Fréttir um hnignun skoðanakannana stórlega ýktar Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 09:15 Skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 voru ekki óáreiðanlegri en almennt hefur verið frá 1972. Vísir/Getty Engin marktæk breyting varð á nákvæmni skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 frá því sem hefur verið undanfarna áratugi þrátt við mikla umræðu um hnignun þeirra eftir óvæntan sigur Donalds Trump. Íslenskur sérfræðingur telur fjölmiðla þurfa að standa sig betur í því hvernig þeir segja frá skoðanakönnunum. Skoðanakannanir bentu flestar til þess að Hillary Clinton hefði sigur á Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016. Fjölmiðlar og stór hluti kjósenda gekk að því sem nánast gefnum hlut að Clinton yrði þannig fyrsta konan til að gegna embætti forseta. Engu að síður var munurinn á milli þeirra í könnunum við eða innan skekkjumarka þeirra. Þegar leið á kosninganótt varð ljóst að framboð Clinton væri í miklum kröggum. Ríki þar sem hún hafði mælst með naumt forskot á Trump í könnunum féllu eitt af öðru í skaut repúblikanans. Trump stóð á endanum uppi sem óvæntur sigurvegari. Sigur Trump, ásamt Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi þar sem útganga úr Evrópusambandinu varð ofan á þrátt fyrir að kannanir hafi bent til naums sigurs aðildarsinna, varð tilefni töluverðrar gagnrýni á skoðanakannanir og naflaskoðunar könnunarfyrirtækja. Sumir stjórnmálaskýrendur afskrifuðu kannanir og franska blaðið Le Parisien gekk svo langt að hætta að fjalla um skoðanakannanir í aðdraganda forsetakosninganna þar vorið 2017. Kannanir hvorki jafn góðar né slæmar og fjölmiðlar töldu Þrátt fyrir háværa umræðu um hrakandi nákvæmni kannanna leiðir úttekt fréttasíðunnar Five Thirty Eight, sem leggur áherslu á tölfræði- og gagnamiðaðar fréttir, í ljós að nákvæmni skoðanakannana sem voru gerðar síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi verið við meðaltal frá 1972. Meðalskekkjan í skoðanakönnunum síðasta 21 daginn fyrir forsetakosningarnar var 4,8 prósentustig. Það er nokkuð meira en árið 2000 þegar skekkjan var 4,4 stig og umtalsvert skakkara en fyrir kosningarnar árin 2004, 2008 og 2012 þegar hún var á bilinu 3,2-3,6 stig. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, skrifar að ástæðan hafi fyrst og fremst verið sú að kannanir fyrir síðustu þrennar kosningarnar á undan hafi verið óvenjunákvæmar. Meðalskekkjan frá 1972 sé hins vegar 4,6 stig. Í þeim samanburði var nákvæmni kannana árið 2016 við meðaltal. „Kannanir voru aldrei eins góðar og fjölmiðlar gerðu ráð fyrir að þær væru fyrir 2016 og þær eru ekki nærri því eins slæmar og fjölmiðlar virðast halda að þær séu núna. Í raunveruleikanum hefur ekki mikið breyst,“ skrifar Silver. Vandamálið var því ekki skoðanakannanirnar heldur að fjölmiðlar og kjósendur gerðu sér ekki grein fyrir óvissunni sem fólst í niðurstöðum þeirra. Vefsíða Silver benti á fyrir kosningarnar að þrátt fyrir forskot Clinton í könnunum væri Trump aðeins hefðbundnu fráviki frá því að sigra. Sú varð svo raunin. Baldur Héðinsson hefur unnið kosningaspár á Íslandi sem svipar til þeirra sem Five Thirty Eight gerir í Bandaríkjunum. Horft fram hjá frávikinu Baldur Héðinsson, stærðfræðingur sem hefur unnið kosningaspár fyrir Kjarnann, segir að þegar kannanir eru skoðaðar þurfi alltaf að hafa í huga sögulegt frávik þeirra. Ástæðan fyrir því að skoðanakannanir fengu svo mikla athygli eftir Brexit og sigur Trump sé sú að í þeim tilfellum hafi frávikið breytt sigurvegara kosninganna. Úrslit kosninga séu yfirleitt eitthvað frá könnunum en oft þýði frávikið að sá sem er talinn líklegri til að vinna hafi sigur með meira eða minna afgerandi hætti en kannanir bentu til. „Þegar Trump vann þá varð frávikið í hina áttina þar sem allir héldu að Clinton væri að fara að vinna en svo vann Trump. Frávikið var samt ekkert meira en það hafði verið sögulega,“ segir Baldur. Sama var uppi á teningnum í Bretlandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit. Til samanburðar nefnir Baldur forsetakosningarnar í Frakklandi í fyrra. Þar spáðu kannanir Emmanuel Macron sigri með um 22 prósentustiga mun yfir Marine Le Pen. Á endanum sigraði Macron hins vegar með 32 prósentustiga mun. „Þá náttúrulega talar enginn um frávikið sem átti sér stað þó að það hafi í raun verið stærra en í hinum tveimur kosningunum. Þá var frávikið í þá átt að það var ekki óvænt,“ segir hann. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, gaf nýlega bandarískum könnunarfyrirtæki einkunnir eftir frammistöðu þeirra í kosningum frá 2016.Vísir/Getty Reynir að gera grein fyrir óvissu með kosningaspá Baldur telur mikilvægt að fjölmiðlar geri skoðanakannanir í aðdraganda kosninga og fjalli um þær. Stundum hafi þeir hins vegar gengið of langt í að túlka niðurstöður einstakra kannana og líta fram hjá óvissunni sem í þeim felst. Þegar íslenskir fjölmiðlar birta kannanir og úthluta sætum á þingi eða sveitarstjórnum út frá þeim sé óvissan í þeim hunsuð. Þá séu flokkar og frambjóðendur gjarnir á að einblína á niðurstöður einstakra kannana, ekki síst ef þær sýna verulegar breytingar á fylgi flokka. AP-fréttastofan brást við umræðu um skoðanakannanir og umfjöllun fjölmiðla um þær með því að gefa út nýjar leiðbeiningar fyrir fréttamenn sína í vor. Þar er lagt til að einstakar skoðanakannanir verði ekki sérstakt fréttaefni eða meginumfjöllunarefni frétta. Kosningaspáin sem Baldur hefur unnið í samstarfi við Kjarnann fyrir undanfarnar kosningar á Íslandi er tilraun til að gera grein fyrir óvissu í könnunum og hjálpa kjósendum að túlka hana. Spáin byggir á meðaltali skoðanakannana sem er svo vegið og metið út frá ýmsum þáttum. „Þessi óvissa er alltaf til staðar. Það sem skiptir máli er að átta sig á henni, ekki bara að sýna fram á hver lokaniðurstaðan verður,“ segir Baldur. Brexit Donald Trump Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Engin marktæk breyting varð á nákvæmni skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 frá því sem hefur verið undanfarna áratugi þrátt við mikla umræðu um hnignun þeirra eftir óvæntan sigur Donalds Trump. Íslenskur sérfræðingur telur fjölmiðla þurfa að standa sig betur í því hvernig þeir segja frá skoðanakönnunum. Skoðanakannanir bentu flestar til þess að Hillary Clinton hefði sigur á Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016. Fjölmiðlar og stór hluti kjósenda gekk að því sem nánast gefnum hlut að Clinton yrði þannig fyrsta konan til að gegna embætti forseta. Engu að síður var munurinn á milli þeirra í könnunum við eða innan skekkjumarka þeirra. Þegar leið á kosninganótt varð ljóst að framboð Clinton væri í miklum kröggum. Ríki þar sem hún hafði mælst með naumt forskot á Trump í könnunum féllu eitt af öðru í skaut repúblikanans. Trump stóð á endanum uppi sem óvæntur sigurvegari. Sigur Trump, ásamt Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi þar sem útganga úr Evrópusambandinu varð ofan á þrátt fyrir að kannanir hafi bent til naums sigurs aðildarsinna, varð tilefni töluverðrar gagnrýni á skoðanakannanir og naflaskoðunar könnunarfyrirtækja. Sumir stjórnmálaskýrendur afskrifuðu kannanir og franska blaðið Le Parisien gekk svo langt að hætta að fjalla um skoðanakannanir í aðdraganda forsetakosninganna þar vorið 2017. Kannanir hvorki jafn góðar né slæmar og fjölmiðlar töldu Þrátt fyrir háværa umræðu um hrakandi nákvæmni kannanna leiðir úttekt fréttasíðunnar Five Thirty Eight, sem leggur áherslu á tölfræði- og gagnamiðaðar fréttir, í ljós að nákvæmni skoðanakannana sem voru gerðar síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi verið við meðaltal frá 1972. Meðalskekkjan í skoðanakönnunum síðasta 21 daginn fyrir forsetakosningarnar var 4,8 prósentustig. Það er nokkuð meira en árið 2000 þegar skekkjan var 4,4 stig og umtalsvert skakkara en fyrir kosningarnar árin 2004, 2008 og 2012 þegar hún var á bilinu 3,2-3,6 stig. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, skrifar að ástæðan hafi fyrst og fremst verið sú að kannanir fyrir síðustu þrennar kosningarnar á undan hafi verið óvenjunákvæmar. Meðalskekkjan frá 1972 sé hins vegar 4,6 stig. Í þeim samanburði var nákvæmni kannana árið 2016 við meðaltal. „Kannanir voru aldrei eins góðar og fjölmiðlar gerðu ráð fyrir að þær væru fyrir 2016 og þær eru ekki nærri því eins slæmar og fjölmiðlar virðast halda að þær séu núna. Í raunveruleikanum hefur ekki mikið breyst,“ skrifar Silver. Vandamálið var því ekki skoðanakannanirnar heldur að fjölmiðlar og kjósendur gerðu sér ekki grein fyrir óvissunni sem fólst í niðurstöðum þeirra. Vefsíða Silver benti á fyrir kosningarnar að þrátt fyrir forskot Clinton í könnunum væri Trump aðeins hefðbundnu fráviki frá því að sigra. Sú varð svo raunin. Baldur Héðinsson hefur unnið kosningaspár á Íslandi sem svipar til þeirra sem Five Thirty Eight gerir í Bandaríkjunum. Horft fram hjá frávikinu Baldur Héðinsson, stærðfræðingur sem hefur unnið kosningaspár fyrir Kjarnann, segir að þegar kannanir eru skoðaðar þurfi alltaf að hafa í huga sögulegt frávik þeirra. Ástæðan fyrir því að skoðanakannanir fengu svo mikla athygli eftir Brexit og sigur Trump sé sú að í þeim tilfellum hafi frávikið breytt sigurvegara kosninganna. Úrslit kosninga séu yfirleitt eitthvað frá könnunum en oft þýði frávikið að sá sem er talinn líklegri til að vinna hafi sigur með meira eða minna afgerandi hætti en kannanir bentu til. „Þegar Trump vann þá varð frávikið í hina áttina þar sem allir héldu að Clinton væri að fara að vinna en svo vann Trump. Frávikið var samt ekkert meira en það hafði verið sögulega,“ segir Baldur. Sama var uppi á teningnum í Bretlandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit. Til samanburðar nefnir Baldur forsetakosningarnar í Frakklandi í fyrra. Þar spáðu kannanir Emmanuel Macron sigri með um 22 prósentustiga mun yfir Marine Le Pen. Á endanum sigraði Macron hins vegar með 32 prósentustiga mun. „Þá náttúrulega talar enginn um frávikið sem átti sér stað þó að það hafi í raun verið stærra en í hinum tveimur kosningunum. Þá var frávikið í þá átt að það var ekki óvænt,“ segir hann. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, gaf nýlega bandarískum könnunarfyrirtæki einkunnir eftir frammistöðu þeirra í kosningum frá 2016.Vísir/Getty Reynir að gera grein fyrir óvissu með kosningaspá Baldur telur mikilvægt að fjölmiðlar geri skoðanakannanir í aðdraganda kosninga og fjalli um þær. Stundum hafi þeir hins vegar gengið of langt í að túlka niðurstöður einstakra kannana og líta fram hjá óvissunni sem í þeim felst. Þegar íslenskir fjölmiðlar birta kannanir og úthluta sætum á þingi eða sveitarstjórnum út frá þeim sé óvissan í þeim hunsuð. Þá séu flokkar og frambjóðendur gjarnir á að einblína á niðurstöður einstakra kannana, ekki síst ef þær sýna verulegar breytingar á fylgi flokka. AP-fréttastofan brást við umræðu um skoðanakannanir og umfjöllun fjölmiðla um þær með því að gefa út nýjar leiðbeiningar fyrir fréttamenn sína í vor. Þar er lagt til að einstakar skoðanakannanir verði ekki sérstakt fréttaefni eða meginumfjöllunarefni frétta. Kosningaspáin sem Baldur hefur unnið í samstarfi við Kjarnann fyrir undanfarnar kosningar á Íslandi er tilraun til að gera grein fyrir óvissu í könnunum og hjálpa kjósendum að túlka hana. Spáin byggir á meðaltali skoðanakannana sem er svo vegið og metið út frá ýmsum þáttum. „Þessi óvissa er alltaf til staðar. Það sem skiptir máli er að átta sig á henni, ekki bara að sýna fram á hver lokaniðurstaðan verður,“ segir Baldur.
Brexit Donald Trump Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira