Verndum störf á landsbyggðinni Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 7. júní 2018 07:00 Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“ Sjálfbærni samfélaga byggist á því að skapa umhverfi sem mætir þörfum nútímans og skapa möguleika fyrir komandi kynslóðir til að þróast áfram á eigin vélarafli. Þegar vegið er að fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu með þessum hætti er verið að draga úr styrk samfélagsins til sjálfbærni. Þótt hægt sé að færa rök fyrir því að bankaafgreiðsla í útibúum fari minnkandi með aukinni tækni, er bankastarfsemi í heild ekki að dragast saman. Því er það mjög undarlegt og í hrópandi ósamræmi við samfélagsstefnu Landsbankans að fækka starfsmönnum í útibúum sínum um landið. Þeim væri í lófa lagið að flytja verkefni og störf sem hægt er að vinna án staðsetningar út á land. Tækninni fleygir jú fram jafnt yfir landið. Ljósleiðaravæðing landsins virkar í báðar áttir og engin einstefna í þeim efnum. Landsbankinn er í eigu ríkisins og þessi stefna er í ósamræmi við stefnu stjórnvalda um aukna áherslu í byggðamálum. Eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þá felast mikil verðmæti í því að landi öllu sé haldið í blómlegri byggð og það sé mikilvægt að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu og atvinnutækifærum um allt land.Öflug byggðastefna Í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áherslu á blómlega byggð um allt land. Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun sem nú er í vinnslu á Alþingi er viðfangsefnið að takast á við fækkun íbúa á einstökum svæðum og einhæft atvinnulíf í takt við tæknibreytingar og þróun. Markmiðið er að jafna aðgengi að þjónustu og atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Þá skiptir máli að opinberum aðilum sé falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar. Það skiptir miklu máli að ríkið hafi forgang í því að flytja verkefni og störf út um landið. Nýlega tilkynnti félags- og jafnréttisráðherra að velferðarráðuneytið hyggist styrkja starfseiningu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga og flytja tvö störf þangað í kjölfar aukinna verkefna Fæðingarorlofssjóðs. Þetta er dæmi um gott fordæmi þar sem störf vegna nýrra verkefna eru flutt út á land til að styrkja þá starfsemi sem fyrir er. Einnig væri hægt að flytja verkefni frá stofnunum ríkisins og ráðuneyta til að efla opinberar stofnanir á landsbyggðinni. Opinber störf út á land Með samþykkt nýrra laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði var samþykkt bráðabirgðaákvæði sem fól í sér að ráðherra skuli í samstarfi við forsætisráðherra láta semja aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem afmarka skyldi stjórnsýsluverkefni ráðuneyta og undirstofnana þeirra sem talið er ákjósanlegt að flytja til embætta sýslumanna. Við sameiningu sýslumannsembætta um landið var lögð áhersla á að styrkja embættin með því að flytja verkefni til þeirra. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi. Það hefur þurft að fara í uppsagnir hjá sýslumannsembættum um landið og þjónusta útibúa verið minnkuð þvert á loforð um eflingu og aukinn styrk. Þetta þarf alls ekki að vera svona, því opinberum störfum er ekki að fækka á landsvísu. Þau eru bara með óeðlilega samþjöppunareiginlega og sogast til höfuðborgarsvæðisins. Því fjölgar tómum fasteignum ríkisins um landið sem þarf að greiða af skatta og skyldur og hita upp. Ríkið má ekki vera frumkvöðull í að draga úr litrófi atvinnulífsins um landið og Landsbankinn þarf að standa við sína samfélagsstefnu og styðja við öfluga og blómlega byggð í öllu landinu. Það sem við þurfum er öflug byggðastefna og standa svo við hana. Svo það takist skiptir máli að hafa hana að leiðarljósi í öllum framkvæmdum og fjármálastefnu ríkisins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í NV kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“ Sjálfbærni samfélaga byggist á því að skapa umhverfi sem mætir þörfum nútímans og skapa möguleika fyrir komandi kynslóðir til að þróast áfram á eigin vélarafli. Þegar vegið er að fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu með þessum hætti er verið að draga úr styrk samfélagsins til sjálfbærni. Þótt hægt sé að færa rök fyrir því að bankaafgreiðsla í útibúum fari minnkandi með aukinni tækni, er bankastarfsemi í heild ekki að dragast saman. Því er það mjög undarlegt og í hrópandi ósamræmi við samfélagsstefnu Landsbankans að fækka starfsmönnum í útibúum sínum um landið. Þeim væri í lófa lagið að flytja verkefni og störf sem hægt er að vinna án staðsetningar út á land. Tækninni fleygir jú fram jafnt yfir landið. Ljósleiðaravæðing landsins virkar í báðar áttir og engin einstefna í þeim efnum. Landsbankinn er í eigu ríkisins og þessi stefna er í ósamræmi við stefnu stjórnvalda um aukna áherslu í byggðamálum. Eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þá felast mikil verðmæti í því að landi öllu sé haldið í blómlegri byggð og það sé mikilvægt að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu og atvinnutækifærum um allt land.Öflug byggðastefna Í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áherslu á blómlega byggð um allt land. Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun sem nú er í vinnslu á Alþingi er viðfangsefnið að takast á við fækkun íbúa á einstökum svæðum og einhæft atvinnulíf í takt við tæknibreytingar og þróun. Markmiðið er að jafna aðgengi að þjónustu og atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Þá skiptir máli að opinberum aðilum sé falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar. Það skiptir miklu máli að ríkið hafi forgang í því að flytja verkefni og störf út um landið. Nýlega tilkynnti félags- og jafnréttisráðherra að velferðarráðuneytið hyggist styrkja starfseiningu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga og flytja tvö störf þangað í kjölfar aukinna verkefna Fæðingarorlofssjóðs. Þetta er dæmi um gott fordæmi þar sem störf vegna nýrra verkefna eru flutt út á land til að styrkja þá starfsemi sem fyrir er. Einnig væri hægt að flytja verkefni frá stofnunum ríkisins og ráðuneyta til að efla opinberar stofnanir á landsbyggðinni. Opinber störf út á land Með samþykkt nýrra laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði var samþykkt bráðabirgðaákvæði sem fól í sér að ráðherra skuli í samstarfi við forsætisráðherra láta semja aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem afmarka skyldi stjórnsýsluverkefni ráðuneyta og undirstofnana þeirra sem talið er ákjósanlegt að flytja til embætta sýslumanna. Við sameiningu sýslumannsembætta um landið var lögð áhersla á að styrkja embættin með því að flytja verkefni til þeirra. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi. Það hefur þurft að fara í uppsagnir hjá sýslumannsembættum um landið og þjónusta útibúa verið minnkuð þvert á loforð um eflingu og aukinn styrk. Þetta þarf alls ekki að vera svona, því opinberum störfum er ekki að fækka á landsvísu. Þau eru bara með óeðlilega samþjöppunareiginlega og sogast til höfuðborgarsvæðisins. Því fjölgar tómum fasteignum ríkisins um landið sem þarf að greiða af skatta og skyldur og hita upp. Ríkið má ekki vera frumkvöðull í að draga úr litrófi atvinnulífsins um landið og Landsbankinn þarf að standa við sína samfélagsstefnu og styðja við öfluga og blómlega byggð í öllu landinu. Það sem við þurfum er öflug byggðastefna og standa svo við hana. Svo það takist skiptir máli að hafa hana að leiðarljósi í öllum framkvæmdum og fjármálastefnu ríkisins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í NV kjördæmi
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun