Snorri Björns með nýtt hlaðvarp: „Vil að þátturinn sé samkvæmur sjálfum mér“ Bergþór Másson skrifar 11. júní 2018 20:00 Hlaðvarpsþáttur Snorra Björns er kominn í loftið. Snorri Björns/Instagram. Samfélagsmiðlastjarnan og ljósmyndarinn, Snorri Björns, hefur nú stofnað sitt eigið hlaðvarp undir nafninu „The Snorri Björns Podcast Show.“ Fyrsti þáttur var gefinn út um miðjan maí og verður útgáfa vikuleg í næstkomandi framtíð. Í þáttunum fær Snorri til sín góða gesti og allt milli himins og jarðar er rætt. Snorri segir hugmyndina hafa blundað í honum í 3 ár, áður en hann loksins sló til og tók upp fyrsta þáttinn. Aðspurður að því hvernig hugmyndin vaknaði og hvers vegna henni var frestað í 3 ár segir Snorri: „Þegar ég uppgötvaði podcöst fyrir svona 4-5 árum, þá fattaði ég að þetta væri eitthvað sem ég ætti að gera. Síðan fór maður eitthvað að pæla í því hvað þetta ætti að heita, og þegar manni datt ekkert nafn í hug þá var bara kjörið að bíða aðeins með þetta, síðan voru komin einhver þrjú ár og þá gekk þetta ekki lengur. Ég skýri þetta bara eitthvað og kem þessu út.“ Þættirnir eru í viðtalsformi og eru að meðtali 2 klukkustunda langir. Fyrir upptöku fyrsta þáttar hafði Snorri hvorki kynnt sér viðtalstækni né aðferðir til þess að ná hlutum upp úr fólki. Að hans sögn ákvað hann bara að „stökkva ofan í djúpu laugina og synda í land.“ Þáttastjórnendurnir og „költ“ persónuleikarnir Tim Ferris og Joe Rogan eru helstu fyrirmyndir Snorra þegar kemur að hlaðvarpsþáttagerð, og segir hann að ef einhver er dyggur hlustandi þessara tveggja mun viðkomandi líklega sjá mikið frá þeim í sínum þætti.Ég er byrjaður með podcast og búinn að gefa út tvo þætti. Þeir snúast báðir um CrossFit svo bíðið spennt eftir þriðja þætti.https://t.co/jYiC4UPMLd pic.twitter.com/akdJXVVTm4— Snorri Björns (@snorribjorns) May 18, 2018 Mun vinsælla en hann þorði að vona Snorri, sem steig fyrst fram á sjónarsviðið sem snappari, finnur fyrir miklum mun á hlaðvarpsframleiðslu og snappframleiðslu. „Maður er með tugi þúsund áhorfa á Snapchat og það er svo ótrúlega ör miðill, þú þarft svo stutt athyglisspan til að fylgjast með, hvert snap er 10 sekúndur, í podcasti ertu að henda út tveggja til þriggja tíma efni.“ segir Snorri. Aðspurður hvort þetta sé rökrétt skref í sínum ferli sem samfélagsmiðlastjarna segir Snorri: „Já og nei sko, það er í rauninni ekkert skref sem er rökrétt, maður er bara að búa til eitthvað sjálfur. Það er enginn sem leggur næsta verkefni fyrir mann eða neitt þannig.“ Þættirnir hafa náð gríðarlegum vinsældum og eru þeir samanlagt komnir með um það bil 45.000 áhorf. Snorri bjóst alls ekki við slíkum vinsældum. Hann hafði spáð 400-800 hlustendum og sagði fyrir útgáfu fyrsta þáttar að ef hann næði því markmiði, þá væri það þess virði að hafa byrjað þetta. „Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt að podcasts væru meira svona hipstera dæmi, en síðan eru bara 14 ára litli bróðir minn og grunnskólavinir hans eitthvað að hlusta á þetta.“ Einnig hafa útlenskir aðdáendur Cross Fit stjarnanna Söru Sigmunds og Björgvin Karls grátbeðið um enskan texta í gegnum YouTube athugasemdir. Snorri ákvað að verða að beiðni þeirra og setja enskan texta á viðtal sitt við Söru Sigmunds. Óhætt er að segja að textagerðin hafi ekki verið ánægjuleg upplifun hjá Snorra. „Ég eyddi 20 klukkutímum í þetta, fjandinn hafi það, þetta var það tímafrekasta sem ég veit. Það bættust bara svona þúsund áhorf við frá útlöndum, gleymdu þessu, ég er ekki að fara gera þetta aftur“ segir Snorri, æstur.Lætur markaðsöflin ekki stjórna sér Hingað til hafa einungis íþróttafólk komið sem gestir til Snorra, en hann segir það algjöra tilviljun. „Þetta byrjaði óvart þannig, það má reka það til þess að ég vissi ekki alveg hvað ég væri að fara út í, ég vildi bara hafa fyrsta gest einhvern sem ég þekkti vel og væri með áhugaverða sögu og síðan hélt það áfram og ég leit síðan yfir, og bara ó óvart allt íþróttamenn.“ segir Snorri. Ásamt CrossFit stjörnum hefur Snorri einnig tekið viðtöl við hlaupara, að hans sögn vegna þess að „ég er með svo mikla hlaupabakteríu sjálfur og ákvað þess vegna að tala bara við einhverja langhlaupara og fá þeirra speki afþví ég er að plana að hlaupa maraþon sjálfur.“ Snorri segist vera búinn að hálfpartinn sverja sér þann eið, að það er enginn að fara hafa áhrif á það hver kemur í þáttinn til hans. „Ef ég fæ allt í einu áhuga á býflugum eða byggingasmíðum, þá er ég að fara fá þann einstakling sem mig langar að spjalla við um það í podcastið. Ég vil að þátturinn sé mjög samkvæmur sjálfum mér, að ég vilji hreinskilnislega setjast niður með einstaklingnum, en ekki útaf því að hann var með einhvern umboðsmann og það þurfti að plögga honum eða að einhver sponsor vildi gera hitt eða þetta.“ segir Snorri og bætir við að hann vill vera engum háður og bara spjalla við fólk sem honum finnst áhugavert.Ljósmyndun og samfélagsmiðlar á hilluna Upp á síðkastið hefur Snorri einungis einbeitt sér að hlaðvarpinu, og lagt bæði ljósmyndun og samfélagsmiðla til hliðar. Hann segist vera kominn með leið á því að vinna fyrir aðra og vill skapa eitthvað á eigin vegum. „Þetta podcast er aðeins táknrænna og persónulegra fyrir mér en margir halda, ég kom þessu aldrei í verk útaf það var svo mikið að gera í öðrum verkefnum sem ég var búinn að taka að mér. Ég er með þörf fyrir að búa til eitthvað sjálfur. Það var búið að bæla það niður í mér af því ég var búinn að vinna svo mikið fyrir aðra.“ segir Snorri á einlægan hátt. Snorri hefur verið að taka ljósmyndir í 8-9 ár og segist vera orðinn þreyttur á því. Hann hætti að taka að sér verkefni í öllu öðru í einhvern tíma og stefnir á að einbeita sér að fullu að hlaðvarpinu. „Ég áttaði mig á því að maður er orðinn 24 ára, maður er ekkert að útskrifast úr Verzló síðasta sumar, núna eru einhver 99 og 00 model að útskrifast. Ef ég ætla ekki að fara gera hlutina sem mig langar til að gera núna, þá er ég aldrei að fara gera þá.Vaknar spenntur á morgnana á ný Snorri hefur ekki neinar tekjur af þættinum á neinn hátt. Þrátt fyrir það segist hann aldrei hafa verið jafn ánægður með neina ákvörðun sem hann hefur tekið í lífinu og að einbeita sér að fullu að hlaðvarpinu. Að lokum segir Snorri: „Ég þurfti bara að tappa af mér, búa til dót sem mig langaði til að gera og finna fyrir því að vakna spenntur á morgnana aftur og byrja að vinna í einhverjum hlutum.“ Spurður að framtíð hlaðvarpsins segir Snorri að það sé óendanlegt verkefni með engum tímamörkum. „Ég get sagt þér það, ég var að klára neglu viðtal um helgina og það er margt spennandi framundan. Náin framtíð er mjög spennandi en ef ég lít lengra fram í tímann, þá veit ég ekkert hvað mun gerast. Hægt er að hlusta á „The Snorri Björns Podcast Show“ bæði á YouTube og í öllum helstu hlaðvarpsforritum heims. Eftir að fresta því í tæplega þrjú ár lét ég verða að því að byrja með mitt eigið podcast. Ég keypti mér míkrafóna og skrúfaði saman IKEA borð, lagði inn á hann fyrir bensínkostnaðinum og fékk til mín fyrsta gest, alla leið frá Hveragerði, @bk_gudmundsson Þátturinn er bæði á YouTube og Podcast appinu (og öllum 3rd partý podcast öppum), undir því lágstemmda nafni: THE SNORRI BJÖRNS PODCAST SHOW Við ræddum um CrossFit, að sleppa aldrei æfingu, peninga, andlegu hliðina, spons frá Hamborgarabúllunni og Þjóðhátíð. Björgvin hefur aldrei sagt jafn mörg orð á skömmum tíma og óvíst er hvort hann muni keppa aftur á árinu. . LINK IN BIO A post shared by Snorri Björns (@snorribjorns) on May 16, 2018 at 7:25am PDT CrossFit Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00 #snorruela: Fylgst með stefnumóti Manúelu og Snorra í beinni Manúela Ósk Harðardóttir og Snorri Björns fóru á stefnumót í kvöld og þarf ekki að koma á óvart greint sé frá gangi mála bæði á Twitter og Snapchat. 11. febrúar 2016 20:43 Helstu áhrifavaldar landsins í útgáfuteiti Sólrúnar Diego Sólrún Diego og Björn Bragi Arnarson stóðu fyrir útgáfuteiti á Hverfisbarnum í gærkvöldi og mættu helstu áhrifavaldar landsins á svæðið en tilefnið var nýútkomin bók Sólrúnar Heima. 22. nóvember 2017 10:30 Sjáðu hringferð Snorra Björns: Vinirnir lenda á föstudaginn eftir átta daga heimsreisu Snappchattarinn Snorri Björnsson og vinur hans Sveinn Breki Hróbjartsson, sem margir kannast við sem grátandi ungan mann í Icelandair auglýsingu, hafa undanfarna daga verið í heimsreisu í boði ferðaskrifstofunnar Tripical. 22. febrúar 2017 16:00 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Manúela um stefnumótið: „Hann reyndi ekki neitt, hann tók ekki skrefið“ „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Snapchat-stjarnan Manúela Ósk Harðardóttir, í útvarpsþættinum Brennslan á FM957, en hún fór á stefnumót ársins í gærkvöldi með Snorra Björns. 12. febrúar 2016 11:36 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan og ljósmyndarinn, Snorri Björns, hefur nú stofnað sitt eigið hlaðvarp undir nafninu „The Snorri Björns Podcast Show.“ Fyrsti þáttur var gefinn út um miðjan maí og verður útgáfa vikuleg í næstkomandi framtíð. Í þáttunum fær Snorri til sín góða gesti og allt milli himins og jarðar er rætt. Snorri segir hugmyndina hafa blundað í honum í 3 ár, áður en hann loksins sló til og tók upp fyrsta þáttinn. Aðspurður að því hvernig hugmyndin vaknaði og hvers vegna henni var frestað í 3 ár segir Snorri: „Þegar ég uppgötvaði podcöst fyrir svona 4-5 árum, þá fattaði ég að þetta væri eitthvað sem ég ætti að gera. Síðan fór maður eitthvað að pæla í því hvað þetta ætti að heita, og þegar manni datt ekkert nafn í hug þá var bara kjörið að bíða aðeins með þetta, síðan voru komin einhver þrjú ár og þá gekk þetta ekki lengur. Ég skýri þetta bara eitthvað og kem þessu út.“ Þættirnir eru í viðtalsformi og eru að meðtali 2 klukkustunda langir. Fyrir upptöku fyrsta þáttar hafði Snorri hvorki kynnt sér viðtalstækni né aðferðir til þess að ná hlutum upp úr fólki. Að hans sögn ákvað hann bara að „stökkva ofan í djúpu laugina og synda í land.“ Þáttastjórnendurnir og „költ“ persónuleikarnir Tim Ferris og Joe Rogan eru helstu fyrirmyndir Snorra þegar kemur að hlaðvarpsþáttagerð, og segir hann að ef einhver er dyggur hlustandi þessara tveggja mun viðkomandi líklega sjá mikið frá þeim í sínum þætti.Ég er byrjaður með podcast og búinn að gefa út tvo þætti. Þeir snúast báðir um CrossFit svo bíðið spennt eftir þriðja þætti.https://t.co/jYiC4UPMLd pic.twitter.com/akdJXVVTm4— Snorri Björns (@snorribjorns) May 18, 2018 Mun vinsælla en hann þorði að vona Snorri, sem steig fyrst fram á sjónarsviðið sem snappari, finnur fyrir miklum mun á hlaðvarpsframleiðslu og snappframleiðslu. „Maður er með tugi þúsund áhorfa á Snapchat og það er svo ótrúlega ör miðill, þú þarft svo stutt athyglisspan til að fylgjast með, hvert snap er 10 sekúndur, í podcasti ertu að henda út tveggja til þriggja tíma efni.“ segir Snorri. Aðspurður hvort þetta sé rökrétt skref í sínum ferli sem samfélagsmiðlastjarna segir Snorri: „Já og nei sko, það er í rauninni ekkert skref sem er rökrétt, maður er bara að búa til eitthvað sjálfur. Það er enginn sem leggur næsta verkefni fyrir mann eða neitt þannig.“ Þættirnir hafa náð gríðarlegum vinsældum og eru þeir samanlagt komnir með um það bil 45.000 áhorf. Snorri bjóst alls ekki við slíkum vinsældum. Hann hafði spáð 400-800 hlustendum og sagði fyrir útgáfu fyrsta þáttar að ef hann næði því markmiði, þá væri það þess virði að hafa byrjað þetta. „Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt að podcasts væru meira svona hipstera dæmi, en síðan eru bara 14 ára litli bróðir minn og grunnskólavinir hans eitthvað að hlusta á þetta.“ Einnig hafa útlenskir aðdáendur Cross Fit stjarnanna Söru Sigmunds og Björgvin Karls grátbeðið um enskan texta í gegnum YouTube athugasemdir. Snorri ákvað að verða að beiðni þeirra og setja enskan texta á viðtal sitt við Söru Sigmunds. Óhætt er að segja að textagerðin hafi ekki verið ánægjuleg upplifun hjá Snorra. „Ég eyddi 20 klukkutímum í þetta, fjandinn hafi það, þetta var það tímafrekasta sem ég veit. Það bættust bara svona þúsund áhorf við frá útlöndum, gleymdu þessu, ég er ekki að fara gera þetta aftur“ segir Snorri, æstur.Lætur markaðsöflin ekki stjórna sér Hingað til hafa einungis íþróttafólk komið sem gestir til Snorra, en hann segir það algjöra tilviljun. „Þetta byrjaði óvart þannig, það má reka það til þess að ég vissi ekki alveg hvað ég væri að fara út í, ég vildi bara hafa fyrsta gest einhvern sem ég þekkti vel og væri með áhugaverða sögu og síðan hélt það áfram og ég leit síðan yfir, og bara ó óvart allt íþróttamenn.“ segir Snorri. Ásamt CrossFit stjörnum hefur Snorri einnig tekið viðtöl við hlaupara, að hans sögn vegna þess að „ég er með svo mikla hlaupabakteríu sjálfur og ákvað þess vegna að tala bara við einhverja langhlaupara og fá þeirra speki afþví ég er að plana að hlaupa maraþon sjálfur.“ Snorri segist vera búinn að hálfpartinn sverja sér þann eið, að það er enginn að fara hafa áhrif á það hver kemur í þáttinn til hans. „Ef ég fæ allt í einu áhuga á býflugum eða byggingasmíðum, þá er ég að fara fá þann einstakling sem mig langar að spjalla við um það í podcastið. Ég vil að þátturinn sé mjög samkvæmur sjálfum mér, að ég vilji hreinskilnislega setjast niður með einstaklingnum, en ekki útaf því að hann var með einhvern umboðsmann og það þurfti að plögga honum eða að einhver sponsor vildi gera hitt eða þetta.“ segir Snorri og bætir við að hann vill vera engum háður og bara spjalla við fólk sem honum finnst áhugavert.Ljósmyndun og samfélagsmiðlar á hilluna Upp á síðkastið hefur Snorri einungis einbeitt sér að hlaðvarpinu, og lagt bæði ljósmyndun og samfélagsmiðla til hliðar. Hann segist vera kominn með leið á því að vinna fyrir aðra og vill skapa eitthvað á eigin vegum. „Þetta podcast er aðeins táknrænna og persónulegra fyrir mér en margir halda, ég kom þessu aldrei í verk útaf það var svo mikið að gera í öðrum verkefnum sem ég var búinn að taka að mér. Ég er með þörf fyrir að búa til eitthvað sjálfur. Það var búið að bæla það niður í mér af því ég var búinn að vinna svo mikið fyrir aðra.“ segir Snorri á einlægan hátt. Snorri hefur verið að taka ljósmyndir í 8-9 ár og segist vera orðinn þreyttur á því. Hann hætti að taka að sér verkefni í öllu öðru í einhvern tíma og stefnir á að einbeita sér að fullu að hlaðvarpinu. „Ég áttaði mig á því að maður er orðinn 24 ára, maður er ekkert að útskrifast úr Verzló síðasta sumar, núna eru einhver 99 og 00 model að útskrifast. Ef ég ætla ekki að fara gera hlutina sem mig langar til að gera núna, þá er ég aldrei að fara gera þá.Vaknar spenntur á morgnana á ný Snorri hefur ekki neinar tekjur af þættinum á neinn hátt. Þrátt fyrir það segist hann aldrei hafa verið jafn ánægður með neina ákvörðun sem hann hefur tekið í lífinu og að einbeita sér að fullu að hlaðvarpinu. Að lokum segir Snorri: „Ég þurfti bara að tappa af mér, búa til dót sem mig langaði til að gera og finna fyrir því að vakna spenntur á morgnana aftur og byrja að vinna í einhverjum hlutum.“ Spurður að framtíð hlaðvarpsins segir Snorri að það sé óendanlegt verkefni með engum tímamörkum. „Ég get sagt þér það, ég var að klára neglu viðtal um helgina og það er margt spennandi framundan. Náin framtíð er mjög spennandi en ef ég lít lengra fram í tímann, þá veit ég ekkert hvað mun gerast. Hægt er að hlusta á „The Snorri Björns Podcast Show“ bæði á YouTube og í öllum helstu hlaðvarpsforritum heims. Eftir að fresta því í tæplega þrjú ár lét ég verða að því að byrja með mitt eigið podcast. Ég keypti mér míkrafóna og skrúfaði saman IKEA borð, lagði inn á hann fyrir bensínkostnaðinum og fékk til mín fyrsta gest, alla leið frá Hveragerði, @bk_gudmundsson Þátturinn er bæði á YouTube og Podcast appinu (og öllum 3rd partý podcast öppum), undir því lágstemmda nafni: THE SNORRI BJÖRNS PODCAST SHOW Við ræddum um CrossFit, að sleppa aldrei æfingu, peninga, andlegu hliðina, spons frá Hamborgarabúllunni og Þjóðhátíð. Björgvin hefur aldrei sagt jafn mörg orð á skömmum tíma og óvíst er hvort hann muni keppa aftur á árinu. . LINK IN BIO A post shared by Snorri Björns (@snorribjorns) on May 16, 2018 at 7:25am PDT
CrossFit Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00 #snorruela: Fylgst með stefnumóti Manúelu og Snorra í beinni Manúela Ósk Harðardóttir og Snorri Björns fóru á stefnumót í kvöld og þarf ekki að koma á óvart greint sé frá gangi mála bæði á Twitter og Snapchat. 11. febrúar 2016 20:43 Helstu áhrifavaldar landsins í útgáfuteiti Sólrúnar Diego Sólrún Diego og Björn Bragi Arnarson stóðu fyrir útgáfuteiti á Hverfisbarnum í gærkvöldi og mættu helstu áhrifavaldar landsins á svæðið en tilefnið var nýútkomin bók Sólrúnar Heima. 22. nóvember 2017 10:30 Sjáðu hringferð Snorra Björns: Vinirnir lenda á föstudaginn eftir átta daga heimsreisu Snappchattarinn Snorri Björnsson og vinur hans Sveinn Breki Hróbjartsson, sem margir kannast við sem grátandi ungan mann í Icelandair auglýsingu, hafa undanfarna daga verið í heimsreisu í boði ferðaskrifstofunnar Tripical. 22. febrúar 2017 16:00 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Manúela um stefnumótið: „Hann reyndi ekki neitt, hann tók ekki skrefið“ „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Snapchat-stjarnan Manúela Ósk Harðardóttir, í útvarpsþættinum Brennslan á FM957, en hún fór á stefnumót ársins í gærkvöldi með Snorra Björns. 12. febrúar 2016 11:36 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00
#snorruela: Fylgst með stefnumóti Manúelu og Snorra í beinni Manúela Ósk Harðardóttir og Snorri Björns fóru á stefnumót í kvöld og þarf ekki að koma á óvart greint sé frá gangi mála bæði á Twitter og Snapchat. 11. febrúar 2016 20:43
Helstu áhrifavaldar landsins í útgáfuteiti Sólrúnar Diego Sólrún Diego og Björn Bragi Arnarson stóðu fyrir útgáfuteiti á Hverfisbarnum í gærkvöldi og mættu helstu áhrifavaldar landsins á svæðið en tilefnið var nýútkomin bók Sólrúnar Heima. 22. nóvember 2017 10:30
Sjáðu hringferð Snorra Björns: Vinirnir lenda á föstudaginn eftir átta daga heimsreisu Snappchattarinn Snorri Björnsson og vinur hans Sveinn Breki Hróbjartsson, sem margir kannast við sem grátandi ungan mann í Icelandair auglýsingu, hafa undanfarna daga verið í heimsreisu í boði ferðaskrifstofunnar Tripical. 22. febrúar 2017 16:00
Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00
Manúela um stefnumótið: „Hann reyndi ekki neitt, hann tók ekki skrefið“ „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Snapchat-stjarnan Manúela Ósk Harðardóttir, í útvarpsþættinum Brennslan á FM957, en hún fór á stefnumót ársins í gærkvöldi með Snorra Björns. 12. febrúar 2016 11:36