Sagðir hafa skáldað sögu um gullskip til að selja rafmynt Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 17:49 Shinil Group segir að til standi að ná skipinu upp á yfirborðið á næstu mánuðum. Vísri/EPA Margt bendir til þess að brögð hafi verið í tafli þegar fyrirtæki í Suður-Kóreu sagðist hafa fundið skipsflak með allt að 200 tonnum af gulli innanborðs. Fyrirtækið, Shinil Group, segist hafa borið kennsl á flak rússneska beitiskipsins Dmitri Donskoi sem sökk í Japanshaf fyrir rúmri öld. Í tilkynningunni segir að um borð geti verið allt að 200 tonn af gullpeningum. Skipið sé á rúmlega 400 metra dýpi og unnið sé að því að reyna að bjarga farminum. Hann myndi í dag vera metinn á meira en þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Það er um það bil sama upphæð og eignir Jeff Bezos, ríkasta manns heims, eru metnar á. Shinil Group er ekki á hlutabréfamarkaði en á hlut í öðru fyrirtæki, Jeil Steel, sem er skráð í kauphöllinni í Seúl. Eins og gefur að skilja leiddu þessar fréttir til þess að verð hlutabréfanna rauk upp úr öllu valdi í fyrstu. Það er nú hins vegar í frjálsu falli eftir að yfirvöld í Suður-Kóreu hófu rannsókn á því hvort gullfundurinn hafi verið uppspuni til hagnast á hlutabréfaviðskiptum. Fyrir utan hlutabréfin hefur fyrirtækið verið að selja rafmynt sem það setti nýlega á markað. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem þetta sama skip er notað til að vekja áhuga fjárfesta. Árið 2003 sagðist annað fyrirtæki hafa fundið flakið og safnaði töluverðu hlutafé áður en allt rann út í sandinn. Talsmaður Shinil Group hefur boðað til blaðamannafundar á morgun til að hrekja ásakanir gegn fyrirtækinu. Það furðulegasta við þetta mál er að enginn hefur fært sannfærandi rök fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa drekkhlaðið beitiskip af gulli rétt fyrir orrustu við japanska sjóherinn. Viðskipti Tengdar fréttir Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Margt bendir til þess að brögð hafi verið í tafli þegar fyrirtæki í Suður-Kóreu sagðist hafa fundið skipsflak með allt að 200 tonnum af gulli innanborðs. Fyrirtækið, Shinil Group, segist hafa borið kennsl á flak rússneska beitiskipsins Dmitri Donskoi sem sökk í Japanshaf fyrir rúmri öld. Í tilkynningunni segir að um borð geti verið allt að 200 tonn af gullpeningum. Skipið sé á rúmlega 400 metra dýpi og unnið sé að því að reyna að bjarga farminum. Hann myndi í dag vera metinn á meira en þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Það er um það bil sama upphæð og eignir Jeff Bezos, ríkasta manns heims, eru metnar á. Shinil Group er ekki á hlutabréfamarkaði en á hlut í öðru fyrirtæki, Jeil Steel, sem er skráð í kauphöllinni í Seúl. Eins og gefur að skilja leiddu þessar fréttir til þess að verð hlutabréfanna rauk upp úr öllu valdi í fyrstu. Það er nú hins vegar í frjálsu falli eftir að yfirvöld í Suður-Kóreu hófu rannsókn á því hvort gullfundurinn hafi verið uppspuni til hagnast á hlutabréfaviðskiptum. Fyrir utan hlutabréfin hefur fyrirtækið verið að selja rafmynt sem það setti nýlega á markað. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem þetta sama skip er notað til að vekja áhuga fjárfesta. Árið 2003 sagðist annað fyrirtæki hafa fundið flakið og safnaði töluverðu hlutafé áður en allt rann út í sandinn. Talsmaður Shinil Group hefur boðað til blaðamannafundar á morgun til að hrekja ásakanir gegn fyrirtækinu. Það furðulegasta við þetta mál er að enginn hefur fært sannfærandi rök fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa drekkhlaðið beitiskip af gulli rétt fyrir orrustu við japanska sjóherinn.
Viðskipti Tengdar fréttir Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31