Hverjir eignast Ísland? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar, fyrir utan að fá stöðugan gjaldmiðil, er að fá alþjóðlega samkeppni fyrir neytendur á fjármálamarkaði. Ég held að það sé ekki langt í að við munum eiga kost á að vera í viðskiptum við Facebook-banka eða Google-banka og það er framtíðarsýn sem ég óttast ekki. Íslenskir neytendur eiga skilið að fá bestu mögulegu kjör á lánamarkaði en þeir eru langt frá því í dag. Mér er nokk sama hvers lenskur slíkur banki er. Allir Íslendingar þurfa að leita sér þjónustu fjármálafyrirtækja og skiptir því máli að það sé virk samkeppni þar. Fákeppni á þessum markaði, eins og á eldsneytis-, fjarskipta-, trygginga- og matvörumarkaði, veldur hærra verði en ella og er óhagkvæm. Fákeppni er í raun markaðsbrestur en hagfræðin kennir að við slíkar aðstæður getur ríkisvaldið gegnt mikilvægu hlutverki til að auka hagkvæmni. Hins vegar hræða sporin þegar kemur að sölu eignarhluta ríkisins í bönkunum, sérstaklega með Sjálfstæðisflokkinn við borðsendann. Hugsanleg sala þarf að vera fullkomlega gagnsæ. En ég man þegar ég heyrði í innanbúðarmanneskju í fjármálakerfinu stuttu eftir hrunið sem sagði að sá sem eignast banka muni eignast Ísland. Ég vil ekki að einhver ein eða tvær klíkur eignist Ísland. Við fengum nóg af því fyrir hrun. Annað sem er áhugavert varðandi fjármálaumhverfið er launaskriðið hjá fjármálafyrirtækjum. Hvenær var eiginlega ákveðið að launahæstu starfsmenn samfélagsins væru fólk í fjármálafyrirtækjum, fólk sem í eðli sínu er í þjónustustarfi fyrir viðskiptavini sína? Stjórnendur í fjármálakerfinu og jafnvel í ríkisbönkum eru í sumum tilvikum orðnir að ríkasta fólki landsins, ríkari en kúnnar þessara sömu fjármálafyrirtækja. Það þarf ekki annað en að fletta í tekjulistum blaðanna til að sjá það. Bankar eiga að vera frekar íhaldssöm þjónustufyrirtæki fyrir neytendur og fyrirtæki þar sem góð kjör fyrir kúnnann eru í forgrunni en ekki yfirgengileg launakjör yfirmanna þessara sömu fjármálafyrirtækja.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar, fyrir utan að fá stöðugan gjaldmiðil, er að fá alþjóðlega samkeppni fyrir neytendur á fjármálamarkaði. Ég held að það sé ekki langt í að við munum eiga kost á að vera í viðskiptum við Facebook-banka eða Google-banka og það er framtíðarsýn sem ég óttast ekki. Íslenskir neytendur eiga skilið að fá bestu mögulegu kjör á lánamarkaði en þeir eru langt frá því í dag. Mér er nokk sama hvers lenskur slíkur banki er. Allir Íslendingar þurfa að leita sér þjónustu fjármálafyrirtækja og skiptir því máli að það sé virk samkeppni þar. Fákeppni á þessum markaði, eins og á eldsneytis-, fjarskipta-, trygginga- og matvörumarkaði, veldur hærra verði en ella og er óhagkvæm. Fákeppni er í raun markaðsbrestur en hagfræðin kennir að við slíkar aðstæður getur ríkisvaldið gegnt mikilvægu hlutverki til að auka hagkvæmni. Hins vegar hræða sporin þegar kemur að sölu eignarhluta ríkisins í bönkunum, sérstaklega með Sjálfstæðisflokkinn við borðsendann. Hugsanleg sala þarf að vera fullkomlega gagnsæ. En ég man þegar ég heyrði í innanbúðarmanneskju í fjármálakerfinu stuttu eftir hrunið sem sagði að sá sem eignast banka muni eignast Ísland. Ég vil ekki að einhver ein eða tvær klíkur eignist Ísland. Við fengum nóg af því fyrir hrun. Annað sem er áhugavert varðandi fjármálaumhverfið er launaskriðið hjá fjármálafyrirtækjum. Hvenær var eiginlega ákveðið að launahæstu starfsmenn samfélagsins væru fólk í fjármálafyrirtækjum, fólk sem í eðli sínu er í þjónustustarfi fyrir viðskiptavini sína? Stjórnendur í fjármálakerfinu og jafnvel í ríkisbönkum eru í sumum tilvikum orðnir að ríkasta fólki landsins, ríkari en kúnnar þessara sömu fjármálafyrirtækja. Það þarf ekki annað en að fletta í tekjulistum blaðanna til að sjá það. Bankar eiga að vera frekar íhaldssöm þjónustufyrirtæki fyrir neytendur og fyrirtæki þar sem góð kjör fyrir kúnnann eru í forgrunni en ekki yfirgengileg launakjör yfirmanna þessara sömu fjármálafyrirtækja.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun