Leynilegum upptökum lekið af fundi Boris Johnson Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Boris Johnson er ekki sagður hafa hjálpað ríkisstjórn sinni mikið með ummælum sínum. Vísir/Getty Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki í takti við vonir harðlínumanna. Þvert á móti eru töluverðar líkur á að „mjúkt-Brexit“ verði ofan á, sem myndi leiða til þessa að Bretland yrði áfram á „sporgbaug um ESB, innan tollabandalagsins og að miklu leyti innan innri markaðarins.“ Það myndi þýða að Bretar hefðu ekki lengur fullt vald yfir utanríkisverslun sinni, „og ekki vald yfir lagarammanum heldur.“ Þetta er meðal þess sem sagt er hafa komið fram á leynilegri upptöku af fundi Johnson með tuttugu íhaldsmönnum á miðvikudag. Buzzfeed birtir glefsur úr upptökunni og segir þær til marks um það hvað Johnson „raunverulega finnist“ um margt sem við kemur utanríkismálum Breta. Á upptökunni er Johnson þannig sagður dásama Donald Trump og lýsa því hvernig virðing hans fyrir Bandaríkjaforseta hefur aukist statt og stöðugt. Johnson hafi þannig trú á því að ef Trump hefði haldið utan um Brexit-samningaferlið þá hefði það eflaust valdið glundroða - „en í raun myndi það leiða eitthvert. Það er mjög, mjög góð pæling,“ er haft eftir Johnson. Utanríkisráðherrann ræðir jafnframt um Vladímír Pútín og hina „miklu skömm“ Rússlandsforseta að fara með völdin í landi sem „sífellt minna máli skipti á alþjóðavettvangi.“ Hvað Brexit varðar segir Johnson að nú sé breska sendinefndin á leið inn í mikil átök í samningaferlinu í Brussel. Íhaldsmennirnir sem hann ávarpaði ættu að búa sig undir að ferlið gæti „farið úr böndunum“ (e. meltdown). Ef svo færi ættu þeir ekki þó ekki að grípast skelfingu, allt myndi á endanum bjargast. Engu að síður yrði Brexit, að mati utanríkisráðherrans, að öllum líkindum óafturkallanlegt. Það gæti þýtt að Bretar yrðu fastir í útgáfu af Brexit sem viðstaddir hefðu ekki barist fyrir. Frekar má fræðast um leynilegu upptökurnar á vef Buzzfeed. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00 Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki í takti við vonir harðlínumanna. Þvert á móti eru töluverðar líkur á að „mjúkt-Brexit“ verði ofan á, sem myndi leiða til þessa að Bretland yrði áfram á „sporgbaug um ESB, innan tollabandalagsins og að miklu leyti innan innri markaðarins.“ Það myndi þýða að Bretar hefðu ekki lengur fullt vald yfir utanríkisverslun sinni, „og ekki vald yfir lagarammanum heldur.“ Þetta er meðal þess sem sagt er hafa komið fram á leynilegri upptöku af fundi Johnson með tuttugu íhaldsmönnum á miðvikudag. Buzzfeed birtir glefsur úr upptökunni og segir þær til marks um það hvað Johnson „raunverulega finnist“ um margt sem við kemur utanríkismálum Breta. Á upptökunni er Johnson þannig sagður dásama Donald Trump og lýsa því hvernig virðing hans fyrir Bandaríkjaforseta hefur aukist statt og stöðugt. Johnson hafi þannig trú á því að ef Trump hefði haldið utan um Brexit-samningaferlið þá hefði það eflaust valdið glundroða - „en í raun myndi það leiða eitthvert. Það er mjög, mjög góð pæling,“ er haft eftir Johnson. Utanríkisráðherrann ræðir jafnframt um Vladímír Pútín og hina „miklu skömm“ Rússlandsforseta að fara með völdin í landi sem „sífellt minna máli skipti á alþjóðavettvangi.“ Hvað Brexit varðar segir Johnson að nú sé breska sendinefndin á leið inn í mikil átök í samningaferlinu í Brussel. Íhaldsmennirnir sem hann ávarpaði ættu að búa sig undir að ferlið gæti „farið úr böndunum“ (e. meltdown). Ef svo færi ættu þeir ekki þó ekki að grípast skelfingu, allt myndi á endanum bjargast. Engu að síður yrði Brexit, að mati utanríkisráðherrans, að öllum líkindum óafturkallanlegt. Það gæti þýtt að Bretar yrðu fastir í útgáfu af Brexit sem viðstaddir hefðu ekki barist fyrir. Frekar má fræðast um leynilegu upptökurnar á vef Buzzfeed.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00 Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38
Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00
Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06