Veðurbarin hamingja Lára G. Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2018 07:00 Það rignir svo mikið að fólk á Suðvesturlandi stillir vekjaraklukkuna eftir veðurspánni til að geta slegið grasið. Og við sjáum ekki fram á að geta borið á pallinn þetta sumarið því ekkert útlit er fyrir tvo samfellda þurra sólarhringa. Ef hægt er að vera óþreyjufullur af sólarskorti þá er tíminn núna. Maður mundi ætla að veðurfar hefði mikil áhrif á hugarástand – að fólkið á Spáni hefði það betra en við í grámyglunni og vætunni. Því lagðist ég yfir rannsóknir til að komast að því hvaða áhrif veðurfar hefur á geðheilsu okkar. Ólíkt því sem ég bjóst við þá virðumst við búa við eðalaðstæður. Eini veðurþátturinn sem virðist hafa áhrif á sálarlíf okkar er hitastig (en ekki rok, rigning, raki, úrkoma eða sólskin). Vellíðan mælist hæst við 13,9°C og minnkar marktækt með hækkandi hitastigi. Þegar hiti hækkar yfir 21°C minnkar lífsgleði fólks ásamt því sem streita, reiði og þreyta eykst. Fjandsamlegar hugsanir, sambandsslit, glæpir, ofbeldi og andfélagsleg hegðun eykst sömuleiðis með hækkandi hitastigi. Þó svo að þeir sem búa við rok og rigningu kvarti meira undan veðrinu eru þeir jafnlífsglaðir og þeir sem búa í sólarlandi. Þegar á heildina er litið hefur veðurfar lítil áhrif á lundarfar okkar enda sýna niðurstöður Alþjóðahamingjurannsóknarinnar (World Happiness Report) að Íslendingar eru meðal fimm hamingjusömustu þjóða heims. Ef þið sjáið í hillingum að flytja til Spánar í sólina skuluð þið hugsa ykkur tvisvar um – því við virðumst skapa okkar eigið sólskin. Ef þið viljið auka lífsgleði ykkar skuluð þið borða vel af grænmeti og ávöxtum, sofa vel og hreyfa ykkur úti – veðurbarin en með sól í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Veður Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það rignir svo mikið að fólk á Suðvesturlandi stillir vekjaraklukkuna eftir veðurspánni til að geta slegið grasið. Og við sjáum ekki fram á að geta borið á pallinn þetta sumarið því ekkert útlit er fyrir tvo samfellda þurra sólarhringa. Ef hægt er að vera óþreyjufullur af sólarskorti þá er tíminn núna. Maður mundi ætla að veðurfar hefði mikil áhrif á hugarástand – að fólkið á Spáni hefði það betra en við í grámyglunni og vætunni. Því lagðist ég yfir rannsóknir til að komast að því hvaða áhrif veðurfar hefur á geðheilsu okkar. Ólíkt því sem ég bjóst við þá virðumst við búa við eðalaðstæður. Eini veðurþátturinn sem virðist hafa áhrif á sálarlíf okkar er hitastig (en ekki rok, rigning, raki, úrkoma eða sólskin). Vellíðan mælist hæst við 13,9°C og minnkar marktækt með hækkandi hitastigi. Þegar hiti hækkar yfir 21°C minnkar lífsgleði fólks ásamt því sem streita, reiði og þreyta eykst. Fjandsamlegar hugsanir, sambandsslit, glæpir, ofbeldi og andfélagsleg hegðun eykst sömuleiðis með hækkandi hitastigi. Þó svo að þeir sem búa við rok og rigningu kvarti meira undan veðrinu eru þeir jafnlífsglaðir og þeir sem búa í sólarlandi. Þegar á heildina er litið hefur veðurfar lítil áhrif á lundarfar okkar enda sýna niðurstöður Alþjóðahamingjurannsóknarinnar (World Happiness Report) að Íslendingar eru meðal fimm hamingjusömustu þjóða heims. Ef þið sjáið í hillingum að flytja til Spánar í sólina skuluð þið hugsa ykkur tvisvar um – því við virðumst skapa okkar eigið sólskin. Ef þið viljið auka lífsgleði ykkar skuluð þið borða vel af grænmeti og ávöxtum, sofa vel og hreyfa ykkur úti – veðurbarin en með sól í hjarta.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun