Mér var ekki skemmt þá, en núna er þetta bara skemmtilegt í minningunni.Hundar eða kettir? Þegar ég var að alast upp var köttur á mínu heimili. Síðan hundur og síðan þá hef ég átt hund. Alltaf Labrador og þeir eru æðislegir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? James Bond myndir.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Danny Devito – hann hefur allavega stærðina.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er Stark, því þeir eru réttsýnir og skynsemisfólk.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Tja….allavega af hraðamyndavél í Hvalfjarðargöngunum.Uppáhalds tónlistarmaður? Jón Jónsson, Friðrik Dór og Raggi Bjarna.Sigurður að störfum á árum áður.Uppáhalds bókin? Ætli það sé ekki bókin Jörðin sem JPV útgáfa gaf út 2005. Fræðibækur eru fyrir mig.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Það er þorskalýsið, tekið fyrir hádegi. Alveg eins og nýr á eftir.Uppáhalds þynnkumatur? Ég reyni nú að drekka í hófi. En ef heilsufarið er eitthvað að trufla mig þá er það hamborgari með alles.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði. En það eru lífsgæði fólgin í því að vera í góðu veðri.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei og nei. Það hef ég aldrei gert og vona að það tíðkist ekki hjá nokkrum manni.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Flest ABBA lögin eru mér að skapi.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ætli holóttar götur séu ekki málið. Á að banna flugelda? Forræðishyggja er mér ekki að skapi. En allt er gott í hófi. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Treysti mér ekki til að svara þessu.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið