Aðalframleiðandi 60 mínútna rekinn vegna harðorðra smáskilaboða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 23:30 Jeff Fager, fyrir miðju, ásamt fréttamönnum 60 mínútna. Vísir/Getty Jeff Fager, sem verið hefur aðalframleiðandi fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes á CBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum var rekinn í dag. Rannsókn vegna óviðeigandi og kynferðislegrar hegðunar hans í garð kvenna sem starfa hjá CBS var til rannsóknar en sjálfur segir Fager að brottreksturinn sé rannsókninni ótengdur. Undir það tekur David Rhodes, forseti CBS News og yfirmaður Fager, en í tölvupósti sem sendur var til samstarfsmanna hans í dag segir að brottreksturinn tengist ásökunum á hendur Fager ekki, í það minnsta á beinan hátt. Í grein blaðamannsins Ronan Farrow sem birtist í New Yorker í síðasta mánuði segir að minnst sex konur hafi greint Farrow frá því að Fager hafi gerst sekur um að snerta konur í starfsmannaveislum á þann hátt að þeim þætti það óþægilegt. Þá var Fager einnig sakaður um það að vernda samstarfsmenn sína sem sakaðir voru um óviðeigandi hegðun af öðrum samstarfsfólki.Leslie Moonves lét nýverið af störfum sem forseti CBS eftir fjölmargar ásakanir í garð hans.Vísir/GettySkrifaði harðorð skilaboð til fréttamanns sem vann að frétt um starfslok forstjóra CBS CBS réð tvær lögfræðistofur til þess að rannsaka ásakanirnar á hendur Fager og er sú rannsókn enn í gangi. Mikið hefur gengið á hjá CBS að undanförnu en örfáir dagar eru síðan Leslie Moonwes, forseti fyrirtækisins, hætti störfum eftir hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum.Fager, sem er aðeins annar maðurinn til þess að gegna stöðu aðalframleiðanda í hálfrar aldar sögu hins virta fréttaskýringarþáttar, segir í yfirlýsingu að brottrekstur hans megi rekja til þess að hann hafi sent fréttamanni CBS sem starfaði undir honum harðorð smáskilaboð þar sem hann krafði fréttamanninn um að sýna sanngirni í störfum sínum.„Orðin sem ég notaði voru hvöss og þrátt fyrir að blaðamenn sé undir ströngum skilyrðum að sýna sanngirni líkaði CBS ekki við orð mín,“ skrifaði Fager. „Ein slík skilaboð verðskulda ekki brottrekstur eftir 36 ára starf, en svo virðist vera.“Samkvæmt heimildum New York Timesvar blaðamaðurinn sem hann sendi skilaboðin harðorðu í teymi CBS News sem vann að fréttaskrifum um ásakanirnar gegn Moonves. Segir í frétt New York Times að með því hafi Fager farið yfir strikið og því hafi hann verið rekinn. Fjölmiðlar MeToo Tengdar fréttir Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Jeff Fager, sem verið hefur aðalframleiðandi fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes á CBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum var rekinn í dag. Rannsókn vegna óviðeigandi og kynferðislegrar hegðunar hans í garð kvenna sem starfa hjá CBS var til rannsóknar en sjálfur segir Fager að brottreksturinn sé rannsókninni ótengdur. Undir það tekur David Rhodes, forseti CBS News og yfirmaður Fager, en í tölvupósti sem sendur var til samstarfsmanna hans í dag segir að brottreksturinn tengist ásökunum á hendur Fager ekki, í það minnsta á beinan hátt. Í grein blaðamannsins Ronan Farrow sem birtist í New Yorker í síðasta mánuði segir að minnst sex konur hafi greint Farrow frá því að Fager hafi gerst sekur um að snerta konur í starfsmannaveislum á þann hátt að þeim þætti það óþægilegt. Þá var Fager einnig sakaður um það að vernda samstarfsmenn sína sem sakaðir voru um óviðeigandi hegðun af öðrum samstarfsfólki.Leslie Moonves lét nýverið af störfum sem forseti CBS eftir fjölmargar ásakanir í garð hans.Vísir/GettySkrifaði harðorð skilaboð til fréttamanns sem vann að frétt um starfslok forstjóra CBS CBS réð tvær lögfræðistofur til þess að rannsaka ásakanirnar á hendur Fager og er sú rannsókn enn í gangi. Mikið hefur gengið á hjá CBS að undanförnu en örfáir dagar eru síðan Leslie Moonwes, forseti fyrirtækisins, hætti störfum eftir hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum.Fager, sem er aðeins annar maðurinn til þess að gegna stöðu aðalframleiðanda í hálfrar aldar sögu hins virta fréttaskýringarþáttar, segir í yfirlýsingu að brottrekstur hans megi rekja til þess að hann hafi sent fréttamanni CBS sem starfaði undir honum harðorð smáskilaboð þar sem hann krafði fréttamanninn um að sýna sanngirni í störfum sínum.„Orðin sem ég notaði voru hvöss og þrátt fyrir að blaðamenn sé undir ströngum skilyrðum að sýna sanngirni líkaði CBS ekki við orð mín,“ skrifaði Fager. „Ein slík skilaboð verðskulda ekki brottrekstur eftir 36 ára starf, en svo virðist vera.“Samkvæmt heimildum New York Timesvar blaðamaðurinn sem hann sendi skilaboðin harðorðu í teymi CBS News sem vann að fréttaskrifum um ásakanirnar gegn Moonves. Segir í frétt New York Times að með því hafi Fager farið yfir strikið og því hafi hann verið rekinn.
Fjölmiðlar MeToo Tengdar fréttir Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27