Samið um ljósleiðaravæðingu Voga Tinni Sveinsson skrifar 24. maí 2018 11:30 Erling Freyr og Ingþór handsöluðu samninginn einnig í gær. Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð í gær af framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, Erling Frey Guðmundssyni og forseta bæjarstjórnar Voga, Ingþóri Guðmundssyni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hafa íbúar í Vogunum líst yfir áhyggjum sínum og svekkelsi með ljósleiðaraleysi í bænum. Stafræn framtíð Voga Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar telur að öflugt gagnasamband sé ein grunnstoð lífsgæða. „Ljósleiðarasamband kemur til með að styðja við snjallvæðingu heimila og stafrænt líf íbúa Voga. Vogar eru nú þegar vel tengdir nágrönnum sínum á höfuðborgarsvæðinu og verða enn betur tengdir að ljósleiðaravæðingu lokinni,“ segir Ingþór. Þessi tenging íbúa í sveitarfélaginu við opið net Ljósleiðarans styður við markmið stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu alls Íslands. Verkefnið í Vogum er alfarið á viðskiptalegum forsendum og ekki er sótt um ríkisstyrki vegna hennar. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021 en nánari upplýsingar er að finna á síðunni ljosleidarinn.is/vogar. Auglýsa eftir fleiri samstarfsaðilum Samhliða samkomulaginu við Voga hefur Gagnaveita Reykjavíkur auglýst eftir samstarfsaðilum. Samstarfið getur verið meðal annars: að selja GR fjarskiptalagnir sem fyrir eru í sveitarfélaginu og nýst geta við ljósleiðaravæðinguna, eða með samnýtingu framkvæmda með öðrum veitufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum eða sveitarfélaginu sjálfu. Nú sér fyrir endann á verkefnum Gagnaveitu Reykjavíkur við uppbyggingu Ljósleiðarans í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. Tengingu heimila innan þéttbýlis Reykjavíkur lauk 2015 og á þessu ári verður lokið við að tengja síðustu húsin í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Jafnframt er unnið að lagningu ljósleiðara í Borgarnesi og fleiri byggðakjörnum í Borgarbyggð. „Nýlega lögðum við stofnstreng á Reykjanes sem opnar á stækkun þjónustusvæðis Ljósleiðarans á Suðurnesjum. Búið er að lýsa yfir vilja til ljósleiðaravæðingar í Reykjanesbæ og við bjóðum íbúa Voga velkomna í hópinn,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Nú þegar eru um 90 þúsund heimili tengd opnu neti Ljósleiðarans. Það eru um 65% allra heimila í landinu. Áætlað er að 6 þúsund heimili bætist við á þessu ári. Árið 2021, þegar stefnt að því að tengingum með samkomulaginu við Voga og nýlegu samkomulagi við Árborg og Reykjanesbæ verði lokið, er reiknað með að um 114 þúsund heimili eigi kost á þjónustu Ljósleiðarans, segir í fréttatilkynningunni. Vogar Tækni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð í gær af framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, Erling Frey Guðmundssyni og forseta bæjarstjórnar Voga, Ingþóri Guðmundssyni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hafa íbúar í Vogunum líst yfir áhyggjum sínum og svekkelsi með ljósleiðaraleysi í bænum. Stafræn framtíð Voga Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar telur að öflugt gagnasamband sé ein grunnstoð lífsgæða. „Ljósleiðarasamband kemur til með að styðja við snjallvæðingu heimila og stafrænt líf íbúa Voga. Vogar eru nú þegar vel tengdir nágrönnum sínum á höfuðborgarsvæðinu og verða enn betur tengdir að ljósleiðaravæðingu lokinni,“ segir Ingþór. Þessi tenging íbúa í sveitarfélaginu við opið net Ljósleiðarans styður við markmið stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu alls Íslands. Verkefnið í Vogum er alfarið á viðskiptalegum forsendum og ekki er sótt um ríkisstyrki vegna hennar. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021 en nánari upplýsingar er að finna á síðunni ljosleidarinn.is/vogar. Auglýsa eftir fleiri samstarfsaðilum Samhliða samkomulaginu við Voga hefur Gagnaveita Reykjavíkur auglýst eftir samstarfsaðilum. Samstarfið getur verið meðal annars: að selja GR fjarskiptalagnir sem fyrir eru í sveitarfélaginu og nýst geta við ljósleiðaravæðinguna, eða með samnýtingu framkvæmda með öðrum veitufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum eða sveitarfélaginu sjálfu. Nú sér fyrir endann á verkefnum Gagnaveitu Reykjavíkur við uppbyggingu Ljósleiðarans í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. Tengingu heimila innan þéttbýlis Reykjavíkur lauk 2015 og á þessu ári verður lokið við að tengja síðustu húsin í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Jafnframt er unnið að lagningu ljósleiðara í Borgarnesi og fleiri byggðakjörnum í Borgarbyggð. „Nýlega lögðum við stofnstreng á Reykjanes sem opnar á stækkun þjónustusvæðis Ljósleiðarans á Suðurnesjum. Búið er að lýsa yfir vilja til ljósleiðaravæðingar í Reykjanesbæ og við bjóðum íbúa Voga velkomna í hópinn,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Nú þegar eru um 90 þúsund heimili tengd opnu neti Ljósleiðarans. Það eru um 65% allra heimila í landinu. Áætlað er að 6 þúsund heimili bætist við á þessu ári. Árið 2021, þegar stefnt að því að tengingum með samkomulaginu við Voga og nýlegu samkomulagi við Árborg og Reykjanesbæ verði lokið, er reiknað með að um 114 þúsund heimili eigi kost á þjónustu Ljósleiðarans, segir í fréttatilkynningunni.
Vogar Tækni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira