Fallvalt frelsi Mirjam Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. september 2018 13:00 Mirjam hefur verið hestakona frá því hún var ung. Tómas gaf henni íslenskan hest skömmu eftir hjartaaðgerðina og nú hefur annar bæst við. Hér er Mirjam með Eldingu. Vísir/Ernir „Ég þori ekki að vera ein, ég er alltaf að líta í kringum mig og alltaf á tánum bara,“ segir Mirjam van Twuyver sem ætti að vera að njóta nýfengins frelsis á ökklabandi eftir afplánun þyngsta dóms sem fallið hefur yfir burðardýri hérlendis. Mirjam var dæmd í 11 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2015. Dómurinn var mildaður í 8 ár í Hæstarétti og hefur Mirjam setið inni í kvennafangelsinu í Kópavogi, í fangelsinu á Akureyri, á Hólmsheiði, Kvíabryggju og Sogni. Fyrir þremur mánuðum lauk hún vist sinni á Vernd og taldi sig vera að stíga inn í síðasta tímabil afplánunarinnar, ökklabandið, þegar hún fékk símtalið. „Mér var bara tilkynnt þetta í símtali. Ekkert bréf eða svoleiðis. Þú átt að koma aftur í afplánun á morgun. Hvort viltu heldur fara á Kvíabryggju eða Sogn?“ Eftir að hafa haft betur hjá kærunefnd útlendingamála, sem felldi úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun Mirjam úr landi og 20 ára endurkomubann, ákvað Fangelsismálastofnun að boða hana aftur í fangelsi. Í stað afplánunar á helmingi dómsins eins og áður var ákveðið vegna brottvísunarinnar, verður henni gert að hefja afplánun í fangelsi að nýju. Hún á að mæta á föstudaginn og ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum dómsins. Það bætir tveimur árum við biðina eftir frelsinu.Í þekktu mynstri burðardýrsEins og ekki er óalgengt í tilvikum burðardýra voru það félagslegar aðstæður Mirjam sem ráku hana til að taka að sér að flytja fíkniefni til Íslands gegn greiðslu vorið 2015. „Ég er ekki glæpamaður. Ég var bara í hræðilegri stöðu,“ segir Mirjam. „Ég hef alltaf verið ein með stelpurnar tvær og í Hollandi getur verið mjög erfitt að halda sér á floti fjárhagslega. Á þessum tíma var ég á kafi í skuldum og var lömuð af kvíða og áfallastreitu eftir kynferðis ofbeldi sem ég hafði orðið fyrir. Ég var alveg lokuð tilfinningalega. Eiginlega með vegg fyrir framan mig og hrædd við allt. Ég opnaði ekki póstinn minn, þorði hvorki að svara símanum né fara til dyra ef það var bankað. Ég var ekki hrædd við neitt glæpsamlegt, bara kvíðin vegna leigunnar, rafmagnsreikningsins og skatta sem ég skuldaði. Svo komu þeir bara einn daginn og hentu okkur út á götu. Eldri dóttir mín var þá flutt að heiman en ég stóð úti á götu með yngri dóttur mína 15 ára. Dóttir mín fékk að vera hjá vinkonu sinni í smá tíma og ég var inn og út af heimili foreldra minna. Við vorum bara heimilislausar og allslausar og það er auðvelt að misnota fólk í þannig aðstæðum og þótt ég hafi þá aldrei flækst í neitt ólöglegt þá þekkti ég alveg fólk sem ég vissi að var í ýmsu vafasömu. Og í ráðaleysinu sem ég var í varð rangt fólk á vegi mínum sem taldi mér trú um að það væri akkúrat rétta fólkið sem ég þyrfti á að halda.“ Það voru þessir kunningjar Mirjam sem buðu henni lausn á fjárhagsvandanum. Mirjam kom tvisvar til Íslands, sitthvorum megin við áramótin 2015, áður en örlagaferðin var farin vorið 2015 „Í fyrstu ferðinni var ég ekki með neitt sjálf heldur fór ég með öðrum til að dreifa grunsemdum. Ég fékk greitt fyrir það, nóg til að geta farið að leigja íbúð. Svo komu þeir aftur og buðu mér að fara sjálfri og nefndu upphæðina. Og ég hugsaði, ef ég geri þetta get ég byrjað upp á nýtt með dóttur minni, með hreint borð. Því þó að ég væri komin í húsnæði voru skuldirnar enn á sínum stað. Ég hugsaði bara um að ég gæti borgað allar skuldirnar mínar og ég sá ekkert annað. Mér fannst þetta vera minn eini möguleiki.“ Mirjam bað um leyfi til að taka dóttur sína með til Íslands. Hún lýsti því þannig fyrir dómi að þær mæðgur hefðu átt svo erfitt tímabil og aldrei farið tvær saman í frí. Hún vildi líta á ferðina sem eins konar lokun á erfiðu tímabili. Mirjam var hins vegar allslaus og átti ekki einu sinni ferðatösku. Henni var boðið að pakkað yrði niður í töskur fyrir þær mæðgur, enda þurfti að koma efnunum fyrir og tók hún því til föt og annað nauðsynlegt til þriggja daga ferðar og afhenti skipuleggjendum. Hún hafði fallist á að í sinni tösku yrði falið svipað magn fíkniefna og flutt hafði verið í fyrri ferðunum tveimur; tvö til þrjú kíló. Hún ítrekaði hins vegar að halda yrði dóttur sinni og hennar farangri utan við smyglið. Þær mæðgur tóku svo við töskunum fyrir innritun á flugvellinum í Amsterdam. Þegar þær voru stöðvaðar af tollverði í Leifsstöð kom í ljós að það voru 10 kíló af Amfetamíni í tösku Mirjam og önnur 10 kíló af MDMA-dufti í tösku dóttur hennar. Götuverðmæti efnanna var samkvæmt dóminum á bilinu 400 til 600 milljónir. „Ég var göbbuð. Ég var með miklu meira af efnum en mér var sagt og það átti ekki að vera neitt í tösku dóttur minnar. Það var nánast eins og þeir vildu að ég næðist,“ segir Mirjam.Veistu hvort málið hefur haft einhverjar afleiðingar fyrir þá?„Nei, ég veit það ekki og í sannleika sagt vil ég ekkert vita af því.“Hefurðu eitthvað að óttast ef þú ferð aftur heim?„Ég veit það ekki en ég mun ekki fara aftur til míns gamla heimabæjar og ætla mér ekki að verða á vegi þeirra sem áttu hlut að málinu.“En dóttir þín, hvernig fór þetta með hana?„Eins óskiljanlegt og það er þá hefur hún aldrei verið mér reið fyrir þetta og skildi af hverju ég gerði þetta. Hún varð í rauninni fyrir miklu meira áfalli þegar okkur var hent út af heimili okkar í Hollandi.“Fór hún svo aftur til Hollands?„Við vorum náttúrulega báðar handteknar í Leifsstöð og hún var með mér í fangelsinu fyrst. Svo var henni komið fyrir hjá fósturforeldrum sem reyndust henni mjög vel. Ég á þeim mikið að þakka. Svo fór hún aftur til Hollands. Hún vildi fara til foreldra minna, en hún getur ekki farið til okkar gamla heimabæjar vegna málsins. Það er ekki öruggt. Þannig að hún fór til pabba síns. Núna er hún komin í háskólanám og er að læra fjölmiðlafræði í Amster dam.“ Mirjam gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa lögreglunni að upplýsa málið. Sagði frá því sem hún gat upplýst og tók þátt í tálbeituaðgerð en það dugði þó ekki til að upplýsa málið að fullu.Áfall að koma á HólmsheiðiEftir komuna til landsins var Mirjam fyrst vistuð í kvennafangelsinu í Kópavogi en þegar því var lokað var hún flutt norður á Akureyri ásamt öðrum kvenföngum. „Þegar ég lít til baka, þá var tíminn á Akureyri besti tími afplánunarinnar. Fangahópurinn var góður og fangaverðirnir á Akureyri frábærir. svo var Guðmundur Ingi formaður Afstöðu, á Akureyri. Við náðum mjög vel saman og hann sagði mér mikið um hvernig hlutirnir eru í íslenskum fangelsum. Ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum og vildi vita hvernig hlutirnir virkuðu í þessu landi. Svo komst ég smám saman að því að þeir bara virka alls ekki.“ Mirjam lét sig réttindi samfanga sinna varða og þegar fangelsið á Hólmsheiði var tekið í notkun og kvenfangar voru fluttir suður frá Akureyri létu þær í sér heyra enda fangelsið alls ekki tilbúið til notkunar og aðstæður alls ekki viðunandi, sturturnar virkuðu ekki, dömubindi og sápur hafi ekki verið til og sængur föt vantað. Þá voru viðbrigðin við flutning í svona öryggisfangelsi gríðarleg enda hafi fangelsið á Akureyri einkennst af heimilislegri stemningu og vingjarnlegum samskiptum milli fanga og fangavarða. Þessi reynsla var ekki aðeins föngunum erfið, segir Mirjam. „Fangaverðirnir sem fylgdu okkur frá Akureyri tóku þetta líka nærri sér. Þeir grétu þegar þeir kvöddu okkur.“Gift eftir þriggja mánaða kynniMirjam var létt þegar kom að því að hún fengi að fara á Kvíabryggju sem er opið fangelsi. Og þar var Tómas. Hvernig kynntust þið Tommi? „Hann var á Kvíabryggju þegar ég kom, en var að bíða eftir að komast á Vernd. Hann segir alltaf að hann hafi orðið ástfanginn um leið og hann sá mig stíga út úr bílnum við Kvíabryggju. Ég fann líka strax að hann hafði áhuga á mér. Ég var samt alltaf hörð á því innra með mér að ég ætti ekkert erindi í samband, hvað þá hjónaband. Ekkert slíkt kom til greina af minni hálfu í upphafi. Svo man ég að Tommi átti dagsleyfi og ég gleymi aldrei hvað hann var klaufalegur þegar hann var að reyna að fá símanúmerið mitt. Hann ætlaði að útvega mér alþjóðlegt símkort svo ég gæti hringt til Hollands og var sem sagt á sinn klaufalega hátt að reyna að fá símanúmerið mitt, undir því yfirskini að geta hringt í mig ef eitthvað kæmi upp í sambandi við það. Ég hló auðvitað að þessu innra með mér og vissi vel hvað klukkan sló. En lét hann svo hafa símanúmerið mitt. Hann var nefnilega í öðru húsi en ég á Kvíabryggju en við fórum að tala saman á kvöldin. Þannig byrjaði þetta. Bara með vináttu og spjalli og við urðum mjög náin á mjög skömmum tíma. En ég merki alltaf þennan dag sem hann fór í dagsleyfið.“Mirjam bíður þess að storminn fari að lægja til að hún geti byrjað að leggja drög að framtíðinni.Vísir/ErnirSvo fór Tommi á Vernd en Mirjam varð eftir á Kvíabryggju. „Og svo bað hann mín bara. Ég veit ekki hvernig stóð á því en ég sagði strax já. Við höfðum bara þekkst í mánuð þannig að þetta bar mjög brátt að en ég bara vissi að þetta var rétt og hef aldrei séð eftir því. Við höfum verið gift í tvö ár.“Og hvernig giftir maður sig í fangelsi?„Tommi var náttúrulega kominn á Vernd en hafði samband við Kvíabryggju og bað um leyfi fyrir okkur til að giftast. Þeirri beiðni var nú aldrei almennilega svarað. Við fundum bæði að það var allt gert til að fá okkur ofan af þessu. Ekki beint en við upplifðum það mjög sterkt. Svo var ég bara send með hraði aftur norður á Akureyri. Fékk ekki einu sinni að pakka niður. En við sáum við þeim og giftum okkur á Akureyri,“ segir Mirjam og glottir. „Ég verð vörðunum þar óendanlega þakklát fyrir hvað þeir gerðu athöfnina okkar fallega.“ Sýslumaðurinn á Akureyri gifti þau Mirjam og Tomma við styttuna af Helga magra rétt fyrir ofan fangelsið á Akureyri. Milli heims og helju Þótt Mirjam og Tommi hafi eflaust hlakkað til að Mirjam kæmist á Vernd og þaðan á ökklaband og þau gætu farið að huga að framtíðinni saman, þurfti tilhugalífið enn að bíða. Mirjam er með meðfæddan hjartagalla og hefur verið undir eftirliti vegna þess alla ævi. Það var ekki fyrr en hún kom til Íslands að alvarleg veikindi fóru að láta á sér kræla. „Það tók mig ár að sannfæra þá um að ég væri hjartveik. Ég þurfti að fá sendar allar heilsufarsupplýsingar um mig frá Hollandi og jafnvel það dugði ekki til. Ég hætti að lokum að nenna að fara til læknisins, það er ekkert mark tekið á manni. Gottskálk, hjartalæknirinn minn, sagði Tomma seinna að þeir hefðu ekki þurft að gera annað en hlusta mig til að sannfærast. Það ískraði í hjartanu á mér.“ Það var Tommi sem útvegaði Mirjam tíma hjá Gottskálk Gizurarsyni hjartalækni. „Þegar hann hafði skoðað mig sagði hann umyrðalaust: Þú þarft að fara í aðgerð.“ Og þegar tíminn kom, fór Mirjam undir hnífinn á Borgarspítalanum og gekkst undir hjartalokuskipti. Aðgerðin var erfið því ein ósæðanna var ónýt og um hana þurfti að skipta. Aðgerðin tók 11 klukkustundir og Mirjam lá á hjartadeild Landspítalans í mánuð eftir aðgerðina og var þungt haldin. Vegna þess hve veik hún var eftir aðgerðina gat hún ekki farið beint á Vernd. „Ég varð að fara heim því það gat enginn séð um mig á Vernd.“ Þeim tveimur mánuðum sem hún var heima að jafna sig eftir aðgerðina var bætt aftan við afplánunartímann. „Ég átti að losna af ökklabandinu í mars en afplánunin var lengd um tvo mánuði, af því að ég þurfti að fara í opna hjartaaðgerð,“ segir Mirjam og hristir hausinn yfir þessu landi sem hún á í einkennilegu ástar-haturssambandi við. Hún tekur sem dæmi að til að fá að vera á Vernd og á ökklabandi þurfi hún að vera í vinnu. Það skipti engu þótt hún hafi vottorð frá Gottskálk lækni um að hún þurfi hvíld og eigi ekki að vera í vinnu. „Þeim er alveg sama. Þetta eru reglurnar.“ Og Mirjam mætir til sinnar sjálfboðavinnu hjá Hertex. Eftirlitið hringir á næturnar Mirjam er nú komin á ökklaband og þau hjónin búa saman í gömlu húsi á Akranesi. „Ég upplifði samt eiginlega meira frelsi á Vernd en á ökklabandinu,“ segir Mirjam.En máttu ekki fara um allt og gera það sem þú vilt?„Jú, það er hugmyndin. Þegar maður er kominn á ökklaband á maður að vera að njóta frelsisins og aðlaga sig lífinu. En ég nýt einskis eins og staðan er og streitan sem þetta veldur hefur strax áhrif á hjartað,“ segir Mirjam og reynir að útskýra hversu erfitt það er að standa frammi fyrir því að vera svipt frelsinu aftur. „Enginn sagði mér hvaða áhrif það gæti haft fyrir mig að fá ákvörðuninni um brottvísun breytt. Ef ég hefði átt val um að fara heim og koma ekki aftur í 20 ár eða vera hér og fara í fangelsi, þá er engin spurning að ég hefði valið að fara heim. Ég get ekki hugsað mér að fara aftur í fangelsi. Þegar ég kærði ákvörðunina snerist það í rauninni ekki sérstaklega um brottvísunina heldur var það 20 ára endurkomubannið sem við gátum ekki unað. Tommi á fjölskyldu hér og ef eitthvað kemur fyrir þá viljum við geta komið til Íslands.“ Þegar Mirjam er spurð um tengdaforeldra sína, glaðnar yfir henni. „Tengdamamma er frábær. Ég skil ekki orð af því sem hún segir en við eigum frábært samband og okkur þykir vænt hvorri um aðra.“ Sjálf er Mirjam einkabarn. „Ég á bara foreldra mína og stelpurnar tvær. Eldri dóttir mín frestaði brúðkaupinu fyrir mig og bíður eftir að ég losni,“ segir Mirjam og bendir á að ólíkt íslenskum föngum sem geta fengið heimsóknir, farið í dagsleyfi og viðhaldið tengslum við fjölskyldu sína, hefur hún ekki haft nein tök á að hitta fólkið sitt í Hollandi frá því að hún var handtekin. Lögfræðingur Mirjam vinnur nú að því að fá ákvörðuninni um boðun í fangelsi breytt. Mirjam var veittur frestur, fyrst í viku og svo í mánuð til viðbótar. Sá frestur rennur út 7. september. Að óbreyttu þarf Mirjam að mæta til afplánunar eftir viku. Hún segir margt hafa breyst frá því símtalið kom. „Svo er alltaf verið að hringja í mig á næturnar, út af tækinu,“ segir Mirjam og vísar til móttökutækis ökklabandsins. Hún veit ekki hvort þau eru frá Fangelsismálastofnun eða öryggisfyrirtækinu sem sér um ökklaböndin. Þau áttu sér aldrei stað áður en hún fékk boðun um að mæta aftur til afplánunar. „Mér líður eins og það sé fylgst með hverju skrefi sem ég tek og þess beðið að ég stígi feilspor sem réttlæti að ég verði sett inn.“Hvað vilt þú helst að gerist?„Ég vil bara að þetta hverfi. Ég vil bara fá að ljúka minni afplánun næsta vor og fara heim til Hollands. En nú er það ekki lengur möguleiki. Það er ekki hægt að taka aftur hina breyttu ákvörðun.“ Mirjam ætlar að berjast fyrir frelsi sínu og lögmaður hennar er vakinn og sofinn í málinu og er daglegur gestur í helstu stofnunum sem hafa með málið að gera. „En í sannleika sagt er ég hundleið á þessu,“ segir Mirjam. „Mig langar ekkert að berjast, mig langar bara til að lifa lífinu. En ef þeir setja mig í fangelsi, þá kæri ég þá til andskotans.“Vildi geta sýnt kerfinu virðinguMirjam segist oft hafa haft tækifæri til að kvarta undan ýmsu og fara með mál í fjölmiðla. „En ég hef altaf hugsað það vandlega, og hver áhrifin af því gætu orðið. Ekki bara fyrir mig heldur líka af virðingu fyrir starfsfólki stofnunarinnar. Ég fæ ekkert út úr því að nudda þeim upp úr því sem rangt hefur verið gert. Ég ber almennt virðingu fyrir fólki og er yfirhöfuð hvorki hatursfull né bitur manneskja. En núna hef ég bara hugsað, þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur það sýnt sig að þetta fólk ber ekki snefil af virðingu fyrir mér eða mínu lífi og framtíðarvonum eftir afplánun. Mér líður eins og það sé stöðugt verið að draga fram í mér allar mínar verstu tilfinningar, hatur, biturð og reiði, í staðinn fyrir að nálgast mig af kærleika. Þetta veldur mér svo miklum vonbrigðum, líka bara með fólk. Af hverju má ég ekki bara halda áfram með lífið?“ Aðspurð um framtíðina segir Mirjam erfitt að skipuleggja líf sitt þegar maður veit ekki hvar maður má vera. „Lífið hefur bara verið í bið og óvissan lamar mann í svo mörgu. Ég var til dæmis að hugsa um að læra íslensku en til hvers? Í húsinu okkar á Akranesi hef ég stóra vinnuaðstöðu til að gera töskur, en ég hef ekki standsett hana eða skipulagt neitt. Á efri hæðinni langar mig svo að hafa gallerívegg með myndum af börnunum mínum og börnunum hans Tomma og myndir úr lífi okkar. En ég hef ekki byrjað á neinu af því að ég veit ekki hvort við verðum hér; hvort ég fæ að vera í þessu landi öðru vísi en í fangelsi. Þetta er svo mikil byrði, að vita ekki, að ég hef bara ekki orku til að hugsa um framtíðina. Eini slökunartíminn minn er þegar ég er með hestunum,“ segir Mirjam sem hefur verið hestakona frá unga aldri og þegar hún var á Vernd keypti Tommi handa henni hest. Nú eiga þau tvo hesta og Mirjam segir að bestu stundir þeirra hjóna séu með hestunum.Langar að heimsækja AuschwitzEn eitthvað hlýtur þig að langa til að gera í framtíðinni?„Mig langar svo að ferðast. Eignast húsbíl og keyra um alla Evrópu. Við höfum bæði gengið í gegnum svo margt og ég verð fimmtug á næsta ári. Nú langar mig bara að lifa lífinu aðeins. Ég hef líka fengið annað tækifæri í lífinu eftir hjartaaðgerðina og mig langar bara að njóta þess, og með Tomma, því að við elskum félagsskap hvort annars og okkur líður svo vel saman og við skiljum hvort annað svo vel. Því í sannleika sagt þá erum við líka bæði frekar brotin eftir fangelsisvistina því að fangelsi breytir fólki. Það breytir manni fyrir lífstíð og með óafturkræfum hætti að vera sviptur frelsinu.“Hvernig breytir fangelsi manni?„Það er erfitt að treysta fólki til dæmis. Mig langar að treysta fólki og reyni að sjá það góða í fólki en á erfiðara með að hleypa fólki að mér núna. Tommi er alveg eins. Þess vegna erum við svo góð saman, af því að við skiljum hvort annað.“Hvað langar þig að sjá í Evrópu?„Ég veit að þetta hljómar undarlega, en mig langar að sjá Auschwitz. Amma var í andspyrnunni. En fyrst af öllu vil ég fara heim og stinga tánum í hollenska fjöru og anda að mér hollenska loftinu.“Áttu eftir að taka Ísland í sátt?„Sko, ég þoli ekki Ísland. En ég elska samt landið og náttúruna. Við Tommi förum oft í langa bíltúra og svo erum við auðvitað mikið úti í náttúrunni með hestana og landið er dásamlegt. En þegar kemur að pólitíkinni og hræsninni hér þá skil ég ekki hvernig Íslendingar geta horft fram hjá því sem gerist hér stundum, ekki bara í mínum málum heldur víðar. Ég veit að ég gerði rangt enda fékk ég þyngsta dóm sögunnar fyrir og þótt ég muni berjast gegn þessu alla leið þá langar mig mest bara til að halda áfram með lífið. Mig langar ekkert að rífast og berjast. Vegna þess líka að í öllum þessum hryllingi fann ég eitt gott. Ég fann ég manninn minn og ég má bara ekki vera að þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Tengdar fréttir Mirjam greiðir fyrir sigurinn með frelsi sínu Mirjam hafði betur gegn Útlendingastofnun og var síðan boðuð í fangelsi. Hún fann ástina á Íslandi. 10. ágúst 2018 06:00 Mál Mirjam kalli á breytt verklag Við erum í þessum töluðu orðum að klára kæruna til ráðuneytisins, þar sem við erum að óska eftir betri niðurstöðu í hennar málum, segir Sveinn Guðmundsson lögmaður 22. ágúst 2018 05:00 Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
„Ég þori ekki að vera ein, ég er alltaf að líta í kringum mig og alltaf á tánum bara,“ segir Mirjam van Twuyver sem ætti að vera að njóta nýfengins frelsis á ökklabandi eftir afplánun þyngsta dóms sem fallið hefur yfir burðardýri hérlendis. Mirjam var dæmd í 11 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2015. Dómurinn var mildaður í 8 ár í Hæstarétti og hefur Mirjam setið inni í kvennafangelsinu í Kópavogi, í fangelsinu á Akureyri, á Hólmsheiði, Kvíabryggju og Sogni. Fyrir þremur mánuðum lauk hún vist sinni á Vernd og taldi sig vera að stíga inn í síðasta tímabil afplánunarinnar, ökklabandið, þegar hún fékk símtalið. „Mér var bara tilkynnt þetta í símtali. Ekkert bréf eða svoleiðis. Þú átt að koma aftur í afplánun á morgun. Hvort viltu heldur fara á Kvíabryggju eða Sogn?“ Eftir að hafa haft betur hjá kærunefnd útlendingamála, sem felldi úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun Mirjam úr landi og 20 ára endurkomubann, ákvað Fangelsismálastofnun að boða hana aftur í fangelsi. Í stað afplánunar á helmingi dómsins eins og áður var ákveðið vegna brottvísunarinnar, verður henni gert að hefja afplánun í fangelsi að nýju. Hún á að mæta á föstudaginn og ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum dómsins. Það bætir tveimur árum við biðina eftir frelsinu.Í þekktu mynstri burðardýrsEins og ekki er óalgengt í tilvikum burðardýra voru það félagslegar aðstæður Mirjam sem ráku hana til að taka að sér að flytja fíkniefni til Íslands gegn greiðslu vorið 2015. „Ég er ekki glæpamaður. Ég var bara í hræðilegri stöðu,“ segir Mirjam. „Ég hef alltaf verið ein með stelpurnar tvær og í Hollandi getur verið mjög erfitt að halda sér á floti fjárhagslega. Á þessum tíma var ég á kafi í skuldum og var lömuð af kvíða og áfallastreitu eftir kynferðis ofbeldi sem ég hafði orðið fyrir. Ég var alveg lokuð tilfinningalega. Eiginlega með vegg fyrir framan mig og hrædd við allt. Ég opnaði ekki póstinn minn, þorði hvorki að svara símanum né fara til dyra ef það var bankað. Ég var ekki hrædd við neitt glæpsamlegt, bara kvíðin vegna leigunnar, rafmagnsreikningsins og skatta sem ég skuldaði. Svo komu þeir bara einn daginn og hentu okkur út á götu. Eldri dóttir mín var þá flutt að heiman en ég stóð úti á götu með yngri dóttur mína 15 ára. Dóttir mín fékk að vera hjá vinkonu sinni í smá tíma og ég var inn og út af heimili foreldra minna. Við vorum bara heimilislausar og allslausar og það er auðvelt að misnota fólk í þannig aðstæðum og þótt ég hafi þá aldrei flækst í neitt ólöglegt þá þekkti ég alveg fólk sem ég vissi að var í ýmsu vafasömu. Og í ráðaleysinu sem ég var í varð rangt fólk á vegi mínum sem taldi mér trú um að það væri akkúrat rétta fólkið sem ég þyrfti á að halda.“ Það voru þessir kunningjar Mirjam sem buðu henni lausn á fjárhagsvandanum. Mirjam kom tvisvar til Íslands, sitthvorum megin við áramótin 2015, áður en örlagaferðin var farin vorið 2015 „Í fyrstu ferðinni var ég ekki með neitt sjálf heldur fór ég með öðrum til að dreifa grunsemdum. Ég fékk greitt fyrir það, nóg til að geta farið að leigja íbúð. Svo komu þeir aftur og buðu mér að fara sjálfri og nefndu upphæðina. Og ég hugsaði, ef ég geri þetta get ég byrjað upp á nýtt með dóttur minni, með hreint borð. Því þó að ég væri komin í húsnæði voru skuldirnar enn á sínum stað. Ég hugsaði bara um að ég gæti borgað allar skuldirnar mínar og ég sá ekkert annað. Mér fannst þetta vera minn eini möguleiki.“ Mirjam bað um leyfi til að taka dóttur sína með til Íslands. Hún lýsti því þannig fyrir dómi að þær mæðgur hefðu átt svo erfitt tímabil og aldrei farið tvær saman í frí. Hún vildi líta á ferðina sem eins konar lokun á erfiðu tímabili. Mirjam var hins vegar allslaus og átti ekki einu sinni ferðatösku. Henni var boðið að pakkað yrði niður í töskur fyrir þær mæðgur, enda þurfti að koma efnunum fyrir og tók hún því til föt og annað nauðsynlegt til þriggja daga ferðar og afhenti skipuleggjendum. Hún hafði fallist á að í sinni tösku yrði falið svipað magn fíkniefna og flutt hafði verið í fyrri ferðunum tveimur; tvö til þrjú kíló. Hún ítrekaði hins vegar að halda yrði dóttur sinni og hennar farangri utan við smyglið. Þær mæðgur tóku svo við töskunum fyrir innritun á flugvellinum í Amsterdam. Þegar þær voru stöðvaðar af tollverði í Leifsstöð kom í ljós að það voru 10 kíló af Amfetamíni í tösku Mirjam og önnur 10 kíló af MDMA-dufti í tösku dóttur hennar. Götuverðmæti efnanna var samkvæmt dóminum á bilinu 400 til 600 milljónir. „Ég var göbbuð. Ég var með miklu meira af efnum en mér var sagt og það átti ekki að vera neitt í tösku dóttur minnar. Það var nánast eins og þeir vildu að ég næðist,“ segir Mirjam.Veistu hvort málið hefur haft einhverjar afleiðingar fyrir þá?„Nei, ég veit það ekki og í sannleika sagt vil ég ekkert vita af því.“Hefurðu eitthvað að óttast ef þú ferð aftur heim?„Ég veit það ekki en ég mun ekki fara aftur til míns gamla heimabæjar og ætla mér ekki að verða á vegi þeirra sem áttu hlut að málinu.“En dóttir þín, hvernig fór þetta með hana?„Eins óskiljanlegt og það er þá hefur hún aldrei verið mér reið fyrir þetta og skildi af hverju ég gerði þetta. Hún varð í rauninni fyrir miklu meira áfalli þegar okkur var hent út af heimili okkar í Hollandi.“Fór hún svo aftur til Hollands?„Við vorum náttúrulega báðar handteknar í Leifsstöð og hún var með mér í fangelsinu fyrst. Svo var henni komið fyrir hjá fósturforeldrum sem reyndust henni mjög vel. Ég á þeim mikið að þakka. Svo fór hún aftur til Hollands. Hún vildi fara til foreldra minna, en hún getur ekki farið til okkar gamla heimabæjar vegna málsins. Það er ekki öruggt. Þannig að hún fór til pabba síns. Núna er hún komin í háskólanám og er að læra fjölmiðlafræði í Amster dam.“ Mirjam gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa lögreglunni að upplýsa málið. Sagði frá því sem hún gat upplýst og tók þátt í tálbeituaðgerð en það dugði þó ekki til að upplýsa málið að fullu.Áfall að koma á HólmsheiðiEftir komuna til landsins var Mirjam fyrst vistuð í kvennafangelsinu í Kópavogi en þegar því var lokað var hún flutt norður á Akureyri ásamt öðrum kvenföngum. „Þegar ég lít til baka, þá var tíminn á Akureyri besti tími afplánunarinnar. Fangahópurinn var góður og fangaverðirnir á Akureyri frábærir. svo var Guðmundur Ingi formaður Afstöðu, á Akureyri. Við náðum mjög vel saman og hann sagði mér mikið um hvernig hlutirnir eru í íslenskum fangelsum. Ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum og vildi vita hvernig hlutirnir virkuðu í þessu landi. Svo komst ég smám saman að því að þeir bara virka alls ekki.“ Mirjam lét sig réttindi samfanga sinna varða og þegar fangelsið á Hólmsheiði var tekið í notkun og kvenfangar voru fluttir suður frá Akureyri létu þær í sér heyra enda fangelsið alls ekki tilbúið til notkunar og aðstæður alls ekki viðunandi, sturturnar virkuðu ekki, dömubindi og sápur hafi ekki verið til og sængur föt vantað. Þá voru viðbrigðin við flutning í svona öryggisfangelsi gríðarleg enda hafi fangelsið á Akureyri einkennst af heimilislegri stemningu og vingjarnlegum samskiptum milli fanga og fangavarða. Þessi reynsla var ekki aðeins föngunum erfið, segir Mirjam. „Fangaverðirnir sem fylgdu okkur frá Akureyri tóku þetta líka nærri sér. Þeir grétu þegar þeir kvöddu okkur.“Gift eftir þriggja mánaða kynniMirjam var létt þegar kom að því að hún fengi að fara á Kvíabryggju sem er opið fangelsi. Og þar var Tómas. Hvernig kynntust þið Tommi? „Hann var á Kvíabryggju þegar ég kom, en var að bíða eftir að komast á Vernd. Hann segir alltaf að hann hafi orðið ástfanginn um leið og hann sá mig stíga út úr bílnum við Kvíabryggju. Ég fann líka strax að hann hafði áhuga á mér. Ég var samt alltaf hörð á því innra með mér að ég ætti ekkert erindi í samband, hvað þá hjónaband. Ekkert slíkt kom til greina af minni hálfu í upphafi. Svo man ég að Tommi átti dagsleyfi og ég gleymi aldrei hvað hann var klaufalegur þegar hann var að reyna að fá símanúmerið mitt. Hann ætlaði að útvega mér alþjóðlegt símkort svo ég gæti hringt til Hollands og var sem sagt á sinn klaufalega hátt að reyna að fá símanúmerið mitt, undir því yfirskini að geta hringt í mig ef eitthvað kæmi upp í sambandi við það. Ég hló auðvitað að þessu innra með mér og vissi vel hvað klukkan sló. En lét hann svo hafa símanúmerið mitt. Hann var nefnilega í öðru húsi en ég á Kvíabryggju en við fórum að tala saman á kvöldin. Þannig byrjaði þetta. Bara með vináttu og spjalli og við urðum mjög náin á mjög skömmum tíma. En ég merki alltaf þennan dag sem hann fór í dagsleyfið.“Mirjam bíður þess að storminn fari að lægja til að hún geti byrjað að leggja drög að framtíðinni.Vísir/ErnirSvo fór Tommi á Vernd en Mirjam varð eftir á Kvíabryggju. „Og svo bað hann mín bara. Ég veit ekki hvernig stóð á því en ég sagði strax já. Við höfðum bara þekkst í mánuð þannig að þetta bar mjög brátt að en ég bara vissi að þetta var rétt og hef aldrei séð eftir því. Við höfum verið gift í tvö ár.“Og hvernig giftir maður sig í fangelsi?„Tommi var náttúrulega kominn á Vernd en hafði samband við Kvíabryggju og bað um leyfi fyrir okkur til að giftast. Þeirri beiðni var nú aldrei almennilega svarað. Við fundum bæði að það var allt gert til að fá okkur ofan af þessu. Ekki beint en við upplifðum það mjög sterkt. Svo var ég bara send með hraði aftur norður á Akureyri. Fékk ekki einu sinni að pakka niður. En við sáum við þeim og giftum okkur á Akureyri,“ segir Mirjam og glottir. „Ég verð vörðunum þar óendanlega þakklát fyrir hvað þeir gerðu athöfnina okkar fallega.“ Sýslumaðurinn á Akureyri gifti þau Mirjam og Tomma við styttuna af Helga magra rétt fyrir ofan fangelsið á Akureyri. Milli heims og helju Þótt Mirjam og Tommi hafi eflaust hlakkað til að Mirjam kæmist á Vernd og þaðan á ökklaband og þau gætu farið að huga að framtíðinni saman, þurfti tilhugalífið enn að bíða. Mirjam er með meðfæddan hjartagalla og hefur verið undir eftirliti vegna þess alla ævi. Það var ekki fyrr en hún kom til Íslands að alvarleg veikindi fóru að láta á sér kræla. „Það tók mig ár að sannfæra þá um að ég væri hjartveik. Ég þurfti að fá sendar allar heilsufarsupplýsingar um mig frá Hollandi og jafnvel það dugði ekki til. Ég hætti að lokum að nenna að fara til læknisins, það er ekkert mark tekið á manni. Gottskálk, hjartalæknirinn minn, sagði Tomma seinna að þeir hefðu ekki þurft að gera annað en hlusta mig til að sannfærast. Það ískraði í hjartanu á mér.“ Það var Tommi sem útvegaði Mirjam tíma hjá Gottskálk Gizurarsyni hjartalækni. „Þegar hann hafði skoðað mig sagði hann umyrðalaust: Þú þarft að fara í aðgerð.“ Og þegar tíminn kom, fór Mirjam undir hnífinn á Borgarspítalanum og gekkst undir hjartalokuskipti. Aðgerðin var erfið því ein ósæðanna var ónýt og um hana þurfti að skipta. Aðgerðin tók 11 klukkustundir og Mirjam lá á hjartadeild Landspítalans í mánuð eftir aðgerðina og var þungt haldin. Vegna þess hve veik hún var eftir aðgerðina gat hún ekki farið beint á Vernd. „Ég varð að fara heim því það gat enginn séð um mig á Vernd.“ Þeim tveimur mánuðum sem hún var heima að jafna sig eftir aðgerðina var bætt aftan við afplánunartímann. „Ég átti að losna af ökklabandinu í mars en afplánunin var lengd um tvo mánuði, af því að ég þurfti að fara í opna hjartaaðgerð,“ segir Mirjam og hristir hausinn yfir þessu landi sem hún á í einkennilegu ástar-haturssambandi við. Hún tekur sem dæmi að til að fá að vera á Vernd og á ökklabandi þurfi hún að vera í vinnu. Það skipti engu þótt hún hafi vottorð frá Gottskálk lækni um að hún þurfi hvíld og eigi ekki að vera í vinnu. „Þeim er alveg sama. Þetta eru reglurnar.“ Og Mirjam mætir til sinnar sjálfboðavinnu hjá Hertex. Eftirlitið hringir á næturnar Mirjam er nú komin á ökklaband og þau hjónin búa saman í gömlu húsi á Akranesi. „Ég upplifði samt eiginlega meira frelsi á Vernd en á ökklabandinu,“ segir Mirjam.En máttu ekki fara um allt og gera það sem þú vilt?„Jú, það er hugmyndin. Þegar maður er kominn á ökklaband á maður að vera að njóta frelsisins og aðlaga sig lífinu. En ég nýt einskis eins og staðan er og streitan sem þetta veldur hefur strax áhrif á hjartað,“ segir Mirjam og reynir að útskýra hversu erfitt það er að standa frammi fyrir því að vera svipt frelsinu aftur. „Enginn sagði mér hvaða áhrif það gæti haft fyrir mig að fá ákvörðuninni um brottvísun breytt. Ef ég hefði átt val um að fara heim og koma ekki aftur í 20 ár eða vera hér og fara í fangelsi, þá er engin spurning að ég hefði valið að fara heim. Ég get ekki hugsað mér að fara aftur í fangelsi. Þegar ég kærði ákvörðunina snerist það í rauninni ekki sérstaklega um brottvísunina heldur var það 20 ára endurkomubannið sem við gátum ekki unað. Tommi á fjölskyldu hér og ef eitthvað kemur fyrir þá viljum við geta komið til Íslands.“ Þegar Mirjam er spurð um tengdaforeldra sína, glaðnar yfir henni. „Tengdamamma er frábær. Ég skil ekki orð af því sem hún segir en við eigum frábært samband og okkur þykir vænt hvorri um aðra.“ Sjálf er Mirjam einkabarn. „Ég á bara foreldra mína og stelpurnar tvær. Eldri dóttir mín frestaði brúðkaupinu fyrir mig og bíður eftir að ég losni,“ segir Mirjam og bendir á að ólíkt íslenskum föngum sem geta fengið heimsóknir, farið í dagsleyfi og viðhaldið tengslum við fjölskyldu sína, hefur hún ekki haft nein tök á að hitta fólkið sitt í Hollandi frá því að hún var handtekin. Lögfræðingur Mirjam vinnur nú að því að fá ákvörðuninni um boðun í fangelsi breytt. Mirjam var veittur frestur, fyrst í viku og svo í mánuð til viðbótar. Sá frestur rennur út 7. september. Að óbreyttu þarf Mirjam að mæta til afplánunar eftir viku. Hún segir margt hafa breyst frá því símtalið kom. „Svo er alltaf verið að hringja í mig á næturnar, út af tækinu,“ segir Mirjam og vísar til móttökutækis ökklabandsins. Hún veit ekki hvort þau eru frá Fangelsismálastofnun eða öryggisfyrirtækinu sem sér um ökklaböndin. Þau áttu sér aldrei stað áður en hún fékk boðun um að mæta aftur til afplánunar. „Mér líður eins og það sé fylgst með hverju skrefi sem ég tek og þess beðið að ég stígi feilspor sem réttlæti að ég verði sett inn.“Hvað vilt þú helst að gerist?„Ég vil bara að þetta hverfi. Ég vil bara fá að ljúka minni afplánun næsta vor og fara heim til Hollands. En nú er það ekki lengur möguleiki. Það er ekki hægt að taka aftur hina breyttu ákvörðun.“ Mirjam ætlar að berjast fyrir frelsi sínu og lögmaður hennar er vakinn og sofinn í málinu og er daglegur gestur í helstu stofnunum sem hafa með málið að gera. „En í sannleika sagt er ég hundleið á þessu,“ segir Mirjam. „Mig langar ekkert að berjast, mig langar bara til að lifa lífinu. En ef þeir setja mig í fangelsi, þá kæri ég þá til andskotans.“Vildi geta sýnt kerfinu virðinguMirjam segist oft hafa haft tækifæri til að kvarta undan ýmsu og fara með mál í fjölmiðla. „En ég hef altaf hugsað það vandlega, og hver áhrifin af því gætu orðið. Ekki bara fyrir mig heldur líka af virðingu fyrir starfsfólki stofnunarinnar. Ég fæ ekkert út úr því að nudda þeim upp úr því sem rangt hefur verið gert. Ég ber almennt virðingu fyrir fólki og er yfirhöfuð hvorki hatursfull né bitur manneskja. En núna hef ég bara hugsað, þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur það sýnt sig að þetta fólk ber ekki snefil af virðingu fyrir mér eða mínu lífi og framtíðarvonum eftir afplánun. Mér líður eins og það sé stöðugt verið að draga fram í mér allar mínar verstu tilfinningar, hatur, biturð og reiði, í staðinn fyrir að nálgast mig af kærleika. Þetta veldur mér svo miklum vonbrigðum, líka bara með fólk. Af hverju má ég ekki bara halda áfram með lífið?“ Aðspurð um framtíðina segir Mirjam erfitt að skipuleggja líf sitt þegar maður veit ekki hvar maður má vera. „Lífið hefur bara verið í bið og óvissan lamar mann í svo mörgu. Ég var til dæmis að hugsa um að læra íslensku en til hvers? Í húsinu okkar á Akranesi hef ég stóra vinnuaðstöðu til að gera töskur, en ég hef ekki standsett hana eða skipulagt neitt. Á efri hæðinni langar mig svo að hafa gallerívegg með myndum af börnunum mínum og börnunum hans Tomma og myndir úr lífi okkar. En ég hef ekki byrjað á neinu af því að ég veit ekki hvort við verðum hér; hvort ég fæ að vera í þessu landi öðru vísi en í fangelsi. Þetta er svo mikil byrði, að vita ekki, að ég hef bara ekki orku til að hugsa um framtíðina. Eini slökunartíminn minn er þegar ég er með hestunum,“ segir Mirjam sem hefur verið hestakona frá unga aldri og þegar hún var á Vernd keypti Tommi handa henni hest. Nú eiga þau tvo hesta og Mirjam segir að bestu stundir þeirra hjóna séu með hestunum.Langar að heimsækja AuschwitzEn eitthvað hlýtur þig að langa til að gera í framtíðinni?„Mig langar svo að ferðast. Eignast húsbíl og keyra um alla Evrópu. Við höfum bæði gengið í gegnum svo margt og ég verð fimmtug á næsta ári. Nú langar mig bara að lifa lífinu aðeins. Ég hef líka fengið annað tækifæri í lífinu eftir hjartaaðgerðina og mig langar bara að njóta þess, og með Tomma, því að við elskum félagsskap hvort annars og okkur líður svo vel saman og við skiljum hvort annað svo vel. Því í sannleika sagt þá erum við líka bæði frekar brotin eftir fangelsisvistina því að fangelsi breytir fólki. Það breytir manni fyrir lífstíð og með óafturkræfum hætti að vera sviptur frelsinu.“Hvernig breytir fangelsi manni?„Það er erfitt að treysta fólki til dæmis. Mig langar að treysta fólki og reyni að sjá það góða í fólki en á erfiðara með að hleypa fólki að mér núna. Tommi er alveg eins. Þess vegna erum við svo góð saman, af því að við skiljum hvort annað.“Hvað langar þig að sjá í Evrópu?„Ég veit að þetta hljómar undarlega, en mig langar að sjá Auschwitz. Amma var í andspyrnunni. En fyrst af öllu vil ég fara heim og stinga tánum í hollenska fjöru og anda að mér hollenska loftinu.“Áttu eftir að taka Ísland í sátt?„Sko, ég þoli ekki Ísland. En ég elska samt landið og náttúruna. Við Tommi förum oft í langa bíltúra og svo erum við auðvitað mikið úti í náttúrunni með hestana og landið er dásamlegt. En þegar kemur að pólitíkinni og hræsninni hér þá skil ég ekki hvernig Íslendingar geta horft fram hjá því sem gerist hér stundum, ekki bara í mínum málum heldur víðar. Ég veit að ég gerði rangt enda fékk ég þyngsta dóm sögunnar fyrir og þótt ég muni berjast gegn þessu alla leið þá langar mig mest bara til að halda áfram með lífið. Mig langar ekkert að rífast og berjast. Vegna þess líka að í öllum þessum hryllingi fann ég eitt gott. Ég fann ég manninn minn og ég má bara ekki vera að þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Tengdar fréttir Mirjam greiðir fyrir sigurinn með frelsi sínu Mirjam hafði betur gegn Útlendingastofnun og var síðan boðuð í fangelsi. Hún fann ástina á Íslandi. 10. ágúst 2018 06:00 Mál Mirjam kalli á breytt verklag Við erum í þessum töluðu orðum að klára kæruna til ráðuneytisins, þar sem við erum að óska eftir betri niðurstöðu í hennar málum, segir Sveinn Guðmundsson lögmaður 22. ágúst 2018 05:00 Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Mirjam greiðir fyrir sigurinn með frelsi sínu Mirjam hafði betur gegn Útlendingastofnun og var síðan boðuð í fangelsi. Hún fann ástina á Íslandi. 10. ágúst 2018 06:00
Mál Mirjam kalli á breytt verklag Við erum í þessum töluðu orðum að klára kæruna til ráðuneytisins, þar sem við erum að óska eftir betri niðurstöðu í hennar málum, segir Sveinn Guðmundsson lögmaður 22. ágúst 2018 05:00
Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið