Stóð Alþingi á haus í röngu máli? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júní 2018 07:00 Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda. Snérist málið um 2-3 milljarða, sem létta átti af útgerðinni, einkum til hjálpar minni fyrirtækjum. Þar sem stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eru rík og öflug, var þessi hugmynd og tillaga ríkisstjórnar – að lækka veiðigjöld yfir línuna – auðvitað út í hött, og viðbrögð stjórnarandstöðunnar skiljanleg. Þegar þetta deilumál er skoðað, lítur það svona út: Deilt var um 2-3 milljarða, hvort þeir ættu að fara til útgerðarinnar, í formi afsláttar, eða til ríkisins, í formi óbreyttra veiðigjalda. Í báðum tilvikum hefði féð farið til eyðslu eða fjárfestingar – varla sparnaðar – á vegum útgerðar eða ríkis hér innanlands. Á sama tíma hefði spurningin um það, hvort endanlega ætti að leyfa Hval hf að fara í nýjar langreyðaveiðar, átt að vera sterklega á dagskrá, en veiðar skyldu hefjast 10. júni. En þessu - mörgum sinnum stærra og þýðingarmeira máli fyrir land og þjóð, en veiðigjaldamálið - var þó vart gaumur gefinn. Nánast enginn áhugi, hvað þá þingtími fyrir það.En, um hvað snýst langreyðamálið? Ferðamennska er nú langstærsti og þýðingarmesti atvinnuvegur landsins. 43% gjaldeyristekna koma úr ferðaþjónustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekjur af ferðaþjónustunni í fyrra voru 500 milljarðar. Á sama tíma er mönnum víða um heim orðið ljóst, að við eigum ekki nema þessa einu jörð, og, að við erum búin að ganga heiftarlega á lífríki hennar – dýr, náttúru, jarðveg, loft og lög. Í vaxandi mæli líta menn til þessara staðreynda við val sitt á vörum - ekki sízt matvælum - en þetta gildir líka um val á ákvörðunarstað fyrir sumarleyfi og önnur frí. Ráða vistræn sjónarmið; virðing við dýr, náttúru og lífríkið hjá þeim, sem heimsækja skal? Ef ekki, strika margir yfir slíkan ákvörðunarstað. Langreyðurin er næst stærsta spendýr jarðar, háþróuð dýrategund, sem lifir saman í fjölskyldum - þau kenna hverju öðru, gleðjast og hryggjast saman, rétt eins og við – og verða 90-100 ára. Hún er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, og eru flest ríki jarðar, um 190, aðilar að CITES-sáttmálanum, sem bannar verzlun með eða flutning á hvalaafurðum í lögsögu þeirra. Sala á hvalaafurðum er því nánast ómöguleg. Þetta vita menn í hinum vestræna heimi. Andúð og mótstaða við hvalaveiðar – ekki sízt veiðar á langreyði, sem engin önnur þjóð stundar – er því mikil og skilningur á veiðum enginn. Þetta fólk gerir ekkert með það, þó Hafró segi mönnum hér, að það sé nóg af langreyði hér á sumrin, heldur ekki með það, að langreyðurin eigi að vera „íslenzk auðlind“, enda veit það, að hvalir fæðast flestir við Vestur-Afríku, flakka svo um heimshöfin og eru því ekki „auðlind“ eins eða neins. Og, hvað með veiðiaðferðina? Hvað myndum við segja, ef Afríkubúar eltu uppi fíla, gíraffa og sebrahesta á skutultrukkum, skytu dýrin með kaðalskutli og drægju þau svo um holt og hæðir, hálf dauð og hálf lifandi, öskrandi af kvölum með stálkló skutuls tætandi innyfli, líffæri, vöðva og hold dýranna, og murkandi úr þeim lífið? Margur maðurinn, báðum megin Atlantshafs, lítur nákvæmalega svona á hvalveiðarnar, enda eru þær eins, nema framkvæmdar á sjávarspendýrum, í stað landspendýra. Fyrirhugaðar nýjar veiðar á langreyði væru því eitur í beinum margs ferðamannsins, og það með réttu. Þúsundir manna myndu setja rauðan kross á Ísland í sínum ferðaplönum. Þó samdráttur í ferðaþjónustu yrði ekki nema 5% vegna fyrirhugaðra langreyðaveiða, jafngilti það tekjutapi upp á 25 milljarða fyrir þjóðina á ári. Þessar tekjur væru innflæði inn í þjóðarbúið, ekki velta innan þess. 10 sinnum meira fé, en það sem veiðigjaldadeilan snérist um. Er þá skaði á ímynd og æru Íslendinga erlendis ótalinn.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda. Snérist málið um 2-3 milljarða, sem létta átti af útgerðinni, einkum til hjálpar minni fyrirtækjum. Þar sem stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eru rík og öflug, var þessi hugmynd og tillaga ríkisstjórnar – að lækka veiðigjöld yfir línuna – auðvitað út í hött, og viðbrögð stjórnarandstöðunnar skiljanleg. Þegar þetta deilumál er skoðað, lítur það svona út: Deilt var um 2-3 milljarða, hvort þeir ættu að fara til útgerðarinnar, í formi afsláttar, eða til ríkisins, í formi óbreyttra veiðigjalda. Í báðum tilvikum hefði féð farið til eyðslu eða fjárfestingar – varla sparnaðar – á vegum útgerðar eða ríkis hér innanlands. Á sama tíma hefði spurningin um það, hvort endanlega ætti að leyfa Hval hf að fara í nýjar langreyðaveiðar, átt að vera sterklega á dagskrá, en veiðar skyldu hefjast 10. júni. En þessu - mörgum sinnum stærra og þýðingarmeira máli fyrir land og þjóð, en veiðigjaldamálið - var þó vart gaumur gefinn. Nánast enginn áhugi, hvað þá þingtími fyrir það.En, um hvað snýst langreyðamálið? Ferðamennska er nú langstærsti og þýðingarmesti atvinnuvegur landsins. 43% gjaldeyristekna koma úr ferðaþjónustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekjur af ferðaþjónustunni í fyrra voru 500 milljarðar. Á sama tíma er mönnum víða um heim orðið ljóst, að við eigum ekki nema þessa einu jörð, og, að við erum búin að ganga heiftarlega á lífríki hennar – dýr, náttúru, jarðveg, loft og lög. Í vaxandi mæli líta menn til þessara staðreynda við val sitt á vörum - ekki sízt matvælum - en þetta gildir líka um val á ákvörðunarstað fyrir sumarleyfi og önnur frí. Ráða vistræn sjónarmið; virðing við dýr, náttúru og lífríkið hjá þeim, sem heimsækja skal? Ef ekki, strika margir yfir slíkan ákvörðunarstað. Langreyðurin er næst stærsta spendýr jarðar, háþróuð dýrategund, sem lifir saman í fjölskyldum - þau kenna hverju öðru, gleðjast og hryggjast saman, rétt eins og við – og verða 90-100 ára. Hún er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, og eru flest ríki jarðar, um 190, aðilar að CITES-sáttmálanum, sem bannar verzlun með eða flutning á hvalaafurðum í lögsögu þeirra. Sala á hvalaafurðum er því nánast ómöguleg. Þetta vita menn í hinum vestræna heimi. Andúð og mótstaða við hvalaveiðar – ekki sízt veiðar á langreyði, sem engin önnur þjóð stundar – er því mikil og skilningur á veiðum enginn. Þetta fólk gerir ekkert með það, þó Hafró segi mönnum hér, að það sé nóg af langreyði hér á sumrin, heldur ekki með það, að langreyðurin eigi að vera „íslenzk auðlind“, enda veit það, að hvalir fæðast flestir við Vestur-Afríku, flakka svo um heimshöfin og eru því ekki „auðlind“ eins eða neins. Og, hvað með veiðiaðferðina? Hvað myndum við segja, ef Afríkubúar eltu uppi fíla, gíraffa og sebrahesta á skutultrukkum, skytu dýrin með kaðalskutli og drægju þau svo um holt og hæðir, hálf dauð og hálf lifandi, öskrandi af kvölum með stálkló skutuls tætandi innyfli, líffæri, vöðva og hold dýranna, og murkandi úr þeim lífið? Margur maðurinn, báðum megin Atlantshafs, lítur nákvæmalega svona á hvalveiðarnar, enda eru þær eins, nema framkvæmdar á sjávarspendýrum, í stað landspendýra. Fyrirhugaðar nýjar veiðar á langreyði væru því eitur í beinum margs ferðamannsins, og það með réttu. Þúsundir manna myndu setja rauðan kross á Ísland í sínum ferðaplönum. Þó samdráttur í ferðaþjónustu yrði ekki nema 5% vegna fyrirhugaðra langreyðaveiða, jafngilti það tekjutapi upp á 25 milljarða fyrir þjóðina á ári. Þessar tekjur væru innflæði inn í þjóðarbúið, ekki velta innan þess. 10 sinnum meira fé, en það sem veiðigjaldadeilan snérist um. Er þá skaði á ímynd og æru Íslendinga erlendis ótalinn.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun