Rússar reiðir yfir ásökunum Breta Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2018 14:28 Hinir grunuðu í Salisbury. Vísir/AP Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. Þá segir hann enga rannsókn standa yfir í Rússlandi vegna þeirra tveggja manna sem yfirvöld Bretlands hafa ákært fyrir eitrunina og enga ástæðu til að hefja slíka rannsókn.Mennirnir voru ákærðir í Bretlandi í gær. Þeir höfðu flogið frá Moskvu til London tveimur dögum fyrir árásina á feðginin, sem átti sér stað þann 4. mars. Degi fyrir árásina tóku þeir lest til Salisbury og náðust myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Þann 4. mars fóru þeir sama ferðalag til Salisbury og náðust aftur myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Lögreglan telur að þá hafi þeir sprautað taugaeitrinu Novichok á útidyr Skripal. Skömmu seinna fóru þeir aftur til London og beint á Heathrow flugvöllinn og þaðan flugu þeir til Moskvu.Smyglað í ilmvatnsflösku Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku og því hafi verið smyglað inn í landið þannig. Þar að auki fundust leifar af Novichok á hótelherbergi þeirra. Mennirnir voru nafngreindir sem Alexander Petrov og Ruslan Boshirov en talið er að um dulnefni sé að ræða. Þeir ferðuðust á löggildum rússneskum vegabréfum.Sjá einnig: Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásinaTheresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þingmönnum í gær að yfirvöld Bretlands telji mennina tvo vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, og að ljóst sé að ákvörðun um árásina hafi verið tekin á hæstu stigum stjórnvalda Rússlands. Það er, að ákvörðunin hafi verið tekin af Vladimir Pútín. Peskov segir ásakanir May vera óásættanlegar og að enginn innan stjórnvalda Rússlands hafi komið að árásinni á nokkurn hátt. Hann sagði einnig að engin aðstoðarbeiðni við að bera kennsl á mennina hefði borist frá Bretlandi. Rússar hafi farið fram á að fá fingraför mannanna en Bretar hafi neitað þeirri beiðni.Sakar Breta um að breyta myndum Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, hefur líkt ásökunum Breta eins og „hringekju helvítis“ sem virðist aldrei ætla að stöðvast og sakaði hún yfirvöld Bretlands um að „leppalúðast“ og að breyta myndum af mönnunum. Vísaði hún sérstaklega til tveggja mynda sem sjá má hér að neðan af mönnunum á Gatwick-flugvellinum þann 2. apríl. Myndirnar eru báðar tímasettar 16:22:43. „Sami staðurinn, sami gangurinn og tímamerkingarnar eru þær sömu. Því er ljóst að annað hvort hefur tímamerkingunum verið breytt eða þessir meintu útsendarar GRU lærðu að ganga á sama staðnum á sama tíma og birtast á tveimur mismunandi myndum. Þetta er leppalúðun á guðs-stigi,“ sagði Zakharova.Engum myndum breytt Staðreyndin er þó sú að myndirnar voru teknar á sama tíma á tveimur mismunandi göngum við á stað þar sem farþegar úr millilandaflugi koma úr flugvélum sínum. Guardian segir marga svona ganga vera þar. Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís. Taugaeitrið Novichok var þróað í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Bretar munu kynna niðurstöður sína á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna seinna í dag.Mennirnir tveir við komuna til Bretlands. Myndirnar eru báðar tímasettar 16:22:43.Vísir/AP Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Rússa um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem "ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. 5. júlí 2018 20:06 Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. Þá segir hann enga rannsókn standa yfir í Rússlandi vegna þeirra tveggja manna sem yfirvöld Bretlands hafa ákært fyrir eitrunina og enga ástæðu til að hefja slíka rannsókn.Mennirnir voru ákærðir í Bretlandi í gær. Þeir höfðu flogið frá Moskvu til London tveimur dögum fyrir árásina á feðginin, sem átti sér stað þann 4. mars. Degi fyrir árásina tóku þeir lest til Salisbury og náðust myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Þann 4. mars fóru þeir sama ferðalag til Salisbury og náðust aftur myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Lögreglan telur að þá hafi þeir sprautað taugaeitrinu Novichok á útidyr Skripal. Skömmu seinna fóru þeir aftur til London og beint á Heathrow flugvöllinn og þaðan flugu þeir til Moskvu.Smyglað í ilmvatnsflösku Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku og því hafi verið smyglað inn í landið þannig. Þar að auki fundust leifar af Novichok á hótelherbergi þeirra. Mennirnir voru nafngreindir sem Alexander Petrov og Ruslan Boshirov en talið er að um dulnefni sé að ræða. Þeir ferðuðust á löggildum rússneskum vegabréfum.Sjá einnig: Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásinaTheresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þingmönnum í gær að yfirvöld Bretlands telji mennina tvo vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, og að ljóst sé að ákvörðun um árásina hafi verið tekin á hæstu stigum stjórnvalda Rússlands. Það er, að ákvörðunin hafi verið tekin af Vladimir Pútín. Peskov segir ásakanir May vera óásættanlegar og að enginn innan stjórnvalda Rússlands hafi komið að árásinni á nokkurn hátt. Hann sagði einnig að engin aðstoðarbeiðni við að bera kennsl á mennina hefði borist frá Bretlandi. Rússar hafi farið fram á að fá fingraför mannanna en Bretar hafi neitað þeirri beiðni.Sakar Breta um að breyta myndum Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, hefur líkt ásökunum Breta eins og „hringekju helvítis“ sem virðist aldrei ætla að stöðvast og sakaði hún yfirvöld Bretlands um að „leppalúðast“ og að breyta myndum af mönnunum. Vísaði hún sérstaklega til tveggja mynda sem sjá má hér að neðan af mönnunum á Gatwick-flugvellinum þann 2. apríl. Myndirnar eru báðar tímasettar 16:22:43. „Sami staðurinn, sami gangurinn og tímamerkingarnar eru þær sömu. Því er ljóst að annað hvort hefur tímamerkingunum verið breytt eða þessir meintu útsendarar GRU lærðu að ganga á sama staðnum á sama tíma og birtast á tveimur mismunandi myndum. Þetta er leppalúðun á guðs-stigi,“ sagði Zakharova.Engum myndum breytt Staðreyndin er þó sú að myndirnar voru teknar á sama tíma á tveimur mismunandi göngum við á stað þar sem farþegar úr millilandaflugi koma úr flugvélum sínum. Guardian segir marga svona ganga vera þar. Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís. Taugaeitrið Novichok var þróað í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Bretar munu kynna niðurstöður sína á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna seinna í dag.Mennirnir tveir við komuna til Bretlands. Myndirnar eru báðar tímasettar 16:22:43.Vísir/AP
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Rússa um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem "ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. 5. júlí 2018 20:06 Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00
Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35
Sakar Rússa um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem "ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. 5. júlí 2018 20:06
Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21
Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54