Lyfjamenning á krossgötum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. júní 2018 10:00 Ung manneskja fékk á dögunum 46 lyfjaávísanir, hjá að minnsta kosti fjórum læknum, á þriggja mánaða tímabili. Lyfin sótti hún í nokkur apótek, í kringum 2.700 töflur. Þrjátíu töflur fyrir hvern dag á þessu 90 daga tímabili. Þessi manneskja, sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði átt að vera í blóma lífsins, lést úr lyfjaeitrun. Fráfall hennar er eitt af 19 lyfjatengdum dauðsföllum það sem af er ári. Á öllu síðasta ári voru lyfjatengd andlát 30. Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um þessi hörmulegu mál og í dag greinum við frá því að neysla róandi lyfja í efsta bekk grunnskóla er að stóraukast á Íslandi. Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur samkvæmt nýrri könnun. Aukin notkun róandi lyfja, ópíóða, bensólyfja og fleiri er margslungið, fjölþætt vandamál. Og það verður aðeins leyst með margþættri nálgun. Engin töfralausn er til, því lyfin eru ekki vandamálið heldur það hvernig þau eru notuð. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði í Vestur-Virginíu, vísaði í samtali við Fréttablaðið í „lyfjamenningu“ og til vanþekkingar á innihaldi lyfja. Í helgarblaði Fréttablaðsins lýsti hinn 19 ára Kristján Ernir Björgvinsson, sem hefur upplifað það að ánetjast fíkniefnum, þessu svona: „Það þarf að upplýsa alla um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrarnir vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum […] Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk.“ Sama hvort lyfin fást með ávísun eða eru flutt inn, eru hluti af verkjastillandi meðferð, eða eru tekin í fikti af forvitnu ungmenni, þá er algjört lykilatriði að almenningur, einkum og sér í lagi foreldrar, kynni sér virkni lyfja eins og Xanax, ópíóða, og annarra róandi eða kvíðastillandi lyfja. Ópíóðar eru oft síðasta úrræði einstaklinga sem glíma við langvinna sjúkdóma, svo sem krabbamein. Skammtímameðferð með slíkum lyfjum hefur reynst vel en hið sama á ekki við um langtímameðferð. Þeir sem þjást af langvinnum verkjum verða að hafa aðra kosti í stöðunni og slíkir kostir geta ekki aðeins verið í boði á Landspítala eins og raunin er í dag. Aukna notkun þessara lyfja, sem víða má flokka sem faraldur, má sannarlega rekja að vissu leyti til frjálslegra ávísana sérfræðinga, en barátta gegn útbreiðslu lyfjanna er óvinnanleg nema með átaki eins og við höfum séð virka í tilfelli HIV og annarra heilsufarslegra áskorana þegar fræðsla almennings er höfð til grundvallar. Um leið þurfum við að horfa til þeirra sem ekki hafa fest í klóm fíknar og halda áfram að efla heilsu þeirra og nærsamfélags þeirra, þar sem líkamleg og andleg heilsa eru lögð að jöfnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ung manneskja fékk á dögunum 46 lyfjaávísanir, hjá að minnsta kosti fjórum læknum, á þriggja mánaða tímabili. Lyfin sótti hún í nokkur apótek, í kringum 2.700 töflur. Þrjátíu töflur fyrir hvern dag á þessu 90 daga tímabili. Þessi manneskja, sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði átt að vera í blóma lífsins, lést úr lyfjaeitrun. Fráfall hennar er eitt af 19 lyfjatengdum dauðsföllum það sem af er ári. Á öllu síðasta ári voru lyfjatengd andlát 30. Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um þessi hörmulegu mál og í dag greinum við frá því að neysla róandi lyfja í efsta bekk grunnskóla er að stóraukast á Íslandi. Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur samkvæmt nýrri könnun. Aukin notkun róandi lyfja, ópíóða, bensólyfja og fleiri er margslungið, fjölþætt vandamál. Og það verður aðeins leyst með margþættri nálgun. Engin töfralausn er til, því lyfin eru ekki vandamálið heldur það hvernig þau eru notuð. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði í Vestur-Virginíu, vísaði í samtali við Fréttablaðið í „lyfjamenningu“ og til vanþekkingar á innihaldi lyfja. Í helgarblaði Fréttablaðsins lýsti hinn 19 ára Kristján Ernir Björgvinsson, sem hefur upplifað það að ánetjast fíkniefnum, þessu svona: „Það þarf að upplýsa alla um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrarnir vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum […] Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk.“ Sama hvort lyfin fást með ávísun eða eru flutt inn, eru hluti af verkjastillandi meðferð, eða eru tekin í fikti af forvitnu ungmenni, þá er algjört lykilatriði að almenningur, einkum og sér í lagi foreldrar, kynni sér virkni lyfja eins og Xanax, ópíóða, og annarra róandi eða kvíðastillandi lyfja. Ópíóðar eru oft síðasta úrræði einstaklinga sem glíma við langvinna sjúkdóma, svo sem krabbamein. Skammtímameðferð með slíkum lyfjum hefur reynst vel en hið sama á ekki við um langtímameðferð. Þeir sem þjást af langvinnum verkjum verða að hafa aðra kosti í stöðunni og slíkir kostir geta ekki aðeins verið í boði á Landspítala eins og raunin er í dag. Aukna notkun þessara lyfja, sem víða má flokka sem faraldur, má sannarlega rekja að vissu leyti til frjálslegra ávísana sérfræðinga, en barátta gegn útbreiðslu lyfjanna er óvinnanleg nema með átaki eins og við höfum séð virka í tilfelli HIV og annarra heilsufarslegra áskorana þegar fræðsla almennings er höfð til grundvallar. Um leið þurfum við að horfa til þeirra sem ekki hafa fest í klóm fíknar og halda áfram að efla heilsu þeirra og nærsamfélags þeirra, þar sem líkamleg og andleg heilsa eru lögð að jöfnu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar