Skora á ráðherra að friða virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 18:13 Vesturverk vill reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. Mats Wibe Lund Stjórn Landverndar sendi frá áskorun til umhverfis- og auðlindaráðherra um að hann friði Drangajökulssvæðið og vísar til tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands þess efnis. Fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar er innan friðlandsins samkvæmt tillögum stofnunarinnar. Drangajökulssvæðið er á meðal 112 svæða sem Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að vernda í B-hluta náttúruminjaskrár sinnar. Í umsögn um svæðið segir meðal annars að möguleg virkjun vatnsfalla þar geti haft talsverð áhrif á víðerni og ásýnd þess. Þá gæti hún mögulega raskað ákveðnum jarðminjum. Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið í ályktun sem hún hefur samþykkt. Hún bendir á að umhverfis- og auðlindaráðherra skuli samkvæmt náttúruverndarlögum leggja fram náttúruverndaráætlun á fimm ára fresti og í B hluta hennar, sem nefnist framkvæmdaáætlun, séu svæði sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Fullyrðir stjórn Landverndar að Hvalárvirkjun muni ekki tryggja Vestfirðingum raforkuöryggi. Vegna þeirra minja sem finna má á svæðinu og víðernaupplifunar geti það skapað arðbærari tækifæri að vernda svæðið en virkja það. Því skorar Landvernd á umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja náttúruminjaskrá fyrir Alþingi sem allra fyrst þegar þing kemur saman í haust og friðlýsa svæðið við Drangajökul. Einnig skora samtökin á iðnaðarráðherra að styrkja flutningskerfi raforku á Vestfjörðum, sem sé raunveruleg forsenda raforkuöryggis Vestfjarða og að uppræta það sem Landvernd kallar blekkingar að Hvalárvirkjun eða aðrar einstakar virkjarnir stuðli að því. „Það er Vestfirðingum og Íslendingum öllum til heilla að vernda svæðið við Drangajökul og allar þær minjar sem það hefur að geyma en mikil ógn steðjar að þessum óspilltu víðernum með Hvalárvirkjun og frekar ætti að líta til þeirra tækifæra sem í þessari náttúruperlu felast sé svæðið verndað,“ segir í ályktun stjórnar Landverndar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 þangað til hann tók við ráðherraembætti í fyrra. Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Stjórn Landverndar sendi frá áskorun til umhverfis- og auðlindaráðherra um að hann friði Drangajökulssvæðið og vísar til tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands þess efnis. Fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar er innan friðlandsins samkvæmt tillögum stofnunarinnar. Drangajökulssvæðið er á meðal 112 svæða sem Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að vernda í B-hluta náttúruminjaskrár sinnar. Í umsögn um svæðið segir meðal annars að möguleg virkjun vatnsfalla þar geti haft talsverð áhrif á víðerni og ásýnd þess. Þá gæti hún mögulega raskað ákveðnum jarðminjum. Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið í ályktun sem hún hefur samþykkt. Hún bendir á að umhverfis- og auðlindaráðherra skuli samkvæmt náttúruverndarlögum leggja fram náttúruverndaráætlun á fimm ára fresti og í B hluta hennar, sem nefnist framkvæmdaáætlun, séu svæði sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Fullyrðir stjórn Landverndar að Hvalárvirkjun muni ekki tryggja Vestfirðingum raforkuöryggi. Vegna þeirra minja sem finna má á svæðinu og víðernaupplifunar geti það skapað arðbærari tækifæri að vernda svæðið en virkja það. Því skorar Landvernd á umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja náttúruminjaskrá fyrir Alþingi sem allra fyrst þegar þing kemur saman í haust og friðlýsa svæðið við Drangajökul. Einnig skora samtökin á iðnaðarráðherra að styrkja flutningskerfi raforku á Vestfjörðum, sem sé raunveruleg forsenda raforkuöryggis Vestfjarða og að uppræta það sem Landvernd kallar blekkingar að Hvalárvirkjun eða aðrar einstakar virkjarnir stuðli að því. „Það er Vestfirðingum og Íslendingum öllum til heilla að vernda svæðið við Drangajökul og allar þær minjar sem það hefur að geyma en mikil ógn steðjar að þessum óspilltu víðernum með Hvalárvirkjun og frekar ætti að líta til þeirra tækifæra sem í þessari náttúruperlu felast sé svæðið verndað,“ segir í ályktun stjórnar Landverndar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 þangað til hann tók við ráðherraembætti í fyrra.
Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira