Var fyrst í hálfgerðri afneitun Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. júlí 2018 07:45 "Auðvitað velti ég fyrir mér hvort það sé að koma í bakið á mér núna að hafa ekki farið rólegar í sakirnar í vetur í stað þess að halda fullri ferð í vinnunni,“ segir Dagur. Fréttablaðið/Anton Brink Ég hélt eiginlega fyrst að ég væri bara fótbrotinn,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, um leið og hann hreiðrar um sig í sófanum í stofunni á heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur. Dagur greindist nýlega með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm, svokallaða fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans. „Í rauninni getur þetta lagst á allar slímhúðir í líkamanum, slímhúðir í liðunum, líka í augum, í hjartalokum, í meltingarvegi og út um allt. Það eru auðvitað til margar tegundir af gigt, þetta er sjaldgæf tegund, sem kemur í kjölfar sýkinga og hefur mismunandi birtingarmyndir en getur verið alvarleg. Nú er nýja stefnan í fræðunum, sem ég hef lært á samtölum mínum undanfarið, að fara bara inn í mjög kröftuglega meðferð. Manni bregður auðvitað svolítið, þegar maður er farinn að sprauta sig í lærin með lyfjum sem eru notuð til að meðhöndla krabbamein, en það er það sem er gert til að hemja bólgurnar og ná stjórn á þessu,“ útskýrir Dagur. Eftir að hafa myndað nýjan meirihluta í borgarstjórn hafði Dagur farið ásamt bróður sínum og börnum til Rússlands að horfa á íslenska landsliðið keppa á heimsmeistaramótinu. „Þá rek ég mig í rör á flugvellinum í Rostov. Alveg hrein ristarspyrna, beint í rörið. Og bölvaði því mikið. Ég haltraði út í vél. Daginn eftir fór ég til Vestmannaeyja til að fylgja stráknum mínum á fótboltamót og varð alltaf verri og verri á haltri mínu milli fótboltavalla. Varð að lokum handviss um að ég væri brotinn. Í kjölfarið byrjaði hins vegar vinstri úlnliðurinn að blása upp og síðan öll vinstri höndin. Þetta var veruleg bólga og þessu fylgdu verkir og náttúrulega skert hreyfigeta. Svo ég fór að leita álits lækna. Læknirinn var fljótur að greina þetta sem fylgigigt, sem kemur í kjölfar frekar alvarlegrar sýkingar sem ég fékk í kviðarholið síðasta haust. Ég fékk sem sagt sýkingu út frá ristilpoka sem setti að lokum gat á ristilinn. Það er alvarlegt í sjálfu sér og ég var á fljótandi fæði í mánuð og missti sjö kíló. Auðvitað velti ég fyrir mér hvort það sé að koma í bakið á mér núna að hafa ekki farið rólegar í sakirnar í vetur í stað þess að halda fullri ferð í vinnunni.“Í fallbyssumeðferð„Fylgigigtin er svona síðbúin árás ónæmiskerfisins, flakkar milli liða og getur lagst á ýmis líffæri. Og hún kom af svona miklum krafti þarna í sumar. Þannig að ég er búinn að vera í miklum rannsóknum og meðhöndlun síðan og er kominn á þessa fallbyssumeðferð til að reyna að slá þetta bara niður.“Er þetta þá ekki krónískur sjúkdómur?„Það er ekki víst. Ég vona sannarlega ekki. Þessi tegund getur læknast – en ákveðinn hluti þeirra sem fá þetta er með þetta krónískt. Þannig að það verður bara að koma í ljós,“ segir Dagur. Hann segist ekki viss um hvaða áhrif þetta muni hafa til langs tíma, eða hvaða áhrif þetta muni hafa á starf hans, sem er nokkuð annasamt, svo ekki sé meira sagt. „En síðustu daga hef ég verið í sumarleyfi og það hittist í raun svolítið vel á því ég þarf líka bara að vita hvort lyfin sem ég er á hafi aukaverkanir. Svo er bara ágætt að fá hvíld fyrir liðina á meðan fyrsta bólgan er að dvína, en mér eru gefnar vonir um að þetta geti gengið vel. Þetta er ekki lífshótandi sjúkdómur, þó hann sé hvimleiður og honum geti fylgt bólgur og auðvitað verkir og hreyfiskerðing. En með þessari lyfjagjöf á að vera hægt ná stjórn á því á einhverjum mánuðum. En ég get alveg búist við því að þurfa að vera á þessum sterku lyfjum í að minnsta kosti eitt og hálft eða tvö ár.“Borgarstjóri með stafDagur lýsir áhrifunum af fylgigigtinni fyrst og fremst sem verkjum og því að hann á erfitt um vik að hreyfa sig þegar bólgurnar eru miklar. „Ég er til dæmis farinn að ganga með staf. Það er til þess að geta komist aðeins um. Það er ekki mælt með því að maður sé mikið á ferðinni í bráðafasanum þótt hreyfing sé góð þegar hann er genginn yfir. Þannig að ég stefni að því að fara til vinnu eftir sumarleyfi, þó ég fari sjálfsagt ekki jafn hratt yfir og áður. En það er þá bara nýr veruleiki sem ég þarf að taka inn.“ Dagur er ungur maður, fæddur 1972. Hann segir það hafa verið ákveðið áfall að greinast. „Jú, ég viðurkenni það alveg, ég þurfti að taka þetta svolítið inn og jú, þetta var áfall. Fyrst var maður í hálfgerðri afneitun, maður tengir það ekki alveg við sjálfsmyndina að geta ekki sofið fyrir verkjum í bólgnum liðum. En eins og ég segi, þetta er bara nýr veruleiki sem ég þarf að bera virðingu fyrir og taka föstum tökum. Og um leið er auðvitað fullt af fólki sem stendur í bæði mjög erfiðri gigt og fullt af öðrum sjúkdómum, sem eru lífshættulegir í ofanálag. Mér finnst ég vera að skána og trúi á bland af bjartsýni, úthaldi og þolinmæði.“Þú talar eins og mjög þægur sjúklingur. Er ekki alltaf sagt að læknar séu erfiðustu sjúklingarnir?„Jú. Það er áreiðanlega nokkuð til í því og þar er ég ekki saklaus. Eigum við ekki að segja að ég hafi lært það af iðrasýkingunni í vetur að bera virðingu fyrir veikindum og setja heilsuna í fyrsta sæti,“ segir Dagur og hlær.Á hálfum tankiDagur og Samfylkingin mynduðu í síðasta mánuði, líkt og frægt er orðið, meirihluta með Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum. Kosningabaráttan var strembin. Hann segir þó ekki hægt að slá því föstu að álagið sem fylgdi kosningabaráttunni hafi haft nokkuð að segja um veikindin. „Það er bara ómögulegt að segja. Ég var nú kannski á hálfum tanki framan af þessu vori út af sýkingunni sem ég fékk í haust og fór þetta svona óvenju mikið á hnefanum, allavega á meðan ég var að jafna mig. En auðvitað velti ég því fyrir mér svona eftir á hvort álag hafi með þetta að gera. Vísindin slá samt engu föstu um það. Fólk getur einfaldlega fengið fylgigigt í kjölfar sýkinga, jafnvel þótt það sé ekki í brjálaðri kosningabaráttu eða álagi af öðru tagi. En mér fannst ég svo sem sjálfum mér líkur og komst í stuð þarna í baráttunni. En núna er mér sagt að það sé ýmislegt sem bendi til þess að þessar bólgubreytingar hafi verið komnar í gang í vor. En ég skrifaði það bara á alls konar stingi og verki sem maður hefur almennt, út af streitu eða álagi.“Ekki til í SjálfstæðisflokkSjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í borginni, varð stærsti flokkurinn með 30,8 prósent. Þótt Samfylking hafi komið út úr kosningunum sem næststærsti flokkurinn með 25,9 prósent atkvæða þá missti hann heil sex prósentustig af fylgi milli borgarstjórnarkosninga. „Já, við náðum metárangri fyrir fjórum árum en getum líka vel við unað eftir þessar kosningar. Framboðin hafa aldrei verið fleiri og það var að mörgu leyti fast að okkur sótt. Sjálfstæðisflokkurinn rétti aðeins úr kútnum miðað við síðustu kosningar en stóra myndin er sú að enginn flokkur, hvorki við né Sjálfstæðisflokkurinn, getur náð meirihluta án samstarfs við aðra. Eftir þessar kosningar var því myndaður meirihluti um málefni, sem er auðvitað það sem öll framboð bera fram í kosningum og hollt að málefni ráði meirihlutamyndun.“ Dagur var ekki spenntur fyrir því að mynda meirihluta með Sjálfstæðismönnum. „Ég meina, eftir kosningar eru þér gefin einhver spil, og það sem vóg mjög þungt þegar fólk byrjaði að tala saman var að þeir flokkar sem síðan mynduðu meirihluta deila ákveðnum grunnþáttum í framtíðarsýn fyrir borgina sem skipta mjög miklu máli á næstu árum. Eins og varðandi aðalskipulag, borgarlínu og ýmsar ákvarðanir sem þarf að taka. Við erum á svo mikilvægum krossgötum varðandi þróun höfuðborgarsvæðisins hvað varðar samgöngumálin, þéttingu byggðar og svo framvegis,“ útskýrir Dagur. „Það skiptir líka miklu máli að það er úrvalsfólk sem náði kosningu fyrir flokkana sem mynda meirihlutann. Samstarfið við það leggst mjög vel í mig.“Stutt milli Eyþórs og VigdísarDagur segir Sjálfstæðisflokkinn raunar hafa verið merkilega klofinn í afstöðu sinni til lykilmála. „Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa að ýmsu leyti verið andstæðir pólar í borgarpólitíkinni. Við höfum hins vegar átt málefnalega samleið við annan arminn í flokknum í skipulagsmálum, en sá armur sem vill draga borgina í allt aðra átt virðist hafa orðið ofan á í vetur. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var til dæmis á móti borgarlínunni í leiðtogaprófkjörinu innan síns flokks, sem er auðvitað eitt af lykilmálum kosninganna, en svo verða menn bara að sjá hvaða sjónarmið verða ofan á hjá flokknum þegar fram líður. Það hefur til dæmis verið mjög stutt á milli Vigdísar Hauksdóttur [oddvita Miðflokks í borginni] og Eyþórs í nánast öllum málum, en ég er ekki viss um að allir í minnihlutanum fylgi þeim í því.“Vill ekki ósiði af þingi í RáðhúsiðHann segir einstaklinga í hópnum tala býsna líkt og meirihlutinn þegar svo ber undir. „En hafa reyndar ekki gert það núna á fyrstu metrum nýrrar borgarstjórnar. Fólk er sjálfsagt að finna sinn tón og aðrir að láta í sér heyra. En þegar allt kemur til alls er býsna margt sem allir eiga sameiginlegt þegar kemur að stjórn borgarinnar. Ég vil trúa því að í grunninn hafi allir metnað til að gera vel. Ég vona að það verði ekki yfirskyggt af einhverjum umræðuósiðum úr þinginu sem smitist yfir í sali borgarstjórnar. Það hefur aðeins borið á því. Ég held að það hafi verið styrkur borgarstjórnarinnar að vera sanngjarn umræðuvettvangur, leiða flest mál til lykta í sátt og út frá heildarhagsmunum borgarinnar. Við höfum ekkert við tilbúinn ágreining, stóryrði og orðagjálfur að gera.“Borgin tefji íbúðauppbygginguMikið hefur verið rætt um húsnæðismálin. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt hæga málsmeðferð sveitarfélaganna í skipulags- og byggingarmálum og sagt sveitarstjórnir, þar á meðal Reykjavík, beinlínis standa í vegi fyrir íbúðauppbyggingu. Framkvæmdir tefjist og því fylgi kostnaður, aðallega fyrir kaupendur. Dagur kannast við umræðuna. Hann segir þó að undanfarin ár hafi borgin afkastað gríðarlega í húsnæðismálum. „Við höfum samþykkt fleiri íbúðir og uppbyggingu í nýju skipulagi en nokkru sinni áður í borginni. En það er alveg rétt. Laga- og regluumhverfið er flókið. Það er einnig nánast regla að skipulag er kært. Ef við erum ekki með belti og axlabönd í meðferð málanna þá kemur það ekki bara niður á okkur, heldur líka á þeim sem vilja byggja upp. Við höfum samt séð það að bæði fjármálastofnanir og framkvæmdaaðilar taka sér ekkert síður langan tíma í að klára sín mál. Jafnvel löngu eftir að skipulagsferlar hafa klárast hjá okkur.“ Dagur segir ekki sanngjarnt að skella skuldinni einungis á sveitarstjórnir. „Byggingageirinn og bankastofnanir voru býsna brenndar og kannski eru allir varfærnari en áður. En staðan er sú núna, að það liggja fyrir miklar uppbyggingarheimildir sem hægt er að leggja inn byggingarleyfi fyrir og byggja eftir. Síðustu þrjú ár hafa öll verið metár í úthlutunum lóða og 2018 virðist ætla að slá öll met.“ Það er samt mikill íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu. Í kosningabaráttunni 2014 lofaði Samfylkingin mörg þúsund nýjum íbúðum en samt eru aðeins nokkur hundruð fullkláruð. Metúthlutun lóða er væntanlega lítið annað en uppsöfnuð þörf borgarbúa fyrir húsnæði. Eru lóðirnar svo dýrar að það finnst ekki kaupandi eða fjármagn til að klára byggingarnar? Hvað getur borgin gert betur í þessum efnum? „Það er heilmikil uppbygging í gangi og mörg mjög mikilvæg verkefni. Ég get nefnt þúsund íbúða verkefni á vegum verkalýðshreyfingarinnar, Bjargs, fyrir lágtekjufólk. Ég vil að þessar íbúðir verði enn fleiri. Stúdentar eru að byggja stærsta stúdentagarð landsins og annað eins að hefjast við Háskólann í Reykjavík. Þetta mun hafa góð áhrif á húsnæðismálin. Eldri borgarar eru að klára íbúðir mjög víða, í Mörkinni, í Mjódd og á Sléttuvegi. Ég vil að við förum strax í næstu verkefni með þessum öflugu uppbyggingaraðilum. Það er þróttur í þessu.“ Hann segir tímafrekt að byggja húsnæði. „Við erum að vinna með aðilum sem eru að sýna samfélagslega ábyrgð, vilja stilla leiguverði í hóf, en síðan bjuggumst við kannski við því að markaðurinn kæmi inn með valkosti líka, til dæmis fyrir fyrstu kaupendur. Mér hefur þótt standa ansi mikið á því að byggja litlar og hóflega verðlagðar íbúðir fyrir þennan hóp,“ útskýrir Dagur og segir mikið talað um alls konar sniðugar lausnir. „En maður sér þetta ekki rísa. Við þurfum ekki öll það sama í húsnæðismálum, en við þurfum öll eitthvað.”Ætlar ekki í landsmálinHin hliðin á vandanum á húsnæðismarkaðnum, þegar kemur að ungu fólki, fjölskyldum og fólki með lægri tekjur, snýr að ríkinu að mati Dags. „Þar er mjög sérstök mynd sem blasir við. Ríkið fer í leiðréttinguna svokölluðu, sem hleypir upp markaðnum, og með hinni hendinni fer ríkið í að skera niður barna- og vaxtabætur. Það auðvitað dregur saman ráðstöfunartekjur hjá stórum hópi fjölskyldna með börn, sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og allar athuganir sýna að hafa minnst á milli handanna. Ég stend á því fastar en fótunum, að töluverður hluti af óánægjunni á vinnumarkaði núna er vegna þess að þrátt fyrir prósentuhækkanir og launahækkanir sem margir hópar hafa verið að fá á undanförnum árum, hefur ríkið verið að grafa undan kjörum sama fólks með hinni hendinni í gegnum niðurskurð vaxta- og barnabóta og gera þessar launahækkanir að engu. Það er í mínum huga lykilatriði að leiðrétta þetta í tengslum við kjarasamninga næsta vetur, ef það á að nást einhver friður á vinnumarkaði. Ríkið þarf að sjá að sér og koma mjög myndarlega inn til móts við þessa hópa.“ „Nei. Það hefur ekki togað í mig. Borgarmálin eiga hug minn og hjarta. Nýr meirihluti horfir með tilhlökkun til næstu fjögurra ára og það er ekki fararsnið á neinum.“ Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Ég hélt eiginlega fyrst að ég væri bara fótbrotinn,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, um leið og hann hreiðrar um sig í sófanum í stofunni á heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur. Dagur greindist nýlega með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm, svokallaða fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans. „Í rauninni getur þetta lagst á allar slímhúðir í líkamanum, slímhúðir í liðunum, líka í augum, í hjartalokum, í meltingarvegi og út um allt. Það eru auðvitað til margar tegundir af gigt, þetta er sjaldgæf tegund, sem kemur í kjölfar sýkinga og hefur mismunandi birtingarmyndir en getur verið alvarleg. Nú er nýja stefnan í fræðunum, sem ég hef lært á samtölum mínum undanfarið, að fara bara inn í mjög kröftuglega meðferð. Manni bregður auðvitað svolítið, þegar maður er farinn að sprauta sig í lærin með lyfjum sem eru notuð til að meðhöndla krabbamein, en það er það sem er gert til að hemja bólgurnar og ná stjórn á þessu,“ útskýrir Dagur. Eftir að hafa myndað nýjan meirihluta í borgarstjórn hafði Dagur farið ásamt bróður sínum og börnum til Rússlands að horfa á íslenska landsliðið keppa á heimsmeistaramótinu. „Þá rek ég mig í rör á flugvellinum í Rostov. Alveg hrein ristarspyrna, beint í rörið. Og bölvaði því mikið. Ég haltraði út í vél. Daginn eftir fór ég til Vestmannaeyja til að fylgja stráknum mínum á fótboltamót og varð alltaf verri og verri á haltri mínu milli fótboltavalla. Varð að lokum handviss um að ég væri brotinn. Í kjölfarið byrjaði hins vegar vinstri úlnliðurinn að blása upp og síðan öll vinstri höndin. Þetta var veruleg bólga og þessu fylgdu verkir og náttúrulega skert hreyfigeta. Svo ég fór að leita álits lækna. Læknirinn var fljótur að greina þetta sem fylgigigt, sem kemur í kjölfar frekar alvarlegrar sýkingar sem ég fékk í kviðarholið síðasta haust. Ég fékk sem sagt sýkingu út frá ristilpoka sem setti að lokum gat á ristilinn. Það er alvarlegt í sjálfu sér og ég var á fljótandi fæði í mánuð og missti sjö kíló. Auðvitað velti ég fyrir mér hvort það sé að koma í bakið á mér núna að hafa ekki farið rólegar í sakirnar í vetur í stað þess að halda fullri ferð í vinnunni.“Í fallbyssumeðferð„Fylgigigtin er svona síðbúin árás ónæmiskerfisins, flakkar milli liða og getur lagst á ýmis líffæri. Og hún kom af svona miklum krafti þarna í sumar. Þannig að ég er búinn að vera í miklum rannsóknum og meðhöndlun síðan og er kominn á þessa fallbyssumeðferð til að reyna að slá þetta bara niður.“Er þetta þá ekki krónískur sjúkdómur?„Það er ekki víst. Ég vona sannarlega ekki. Þessi tegund getur læknast – en ákveðinn hluti þeirra sem fá þetta er með þetta krónískt. Þannig að það verður bara að koma í ljós,“ segir Dagur. Hann segist ekki viss um hvaða áhrif þetta muni hafa til langs tíma, eða hvaða áhrif þetta muni hafa á starf hans, sem er nokkuð annasamt, svo ekki sé meira sagt. „En síðustu daga hef ég verið í sumarleyfi og það hittist í raun svolítið vel á því ég þarf líka bara að vita hvort lyfin sem ég er á hafi aukaverkanir. Svo er bara ágætt að fá hvíld fyrir liðina á meðan fyrsta bólgan er að dvína, en mér eru gefnar vonir um að þetta geti gengið vel. Þetta er ekki lífshótandi sjúkdómur, þó hann sé hvimleiður og honum geti fylgt bólgur og auðvitað verkir og hreyfiskerðing. En með þessari lyfjagjöf á að vera hægt ná stjórn á því á einhverjum mánuðum. En ég get alveg búist við því að þurfa að vera á þessum sterku lyfjum í að minnsta kosti eitt og hálft eða tvö ár.“Borgarstjóri með stafDagur lýsir áhrifunum af fylgigigtinni fyrst og fremst sem verkjum og því að hann á erfitt um vik að hreyfa sig þegar bólgurnar eru miklar. „Ég er til dæmis farinn að ganga með staf. Það er til þess að geta komist aðeins um. Það er ekki mælt með því að maður sé mikið á ferðinni í bráðafasanum þótt hreyfing sé góð þegar hann er genginn yfir. Þannig að ég stefni að því að fara til vinnu eftir sumarleyfi, þó ég fari sjálfsagt ekki jafn hratt yfir og áður. En það er þá bara nýr veruleiki sem ég þarf að taka inn.“ Dagur er ungur maður, fæddur 1972. Hann segir það hafa verið ákveðið áfall að greinast. „Jú, ég viðurkenni það alveg, ég þurfti að taka þetta svolítið inn og jú, þetta var áfall. Fyrst var maður í hálfgerðri afneitun, maður tengir það ekki alveg við sjálfsmyndina að geta ekki sofið fyrir verkjum í bólgnum liðum. En eins og ég segi, þetta er bara nýr veruleiki sem ég þarf að bera virðingu fyrir og taka föstum tökum. Og um leið er auðvitað fullt af fólki sem stendur í bæði mjög erfiðri gigt og fullt af öðrum sjúkdómum, sem eru lífshættulegir í ofanálag. Mér finnst ég vera að skána og trúi á bland af bjartsýni, úthaldi og þolinmæði.“Þú talar eins og mjög þægur sjúklingur. Er ekki alltaf sagt að læknar séu erfiðustu sjúklingarnir?„Jú. Það er áreiðanlega nokkuð til í því og þar er ég ekki saklaus. Eigum við ekki að segja að ég hafi lært það af iðrasýkingunni í vetur að bera virðingu fyrir veikindum og setja heilsuna í fyrsta sæti,“ segir Dagur og hlær.Á hálfum tankiDagur og Samfylkingin mynduðu í síðasta mánuði, líkt og frægt er orðið, meirihluta með Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum. Kosningabaráttan var strembin. Hann segir þó ekki hægt að slá því föstu að álagið sem fylgdi kosningabaráttunni hafi haft nokkuð að segja um veikindin. „Það er bara ómögulegt að segja. Ég var nú kannski á hálfum tanki framan af þessu vori út af sýkingunni sem ég fékk í haust og fór þetta svona óvenju mikið á hnefanum, allavega á meðan ég var að jafna mig. En auðvitað velti ég því fyrir mér svona eftir á hvort álag hafi með þetta að gera. Vísindin slá samt engu föstu um það. Fólk getur einfaldlega fengið fylgigigt í kjölfar sýkinga, jafnvel þótt það sé ekki í brjálaðri kosningabaráttu eða álagi af öðru tagi. En mér fannst ég svo sem sjálfum mér líkur og komst í stuð þarna í baráttunni. En núna er mér sagt að það sé ýmislegt sem bendi til þess að þessar bólgubreytingar hafi verið komnar í gang í vor. En ég skrifaði það bara á alls konar stingi og verki sem maður hefur almennt, út af streitu eða álagi.“Ekki til í SjálfstæðisflokkSjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í borginni, varð stærsti flokkurinn með 30,8 prósent. Þótt Samfylking hafi komið út úr kosningunum sem næststærsti flokkurinn með 25,9 prósent atkvæða þá missti hann heil sex prósentustig af fylgi milli borgarstjórnarkosninga. „Já, við náðum metárangri fyrir fjórum árum en getum líka vel við unað eftir þessar kosningar. Framboðin hafa aldrei verið fleiri og það var að mörgu leyti fast að okkur sótt. Sjálfstæðisflokkurinn rétti aðeins úr kútnum miðað við síðustu kosningar en stóra myndin er sú að enginn flokkur, hvorki við né Sjálfstæðisflokkurinn, getur náð meirihluta án samstarfs við aðra. Eftir þessar kosningar var því myndaður meirihluti um málefni, sem er auðvitað það sem öll framboð bera fram í kosningum og hollt að málefni ráði meirihlutamyndun.“ Dagur var ekki spenntur fyrir því að mynda meirihluta með Sjálfstæðismönnum. „Ég meina, eftir kosningar eru þér gefin einhver spil, og það sem vóg mjög þungt þegar fólk byrjaði að tala saman var að þeir flokkar sem síðan mynduðu meirihluta deila ákveðnum grunnþáttum í framtíðarsýn fyrir borgina sem skipta mjög miklu máli á næstu árum. Eins og varðandi aðalskipulag, borgarlínu og ýmsar ákvarðanir sem þarf að taka. Við erum á svo mikilvægum krossgötum varðandi þróun höfuðborgarsvæðisins hvað varðar samgöngumálin, þéttingu byggðar og svo framvegis,“ útskýrir Dagur. „Það skiptir líka miklu máli að það er úrvalsfólk sem náði kosningu fyrir flokkana sem mynda meirihlutann. Samstarfið við það leggst mjög vel í mig.“Stutt milli Eyþórs og VigdísarDagur segir Sjálfstæðisflokkinn raunar hafa verið merkilega klofinn í afstöðu sinni til lykilmála. „Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa að ýmsu leyti verið andstæðir pólar í borgarpólitíkinni. Við höfum hins vegar átt málefnalega samleið við annan arminn í flokknum í skipulagsmálum, en sá armur sem vill draga borgina í allt aðra átt virðist hafa orðið ofan á í vetur. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var til dæmis á móti borgarlínunni í leiðtogaprófkjörinu innan síns flokks, sem er auðvitað eitt af lykilmálum kosninganna, en svo verða menn bara að sjá hvaða sjónarmið verða ofan á hjá flokknum þegar fram líður. Það hefur til dæmis verið mjög stutt á milli Vigdísar Hauksdóttur [oddvita Miðflokks í borginni] og Eyþórs í nánast öllum málum, en ég er ekki viss um að allir í minnihlutanum fylgi þeim í því.“Vill ekki ósiði af þingi í RáðhúsiðHann segir einstaklinga í hópnum tala býsna líkt og meirihlutinn þegar svo ber undir. „En hafa reyndar ekki gert það núna á fyrstu metrum nýrrar borgarstjórnar. Fólk er sjálfsagt að finna sinn tón og aðrir að láta í sér heyra. En þegar allt kemur til alls er býsna margt sem allir eiga sameiginlegt þegar kemur að stjórn borgarinnar. Ég vil trúa því að í grunninn hafi allir metnað til að gera vel. Ég vona að það verði ekki yfirskyggt af einhverjum umræðuósiðum úr þinginu sem smitist yfir í sali borgarstjórnar. Það hefur aðeins borið á því. Ég held að það hafi verið styrkur borgarstjórnarinnar að vera sanngjarn umræðuvettvangur, leiða flest mál til lykta í sátt og út frá heildarhagsmunum borgarinnar. Við höfum ekkert við tilbúinn ágreining, stóryrði og orðagjálfur að gera.“Borgin tefji íbúðauppbygginguMikið hefur verið rætt um húsnæðismálin. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt hæga málsmeðferð sveitarfélaganna í skipulags- og byggingarmálum og sagt sveitarstjórnir, þar á meðal Reykjavík, beinlínis standa í vegi fyrir íbúðauppbyggingu. Framkvæmdir tefjist og því fylgi kostnaður, aðallega fyrir kaupendur. Dagur kannast við umræðuna. Hann segir þó að undanfarin ár hafi borgin afkastað gríðarlega í húsnæðismálum. „Við höfum samþykkt fleiri íbúðir og uppbyggingu í nýju skipulagi en nokkru sinni áður í borginni. En það er alveg rétt. Laga- og regluumhverfið er flókið. Það er einnig nánast regla að skipulag er kært. Ef við erum ekki með belti og axlabönd í meðferð málanna þá kemur það ekki bara niður á okkur, heldur líka á þeim sem vilja byggja upp. Við höfum samt séð það að bæði fjármálastofnanir og framkvæmdaaðilar taka sér ekkert síður langan tíma í að klára sín mál. Jafnvel löngu eftir að skipulagsferlar hafa klárast hjá okkur.“ Dagur segir ekki sanngjarnt að skella skuldinni einungis á sveitarstjórnir. „Byggingageirinn og bankastofnanir voru býsna brenndar og kannski eru allir varfærnari en áður. En staðan er sú núna, að það liggja fyrir miklar uppbyggingarheimildir sem hægt er að leggja inn byggingarleyfi fyrir og byggja eftir. Síðustu þrjú ár hafa öll verið metár í úthlutunum lóða og 2018 virðist ætla að slá öll met.“ Það er samt mikill íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu. Í kosningabaráttunni 2014 lofaði Samfylkingin mörg þúsund nýjum íbúðum en samt eru aðeins nokkur hundruð fullkláruð. Metúthlutun lóða er væntanlega lítið annað en uppsöfnuð þörf borgarbúa fyrir húsnæði. Eru lóðirnar svo dýrar að það finnst ekki kaupandi eða fjármagn til að klára byggingarnar? Hvað getur borgin gert betur í þessum efnum? „Það er heilmikil uppbygging í gangi og mörg mjög mikilvæg verkefni. Ég get nefnt þúsund íbúða verkefni á vegum verkalýðshreyfingarinnar, Bjargs, fyrir lágtekjufólk. Ég vil að þessar íbúðir verði enn fleiri. Stúdentar eru að byggja stærsta stúdentagarð landsins og annað eins að hefjast við Háskólann í Reykjavík. Þetta mun hafa góð áhrif á húsnæðismálin. Eldri borgarar eru að klára íbúðir mjög víða, í Mörkinni, í Mjódd og á Sléttuvegi. Ég vil að við förum strax í næstu verkefni með þessum öflugu uppbyggingaraðilum. Það er þróttur í þessu.“ Hann segir tímafrekt að byggja húsnæði. „Við erum að vinna með aðilum sem eru að sýna samfélagslega ábyrgð, vilja stilla leiguverði í hóf, en síðan bjuggumst við kannski við því að markaðurinn kæmi inn með valkosti líka, til dæmis fyrir fyrstu kaupendur. Mér hefur þótt standa ansi mikið á því að byggja litlar og hóflega verðlagðar íbúðir fyrir þennan hóp,“ útskýrir Dagur og segir mikið talað um alls konar sniðugar lausnir. „En maður sér þetta ekki rísa. Við þurfum ekki öll það sama í húsnæðismálum, en við þurfum öll eitthvað.”Ætlar ekki í landsmálinHin hliðin á vandanum á húsnæðismarkaðnum, þegar kemur að ungu fólki, fjölskyldum og fólki með lægri tekjur, snýr að ríkinu að mati Dags. „Þar er mjög sérstök mynd sem blasir við. Ríkið fer í leiðréttinguna svokölluðu, sem hleypir upp markaðnum, og með hinni hendinni fer ríkið í að skera niður barna- og vaxtabætur. Það auðvitað dregur saman ráðstöfunartekjur hjá stórum hópi fjölskyldna með börn, sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og allar athuganir sýna að hafa minnst á milli handanna. Ég stend á því fastar en fótunum, að töluverður hluti af óánægjunni á vinnumarkaði núna er vegna þess að þrátt fyrir prósentuhækkanir og launahækkanir sem margir hópar hafa verið að fá á undanförnum árum, hefur ríkið verið að grafa undan kjörum sama fólks með hinni hendinni í gegnum niðurskurð vaxta- og barnabóta og gera þessar launahækkanir að engu. Það er í mínum huga lykilatriði að leiðrétta þetta í tengslum við kjarasamninga næsta vetur, ef það á að nást einhver friður á vinnumarkaði. Ríkið þarf að sjá að sér og koma mjög myndarlega inn til móts við þessa hópa.“ „Nei. Það hefur ekki togað í mig. Borgarmálin eiga hug minn og hjarta. Nýr meirihluti horfir með tilhlökkun til næstu fjögurra ára og það er ekki fararsnið á neinum.“
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira