Fallið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 10:00 Það telst svo sem ekki til stórtíðinda að nýleg Gallup könnun sýni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti minna en helmings fylgis meðal þjóðarinnar. Hún er þar með fjórða ríkisstjórnin í röð sem hefur minnihluta þjóðarinnar á bak við sig innan við ári eftir að hún komst til valda. Það lá að. Núverandi ríkisstjórn naut ágæts stuðnings í upphafi en þegar ljóst var að hún ætlaði sér ekkert sérstakt, annað en að halda völdum, þá fór vitanlega að síga á ógæfuhliðina. Aðgerðaleysi einkennir þessa ríkisstjórn. Hún dútlar við eitt og annað og einhver mál eru í athugun, og verða það eflaust lengi. Stjórnin samanstendur af hægriflokki, miðjuflokki og vinstriflokki sem vilja halda friðinn og til að svo verði er heppilegast að aðhafast sem minnst. Ekki er samt hægt að ætlast til að þjóðin sýni tíðindaleysinu ríkan skilning. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en missa áhugann á kosningaloforðum eftir að vera komnir í ríkisstjórn. Þá er af einhverjum ástæðum illmögulegt að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og áfram á að gera ungu fólki erfitt fyrir að kaupa sér íbúð meðan okrarar eigna sér leigumarkaðinn. Á sama tíma þarf vitanlega að virkja náttúruperlur af því stærsti flokkurinn í ríkistjórninni er áhugasamur um það. Sömuleiðis er talið brýnt að halda verndarhendi yfir hinni kvartsáru stórútgerð og hlutum komið þannig fyrir að hún greiði ekki of mikið til samfélagsins. Allt er þetta mjög skrýtið og ekki til þess fallið að njóta meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórnir koma og falla ansi ört. Eftir alþingiskosningar ríkir samt hverju sinni viss bjartsýni meðal þjóðarinnar því ný ríkisstjórn hefur feril sinn yfirleitt með góðan hluta þjóðarinnar á bak við sig. Á undraverðan hátt tekst henni síðan að glutra niður stuðningi og hrökklast loks frá völdum með skömm. Freistandi er að velta fyrir sér hvort þetta verði einmitt örlög hinnar aðgerðalitlu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ríkisstjórnarsamstarfi eins og þessu er sá flokkur sem talað hefur í upphrópunum í verstu stöðunni. Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins. Vinstri græn eiga tvo kosti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þann að halda áfram að hokra í horninu hjá íhaldinu og veslast þar smám saman upp eða að taka á sig rögg og leitast við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Haldi Vinstri græn áfram að gera nánast ekki neitt í ríkisstjórnarsamstarfinu er hætt við því að óánægja meðal stórs hóps flokksmanna fari stigvaxandi og þeir snúist loks gegn forystunni og krefjist þess að stjórnarsamstarfinu verði slitið. Satt að segja er allt eins líklegt að sú verði einmitt raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það telst svo sem ekki til stórtíðinda að nýleg Gallup könnun sýni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti minna en helmings fylgis meðal þjóðarinnar. Hún er þar með fjórða ríkisstjórnin í röð sem hefur minnihluta þjóðarinnar á bak við sig innan við ári eftir að hún komst til valda. Það lá að. Núverandi ríkisstjórn naut ágæts stuðnings í upphafi en þegar ljóst var að hún ætlaði sér ekkert sérstakt, annað en að halda völdum, þá fór vitanlega að síga á ógæfuhliðina. Aðgerðaleysi einkennir þessa ríkisstjórn. Hún dútlar við eitt og annað og einhver mál eru í athugun, og verða það eflaust lengi. Stjórnin samanstendur af hægriflokki, miðjuflokki og vinstriflokki sem vilja halda friðinn og til að svo verði er heppilegast að aðhafast sem minnst. Ekki er samt hægt að ætlast til að þjóðin sýni tíðindaleysinu ríkan skilning. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en missa áhugann á kosningaloforðum eftir að vera komnir í ríkisstjórn. Þá er af einhverjum ástæðum illmögulegt að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og áfram á að gera ungu fólki erfitt fyrir að kaupa sér íbúð meðan okrarar eigna sér leigumarkaðinn. Á sama tíma þarf vitanlega að virkja náttúruperlur af því stærsti flokkurinn í ríkistjórninni er áhugasamur um það. Sömuleiðis er talið brýnt að halda verndarhendi yfir hinni kvartsáru stórútgerð og hlutum komið þannig fyrir að hún greiði ekki of mikið til samfélagsins. Allt er þetta mjög skrýtið og ekki til þess fallið að njóta meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórnir koma og falla ansi ört. Eftir alþingiskosningar ríkir samt hverju sinni viss bjartsýni meðal þjóðarinnar því ný ríkisstjórn hefur feril sinn yfirleitt með góðan hluta þjóðarinnar á bak við sig. Á undraverðan hátt tekst henni síðan að glutra niður stuðningi og hrökklast loks frá völdum með skömm. Freistandi er að velta fyrir sér hvort þetta verði einmitt örlög hinnar aðgerðalitlu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ríkisstjórnarsamstarfi eins og þessu er sá flokkur sem talað hefur í upphrópunum í verstu stöðunni. Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins. Vinstri græn eiga tvo kosti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þann að halda áfram að hokra í horninu hjá íhaldinu og veslast þar smám saman upp eða að taka á sig rögg og leitast við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Haldi Vinstri græn áfram að gera nánast ekki neitt í ríkisstjórnarsamstarfinu er hætt við því að óánægja meðal stórs hóps flokksmanna fari stigvaxandi og þeir snúist loks gegn forystunni og krefjist þess að stjórnarsamstarfinu verði slitið. Satt að segja er allt eins líklegt að sú verði einmitt raunin.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun