Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2018 06:18 Drengirnir heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Vísir/afp Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, kynna drengirnir sig með nafni. Þá segjast þeir vera við hestaheilsu, þrátt fyrir skrámur, og ef marka má hlátur þeirra og bros eru þeir líka nokkuð brattir miðað við aðstæður. Á myndbandi sjóhersins má sjá drengina heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Þá má einnig sjá hvernig þeir hafa skrifað nafn fótboltaliðs síns á grjót í hellinum, sem og nafn köfunardeildarinnar sem kom fyrst að þeim. Tveir meðlimir sérsveitarinnar munu framvegis veita drengjunum félagsskap öllum stundum. Sérsveitarmennirnir munu jafnframt nýta tímann ofan í hellinum til að þétta sprungur svo að tryggja megi að vatnshæðin í hvelfingunni, þar sem drengirnir dvelja, hækki ekki of mikið. Strákarnir komu í leitirnir á mánudag eftir um 9 daga leit. Búið er að flytja vistir niður til drengjanna, sem gætu þurft að hírast eitthvað áfram í hellinum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður að endingu bjargað en leiðin aftur upp á yfirborðið er erfið yfirferðar.Sjá einnig: Vill „pakka“ fótboltadrengjunum innHér má sjá hluta fótboltaliðsins, sem og þjálfara þess.FacebookÁ blaðamannafundi í morgun sögðu talsmenn björgunarsveitanna að ekki verði reynt að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Engu að síður væru aðstæður fullkomnar fyrir æfingar og mun heilbrigðisstarfsfólk því nýta daginn til að teikna upp hvernig tekið verður á móti strákunum, ef og þegar þeim verður bjargað úr hellinum. Þá verður vatni áfram dælt úr hellinum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að þeim muni takast að minnka vatnsmagnið. Engu að síður gera veðurspár ráð fyrir hellidembu í lok vikunnar sem gæti gert dælingartilraunir dagsins að engu. Þar að auki óttast björgunarsveitirnir að rigningin muni torvelda flutning á vistum ofan í hellinn. Áfram verður reynt að koma símasnúru til drengjanna svo þeir geti rætt við foreldra sína, en tilraunir til þess að leggja snúruna í gær mistókust. Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, kynna drengirnir sig með nafni. Þá segjast þeir vera við hestaheilsu, þrátt fyrir skrámur, og ef marka má hlátur þeirra og bros eru þeir líka nokkuð brattir miðað við aðstæður. Á myndbandi sjóhersins má sjá drengina heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Þá má einnig sjá hvernig þeir hafa skrifað nafn fótboltaliðs síns á grjót í hellinum, sem og nafn köfunardeildarinnar sem kom fyrst að þeim. Tveir meðlimir sérsveitarinnar munu framvegis veita drengjunum félagsskap öllum stundum. Sérsveitarmennirnir munu jafnframt nýta tímann ofan í hellinum til að þétta sprungur svo að tryggja megi að vatnshæðin í hvelfingunni, þar sem drengirnir dvelja, hækki ekki of mikið. Strákarnir komu í leitirnir á mánudag eftir um 9 daga leit. Búið er að flytja vistir niður til drengjanna, sem gætu þurft að hírast eitthvað áfram í hellinum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður að endingu bjargað en leiðin aftur upp á yfirborðið er erfið yfirferðar.Sjá einnig: Vill „pakka“ fótboltadrengjunum innHér má sjá hluta fótboltaliðsins, sem og þjálfara þess.FacebookÁ blaðamannafundi í morgun sögðu talsmenn björgunarsveitanna að ekki verði reynt að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Engu að síður væru aðstæður fullkomnar fyrir æfingar og mun heilbrigðisstarfsfólk því nýta daginn til að teikna upp hvernig tekið verður á móti strákunum, ef og þegar þeim verður bjargað úr hellinum. Þá verður vatni áfram dælt úr hellinum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að þeim muni takast að minnka vatnsmagnið. Engu að síður gera veðurspár ráð fyrir hellidembu í lok vikunnar sem gæti gert dælingartilraunir dagsins að engu. Þar að auki óttast björgunarsveitirnir að rigningin muni torvelda flutning á vistum ofan í hellinn. Áfram verður reynt að koma símasnúru til drengjanna svo þeir geti rætt við foreldra sína, en tilraunir til þess að leggja snúruna í gær mistókust. Umrætt myndband má sjá hér að neðan.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02
Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23