Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 19:52 Samgönguráðherra segir að aldrei hafi verið settir eins miklir fjármunir í nýframkvæmdir í vegakerfinu og ráðgert sé samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Mörg stórverkefni eru nefnd í fimm ára vegaáætlun en einnig verður lögð fram áætlun til næstu fimmtán ára. Fyrri umræða um samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fer fram í þar næstu viku en þingmenn verða í kjördæmum sínum í næstu viku. „Við höfum ekki verið með meira fé eins og núna sérstaklega fyrstu þrjú árin. Við erum með þrettán og hálfan milljarð á ári í nýframkvæmdir næstu þrjú ár,” segir ráðherra. Enn meiri fjármunir komi síðan á næstu fimmtán árum og þótt mörgum kynni að finnast það langur tími, verði mun meira gert á þeim tíma en á síðustu fimmtán árum. „Þá verðum við búin að aðskilja akstursstefnur til að mynda hér á Vesturlandsveginum, Reykjanesbrautinni, á Selfossi. Bæði upp í Borgarnes, austur á Hellu, tvöfalda inn í flugstöð og klára grunnkerfið á Vestfjörðum. Allar stóru brýrnar og gera stórátak í tengivegum, fækka einbreiðum brúm. Þannig að já þetta er samgönguáætlun sem horfir bæði til langs tíma og stórra verkefna hringinn í kring um landið,” segir Sigurður Ingi. Vestfirðingar hafa þegar kvartað undan því að ekki verði lokið við vegaframkvæmdir í kring um Dýrafjarðargöng, en þeim á að ljúka árið 2020. Ráðherra segir að menn hefðu betur horft fram í tímann eins og nú sé gert við áætlanir fyrir vestan. „En ekki bara tekið ákvörðun um að fara í göng áður en menn voru búnir að sjá fyrir sér hvaða verkefni verið var að fara í. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að horfa til fimmtán ára og við séum með raunhæfa áætlun. Til að við getum skipulagt verkefnin og þá komi ekki svona gat í kerfið eins og við erum að horfa upp á þegar göngin verða klár en það verður bið í vegina,” segir Sigurður Ingi. Ráðherra hefur heyrt áhyggjur úr flestum landshlutum og segir sjálfsagt að Alþingi geri einhverjar breytingar á áætluninni. „Það er bara eitt sem ekki má gera. Það má ekki gera samgönguáætlun óraunhæfa með því að setja miklu, miklu meiri fjármuni inn en við höfum. Því það munum við ekki geta staðið við.”Nánar verður rætt við samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun. Alþingi Dýrafjarðargöng Samgöngur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Samgönguráðherra segir að aldrei hafi verið settir eins miklir fjármunir í nýframkvæmdir í vegakerfinu og ráðgert sé samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Mörg stórverkefni eru nefnd í fimm ára vegaáætlun en einnig verður lögð fram áætlun til næstu fimmtán ára. Fyrri umræða um samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fer fram í þar næstu viku en þingmenn verða í kjördæmum sínum í næstu viku. „Við höfum ekki verið með meira fé eins og núna sérstaklega fyrstu þrjú árin. Við erum með þrettán og hálfan milljarð á ári í nýframkvæmdir næstu þrjú ár,” segir ráðherra. Enn meiri fjármunir komi síðan á næstu fimmtán árum og þótt mörgum kynni að finnast það langur tími, verði mun meira gert á þeim tíma en á síðustu fimmtán árum. „Þá verðum við búin að aðskilja akstursstefnur til að mynda hér á Vesturlandsveginum, Reykjanesbrautinni, á Selfossi. Bæði upp í Borgarnes, austur á Hellu, tvöfalda inn í flugstöð og klára grunnkerfið á Vestfjörðum. Allar stóru brýrnar og gera stórátak í tengivegum, fækka einbreiðum brúm. Þannig að já þetta er samgönguáætlun sem horfir bæði til langs tíma og stórra verkefna hringinn í kring um landið,” segir Sigurður Ingi. Vestfirðingar hafa þegar kvartað undan því að ekki verði lokið við vegaframkvæmdir í kring um Dýrafjarðargöng, en þeim á að ljúka árið 2020. Ráðherra segir að menn hefðu betur horft fram í tímann eins og nú sé gert við áætlanir fyrir vestan. „En ekki bara tekið ákvörðun um að fara í göng áður en menn voru búnir að sjá fyrir sér hvaða verkefni verið var að fara í. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að horfa til fimmtán ára og við séum með raunhæfa áætlun. Til að við getum skipulagt verkefnin og þá komi ekki svona gat í kerfið eins og við erum að horfa upp á þegar göngin verða klár en það verður bið í vegina,” segir Sigurður Ingi. Ráðherra hefur heyrt áhyggjur úr flestum landshlutum og segir sjálfsagt að Alþingi geri einhverjar breytingar á áætluninni. „Það er bara eitt sem ekki má gera. Það má ekki gera samgönguáætlun óraunhæfa með því að setja miklu, miklu meiri fjármuni inn en við höfum. Því það munum við ekki geta staðið við.”Nánar verður rætt við samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun.
Alþingi Dýrafjarðargöng Samgöngur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira