Landsliðið beint í faðm fjölskyldu eftir heimkomu í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 15:00 Engin opin rútuferð verður að þessu sinni. Vísir/Hanna Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun halda beint í höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum eftir heimkomu til Íslands í kvöld þar sem haldin verður móttaka fyrir liðið með fjölskyldumeðlimum landsliðsmanna- og starfsmanna. Ekki er stefnt að formlegri móttöku beint eftir heimkomuna líkt og eftir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þetta staðfestir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Vísi en liðið er nú statt á flugvellinum í Kaliningrad í Rússlandi þar sem beðið er eftir fluginu heim til Íslands. Áætluð heimkoma var upphaflega klukkan sex í kvöld en ljóst er að einhverjar tafir verða á fluginu og er áætluð heimkoma nú rétt rúmlega sjö í kvöld. Íslenska landsliðið lauk sem kunnugt er leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær eftir frækna frammistöðu í riðlakeppninni þar sem liðið var í séns á að komast upp úr riðli sínum fram á lokamínútur leiksins gegn Króatíu í gær. Ljóst er því að heimkoma Strákanna okkar verður mun lágstemmdari en eftir þátttöku liðsins á EM í Frakklandi. Þá var liðinu ekið beint niður í miðbær Reykjavíkur eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Var liðinu ekið um miðbæinn í tveggja hæða rútu áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu. Þúsundir, eflaust hátt í tuttugu þúsund, voru mætt á Arnarhól til þess að fagna landsliðinu og var víkingaklappið fræga tekið á eftirminnilegan hátt, svo að eftir var tekið víða um heim. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55 Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun halda beint í höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum eftir heimkomu til Íslands í kvöld þar sem haldin verður móttaka fyrir liðið með fjölskyldumeðlimum landsliðsmanna- og starfsmanna. Ekki er stefnt að formlegri móttöku beint eftir heimkomuna líkt og eftir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þetta staðfestir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Vísi en liðið er nú statt á flugvellinum í Kaliningrad í Rússlandi þar sem beðið er eftir fluginu heim til Íslands. Áætluð heimkoma var upphaflega klukkan sex í kvöld en ljóst er að einhverjar tafir verða á fluginu og er áætluð heimkoma nú rétt rúmlega sjö í kvöld. Íslenska landsliðið lauk sem kunnugt er leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær eftir frækna frammistöðu í riðlakeppninni þar sem liðið var í séns á að komast upp úr riðli sínum fram á lokamínútur leiksins gegn Króatíu í gær. Ljóst er því að heimkoma Strákanna okkar verður mun lágstemmdari en eftir þátttöku liðsins á EM í Frakklandi. Þá var liðinu ekið beint niður í miðbær Reykjavíkur eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Var liðinu ekið um miðbæinn í tveggja hæða rútu áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu. Þúsundir, eflaust hátt í tuttugu þúsund, voru mætt á Arnarhól til þess að fagna landsliðinu og var víkingaklappið fræga tekið á eftirminnilegan hátt, svo að eftir var tekið víða um heim.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55 Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55
Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15
„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27