Sjáðu unga knattspyrnukonu spyrja reynda landsliðskonu spjörunum úr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 11:30 Hallbera Guðný Gísladóttir. og Ída Marín Hermannsdóttir Mynd/Skjámynd/Landsbankinn Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á heimsmeistaramótið. Liðið getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Íslensku landsliðskonurnar hafa sett stefnuna á það að fylla Laugardalsvöllinn og ein af þeim sem hefur tekið að sér að kynna leikinn og liðið fyrir Íslendingum er hin margreynda Hallbera Guðný Gísladóttir. Landsbankinn fékk Hallberu til að segja aðeins frá landsliðinu, leiknum mikilvæga og hvaða ráð hún gefur ungum knattspyrnukonum sem ætla sér að ná langt á knattspyrnuvellinum eins og hún. Ein af okkar ungu og efnilegu fótboltakonum, Ída Marín Hermannsdóttir úr sautján ára 117 landsliðinu, fékk að setjast niður með landsliðskonunni Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spyrja hana um fótboltann og um góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk. Ída Marín Hermannsdóttir er heldur betur með landsliðið í blóðinu því faðir hennar, Hermann Hreiðssson lék 89 landsleiki á sínum tíma og móðir hennar Ragna Lóa Stefánsdóttir lék 34 landsleiki. Saman léku því foreldrar hennar 123 A-landsleiki og skoruðu í þeim sjö mörk. En af hverju er landsleikurinn við Þýskaland 1. september svona mikilvægur? „Ég held að þessi leikur verði klárlega einn af stærstu leikjunum sem ég hef spilað. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið á raunhæfan möguleika á að fara á heimsmeistaramótið. Við erum auðvitað búin að fara á Evrópumeistaramótið en það er erfiðara að komast á heimsmeistaramótið. Það myndi veita okkur þvílíkt mikinn stuðning að fá fullan völl,“ sagði Hallbera. Hallbera segir að íslensku stelpurnar séu að fara að mæta einu besta liði í heimi og þá er gott að eiga tólft og þrettánda manninn í stúkunni. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ sagði Hallbera. Það má lesa allt viðtalið við hana hér eða sjá það hér fyrir neðan. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á heimsmeistaramótið. Liðið getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Íslensku landsliðskonurnar hafa sett stefnuna á það að fylla Laugardalsvöllinn og ein af þeim sem hefur tekið að sér að kynna leikinn og liðið fyrir Íslendingum er hin margreynda Hallbera Guðný Gísladóttir. Landsbankinn fékk Hallberu til að segja aðeins frá landsliðinu, leiknum mikilvæga og hvaða ráð hún gefur ungum knattspyrnukonum sem ætla sér að ná langt á knattspyrnuvellinum eins og hún. Ein af okkar ungu og efnilegu fótboltakonum, Ída Marín Hermannsdóttir úr sautján ára 117 landsliðinu, fékk að setjast niður með landsliðskonunni Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spyrja hana um fótboltann og um góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk. Ída Marín Hermannsdóttir er heldur betur með landsliðið í blóðinu því faðir hennar, Hermann Hreiðssson lék 89 landsleiki á sínum tíma og móðir hennar Ragna Lóa Stefánsdóttir lék 34 landsleiki. Saman léku því foreldrar hennar 123 A-landsleiki og skoruðu í þeim sjö mörk. En af hverju er landsleikurinn við Þýskaland 1. september svona mikilvægur? „Ég held að þessi leikur verði klárlega einn af stærstu leikjunum sem ég hef spilað. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið á raunhæfan möguleika á að fara á heimsmeistaramótið. Við erum auðvitað búin að fara á Evrópumeistaramótið en það er erfiðara að komast á heimsmeistaramótið. Það myndi veita okkur þvílíkt mikinn stuðning að fá fullan völl,“ sagði Hallbera. Hallbera segir að íslensku stelpurnar séu að fara að mæta einu besta liði í heimi og þá er gott að eiga tólft og þrettánda manninn í stúkunni. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ sagði Hallbera. Það má lesa allt viðtalið við hana hér eða sjá það hér fyrir neðan.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira