Hætta við umdeilda tillögu um bann við vörum Nike Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2018 10:31 Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana. Vísir/AP Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana hefur hætt við að banna opinber kaup á Nike vörum. Það gerði hann að ráðleggingu lögmanns borgarinnar og sagði að tillagan hefði komið niður á ímynd Kenner með ósanngjörnum hætti.Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. Kaepernick hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum, og þá aðallega Donald Trump, forseta bandaríkjanna, eftir að hann byrjaði að mótmæla kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi árið 2016 með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki NFL-deildinni. Eins og kemur fram hér að ofan snerust mótmæli Kaepernick um ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Íhaldsmenn, með Trump í broddi fylkingar, hafa hins vegar sakað Kaepernick um að vanvirða fána Bandaríkjanna og hermenn. Samkvæmt tillögunni máttu opinberir starfsmenn ekki kaupa Nike vörur til notkunar á vegum Kenner eins og í sundlaugum, görðum og íþróttahúsum. Tillagan var harðlega gagnrýnd á landsvísu og þó Kaepernick hafi ekki verið nefndur í henni, töldu flestir sig vita að hún tengdist auglýsingum hans. Kenner er úthverfi New Orleans og meðal þeirra sem mótmæltu tillögu Zahn voru leikmenn New Orleans Saints, NFL liðs borgarinnar. Zahn sagði fyrr í vikunni að hann væri mótfallinn því að Nike væri að boða „pólitísk skilaboð“ til að selja skó. Hann tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta við tillöguna. Þó tók hann fram að hann væri „föðurlandsvinur“ og sagði að það myndi aldrei breytast. Hins vegar þyrfti hann að leggja áherslu á rekstur Kenner og hvað kæmi borginni vel. Black Lives Matter Donald Trump Tengdar fréttir Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana hefur hætt við að banna opinber kaup á Nike vörum. Það gerði hann að ráðleggingu lögmanns borgarinnar og sagði að tillagan hefði komið niður á ímynd Kenner með ósanngjörnum hætti.Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. Kaepernick hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum, og þá aðallega Donald Trump, forseta bandaríkjanna, eftir að hann byrjaði að mótmæla kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi árið 2016 með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki NFL-deildinni. Eins og kemur fram hér að ofan snerust mótmæli Kaepernick um ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Íhaldsmenn, með Trump í broddi fylkingar, hafa hins vegar sakað Kaepernick um að vanvirða fána Bandaríkjanna og hermenn. Samkvæmt tillögunni máttu opinberir starfsmenn ekki kaupa Nike vörur til notkunar á vegum Kenner eins og í sundlaugum, görðum og íþróttahúsum. Tillagan var harðlega gagnrýnd á landsvísu og þó Kaepernick hafi ekki verið nefndur í henni, töldu flestir sig vita að hún tengdist auglýsingum hans. Kenner er úthverfi New Orleans og meðal þeirra sem mótmæltu tillögu Zahn voru leikmenn New Orleans Saints, NFL liðs borgarinnar. Zahn sagði fyrr í vikunni að hann væri mótfallinn því að Nike væri að boða „pólitísk skilaboð“ til að selja skó. Hann tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta við tillöguna. Þó tók hann fram að hann væri „föðurlandsvinur“ og sagði að það myndi aldrei breytast. Hins vegar þyrfti hann að leggja áherslu á rekstur Kenner og hvað kæmi borginni vel.
Black Lives Matter Donald Trump Tengdar fréttir Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56
Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54
Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30
Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12
Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32