Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. júní 2018 09:00 Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska kvennalandsliðsins, Vísir/Ernir Glódís Perla Viggósdóttir spilar með einu stærsta liði Svíþjóðar, Rosengård. Hún er 23 ára gömul en hefur þó spilað með A-landsliðinu í sex ár og leikið á sjötta tug leikja með liðinu. Glódís sýndi stjörnutakta í leik kvennalandsliðsins á móti Slóveníu nýverið og skoraði tvö mörk. Hún hefur haft nóg að gera í Svíþjóð og lauk nýverið BA-gráðu í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Glódís tók sér tíma til þess að koma sér fyrir úti í Svíþjóð áður en hún hóf háskólanám í sálfræði. Hún stundaði námið af kappi í þrjú ár. „Það hefur gengið bara mjög vel. Ég er reyndar ansi heppin að eiga almennt ekki í miklum erfiðleikum með nám svo það hefur létt aðeins á mér,“ segir Glódís sem lumar á góðum ráðum fyrir þá sem hafa mikið fyrir stafni en vilja líka mennta sig. „Ég held að skipulag sé lykillinn að velgengni í flestu sem maður vill gera. Ég veit um marga sem eru að vinna samhliða námi og eiga jafnvel börn líka sem er töluvert meira en það sem ég geri á daginn þannig þetta er ákveðið púsluspil en ef viljinn er fyrir hendi þá er vissulega allt hægt,“ segir Glódís.Glódís með kærasta sínum, Kristófer.„Mér finnst rosa gott að setjast á kaffihús ef ég þarf að læra því þá tek ég þann möguleika í burtu að geta bara farið upp í sófa og horft á þætti eða slakað á?…?og þá vel ég kaffihús frekar en bókasafn því mér finnst líka þægilegt að hafa smá svona klið í kringum mig enda ólst ég upp við að læra heima í eldhúsi eða stofu þar sem við vorum þrjár systur og mamma og pabbi að elda eða spjalla. Mér finnst alltaf best að vera búin að setja mér ákveðið skipulag sem inniheldur lítil markmið eins og að á þessum degi ætla ég að klára þessa tvo kafla og þá reyni ég að gera það eins hratt og ég get, enda mikil keppnismanneskja. Svo er ég týpan sem glósa og glósa svo upp úr glósunum mínum og helst glósa svo einu sinni í viðbót upp úr því rétt áður en ég fer í próf,“ segir hún og bætir við að lykillinn að árangri sé þó alltaf sá að hafa áhuga á náminu. „Ég held að lykillinn sé aðallega að hafa áhuga á því sem maður er að læra því það léttir rosalega á og síðan bara að skipuleggja sig, setja sér markmið og vera jákvæður.“Glódís stefnir á frekara nám „Ég er að hugsa um að skrá mig í einkaþjálfaranám í haust en annars hef ég ekkert ákveðið. Mér finnst sálfræðin líka mjög áhugaverð og gæti farið í mastersnám í einhverju tengdu henni á næstu árum,“ nefnir hún og segir enda sálfræðina gagnast vel í boltanum. „Já, alveg að vissu leyti, ég skrifaði til að mynda lokaritgerðina mína um hugræna færni íslenskra knattspyrnukvenna sem var mjög áhugavert og las ég mikið um tengsl hugrænna þátta og árangurs í íþróttum í þeirri vinnu sem auðvitað tengist beint inn á mitt daglega líf.“bbHún segir andann í kvennalandsliðinu góðan. Hópurinn sé samstilltur og einbeittur þegar hann komi saman. „Okkur hefur gengið mjög vel hingað til en við vitum líka að við getum gert betur. Erum búnar að koma okkur í algjöran úrslitaleik um að komast á HM á móti Þýskalandi 1. september sem verður gríðarlega erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar þá,“ segir Glódís og segir mikilvægan leik fram undan. „Við erum að fara að spila gríðarlega mikilvægan leik á móti Þýskalandi 1. september og svo á móti Tékklandi nokkrum dögum seinna sem bæði eru mjög góð lið.“ Styrkleika liðsins segir hún felast í hugarfarinu. „Við erum Íslendingar og höfum bilaða trú á okkur sjálfum og því sem við getum gert og ég held að það sé aðalstyrkleiki okkar. Fyrir utan það erum við taktískt góðar, spilum góðan varnarleik og erum sterkar í föstum leikatriðum.“ Og að sjálfsögðu fylgist Glódís með gengi félaga sinna í karlalandsliðinu. Styrkleikar þeirra séu svipaðir þeirra í kvennalandsliðinu. „Þeir eru bara gríðarlega flottir og búnir að ná frábærum árangri með því að koma sér á HM en við sem Íslendingar erum ekki sátt þar heldur viljum við alltaf meira. Held að styrkleikar þeirra séu mjög svipaðir okkar styrkleikum í kvennalandsliðinu. Þeir spila góðan varnarleik, eru grjótharðir og erfitt að brjóta þá niður og svo eru þeir sterkir í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Veikleikar gætu verið meiðsli mikilvægara leikmanna en ég hef reyndar fulla trú á því að Frikki og allt teymið sem þeir eru með hjálpi þeim að vera 100% þegar þess þarf!“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Glódís hafði betur gegn Önnu Björk og Rakel Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård höfðu betur gegn Limhamn Bunkeflo í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 31. maí 2018 18:26 Glódís Perla með sigurmark Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmark Rosengård er liðið vann 2-1 sigur í Íslendingaslag gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 5. maí 2018 16:34 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir spilar með einu stærsta liði Svíþjóðar, Rosengård. Hún er 23 ára gömul en hefur þó spilað með A-landsliðinu í sex ár og leikið á sjötta tug leikja með liðinu. Glódís sýndi stjörnutakta í leik kvennalandsliðsins á móti Slóveníu nýverið og skoraði tvö mörk. Hún hefur haft nóg að gera í Svíþjóð og lauk nýverið BA-gráðu í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Glódís tók sér tíma til þess að koma sér fyrir úti í Svíþjóð áður en hún hóf háskólanám í sálfræði. Hún stundaði námið af kappi í þrjú ár. „Það hefur gengið bara mjög vel. Ég er reyndar ansi heppin að eiga almennt ekki í miklum erfiðleikum með nám svo það hefur létt aðeins á mér,“ segir Glódís sem lumar á góðum ráðum fyrir þá sem hafa mikið fyrir stafni en vilja líka mennta sig. „Ég held að skipulag sé lykillinn að velgengni í flestu sem maður vill gera. Ég veit um marga sem eru að vinna samhliða námi og eiga jafnvel börn líka sem er töluvert meira en það sem ég geri á daginn þannig þetta er ákveðið púsluspil en ef viljinn er fyrir hendi þá er vissulega allt hægt,“ segir Glódís.Glódís með kærasta sínum, Kristófer.„Mér finnst rosa gott að setjast á kaffihús ef ég þarf að læra því þá tek ég þann möguleika í burtu að geta bara farið upp í sófa og horft á þætti eða slakað á?…?og þá vel ég kaffihús frekar en bókasafn því mér finnst líka þægilegt að hafa smá svona klið í kringum mig enda ólst ég upp við að læra heima í eldhúsi eða stofu þar sem við vorum þrjár systur og mamma og pabbi að elda eða spjalla. Mér finnst alltaf best að vera búin að setja mér ákveðið skipulag sem inniheldur lítil markmið eins og að á þessum degi ætla ég að klára þessa tvo kafla og þá reyni ég að gera það eins hratt og ég get, enda mikil keppnismanneskja. Svo er ég týpan sem glósa og glósa svo upp úr glósunum mínum og helst glósa svo einu sinni í viðbót upp úr því rétt áður en ég fer í próf,“ segir hún og bætir við að lykillinn að árangri sé þó alltaf sá að hafa áhuga á náminu. „Ég held að lykillinn sé aðallega að hafa áhuga á því sem maður er að læra því það léttir rosalega á og síðan bara að skipuleggja sig, setja sér markmið og vera jákvæður.“Glódís stefnir á frekara nám „Ég er að hugsa um að skrá mig í einkaþjálfaranám í haust en annars hef ég ekkert ákveðið. Mér finnst sálfræðin líka mjög áhugaverð og gæti farið í mastersnám í einhverju tengdu henni á næstu árum,“ nefnir hún og segir enda sálfræðina gagnast vel í boltanum. „Já, alveg að vissu leyti, ég skrifaði til að mynda lokaritgerðina mína um hugræna færni íslenskra knattspyrnukvenna sem var mjög áhugavert og las ég mikið um tengsl hugrænna þátta og árangurs í íþróttum í þeirri vinnu sem auðvitað tengist beint inn á mitt daglega líf.“bbHún segir andann í kvennalandsliðinu góðan. Hópurinn sé samstilltur og einbeittur þegar hann komi saman. „Okkur hefur gengið mjög vel hingað til en við vitum líka að við getum gert betur. Erum búnar að koma okkur í algjöran úrslitaleik um að komast á HM á móti Þýskalandi 1. september sem verður gríðarlega erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar þá,“ segir Glódís og segir mikilvægan leik fram undan. „Við erum að fara að spila gríðarlega mikilvægan leik á móti Þýskalandi 1. september og svo á móti Tékklandi nokkrum dögum seinna sem bæði eru mjög góð lið.“ Styrkleika liðsins segir hún felast í hugarfarinu. „Við erum Íslendingar og höfum bilaða trú á okkur sjálfum og því sem við getum gert og ég held að það sé aðalstyrkleiki okkar. Fyrir utan það erum við taktískt góðar, spilum góðan varnarleik og erum sterkar í föstum leikatriðum.“ Og að sjálfsögðu fylgist Glódís með gengi félaga sinna í karlalandsliðinu. Styrkleikar þeirra séu svipaðir þeirra í kvennalandsliðinu. „Þeir eru bara gríðarlega flottir og búnir að ná frábærum árangri með því að koma sér á HM en við sem Íslendingar erum ekki sátt þar heldur viljum við alltaf meira. Held að styrkleikar þeirra séu mjög svipaðir okkar styrkleikum í kvennalandsliðinu. Þeir spila góðan varnarleik, eru grjótharðir og erfitt að brjóta þá niður og svo eru þeir sterkir í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Veikleikar gætu verið meiðsli mikilvægara leikmanna en ég hef reyndar fulla trú á því að Frikki og allt teymið sem þeir eru með hjálpi þeim að vera 100% þegar þess þarf!“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Glódís hafði betur gegn Önnu Björk og Rakel Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård höfðu betur gegn Limhamn Bunkeflo í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 31. maí 2018 18:26 Glódís Perla með sigurmark Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmark Rosengård er liðið vann 2-1 sigur í Íslendingaslag gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 5. maí 2018 16:34 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Glódís hafði betur gegn Önnu Björk og Rakel Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård höfðu betur gegn Limhamn Bunkeflo í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 31. maí 2018 18:26
Glódís Perla með sigurmark Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmark Rosengård er liðið vann 2-1 sigur í Íslendingaslag gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 5. maí 2018 16:34