Skortir börn karlmennsku? Arnar Sverrisson skrifar 17. júlí 2018 10:07 Frá örófi alda hefur það tíðkast um víða veröld, að karlar og konur hafa sinnt uppeldi ungviðisins. Það má einu gilda, hvort um sé að ræða hin eða þessi afbrigði móðurvelda eða föðurvelda í mannfræðilegum skilningi hugtakanna. Karlar hafa vitaskuld kennt bæði stúlkum og drengjum, hvað í karlmennsku fælist, verið báðum kynjum fyrirmynd. Karlmennskan hefur endurspeglast í dæmigerðum karlhlutverkum. Frá upphafi mannkyns er allt sem bendir til, að karlmenn hafi að miklu leyti annast veiðar, jarðyrkju, varnir, hermennsku og flest það, er lýtur að málefnum utan fjölskyldunnar, þ.e. stjórnun og ytri samskiptum, stjórnmálum. Fram á okkar daga hafa karlmenn verið í meirihluta meðal listamanna, fræðimanna og vísindamanna. Einkum meðal listamanna hefur hin karlmannlega mýkt og blíða fundið sér farveg í ástaróði til náttúrunnar, fósturjarðarinnar, hins góða og fallega, til konunnar; mæðra, dætra, eiginkvenna, frilla og ástkvenna. Stundum er talað um hina indó-evrópsku frumgerð karlmennskunnar. Góður karl sýnir gjöfli og hugprýði. Karlinn verndar konur og börn og sér þeim farborða. Honum er annt um heiður og forðast smán. Helgi Þorláksson, sagnfræðingur, lýsir hinu íslenska afbrigði til forna svo: „Allir frjálsir karlar urðu að vera undir það búnir að bregðast við hvers kyns áreitni og máttu ekki sýna nein veikleikamerki, vildu þeir halda heiðri óskertum.” Þráinn Bertelsson, rithöfundur, lýsir svipuðum gildum karlmennskunnar um miðja síðustu öld: „Ég lærði smátt og smátt nokkur undirstöðugildi karlmennskunnar. Maður átti að vera kaldur, það er svipað og hugprúður í fornsögum, hæfilega fámáll eða orðvar, og umfram allt átti maður ekki að láta sér bregða við sársauka eða óþægindi og fara að grenja. Grenjuskjóður voru lítils metnar.“ Þráinn lýsir hér eins konar karlmennskuvígslu, en þær hafa einkennt uppeldi drengja frá upphafi vega og verið í umsjón karlpeningsins, einkum feðra, móðurbræðra og afa. Þeim eru kenndar listir kynbræðranna, færni þeirra og hlutverk. Þjálfunin getur falið í sér voðalegar þrautir og svaðilfarir. Stundum eru drengirnir einir síns liðs í bráðhættulega umhverfi eða stunda voveiflegar íþróttir og veiðar. (Vígsla stúlkna er einnig þekkt meðal fjölmargra kvenveldisþjóða Vestur-Afríku. Þar sjá reyndar konur um vígsluna.) Þráinn var litinn hornauga fyrir að brynna músum, sem væntanlega hefur valdið honum hugarangri, en afleiðingarnar voru oft og tíðum miklu þungbærari, klikkuðu drengir í karlmennskunni. Mæður fnæstu að smánuðum sonum sínum og snéru baki við þeim, sem voru liðleskjur við veiðar. Ótti karla við að bregðast væntingum fann sér sums staðar farveg í goðsögnum og trúarbrögðum; sbr. djöflagyðjuna fjöllimuðu og karlgráðugu, sem nauðsynlegt var að nálgast með kurt og pí, og töfrandi og tælandi kvendjöfulinn, sem vond hafði áhrif og heimtaði fæðu. Breyttir atvinnu- og lífshættir í menningu vorri hafa að sumu leyti skekkt ofangreinda mynd. Góðu heilli fjölgar listamönnum og fræðimönnum af kvenkyni, en illu heilli hverfa karlmenn úr stéttum, er sinna uppeldi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. T.d. virðast ljósfeður gersamlega horfnir og eru yfirsetufræði nú kölluð ljósmóðurfræði. Karlmannsleysið er sérstaklega áberandi í uppeldi. Konur eru nær einráðar á þessum sviðum, þ.e. á uppeldisstofnunum og heimilum. Uggvænlega stór hluti barna hefur hvorki náin kynni af föður né föðurígildi. Við búum börnum því uppeldi, sem áður er lítt þekkt í sögu mannkynsins. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort hið nýja uppeldisfyrirkomulag skipti máli og hvernig. Ofstopakvenfrelsarar fagna nýrri uppeldisöld. Þeir hafa löngum viljað karlmennskuna feiga. Svipaða skoðun virðist Ingólfur Ásgeir Jóhannesson aðhyllast. Sá ágæti fræðimaður við Háskóla Íslands hefur fjallað um karlmennsku og jafnrétti. Hann efast um gildi karlkennara. „Ég tel að við séum ekki mikið betur sett með leik- eða grunnskóla með fleiri körlum í hópi starfsfólks ef þeir eru ógagnrýnir á hefðbundna karlmennskuímynd ..., hvort sem það er í formi verkaskiptingar eða annarrar kynlægrar hegðunar eða viðhorfa.“ Ég hlýt að taka undir með Ingólfi, að sjálfsgagnrýni sé af hinu góða. En ekki er að sjá, að slíkar kröfur séu gerðar til kvenna. Það gæti jafnvel verið móðgun við kvenkennara að efast um hæfni þeirra til að kenna karlmennsku. Ingólfur hefur „lagt áherslu á að með því að líta á karlmannsleysi í kennaraliði og starfsliði skóla sem sérstakan vanda sé gert lítið úr starfi kennslukvenna og hæfni þeirra til að kenna börnum af báðum kynjum.“ Djúpt er tekið í árinni. Ingólfur varar við kynbræðrum sínum: „Verði á annað borð rekinn opinber áróður fyrir því að fjölga kennslukörlum í leik- og grunnskólum ætti líklega að byrja á því að útbúa vinnureglur fyrir kennslukarla og leiðbeinendur um hvers konar hegðun gagnvart börnum sé eðlileg.“ Ætli felist í þessum orðum Ingólfs sú hugsun, að hegðun kvenna gagnvart börnum sé eðlilegri en hegðun karla? Nú kastar tólfunum í málflutningi Ingólfs: „Ekki verður undan því vikist að nefna þá hættu að einhliða áróður fyrir nauðsyn fleiri kennslukarla verði til þess að kynferðisglæpamenn sæki í að gerast kennarar eða leiðbeinendur ungra barna.“ Ætli Ingólfi sé ókunnugt um kynferðisglæpi kvenna gegn börnum? Hvert ætli þær leyti? Allavega varar hann ekki við konum, eftir því sem ég best fæ séð. Ingólfur sækir innblástur til ástralsks kvenmenntunarfræðings, Glenda MacNaugton að nafni. Glenda „leggur áherslu á nauðsyn þess að kennarar tileinki sér femínisma til að þeir skilji almennilega mikilvægi kyngervis [kynferðis] í lífi og námi barna frá ungum aldri. Undir það tek ég; við verðum að skilja áhrif orðs og æðis okkar sem kennara á kyngervi og kynjahugmyndir nemenda okkar. ... [L]ögð [er] áhersla á að almenn kynjafræði og sérstaklega femínismi fái að hafa meiri áhrif á menntastefnu samfélagsins og starf skóla á öllum skólastigum.“ Vitaskuld tek ég undir áherslu Glendu og Ingólfs um nauðsyn þess að gera sér grein fyrir áhrifum kennara á ungviðið og kynferði þeirra sérstaklega. En ég efast um gildi þess að innræta börnum þá grunnhugmynd kvenfrelsara, að karlar séu illir og sitji um konur í feðraveldi sínu til að nauðga þeim, hrella og hefta á alla lund.Höfundur er ellilífeyrisþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frá örófi alda hefur það tíðkast um víða veröld, að karlar og konur hafa sinnt uppeldi ungviðisins. Það má einu gilda, hvort um sé að ræða hin eða þessi afbrigði móðurvelda eða föðurvelda í mannfræðilegum skilningi hugtakanna. Karlar hafa vitaskuld kennt bæði stúlkum og drengjum, hvað í karlmennsku fælist, verið báðum kynjum fyrirmynd. Karlmennskan hefur endurspeglast í dæmigerðum karlhlutverkum. Frá upphafi mannkyns er allt sem bendir til, að karlmenn hafi að miklu leyti annast veiðar, jarðyrkju, varnir, hermennsku og flest það, er lýtur að málefnum utan fjölskyldunnar, þ.e. stjórnun og ytri samskiptum, stjórnmálum. Fram á okkar daga hafa karlmenn verið í meirihluta meðal listamanna, fræðimanna og vísindamanna. Einkum meðal listamanna hefur hin karlmannlega mýkt og blíða fundið sér farveg í ástaróði til náttúrunnar, fósturjarðarinnar, hins góða og fallega, til konunnar; mæðra, dætra, eiginkvenna, frilla og ástkvenna. Stundum er talað um hina indó-evrópsku frumgerð karlmennskunnar. Góður karl sýnir gjöfli og hugprýði. Karlinn verndar konur og börn og sér þeim farborða. Honum er annt um heiður og forðast smán. Helgi Þorláksson, sagnfræðingur, lýsir hinu íslenska afbrigði til forna svo: „Allir frjálsir karlar urðu að vera undir það búnir að bregðast við hvers kyns áreitni og máttu ekki sýna nein veikleikamerki, vildu þeir halda heiðri óskertum.” Þráinn Bertelsson, rithöfundur, lýsir svipuðum gildum karlmennskunnar um miðja síðustu öld: „Ég lærði smátt og smátt nokkur undirstöðugildi karlmennskunnar. Maður átti að vera kaldur, það er svipað og hugprúður í fornsögum, hæfilega fámáll eða orðvar, og umfram allt átti maður ekki að láta sér bregða við sársauka eða óþægindi og fara að grenja. Grenjuskjóður voru lítils metnar.“ Þráinn lýsir hér eins konar karlmennskuvígslu, en þær hafa einkennt uppeldi drengja frá upphafi vega og verið í umsjón karlpeningsins, einkum feðra, móðurbræðra og afa. Þeim eru kenndar listir kynbræðranna, færni þeirra og hlutverk. Þjálfunin getur falið í sér voðalegar þrautir og svaðilfarir. Stundum eru drengirnir einir síns liðs í bráðhættulega umhverfi eða stunda voveiflegar íþróttir og veiðar. (Vígsla stúlkna er einnig þekkt meðal fjölmargra kvenveldisþjóða Vestur-Afríku. Þar sjá reyndar konur um vígsluna.) Þráinn var litinn hornauga fyrir að brynna músum, sem væntanlega hefur valdið honum hugarangri, en afleiðingarnar voru oft og tíðum miklu þungbærari, klikkuðu drengir í karlmennskunni. Mæður fnæstu að smánuðum sonum sínum og snéru baki við þeim, sem voru liðleskjur við veiðar. Ótti karla við að bregðast væntingum fann sér sums staðar farveg í goðsögnum og trúarbrögðum; sbr. djöflagyðjuna fjöllimuðu og karlgráðugu, sem nauðsynlegt var að nálgast með kurt og pí, og töfrandi og tælandi kvendjöfulinn, sem vond hafði áhrif og heimtaði fæðu. Breyttir atvinnu- og lífshættir í menningu vorri hafa að sumu leyti skekkt ofangreinda mynd. Góðu heilli fjölgar listamönnum og fræðimönnum af kvenkyni, en illu heilli hverfa karlmenn úr stéttum, er sinna uppeldi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. T.d. virðast ljósfeður gersamlega horfnir og eru yfirsetufræði nú kölluð ljósmóðurfræði. Karlmannsleysið er sérstaklega áberandi í uppeldi. Konur eru nær einráðar á þessum sviðum, þ.e. á uppeldisstofnunum og heimilum. Uggvænlega stór hluti barna hefur hvorki náin kynni af föður né föðurígildi. Við búum börnum því uppeldi, sem áður er lítt þekkt í sögu mannkynsins. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort hið nýja uppeldisfyrirkomulag skipti máli og hvernig. Ofstopakvenfrelsarar fagna nýrri uppeldisöld. Þeir hafa löngum viljað karlmennskuna feiga. Svipaða skoðun virðist Ingólfur Ásgeir Jóhannesson aðhyllast. Sá ágæti fræðimaður við Háskóla Íslands hefur fjallað um karlmennsku og jafnrétti. Hann efast um gildi karlkennara. „Ég tel að við séum ekki mikið betur sett með leik- eða grunnskóla með fleiri körlum í hópi starfsfólks ef þeir eru ógagnrýnir á hefðbundna karlmennskuímynd ..., hvort sem það er í formi verkaskiptingar eða annarrar kynlægrar hegðunar eða viðhorfa.“ Ég hlýt að taka undir með Ingólfi, að sjálfsgagnrýni sé af hinu góða. En ekki er að sjá, að slíkar kröfur séu gerðar til kvenna. Það gæti jafnvel verið móðgun við kvenkennara að efast um hæfni þeirra til að kenna karlmennsku. Ingólfur hefur „lagt áherslu á að með því að líta á karlmannsleysi í kennaraliði og starfsliði skóla sem sérstakan vanda sé gert lítið úr starfi kennslukvenna og hæfni þeirra til að kenna börnum af báðum kynjum.“ Djúpt er tekið í árinni. Ingólfur varar við kynbræðrum sínum: „Verði á annað borð rekinn opinber áróður fyrir því að fjölga kennslukörlum í leik- og grunnskólum ætti líklega að byrja á því að útbúa vinnureglur fyrir kennslukarla og leiðbeinendur um hvers konar hegðun gagnvart börnum sé eðlileg.“ Ætli felist í þessum orðum Ingólfs sú hugsun, að hegðun kvenna gagnvart börnum sé eðlilegri en hegðun karla? Nú kastar tólfunum í málflutningi Ingólfs: „Ekki verður undan því vikist að nefna þá hættu að einhliða áróður fyrir nauðsyn fleiri kennslukarla verði til þess að kynferðisglæpamenn sæki í að gerast kennarar eða leiðbeinendur ungra barna.“ Ætli Ingólfi sé ókunnugt um kynferðisglæpi kvenna gegn börnum? Hvert ætli þær leyti? Allavega varar hann ekki við konum, eftir því sem ég best fæ séð. Ingólfur sækir innblástur til ástralsks kvenmenntunarfræðings, Glenda MacNaugton að nafni. Glenda „leggur áherslu á nauðsyn þess að kennarar tileinki sér femínisma til að þeir skilji almennilega mikilvægi kyngervis [kynferðis] í lífi og námi barna frá ungum aldri. Undir það tek ég; við verðum að skilja áhrif orðs og æðis okkar sem kennara á kyngervi og kynjahugmyndir nemenda okkar. ... [L]ögð [er] áhersla á að almenn kynjafræði og sérstaklega femínismi fái að hafa meiri áhrif á menntastefnu samfélagsins og starf skóla á öllum skólastigum.“ Vitaskuld tek ég undir áherslu Glendu og Ingólfs um nauðsyn þess að gera sér grein fyrir áhrifum kennara á ungviðið og kynferði þeirra sérstaklega. En ég efast um gildi þess að innræta börnum þá grunnhugmynd kvenfrelsara, að karlar séu illir og sitji um konur í feðraveldi sínu til að nauðga þeim, hrella og hefta á alla lund.Höfundur er ellilífeyrisþegi
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun