Er „sjálfbærni“ bara einhverjar tölur? Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Morgunblaðið, netútgáfa, vitnaði í það nýlega, að Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra, hefði látið þá skoðun í ljós á Alþingi fyrir nokkru, að hann efaðist um, að hvalveiðar væru sjálfbærar. Í framhaldi af því, ræddi blaðamaður við Gísla Víkingsson á Hafrannsóknastofnun, sem fullyrti, að enginn vafi væri á því, að þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, væru sjálfbærar. Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um það, hvað „sjálfbærni“ þýði. Það er illt til þess að vita, að jafn vel menntaður, reyndur og á margan hátt mætur maður og Gísli Víkingsson skuli halda, að „sjálfbærni“ þýði bara einhverjar tölur; svo og svo mörg dýr eru talin og þá má bara drepa svo og svo mörg dýr. Er matið á umhverfinu, lífríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess virkilega svona einfalt? Bara að telja og reikna, svo bara að byrja að veiða og drepa? Eftir að þetta viðtal við Gísla birtist, sendum við – Jarðarvinir – þessa athugasemd til blaðsins: „Nútímaleg skilgreining á „sjálfbærni“ við veiðar í „hinum siðmenntaða heimi“ er þessi:1. Stofn dýrs sé vel á sig kominn og veitt sé vel innan marka viðkomu stofns2. Þörf sé á veiðunum eða skýr efnahagslegur tilgangur sé með þeim3. Veitt sé með mannúðlegum aðferðum, þannig, að dýr séu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.Skv. Þessari skilgreiningu eru þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, engan veginn sjálfbærar.2. Þörf á veiðunum er engin. Efnahagslegur tilgangur er líka vafasamur, þar sem illa hefur gengið að selja langreyðakjöt síðustu árin. Skv. CITES-samningnum, sem um 190 þjóðir eru aðilar að, er verzlun með og flutningur á langreyðaafurðum bönnuð í lögsögu þessara landa. Punktur 2 stenzt því ekki.3. Eins og skýrslur sýna, m.a. skýrsla dr. Egil Ole Öen frá 2014, er mörg langreyðurin drepin með hörmulegum og kvalafullum hætti, og stendur dauðastríð dýranna í allt að 15 mínútur – þar sem stálkló skutuls tætir líffæri, innyfli og hold dýranna, með heiftarlegum kvölum fyrir þau -, en þetta hefur auðvitað ekkert með „mannúðlega aflífun“, þar sem dýr eru drepin með skjótum og sársaukalausum hætti, að gera. Auk þess er verið að drepa nær fullþroska langreyðarkálfa, í kviði kúnna, með mæðrum þeirra. – Atriði 3 stenzt því heldur alls ekki.Ef punktur 1 einn sér á að gilda um „sjálfbærni“, verður sú skilgreining að teljast einföld, frumstæð og úrelt“. Því miður vildi blaðið ekki birta þessa athugasemd, en, í ágætu samtali undirritaðs við blaðamann, vildi hann fá að vita, hvaðan þessi skilgreining á sjálfbærni væri komin. Ef hún væri frá virtum og viðurkenndum alþjóðasamtökum komin, gæti hann skoðað birtingu. Margvísleg vitneskja og afstaða myndast með mönnum í gegnum langa ævi; á grundvelli lesturs og þess, sem maður heyrir og sér á förnum vegi. Undirritaður hefur lengi fylgst með þróun í umhverfis- og dýravernd, og höfum við – í Jarðarvinum – skilgreint nútímalega sjálfbærni við veiðar villtra dýra með ofangreindum hætti. Punktur 2, um það að ekki skuli veiða eða drepa dýr án þarfar eða efnahagslegs tilgangs, er, auk þess, sterklega studdur í lögum nr. 64/1994, þar sem öll vilt dýr eru fyrst friðuð skv. 6. grein, og undanþága frá friðun – leyfi til veiða – er háð skýru ákvæði um nýtingu bráðar, „að æskilegt sé að veiða“ (14. gr.) eða til að firra tjóni af völdum dýranna. Varðandi punkt 3, þá er hann í fullu samræmi við lög nr. 55/2013, þar sem m.a. segir í gr. 21 „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætt...“ og í gr. 27 „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum og kvölum“. Við teljum því, að okkar skilgreining á „sjálfbærni“ standist ekki aðeins á grunni nýrrar alþjóðlegrar vitundar, mannúðar og siðfræði, heldur líka á grunni gildandi íslenzkra laga. Hvort Gísla Víkingssyni beri skylda til, að skilja „sjálfbærni“ með sama hætti, er svo önnur saga, en hann ætti alla vega að fara varlega í svarthvítar yfirlýsingar um „sjálfbærni“. Það sama gildir um aðra vísindamenn svo og ráðamenn; ekki sízt margan ráðherrann.Höfundur er stofnandi Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið, netútgáfa, vitnaði í það nýlega, að Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra, hefði látið þá skoðun í ljós á Alþingi fyrir nokkru, að hann efaðist um, að hvalveiðar væru sjálfbærar. Í framhaldi af því, ræddi blaðamaður við Gísla Víkingsson á Hafrannsóknastofnun, sem fullyrti, að enginn vafi væri á því, að þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, væru sjálfbærar. Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um það, hvað „sjálfbærni“ þýði. Það er illt til þess að vita, að jafn vel menntaður, reyndur og á margan hátt mætur maður og Gísli Víkingsson skuli halda, að „sjálfbærni“ þýði bara einhverjar tölur; svo og svo mörg dýr eru talin og þá má bara drepa svo og svo mörg dýr. Er matið á umhverfinu, lífríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess virkilega svona einfalt? Bara að telja og reikna, svo bara að byrja að veiða og drepa? Eftir að þetta viðtal við Gísla birtist, sendum við – Jarðarvinir – þessa athugasemd til blaðsins: „Nútímaleg skilgreining á „sjálfbærni“ við veiðar í „hinum siðmenntaða heimi“ er þessi:1. Stofn dýrs sé vel á sig kominn og veitt sé vel innan marka viðkomu stofns2. Þörf sé á veiðunum eða skýr efnahagslegur tilgangur sé með þeim3. Veitt sé með mannúðlegum aðferðum, þannig, að dýr séu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.Skv. Þessari skilgreiningu eru þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, engan veginn sjálfbærar.2. Þörf á veiðunum er engin. Efnahagslegur tilgangur er líka vafasamur, þar sem illa hefur gengið að selja langreyðakjöt síðustu árin. Skv. CITES-samningnum, sem um 190 þjóðir eru aðilar að, er verzlun með og flutningur á langreyðaafurðum bönnuð í lögsögu þessara landa. Punktur 2 stenzt því ekki.3. Eins og skýrslur sýna, m.a. skýrsla dr. Egil Ole Öen frá 2014, er mörg langreyðurin drepin með hörmulegum og kvalafullum hætti, og stendur dauðastríð dýranna í allt að 15 mínútur – þar sem stálkló skutuls tætir líffæri, innyfli og hold dýranna, með heiftarlegum kvölum fyrir þau -, en þetta hefur auðvitað ekkert með „mannúðlega aflífun“, þar sem dýr eru drepin með skjótum og sársaukalausum hætti, að gera. Auk þess er verið að drepa nær fullþroska langreyðarkálfa, í kviði kúnna, með mæðrum þeirra. – Atriði 3 stenzt því heldur alls ekki.Ef punktur 1 einn sér á að gilda um „sjálfbærni“, verður sú skilgreining að teljast einföld, frumstæð og úrelt“. Því miður vildi blaðið ekki birta þessa athugasemd, en, í ágætu samtali undirritaðs við blaðamann, vildi hann fá að vita, hvaðan þessi skilgreining á sjálfbærni væri komin. Ef hún væri frá virtum og viðurkenndum alþjóðasamtökum komin, gæti hann skoðað birtingu. Margvísleg vitneskja og afstaða myndast með mönnum í gegnum langa ævi; á grundvelli lesturs og þess, sem maður heyrir og sér á förnum vegi. Undirritaður hefur lengi fylgst með þróun í umhverfis- og dýravernd, og höfum við – í Jarðarvinum – skilgreint nútímalega sjálfbærni við veiðar villtra dýra með ofangreindum hætti. Punktur 2, um það að ekki skuli veiða eða drepa dýr án þarfar eða efnahagslegs tilgangs, er, auk þess, sterklega studdur í lögum nr. 64/1994, þar sem öll vilt dýr eru fyrst friðuð skv. 6. grein, og undanþága frá friðun – leyfi til veiða – er háð skýru ákvæði um nýtingu bráðar, „að æskilegt sé að veiða“ (14. gr.) eða til að firra tjóni af völdum dýranna. Varðandi punkt 3, þá er hann í fullu samræmi við lög nr. 55/2013, þar sem m.a. segir í gr. 21 „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætt...“ og í gr. 27 „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum og kvölum“. Við teljum því, að okkar skilgreining á „sjálfbærni“ standist ekki aðeins á grunni nýrrar alþjóðlegrar vitundar, mannúðar og siðfræði, heldur líka á grunni gildandi íslenzkra laga. Hvort Gísla Víkingssyni beri skylda til, að skilja „sjálfbærni“ með sama hætti, er svo önnur saga, en hann ætti alla vega að fara varlega í svarthvítar yfirlýsingar um „sjálfbærni“. Það sama gildir um aðra vísindamenn svo og ráðamenn; ekki sízt margan ráðherrann.Höfundur er stofnandi Jarðarvina.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun