Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Sylvía Hall skrifar 8. september 2018 16:12 Colin Kaepernick er einn umtalaðasti maður Bandaríkjanna. Vísir/Getty Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. Andlit herferðarinnar er NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick. Kaepernick vakti mikla athygli árið 2016 þegar hann mótmælti kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki í NFL-deildinni. Ákvörðunin reyndist honum dýrkeypt, en Kaepernick hefur átt í erfiðleikum með að landa samningi síðan. Óánægjan virðist þó ekki vera á meðal allra, en sölutölur sýna að sala fyrirtækisins jókst um 31% yfir verkalýðshelgina eftir að herferðin var sett af stað á samfélagsmiðlum og í auglýsingum, samanborið við 17% aukningu á sama tíma í fyrra. Í auglýsingunni má sjá skýra skírskotun í mótmæli hans og afleiðingar þeirra, en þar segir: „Trúðu á eitthvað, þó það þýði að fórna öllu“.Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO — Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018 Margir lýstu yfir óánægju með herferðina og tóku margir upp á því að kveikja í varningi frá Nike í mótmælaskyni undir myllumerkinu #JustBurnIt. Þá tjáði Donald Trump sig einnig um hana og sagði fyrirtækið fá slæma útreið vegna hennar.Just like the NFL, whose ratings have gone WAY DOWN, Nike is getting absolutely killed with anger and boycotts. I wonder if they had any idea that it would be this way? As far as the NFL is concerned, I just find it hard to watch, and always will, until they stand for the FLAG! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018 Black Lives Matter Donald Trump NFL Tengdar fréttir Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. Andlit herferðarinnar er NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick. Kaepernick vakti mikla athygli árið 2016 þegar hann mótmælti kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki í NFL-deildinni. Ákvörðunin reyndist honum dýrkeypt, en Kaepernick hefur átt í erfiðleikum með að landa samningi síðan. Óánægjan virðist þó ekki vera á meðal allra, en sölutölur sýna að sala fyrirtækisins jókst um 31% yfir verkalýðshelgina eftir að herferðin var sett af stað á samfélagsmiðlum og í auglýsingum, samanborið við 17% aukningu á sama tíma í fyrra. Í auglýsingunni má sjá skýra skírskotun í mótmæli hans og afleiðingar þeirra, en þar segir: „Trúðu á eitthvað, þó það þýði að fórna öllu“.Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO — Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018 Margir lýstu yfir óánægju með herferðina og tóku margir upp á því að kveikja í varningi frá Nike í mótmælaskyni undir myllumerkinu #JustBurnIt. Þá tjáði Donald Trump sig einnig um hana og sagði fyrirtækið fá slæma útreið vegna hennar.Just like the NFL, whose ratings have gone WAY DOWN, Nike is getting absolutely killed with anger and boycotts. I wonder if they had any idea that it would be this way? As far as the NFL is concerned, I just find it hard to watch, and always will, until they stand for the FLAG! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018
Black Lives Matter Donald Trump NFL Tengdar fréttir Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56
Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54
Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30