Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. september 2018 20:30 Farþegar á leið til Færeyja ganga um borð í Airbus A319 þotu Atlantic Airways á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. Eftir næsta mánuð verður eingöngu hægt að fljúga til Færeyja frá Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það voru á annað hundrað farþega sem gengu um borð í Airbus A319 þotu Atlantic Airways á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þotur Færeyinga hafa undanfarin 23 ár verið stærstu vélar sem nýtt hafa flugvöll höfuðborgarinnar reglubundið í áætlunarflugi. Fram til ársins 2014 voru notaðar 95 sæta þotur af gerðinni BAe 146, en 144 sæta Airbus-vélar tóku við keflinu fyrir fjórum árum.Færeyska þotan Ingálvur af Reyni að aka í flugtaksstöðu á norður/suður brautinni í Reykjavík í morgun.Stöð 2/Egill AðalsteinssonEn nú er að verða breyting á því færeyska félagið er að flytja sig alfarið til Keflavíkur. Í svari við fyrirspurn Stöðvar 2 nefnir talsmaður Atlantic Airways, Pætur G. Rasmussen, tvær ástæður fyrir þessari ákvörðun. Félagið muni fyrir næsta vor skipta út A319 þotum fyrir Airbus A320 þotur og þær þurfi lengri flugbrautir. Einnig segir hann það staðreynd að flugstöðin í Reykjavík henti ekki fyrir flugvélar með vel yfir eitthundrað farþega en A320-vélin tekur 168 farþega. Telja má Færeyjaflugið eitt þægilegasta millilandaflugið frá Íslandi, að minnsta kosti fyrir meirihluta landsmanna. Þannig er mun styttra út á flugvöll fyrir þá sem eru á Reykjavíkursvæðinu og farþegar þurfa auk þess ekki að mæta jafn snemma til innritunar fyrir brottför í Reykjavík eins og í Keflavík. Í stað þess að aka af stað til Keflavíkur upp úr klukkan sex í morgun dugði sennilega flestum í þessari vél í Reykjavík í dag að leggja af stað að heiman laust fyrir klukkan átta en brottför var áætluð klukkan 9.20. Þannig má ætla að heildarferðatími flestra til Færeyja geti lengst um nærri tvo tíma við það að flugið flytjist til Keflavíkur.Talsmaður Atlantic Airways segir flugstöðina í Reykjavík óhentuga til að þjóna þotu með yfir eitthundrað farþega.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við spurðum því Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, hvort þeir myndu núna nýta tækifærið til að hefja sjálfir Færeyjaflug að nýju beint frá Reykjavík en Árni sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um slíkt. Árni segir að Air Iceland verði áfram söluaðili fyrir Atlantic Airways, þrátt fyrir flutning til Keflavíkur, en síðasta ferð þess frá Reykjavíkurflugvelli verður 26. október. Þess má geta að flugferðin til Færeyja í morgun tók aðeins eina klukkustund og fimm mínútur. Uppgefinn almennur flugtími milli Færeyja og Reykjavíkur hjá Atlantic Airways er annars ein klukkustund og tuttugu mínútur en lengist um tíu mínútur, í eina klukkustund og þrjátíu mínútur, við flutning til Keflavíkur. Bæði er flugleiðin lengri til Keflavíkur en einnig er aksturstími flugvéla milli flugstöðvar og flugbrautar lengri í Keflavík en í Reykjavík. Hér má sjá þotu Færeyinga í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli í morgun í frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. Eftir næsta mánuð verður eingöngu hægt að fljúga til Færeyja frá Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það voru á annað hundrað farþega sem gengu um borð í Airbus A319 þotu Atlantic Airways á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þotur Færeyinga hafa undanfarin 23 ár verið stærstu vélar sem nýtt hafa flugvöll höfuðborgarinnar reglubundið í áætlunarflugi. Fram til ársins 2014 voru notaðar 95 sæta þotur af gerðinni BAe 146, en 144 sæta Airbus-vélar tóku við keflinu fyrir fjórum árum.Færeyska þotan Ingálvur af Reyni að aka í flugtaksstöðu á norður/suður brautinni í Reykjavík í morgun.Stöð 2/Egill AðalsteinssonEn nú er að verða breyting á því færeyska félagið er að flytja sig alfarið til Keflavíkur. Í svari við fyrirspurn Stöðvar 2 nefnir talsmaður Atlantic Airways, Pætur G. Rasmussen, tvær ástæður fyrir þessari ákvörðun. Félagið muni fyrir næsta vor skipta út A319 þotum fyrir Airbus A320 þotur og þær þurfi lengri flugbrautir. Einnig segir hann það staðreynd að flugstöðin í Reykjavík henti ekki fyrir flugvélar með vel yfir eitthundrað farþega en A320-vélin tekur 168 farþega. Telja má Færeyjaflugið eitt þægilegasta millilandaflugið frá Íslandi, að minnsta kosti fyrir meirihluta landsmanna. Þannig er mun styttra út á flugvöll fyrir þá sem eru á Reykjavíkursvæðinu og farþegar þurfa auk þess ekki að mæta jafn snemma til innritunar fyrir brottför í Reykjavík eins og í Keflavík. Í stað þess að aka af stað til Keflavíkur upp úr klukkan sex í morgun dugði sennilega flestum í þessari vél í Reykjavík í dag að leggja af stað að heiman laust fyrir klukkan átta en brottför var áætluð klukkan 9.20. Þannig má ætla að heildarferðatími flestra til Færeyja geti lengst um nærri tvo tíma við það að flugið flytjist til Keflavíkur.Talsmaður Atlantic Airways segir flugstöðina í Reykjavík óhentuga til að þjóna þotu með yfir eitthundrað farþega.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við spurðum því Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, hvort þeir myndu núna nýta tækifærið til að hefja sjálfir Færeyjaflug að nýju beint frá Reykjavík en Árni sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um slíkt. Árni segir að Air Iceland verði áfram söluaðili fyrir Atlantic Airways, þrátt fyrir flutning til Keflavíkur, en síðasta ferð þess frá Reykjavíkurflugvelli verður 26. október. Þess má geta að flugferðin til Færeyja í morgun tók aðeins eina klukkustund og fimm mínútur. Uppgefinn almennur flugtími milli Færeyja og Reykjavíkur hjá Atlantic Airways er annars ein klukkustund og tuttugu mínútur en lengist um tíu mínútur, í eina klukkustund og þrjátíu mínútur, við flutning til Keflavíkur. Bæði er flugleiðin lengri til Keflavíkur en einnig er aksturstími flugvéla milli flugstöðvar og flugbrautar lengri í Keflavík en í Reykjavík. Hér má sjá þotu Færeyinga í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli í morgun í frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30