Heimsins ráð sem brugga vondir menn Þórlindur Kjartansson skrifar 22. júní 2018 07:00 Þegar maður kafar örlítið undir yfirborðið í sögu þjóða kemur auðvitað oft í ljós að hinn stóri sannleikur er örlítið gruggugri og óvissari heldur en maður ætlaði í fyrstu. Þetta getur verið viðkvæmt mál, eins og Guðni forseti komst að í framboði sínu þegar því var haldið hastarlega gegn honum að hafa skoðað með gagnrýnum fræðimannsaugum ýmsar hliðar þorskastríðsins, sem ekki voru allar baðaðar í sama hetjuljóma og okkur finnst notalegastur. Sumar sögur eru svo rótgrónar í sjálfsmynd manna og þjóða að því er tekið sem sérstakri móðgun ef einhver dirfist að skoða þær út frá nýjum hliðum eða efast um að undirstöðurnar séu traustar. Og í mörgum tilvikum er það líka allt í lagi að leyfa hinum ónákvæmu en háleitu frásögnum að vera í friði fyrir gaumgæfilegri naflaskoðun og úrtölum.Sjálfsmynd og ímynd Fáum þjóðum hefur tekist að innræta, í sjálfum sér og öðrum, aðra eins háleita hugmynd eins og Bandaríkjunum. Bandaríkin eru frelsi og tækifæri; ameríski draumurinn þar sem allir geta með dugnaði, harðfylgi og heppni náð að bæta stöðu sína í lífinu. Þessi hugmynd um Bandaríkin er ekki bara inngreipt í heimafólk, heldur stóran hluta heimsbyggðinnar. Þetta er auðvitað ástæða þess að fátækt fólk frá ýmsum heimshornum hefur alið með sér þann draum að komast til Ameríku og láta drauma sína rætast. Þessir draumar eru misjafnir en fyrir fólk sem á lítið undir sér snúast þeir oftast ekki um mikið meira heldur en að losna undan oki, ofbeldi, fátækt og óöryggi og geta búið sjálfum sér og fjölskyldum sínum sæmilega friðsælt og tíðindasnautt líf. Þetta fólk vill finna sér leið til þess að gagnast samfélaginu, vinna sér inn tekjur, láta aðra í friði og vera vonandi sjálfir látnir í friði. Það er alltof sumt. Þetta er ameríski draumurinn sem allir Bandaríkjamenn—og ekki síst leiðtogar landsins hafa í gegnum tíðina verið svo ósköp stoltir af. Ameríska martröðin En núverandi forseti Bandaríkjanna er ekki mikill áhugamaður um drauma venjulegs fólks. Þvert á móti er ekki hægt að túlka hegðun hans öðruvísi en svo að hann sé vísvitandi að skapa martraðakennt ástand alls staðar þar sem hann getur. Það er ekki hægt að skilja öðruvísi hina ómanneskjulegu stefnu sem hann stóð fyrir á landamærunum við Mexíkó þar sem því úrræði var viljandi beitt að hrifsa börn úr örmum foreldra sinna og koma þeim fyrir í búrum. Grimmdin er nánast áþreifanleg—og það er einfaldlega erfitt fyrir venjulegt fólk að gera sér í hugarlund að til sé fólk sem er svo illa innrætt að það hrindi í framkvæmd stefnu beinlínis í þeim tilgangi að framkalla þessa stöðu. En þannig fólk er til og þess konar ráð bruggar það um þessar mundir í Washington. Það sem er einna ískyggilegast við þessa hryllilegu stefnu Bandaríkjaforseta er að líklega var tilgangurinn einmitt sá að undirstrika og auglýsa fyrir alþjóð og heiminum öllum að valdhafar í Washington séu svo sannarlega tilbúnir til þess að ganga lengra en nokkurn óraði í miskunnarleysi sínu ef þeim er ögrað. Mörgum brá nefnilega í brún þegar Trump sagði margítrekað í kosningabaráttu sinni að honum fyndist að það ætti að drepa saklaus börn og fjölskyldur hryðjuverkamanna. Flestir töldu að hann gæti ekki verið að meina þetta. Og þegar hann og hirðin hans hafa áður talað um að það gæti verið snjöll hugmynd að rífa börn af ólöglegum innflytjendum, þá datt fæstum í hug að þeir væru að meina það. En því miður, þá getur verið að þessi óhugnaður sé meðal þess örfáa sem Trump segir og meinar raunverulega. Vegurinn til endurlausnar Bandaríkin eru í algjöru öngstræti með sinn forseta og rotnu stjórnmálamenningu. Þótt maður vildi gjarnan að Ísland gæti eitthvað gert til þess að hafa áhrif á þann mann þá er það óraunhæft. Það er einungis bandaríska þjóðin sjálf sem getur bjargað heimsbyggðinni undan þeirri sturlun og firringu sem virðist hafa gripið um sig í stjórnmálunum þar. Trump var ekki kosinn á grundvelli háleitra hugmynda heldur lágkúrulegrar dýrkunar á auði og ofbeldi. En sem betur eru háleitari leiðarstjörnur ennþá sjáanlegar á himinfestingunni; frelsi allra til þess að eltast við lífshamingjuna er nefnilega hugmynd sem er svo harðkóðuð í bandarísku þjóðarsálina að hún hlýtur á endanum að bera ofurliði þá tímabundnu sturlun sem kjósendur hafa kallað yfir sig. Þótt það sé fjölmargt sem bendir til þess að Bandaríkin standi illa undir þeim fallegu sögum sem þjóðin vill trúa um sjálfa sig þá eru þær samt ekki ónýtar. Það er nefnilega einmitt í gegnum hinar háleitu hugsjónir sem vegurinn til endurlausnar liggur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þegar maður kafar örlítið undir yfirborðið í sögu þjóða kemur auðvitað oft í ljós að hinn stóri sannleikur er örlítið gruggugri og óvissari heldur en maður ætlaði í fyrstu. Þetta getur verið viðkvæmt mál, eins og Guðni forseti komst að í framboði sínu þegar því var haldið hastarlega gegn honum að hafa skoðað með gagnrýnum fræðimannsaugum ýmsar hliðar þorskastríðsins, sem ekki voru allar baðaðar í sama hetjuljóma og okkur finnst notalegastur. Sumar sögur eru svo rótgrónar í sjálfsmynd manna og þjóða að því er tekið sem sérstakri móðgun ef einhver dirfist að skoða þær út frá nýjum hliðum eða efast um að undirstöðurnar séu traustar. Og í mörgum tilvikum er það líka allt í lagi að leyfa hinum ónákvæmu en háleitu frásögnum að vera í friði fyrir gaumgæfilegri naflaskoðun og úrtölum.Sjálfsmynd og ímynd Fáum þjóðum hefur tekist að innræta, í sjálfum sér og öðrum, aðra eins háleita hugmynd eins og Bandaríkjunum. Bandaríkin eru frelsi og tækifæri; ameríski draumurinn þar sem allir geta með dugnaði, harðfylgi og heppni náð að bæta stöðu sína í lífinu. Þessi hugmynd um Bandaríkin er ekki bara inngreipt í heimafólk, heldur stóran hluta heimsbyggðinnar. Þetta er auðvitað ástæða þess að fátækt fólk frá ýmsum heimshornum hefur alið með sér þann draum að komast til Ameríku og láta drauma sína rætast. Þessir draumar eru misjafnir en fyrir fólk sem á lítið undir sér snúast þeir oftast ekki um mikið meira heldur en að losna undan oki, ofbeldi, fátækt og óöryggi og geta búið sjálfum sér og fjölskyldum sínum sæmilega friðsælt og tíðindasnautt líf. Þetta fólk vill finna sér leið til þess að gagnast samfélaginu, vinna sér inn tekjur, láta aðra í friði og vera vonandi sjálfir látnir í friði. Það er alltof sumt. Þetta er ameríski draumurinn sem allir Bandaríkjamenn—og ekki síst leiðtogar landsins hafa í gegnum tíðina verið svo ósköp stoltir af. Ameríska martröðin En núverandi forseti Bandaríkjanna er ekki mikill áhugamaður um drauma venjulegs fólks. Þvert á móti er ekki hægt að túlka hegðun hans öðruvísi en svo að hann sé vísvitandi að skapa martraðakennt ástand alls staðar þar sem hann getur. Það er ekki hægt að skilja öðruvísi hina ómanneskjulegu stefnu sem hann stóð fyrir á landamærunum við Mexíkó þar sem því úrræði var viljandi beitt að hrifsa börn úr örmum foreldra sinna og koma þeim fyrir í búrum. Grimmdin er nánast áþreifanleg—og það er einfaldlega erfitt fyrir venjulegt fólk að gera sér í hugarlund að til sé fólk sem er svo illa innrætt að það hrindi í framkvæmd stefnu beinlínis í þeim tilgangi að framkalla þessa stöðu. En þannig fólk er til og þess konar ráð bruggar það um þessar mundir í Washington. Það sem er einna ískyggilegast við þessa hryllilegu stefnu Bandaríkjaforseta er að líklega var tilgangurinn einmitt sá að undirstrika og auglýsa fyrir alþjóð og heiminum öllum að valdhafar í Washington séu svo sannarlega tilbúnir til þess að ganga lengra en nokkurn óraði í miskunnarleysi sínu ef þeim er ögrað. Mörgum brá nefnilega í brún þegar Trump sagði margítrekað í kosningabaráttu sinni að honum fyndist að það ætti að drepa saklaus börn og fjölskyldur hryðjuverkamanna. Flestir töldu að hann gæti ekki verið að meina þetta. Og þegar hann og hirðin hans hafa áður talað um að það gæti verið snjöll hugmynd að rífa börn af ólöglegum innflytjendum, þá datt fæstum í hug að þeir væru að meina það. En því miður, þá getur verið að þessi óhugnaður sé meðal þess örfáa sem Trump segir og meinar raunverulega. Vegurinn til endurlausnar Bandaríkin eru í algjöru öngstræti með sinn forseta og rotnu stjórnmálamenningu. Þótt maður vildi gjarnan að Ísland gæti eitthvað gert til þess að hafa áhrif á þann mann þá er það óraunhæft. Það er einungis bandaríska þjóðin sjálf sem getur bjargað heimsbyggðinni undan þeirri sturlun og firringu sem virðist hafa gripið um sig í stjórnmálunum þar. Trump var ekki kosinn á grundvelli háleitra hugmynda heldur lágkúrulegrar dýrkunar á auði og ofbeldi. En sem betur eru háleitari leiðarstjörnur ennþá sjáanlegar á himinfestingunni; frelsi allra til þess að eltast við lífshamingjuna er nefnilega hugmynd sem er svo harðkóðuð í bandarísku þjóðarsálina að hún hlýtur á endanum að bera ofurliði þá tímabundnu sturlun sem kjósendur hafa kallað yfir sig. Þótt það sé fjölmargt sem bendir til þess að Bandaríkin standi illa undir þeim fallegu sögum sem þjóðin vill trúa um sjálfa sig þá eru þær samt ekki ónýtar. Það er nefnilega einmitt í gegnum hinar háleitu hugsjónir sem vegurinn til endurlausnar liggur.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun