Kæru samborgarar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. maí 2018 10:00 Nú þegar komið er að ykkur að velja þann flokk sem þið treystið best til að taka utan um ykkar mál í Reykjavík langar mig að segja frá fyrir hvað ég stend sem manneskja og sem oddviti Flokks fólksins. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni hefur vakið í brjósti mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því báli sem blossar upp finni ég mig í aðstæðum í starfi jafnt sem einkalífi þar sem fólki líður illa og þar sem beitt er ofbeldi eða óréttlæti. Sú staðreynd að margt fólk á hvorki í sig né á og þeir erfiðleikar sem það hefur í för með sér er hrein skömm fyrir gott samfélag. Ég mun beita mér af hörku að uppræta fátækt. Ég ætla að blanda mér í málið og læt með öllum mögulegum hætti til skarar skríða til að stöðva eða sporna við óréttlæti. Kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks hafa versnað, húsnæðismál þessara hópa eru í ólestri og mun ég berjast af eldmóði í þágu þeirra verst settu. Ég er frökk, kjörkuð og verkglöð. Ég hef látið verkin tala. Hugmyndir nægja mér ekki, þær þarf að framkvæma. Ég hika ekki við að taka áhættu ef það er í þágu fólks. Í mér er óbilandi þrek og það vita allir sem þekkja mig. Sú barátta sem ég hef háð gegn einelti árum saman, sem margir þekkja mig af, lýsir þessu kannski best. Á þeim baráttuvettvangi hef ég látið einskis ófreistað til að þeim vágesti verði eytt. Árum saman barðist ég einnig fyrir réttlæti á vinnumarkaðnum í hlutverki mínu sem formaður Stéttarfélags Sálfræðinga. Á minni lífsleið með persónuleikaeinkenni eins og hér er lýst hef ég rekist á marga veggi og hef sannarlega ekki verið allra. En fyrir mér er það í lagi svo framarlega sem mér miðar áfram fyrir fólkið sem ég er að vinna fyrir og hjálpa. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég verið farsæl og á hverjum degi er umbun þegar mætir mér bros og þakklæti og mér sagt að ég hafi hjálpað. Börn og unglingar eru minn skjólstæðingahópur til fjölda ára. Ég vil nú vaða upp á dekk í borgarstjórn og ekki linna látum fyrr en farið er að gera nauðsynlegar breytingar fyrir börnin í borginni. Við getum ekki liðið að því allra dýrmætasta sem við eigum, börnin, skulu mörg hver vera í mikilli vanlíðan. Málefni þeirra og fjölskyldna þeirra hafa einfaldlega ekki verið í forgangi, þau hafa verið vanrækt af stjórnvöldum. Ykkur kæru Reykvíkingar þrái ég að fá að þjóna, ég þrái að komast á þann stað þar sem ég get unnið fyrir marga í einu, barist fyrir fjöldann í þeim málum sem mér finnst verulega þurfa að taka til í. Hér má nefna húsnæðismálin sem við í Flokki fólksins ætlum að taka á af slíkum krafti að áður hefur ekki sést. Það hefur verið brotið á barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum í mörg ár, fólk sem á hvergi fastan samastað. Í mér brennur bál óréttlætis og sorgar þegar ég hugsa til þess hvernig farið hefur verið með fólk í Reykjavík sem búið hefur við skerta örorku, lúsarlaun, fólk sem missti allt sitt í Hruninu og á annað hundrað eldri borgara sem bíða nú ýmist eftir hjúkrunar- og dvalarheimili eða þjónustu til að geta verið sem lengst heima. Við í Flokki fólksins höfum lagt okkur í líma við að kynna okkar baráttumál og hvet ég ykkur til að skoða stefnuskrána svo að þið getið tekið upplýsta, persónulega ákvörðun um hverjum þið treystið best til að vinna fyrir ykkur af heiðarleika, einlægni, kappi og elju. Mitt persónulega kosningaloforð er að ég mun berjast fyrir hagsmunum ykkar með kjafti og klóm, blóði, svita og tárum. Góðar stundir og gangi ykkur vel.Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú þegar komið er að ykkur að velja þann flokk sem þið treystið best til að taka utan um ykkar mál í Reykjavík langar mig að segja frá fyrir hvað ég stend sem manneskja og sem oddviti Flokks fólksins. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni hefur vakið í brjósti mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því báli sem blossar upp finni ég mig í aðstæðum í starfi jafnt sem einkalífi þar sem fólki líður illa og þar sem beitt er ofbeldi eða óréttlæti. Sú staðreynd að margt fólk á hvorki í sig né á og þeir erfiðleikar sem það hefur í för með sér er hrein skömm fyrir gott samfélag. Ég mun beita mér af hörku að uppræta fátækt. Ég ætla að blanda mér í málið og læt með öllum mögulegum hætti til skarar skríða til að stöðva eða sporna við óréttlæti. Kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks hafa versnað, húsnæðismál þessara hópa eru í ólestri og mun ég berjast af eldmóði í þágu þeirra verst settu. Ég er frökk, kjörkuð og verkglöð. Ég hef látið verkin tala. Hugmyndir nægja mér ekki, þær þarf að framkvæma. Ég hika ekki við að taka áhættu ef það er í þágu fólks. Í mér er óbilandi þrek og það vita allir sem þekkja mig. Sú barátta sem ég hef háð gegn einelti árum saman, sem margir þekkja mig af, lýsir þessu kannski best. Á þeim baráttuvettvangi hef ég látið einskis ófreistað til að þeim vágesti verði eytt. Árum saman barðist ég einnig fyrir réttlæti á vinnumarkaðnum í hlutverki mínu sem formaður Stéttarfélags Sálfræðinga. Á minni lífsleið með persónuleikaeinkenni eins og hér er lýst hef ég rekist á marga veggi og hef sannarlega ekki verið allra. En fyrir mér er það í lagi svo framarlega sem mér miðar áfram fyrir fólkið sem ég er að vinna fyrir og hjálpa. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég verið farsæl og á hverjum degi er umbun þegar mætir mér bros og þakklæti og mér sagt að ég hafi hjálpað. Börn og unglingar eru minn skjólstæðingahópur til fjölda ára. Ég vil nú vaða upp á dekk í borgarstjórn og ekki linna látum fyrr en farið er að gera nauðsynlegar breytingar fyrir börnin í borginni. Við getum ekki liðið að því allra dýrmætasta sem við eigum, börnin, skulu mörg hver vera í mikilli vanlíðan. Málefni þeirra og fjölskyldna þeirra hafa einfaldlega ekki verið í forgangi, þau hafa verið vanrækt af stjórnvöldum. Ykkur kæru Reykvíkingar þrái ég að fá að þjóna, ég þrái að komast á þann stað þar sem ég get unnið fyrir marga í einu, barist fyrir fjöldann í þeim málum sem mér finnst verulega þurfa að taka til í. Hér má nefna húsnæðismálin sem við í Flokki fólksins ætlum að taka á af slíkum krafti að áður hefur ekki sést. Það hefur verið brotið á barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum í mörg ár, fólk sem á hvergi fastan samastað. Í mér brennur bál óréttlætis og sorgar þegar ég hugsa til þess hvernig farið hefur verið með fólk í Reykjavík sem búið hefur við skerta örorku, lúsarlaun, fólk sem missti allt sitt í Hruninu og á annað hundrað eldri borgara sem bíða nú ýmist eftir hjúkrunar- og dvalarheimili eða þjónustu til að geta verið sem lengst heima. Við í Flokki fólksins höfum lagt okkur í líma við að kynna okkar baráttumál og hvet ég ykkur til að skoða stefnuskrána svo að þið getið tekið upplýsta, persónulega ákvörðun um hverjum þið treystið best til að vinna fyrir ykkur af heiðarleika, einlægni, kappi og elju. Mitt persónulega kosningaloforð er að ég mun berjast fyrir hagsmunum ykkar með kjafti og klóm, blóði, svita og tárum. Góðar stundir og gangi ykkur vel.Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun