Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 12:14 May forsætisráðherra hefur þurft að glíma við andóf í eigin röðum vegna Brexit. Vísir/AP Búist er við átakafundi hjá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands í dag. Hún gæti jafnvel þurft að kveða niður uppreisn Brexit-harðlínumanna vegna áætlunar sem hún hefur kynnt um framtíðartilhögun samskipta við ESB. Íhaldsflokkur May hefur logað stafnanna á milli vegna viðræðna ríkisstjórnarinnar við fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig samband Bretlands við það verður eftir útgönguna á næsta ári. May ætlar að kynna áætlun fyrir ráðherrum sínum í dag og reyna að ná samstöðu um hana. Efni áætlunarinnar var hins vegar lekið í fjölmiðla í gær og er það ekki sagt hugnast harðlínumönnum innan stjórnarinnar. Sumir ráðherra, þar á meðal Evrópumálaráðherrann David Davis, hafa áður ítrekað hótað því að segja af sér þegar þeim hefur ekki þótt May ganga nógu hart fram.Fá ekki að taka ráðherrabílinn heim ef þeir segja af sér Hátt í þrjátíu meðlimir ríkisstjórnarinnar hittast í Chequers, sveitasetri forsætisráðherrans, um 65 kílómetrum norðvestur af London. AP-fréttstofan segir að engir símar séu leyfðir á fundinum. Viðræðurnar eiga að standa yfir í allan dag. Orðrómar hafa verið um að harðlínumenn eins og Davis og Boris Johnson utanríkisráðherra gætu sagt af sér ef May fellur ekki frá áætlun sinni sem er sögð gera ráð fyrir að Bretland fylgi ESB-reglum um vöruviðskipti náið eftir útgönguna. May virðist ekki að taka andófsmennina í ríkisstjórnina neinum vettlingatökum. Politico hefur eftir nánum bandamanni hennar að hún ætli hvergi að hvika. Ef einhverjir ráðherrar kjósi að segja af sér fái þeir ekki að fara á ráðherrabílum sínum aftur til London. „Leigubílaspjöld fyrir Ashton-leigubíla, leigubílastöðina á svæðinu, eru í andyrinu fyrir þá sem ákveða að þeir geti ekki fengið sig til að taka rétta ákvörðun fyrir landið,“ hefur Politico eftir embættismanninum í Downing-stræti 10. Brexit Tengdar fréttir Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Búist er við átakafundi hjá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands í dag. Hún gæti jafnvel þurft að kveða niður uppreisn Brexit-harðlínumanna vegna áætlunar sem hún hefur kynnt um framtíðartilhögun samskipta við ESB. Íhaldsflokkur May hefur logað stafnanna á milli vegna viðræðna ríkisstjórnarinnar við fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig samband Bretlands við það verður eftir útgönguna á næsta ári. May ætlar að kynna áætlun fyrir ráðherrum sínum í dag og reyna að ná samstöðu um hana. Efni áætlunarinnar var hins vegar lekið í fjölmiðla í gær og er það ekki sagt hugnast harðlínumönnum innan stjórnarinnar. Sumir ráðherra, þar á meðal Evrópumálaráðherrann David Davis, hafa áður ítrekað hótað því að segja af sér þegar þeim hefur ekki þótt May ganga nógu hart fram.Fá ekki að taka ráðherrabílinn heim ef þeir segja af sér Hátt í þrjátíu meðlimir ríkisstjórnarinnar hittast í Chequers, sveitasetri forsætisráðherrans, um 65 kílómetrum norðvestur af London. AP-fréttstofan segir að engir símar séu leyfðir á fundinum. Viðræðurnar eiga að standa yfir í allan dag. Orðrómar hafa verið um að harðlínumenn eins og Davis og Boris Johnson utanríkisráðherra gætu sagt af sér ef May fellur ekki frá áætlun sinni sem er sögð gera ráð fyrir að Bretland fylgi ESB-reglum um vöruviðskipti náið eftir útgönguna. May virðist ekki að taka andófsmennina í ríkisstjórnina neinum vettlingatökum. Politico hefur eftir nánum bandamanni hennar að hún ætli hvergi að hvika. Ef einhverjir ráðherrar kjósi að segja af sér fái þeir ekki að fara á ráðherrabílum sínum aftur til London. „Leigubílaspjöld fyrir Ashton-leigubíla, leigubílastöðina á svæðinu, eru í andyrinu fyrir þá sem ákveða að þeir geti ekki fengið sig til að taka rétta ákvörðun fyrir landið,“ hefur Politico eftir embættismanninum í Downing-stræti 10.
Brexit Tengdar fréttir Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47