Töfralausnin Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. september 2018 07:00 Æskilegt hlutfall bólusettra þarf að vera 95 prósent til að hindra útbreiðslu ef mislingar berast til landsins. Samkvæmt upplýsingum Embættis landlæknis um þátttöku í almennum bólusetningum barna á Íslandi í fyrra var hlutfall þátttöku í MMR-bólusetningunni (mislingar, hettusótt, rauðir hundar) við 18 mánaða aldur undir viðmiðunarmörkum á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 91 prósent. Hlutfall bólusettra hér á landi hefur minnkað á undanförnum árum. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og smitleiðir til landsins verða fleiri og margþættari, og um leið og fjöldi mislingasmita nær nýjum hæðum í Evrópu. Umræðan um að gera bólusetningar að skyldu hefur því á ný, og ekki að tilefnislausu, skotið upp kollinum. Vísbendingar eru um að flestir foreldrar hér á landi muni taka jákvætt í slíka breytingu. Könnun Fréttablaðsins frá því í mars 2015 gaf til kynna að 82 prósent landsmanna væru hlynnt því bólusetningar yrðu skyldubundnar. Um leið er vitað að yfirgnæfandi hluti Íslendinga er almennt hlynntur bólusetningum, eða í kringum 95 prósent. Af hverju erum við þá undir viðmiðunarmörkum? Sóttvarnalæknir hefur bent á að bæta þurfi eftirlit með þátttöku í bólusetningum; að tímar í ungbarnavernd sem falla niður verði endurbókaðir, að óbólusett börn fái sprautu þegar þau fara í læknisheimsókn af öðrum ástæðum. Lykilatriði í tengslum við bólusetningar er og verður fræðsla. Okkar kynslóð hefur takmarkaða reynslu af þeim hörmungum sem Íslendingar forðum daga upplifðu er hver farsóttin á fætur annarri dundi á landinu. Pestir sem þessar eru nú lítið annað en stuttur kafli í sögubókunum. Lækkandi hlutfall bólusettra víða í Evrópu ber með sér skýr merki vanþekkingar á mikilvægi bólusetninga og, í sumum tilfellum, vantrausts á læknavísindunum. Svo má vel vera að á einhverjum tímapunkti verði nauðsynlegt að grípa til beinna aðgerða, t.d. með því að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólagöngu. Á þeim tímapunkti verður vonandi horft til reynslu þeirra Evrópuþjóða sem innleitt hafa hvata af þessu tagi. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á aukið hlutfall bólusettra barna í löndum þar sem þær eru skylda. Innleiðing skyldubundinna bólusetninga á Íslandi mun fyrst og fremst beinast að afar fámennum hópi einstaklinga sem af einhverjum ástæðum ber ekki traust til læknavísindanna, og er ólíklegur til þess að taka sönsum á þeim forsendum einum að nú séu bólusetningar skylda, en ekki valkvæðar. Þvert á móti fær þessi hópur þar með staðfestingu á sinni afvegaleiddu sannfæringu. Að öllum líkindum er heppilegasta leiðin blanda jákvæðra hvata og aukinnar fræðslu. Samtalið eitt, eins og það samtal sem á sér stað nú, getur hjálpað svo lengi sem það byggir á staðreyndum og fer fram án gífuryrða og öfga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Æskilegt hlutfall bólusettra þarf að vera 95 prósent til að hindra útbreiðslu ef mislingar berast til landsins. Samkvæmt upplýsingum Embættis landlæknis um þátttöku í almennum bólusetningum barna á Íslandi í fyrra var hlutfall þátttöku í MMR-bólusetningunni (mislingar, hettusótt, rauðir hundar) við 18 mánaða aldur undir viðmiðunarmörkum á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 91 prósent. Hlutfall bólusettra hér á landi hefur minnkað á undanförnum árum. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og smitleiðir til landsins verða fleiri og margþættari, og um leið og fjöldi mislingasmita nær nýjum hæðum í Evrópu. Umræðan um að gera bólusetningar að skyldu hefur því á ný, og ekki að tilefnislausu, skotið upp kollinum. Vísbendingar eru um að flestir foreldrar hér á landi muni taka jákvætt í slíka breytingu. Könnun Fréttablaðsins frá því í mars 2015 gaf til kynna að 82 prósent landsmanna væru hlynnt því bólusetningar yrðu skyldubundnar. Um leið er vitað að yfirgnæfandi hluti Íslendinga er almennt hlynntur bólusetningum, eða í kringum 95 prósent. Af hverju erum við þá undir viðmiðunarmörkum? Sóttvarnalæknir hefur bent á að bæta þurfi eftirlit með þátttöku í bólusetningum; að tímar í ungbarnavernd sem falla niður verði endurbókaðir, að óbólusett börn fái sprautu þegar þau fara í læknisheimsókn af öðrum ástæðum. Lykilatriði í tengslum við bólusetningar er og verður fræðsla. Okkar kynslóð hefur takmarkaða reynslu af þeim hörmungum sem Íslendingar forðum daga upplifðu er hver farsóttin á fætur annarri dundi á landinu. Pestir sem þessar eru nú lítið annað en stuttur kafli í sögubókunum. Lækkandi hlutfall bólusettra víða í Evrópu ber með sér skýr merki vanþekkingar á mikilvægi bólusetninga og, í sumum tilfellum, vantrausts á læknavísindunum. Svo má vel vera að á einhverjum tímapunkti verði nauðsynlegt að grípa til beinna aðgerða, t.d. með því að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólagöngu. Á þeim tímapunkti verður vonandi horft til reynslu þeirra Evrópuþjóða sem innleitt hafa hvata af þessu tagi. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á aukið hlutfall bólusettra barna í löndum þar sem þær eru skylda. Innleiðing skyldubundinna bólusetninga á Íslandi mun fyrst og fremst beinast að afar fámennum hópi einstaklinga sem af einhverjum ástæðum ber ekki traust til læknavísindanna, og er ólíklegur til þess að taka sönsum á þeim forsendum einum að nú séu bólusetningar skylda, en ekki valkvæðar. Þvert á móti fær þessi hópur þar með staðfestingu á sinni afvegaleiddu sannfæringu. Að öllum líkindum er heppilegasta leiðin blanda jákvæðra hvata og aukinnar fræðslu. Samtalið eitt, eins og það samtal sem á sér stað nú, getur hjálpað svo lengi sem það byggir á staðreyndum og fer fram án gífuryrða og öfga.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar