Ísland, reiðin og fámennið Guðmundur Steingrímsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Andrúmsloftið er að breytast. Eftir nokkurra mánaða logn, eins konar pásu í stjórnmálunum, sem tók við eftir síðustu alþingiskosningar, er kraumandi hraunkvika núna um það bil að fara að springa upp á yfirborðið. Það er órói. Titringur í jörðu. Hin eilífa íslenska deila um veiðigjöld er byrjuð aftur, enda ætíð óútkljáð. Það er engin sátt í virkjana- og stóriðjumálum, frekar en fyrri daginn, og kona fer í stríð. Úrskurður Kjaradóms um laun alþingismanna mun seint gleymast. Verkalýðshreyfingin hefur verið að vígbúast með harðari afstöðu nýrra forystuafla. Orðræða um þræla og þrælahaldara fær glimrandi undirtektir á samfélagsmiðlum. Ferðamenn eru að fara. Þá tapa einhverjir peningum og verða reiðir. Líklega á HM í fótbolta eftir að fresta reiðinni aðeins, og sumarfríin í júlí, en um leið og það er búið munu margir setja hnefa sinn á loft. Það verður erfiðara fyrir VG að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kannski verða kosningar í október.Einsleitnin Það var stórfínt viðtal við Sólveigu Arnarsdóttur leikkonu hér í blaðinu um síðustu helgi. Þar lýsti hún muninum á Þýskalandi, þar sem hún er með annan fótinn, og Íslandi. Sólveig talaði um að sér fyndist „gríðarlegt áreiti á Íslandi frá hlutum sem ég hef engan áhuga á en þeir troða sér inn í líf mitt, hvort sem það er miðnæturopnun í Kringlunni, óumbeðin lífsstílsráðgjöf eða Eurovision.“ Ég sagði „já, nákvæmlega“ mjög hátt í huganum þegar ég las þetta. Það er oft mjög erfitt að búa á þessu landi ef maður hefur ekki sama áhuga, eða er ekki eins innstilltur, og áberandi einstaklingar eða fjölmiðlar þá stundina. Einsleitnin er svo mikil. Fámennið er yfirþyrmandi. Vei þeim Íslendingi, til dæmis, sem hefur ekki áhuga á fótbolta nú í júní. Þetta er líka svona í pólitíkinni. Nú held ég því fram, að viss reiði og ólga sé að koma upp á yfirborðið. Ég skil þessa reiði. Það er of margt í samfélaginu sem er óleyst. Of margt hefur verið hunsað. Of margir hafa það skítt. En það sem ég dæsi yfir er þetta: Hvað ef maður er samt ekki beint reiður? Eða svo ég orði þetta öðruvísi: Hvað ef maður er reiður á allt annan hátt heldur en þeir sem eru reiðastir? Verður þetta ekki enn og aftur eins og Sólveig segir: Hlutum sem maður hefur engan áhuga á — eins og til dæmis úr sér gengnum marxisma — er troðið upp á mann af reiðu fólki sem krefst þess að samfélaginu sé umturnað í þágu þeirra eigin skoðana, með skæruherðnaði og þvergirðingshætti. King eða X Mér líður illa reiðum. Reiðin er niðurrifsafl. Hún blindar. Hún er óforskömmuð. Mér finnst Martin Luther King merkari baráttumaður en Malcolm X. Ég held að samfélagsbreytingum verði náð fram með birtu og von fremur en ofsa. Kannski hlæja hinir reiðu hæðnislega að svona skoðun og eiga Facebookstatusa á lager gegn einfeldningum eins og mér. En ég er samt þessarar skoðunar. Ef maður hefur trú á opnu samfélagi, lýðræði, fjölbreytni og mannréttindum þá verður maður að hafa trú á því að samfélagsbreytingum — hvort sem það er ný stjórnarskrá eða betri kjör láglaunafólks — verði einungis náð fram með samræðu, rökum, upplýsingum og kærleiksríkum sannfæringarkrafti í bland við sveigjanleika. Það þarf að hlusta meira en maður talar. Það þarf að sýna fremur en krefjast. Sá sem sameinar, fremur en sundrar, nær mestum árangri. Í komandi reiðibylgju og átökum hef ég litla sem enga trú á því að þau sjónarmið sem ég og margir fleiri aðhyllast um samfélagsúrbætur muni heyrast mjög hátt. Ég held að rót vandans á Íslandi — ástæða þess að aldrei er til peningur hvorki í góðæri né kreppu, og svona illa gengur að leiðrétta kjör fólks — sé fólginn í gjörsamlega ónothæfum gjaldmiðli. Hann eykur misrétti og skapar ranglæti. Ég hef staðið frammi fyrir fullu Háskólabíói af mjög reiðu fólki, sem þá stundina hafði orðið fyrir hækkun á höfuðstól lána sinna út af gjaldmiðlunum, og haldið fram þessari skoðun og nánast verið púaður niður. Það er þetta sem ég á við. Það er líka þetta sem mér finnst Sólveig vera að segja. Og það er þetta sem er svo óþolandi við Ísland. Sagan sýnir ítrekað að það þarf ekki nema eina freka, reiða manneskju til þess að taka umræðuna um hin brýnustu mál, snúa henni á haus og hlaupa með hana út í móa. Þaðan er svo púað á aðra. Ég veit ekki með ykkur, en ég ætla ekki að elta. Ég ætla að lofa sjálfum mér því í komandi óróa, og alla tíð, að hafa þær skoðanir sem mér nákvæmlega sýnist og hlusta jafnframt á skoðanir annarra. Mig langar að hvetja aðra til að gera það líka. Það væri bylting í fámenninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Andrúmsloftið er að breytast. Eftir nokkurra mánaða logn, eins konar pásu í stjórnmálunum, sem tók við eftir síðustu alþingiskosningar, er kraumandi hraunkvika núna um það bil að fara að springa upp á yfirborðið. Það er órói. Titringur í jörðu. Hin eilífa íslenska deila um veiðigjöld er byrjuð aftur, enda ætíð óútkljáð. Það er engin sátt í virkjana- og stóriðjumálum, frekar en fyrri daginn, og kona fer í stríð. Úrskurður Kjaradóms um laun alþingismanna mun seint gleymast. Verkalýðshreyfingin hefur verið að vígbúast með harðari afstöðu nýrra forystuafla. Orðræða um þræla og þrælahaldara fær glimrandi undirtektir á samfélagsmiðlum. Ferðamenn eru að fara. Þá tapa einhverjir peningum og verða reiðir. Líklega á HM í fótbolta eftir að fresta reiðinni aðeins, og sumarfríin í júlí, en um leið og það er búið munu margir setja hnefa sinn á loft. Það verður erfiðara fyrir VG að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kannski verða kosningar í október.Einsleitnin Það var stórfínt viðtal við Sólveigu Arnarsdóttur leikkonu hér í blaðinu um síðustu helgi. Þar lýsti hún muninum á Þýskalandi, þar sem hún er með annan fótinn, og Íslandi. Sólveig talaði um að sér fyndist „gríðarlegt áreiti á Íslandi frá hlutum sem ég hef engan áhuga á en þeir troða sér inn í líf mitt, hvort sem það er miðnæturopnun í Kringlunni, óumbeðin lífsstílsráðgjöf eða Eurovision.“ Ég sagði „já, nákvæmlega“ mjög hátt í huganum þegar ég las þetta. Það er oft mjög erfitt að búa á þessu landi ef maður hefur ekki sama áhuga, eða er ekki eins innstilltur, og áberandi einstaklingar eða fjölmiðlar þá stundina. Einsleitnin er svo mikil. Fámennið er yfirþyrmandi. Vei þeim Íslendingi, til dæmis, sem hefur ekki áhuga á fótbolta nú í júní. Þetta er líka svona í pólitíkinni. Nú held ég því fram, að viss reiði og ólga sé að koma upp á yfirborðið. Ég skil þessa reiði. Það er of margt í samfélaginu sem er óleyst. Of margt hefur verið hunsað. Of margir hafa það skítt. En það sem ég dæsi yfir er þetta: Hvað ef maður er samt ekki beint reiður? Eða svo ég orði þetta öðruvísi: Hvað ef maður er reiður á allt annan hátt heldur en þeir sem eru reiðastir? Verður þetta ekki enn og aftur eins og Sólveig segir: Hlutum sem maður hefur engan áhuga á — eins og til dæmis úr sér gengnum marxisma — er troðið upp á mann af reiðu fólki sem krefst þess að samfélaginu sé umturnað í þágu þeirra eigin skoðana, með skæruherðnaði og þvergirðingshætti. King eða X Mér líður illa reiðum. Reiðin er niðurrifsafl. Hún blindar. Hún er óforskömmuð. Mér finnst Martin Luther King merkari baráttumaður en Malcolm X. Ég held að samfélagsbreytingum verði náð fram með birtu og von fremur en ofsa. Kannski hlæja hinir reiðu hæðnislega að svona skoðun og eiga Facebookstatusa á lager gegn einfeldningum eins og mér. En ég er samt þessarar skoðunar. Ef maður hefur trú á opnu samfélagi, lýðræði, fjölbreytni og mannréttindum þá verður maður að hafa trú á því að samfélagsbreytingum — hvort sem það er ný stjórnarskrá eða betri kjör láglaunafólks — verði einungis náð fram með samræðu, rökum, upplýsingum og kærleiksríkum sannfæringarkrafti í bland við sveigjanleika. Það þarf að hlusta meira en maður talar. Það þarf að sýna fremur en krefjast. Sá sem sameinar, fremur en sundrar, nær mestum árangri. Í komandi reiðibylgju og átökum hef ég litla sem enga trú á því að þau sjónarmið sem ég og margir fleiri aðhyllast um samfélagsúrbætur muni heyrast mjög hátt. Ég held að rót vandans á Íslandi — ástæða þess að aldrei er til peningur hvorki í góðæri né kreppu, og svona illa gengur að leiðrétta kjör fólks — sé fólginn í gjörsamlega ónothæfum gjaldmiðli. Hann eykur misrétti og skapar ranglæti. Ég hef staðið frammi fyrir fullu Háskólabíói af mjög reiðu fólki, sem þá stundina hafði orðið fyrir hækkun á höfuðstól lána sinna út af gjaldmiðlunum, og haldið fram þessari skoðun og nánast verið púaður niður. Það er þetta sem ég á við. Það er líka þetta sem mér finnst Sólveig vera að segja. Og það er þetta sem er svo óþolandi við Ísland. Sagan sýnir ítrekað að það þarf ekki nema eina freka, reiða manneskju til þess að taka umræðuna um hin brýnustu mál, snúa henni á haus og hlaupa með hana út í móa. Þaðan er svo púað á aðra. Ég veit ekki með ykkur, en ég ætla ekki að elta. Ég ætla að lofa sjálfum mér því í komandi óróa, og alla tíð, að hafa þær skoðanir sem mér nákvæmlega sýnist og hlusta jafnframt á skoðanir annarra. Mig langar að hvetja aðra til að gera það líka. Það væri bylting í fámenninu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun