Vísindaskortur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. ágúst 2018 05:45 Vísindin eru meira en samansafn þekkingar; þau eru ákveðinn hugsunarháttur. Þau eru tól sem við notum til að spyrja alheiminn gagnrýnna spurninga, fullmeðvituð um skeikulleika mannskepnunnar. Ef við fáum ekki tækifæri til að spyrja slíkra spurninga, til að mæta þeim sem segjast hafa sannleikann á reiðum höndum full efasemda, og til að vera efins í garð þeirra sem fara með valdið, þá erum við berskjölduð fyrir áhrifum næsta pólitíska eða trúarlega svikahrapps sem við mætum.“ Þessi örfáu orð voru með því síðasta sem stjarnfræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan sagði á opinberum vettvangi. Stuttu seinna var Sagan allur, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það sem hann vísaði í með orðum sínum var mikilvægi almenns raunvísindalæsis í lýðræðissamfélagi og hversu hættulegt það er þegar samfélag, sem byggir framfarir sínar og velsæld á vísindum og tækni, fjarlægist þessar grunnstoðir svo að aðeins örfáir hafa skilning á þeim. Það er viss kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að á tímum meiriháttar framfara í vísindum, sem umbreytt hafa lífi okkar á stuttum tíma, höfum við á sama tíma sífellt minni skilning á þeim vísindum sem búa að baki framförunum. PISA-kannanir undanfarin ár varpa ljósi á þetta. Þær gefa til kynna að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað verulega síðasta áratug. Það sama má segja um stærðfræðikunnáttu. Í Fréttablaðinu í dag er að finna stutta en þó mikilvæga frétt þar sem greint er frá áhyggjum líffræðikennara af hnignandi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir segja styttingu náms hafa bitnað á raunvísindunum, einmitt á þeim tíma þegar þörfin fyrir öflugt vísindalæsi er mest; á tímum loftslagsbreytinga og aukinnar kröfu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi lokið stúdentsprófi án þess að taka svo mikið sem einn áfanga í raungreinum. Það má vafalaust margt betur gera í raungreinakennslu. Hún á að snúast um meira en utanbókarlærdóm, lotukerfið, algebru og frumulíffæri. Börn hafa náttúrulega tilhneigingu til að vilja skilja heiminn, það að okkur hafi mistekist að virkja þennan áhuga er á ábyrgð foreldra, kennara, stjórnmálamanna, samfélagsins alls. Afleiðingarnar af þessu eru ekki aðeins að æ færri gera vísindin að ævistarfi sínu, heldur einnig þær að við förum á mis við mikilvægt tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Bæði hvað varðar það hver við erum sem lífverur, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og hvað felst í því að vera manneskja. Vísindalegur hugsunarháttur krefst gagnrýnnar hugsunar, elju og áhuga. En umfram allt þarfnast vísindin samstarfs. Án samstarfs, þar sem einstaklingurinn verður að reiða sig á heildina, eru vísindin innantómt áhugamál. Þetta samstarf er lykillinn að velgengni mannskepnunnar, á öllum sviðum, og það er forsenda þess að við getum byggt betra samfélag. Okkur ber að virkja áhuga ungmenna á vísindunum. Það mun á endanum örva samfélag okkar enn frekar og hjálpa okkur að vera enn betur í stakk búin til að mæta krefjandi áskorunum í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Vísindi Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindin eru meira en samansafn þekkingar; þau eru ákveðinn hugsunarháttur. Þau eru tól sem við notum til að spyrja alheiminn gagnrýnna spurninga, fullmeðvituð um skeikulleika mannskepnunnar. Ef við fáum ekki tækifæri til að spyrja slíkra spurninga, til að mæta þeim sem segjast hafa sannleikann á reiðum höndum full efasemda, og til að vera efins í garð þeirra sem fara með valdið, þá erum við berskjölduð fyrir áhrifum næsta pólitíska eða trúarlega svikahrapps sem við mætum.“ Þessi örfáu orð voru með því síðasta sem stjarnfræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan sagði á opinberum vettvangi. Stuttu seinna var Sagan allur, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það sem hann vísaði í með orðum sínum var mikilvægi almenns raunvísindalæsis í lýðræðissamfélagi og hversu hættulegt það er þegar samfélag, sem byggir framfarir sínar og velsæld á vísindum og tækni, fjarlægist þessar grunnstoðir svo að aðeins örfáir hafa skilning á þeim. Það er viss kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að á tímum meiriháttar framfara í vísindum, sem umbreytt hafa lífi okkar á stuttum tíma, höfum við á sama tíma sífellt minni skilning á þeim vísindum sem búa að baki framförunum. PISA-kannanir undanfarin ár varpa ljósi á þetta. Þær gefa til kynna að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað verulega síðasta áratug. Það sama má segja um stærðfræðikunnáttu. Í Fréttablaðinu í dag er að finna stutta en þó mikilvæga frétt þar sem greint er frá áhyggjum líffræðikennara af hnignandi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir segja styttingu náms hafa bitnað á raunvísindunum, einmitt á þeim tíma þegar þörfin fyrir öflugt vísindalæsi er mest; á tímum loftslagsbreytinga og aukinnar kröfu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi lokið stúdentsprófi án þess að taka svo mikið sem einn áfanga í raungreinum. Það má vafalaust margt betur gera í raungreinakennslu. Hún á að snúast um meira en utanbókarlærdóm, lotukerfið, algebru og frumulíffæri. Börn hafa náttúrulega tilhneigingu til að vilja skilja heiminn, það að okkur hafi mistekist að virkja þennan áhuga er á ábyrgð foreldra, kennara, stjórnmálamanna, samfélagsins alls. Afleiðingarnar af þessu eru ekki aðeins að æ færri gera vísindin að ævistarfi sínu, heldur einnig þær að við förum á mis við mikilvægt tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Bæði hvað varðar það hver við erum sem lífverur, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og hvað felst í því að vera manneskja. Vísindalegur hugsunarháttur krefst gagnrýnnar hugsunar, elju og áhuga. En umfram allt þarfnast vísindin samstarfs. Án samstarfs, þar sem einstaklingurinn verður að reiða sig á heildina, eru vísindin innantómt áhugamál. Þetta samstarf er lykillinn að velgengni mannskepnunnar, á öllum sviðum, og það er forsenda þess að við getum byggt betra samfélag. Okkur ber að virkja áhuga ungmenna á vísindunum. Það mun á endanum örva samfélag okkar enn frekar og hjálpa okkur að vera enn betur í stakk búin til að mæta krefjandi áskorunum í framtíðinni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun