Ætlum við virkilega að gefast upp? Þórir Garðarsson skrifar 24. september 2018 12:30 Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi. Stór hluti þeirra starfar fyrir utan íslenska kerfið, skila ekki sköttum og borga ekki laun eftir kjarasamningum. Þannig hafa þau mun lægri kostnað en innlend fyrirtæki og hirða af þeim bein og óbein viðskipti. Þessi erlendu sníkjufyrirtæki breiðast út eins og kerfillinn; skilja eftir sig sviðna jörð líkt sú skaðræðisplanta. Við í ferðaþjónustunni sjáum þessa óskráðu erlendu þjónustuaðila út um allt, þar á meðal eru ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, hópferðafyrirtæki, leiðsögumenn og verktakar. Nýverið hefur heyrst af kínverskum og indverskum ferðafyrirtækjum sem þjónusta landsmenn sína hér á landi með þessum hætti. Íslenska hagkerfið fær lítið sem ekkert út úr þessum fyrirtækjum. Arðurinn af upplifuninni sem Ísland hefur að bjóða fer úr landi. Vegna erlendra undirboða hafa íslensk fyrirtæki verið missa viðskipti og hafa neyðst til að segja upp starfsfólki. Þau eru ekki samkeppnisfær í þessum aðstæðum.Sofið á aðgerðunum Ferðamálaráð og starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra lögðu síðasta sumar fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Meira en ár er liðið, en ekkert bólar á því að ráðherrar leggi fram nauðsynleg lagafrumvörp eða reglugerðir til að uppræta þessi lögbrot. Þetta er fullkomlega óþolandi sofandaháttur. Að sjálfsögðu eru þessi erlendu undirboð og skattsvik ólögleg. En eftirlit og eftirfylgni er í skötulíki. Sektarheimildir og viðurlög eru vart fyrir hendi. Úr því þarf að bæta, en ráðherrar láta bara reka á reiðanum. Erlendu fyrirtækin hafa fyrir löngu áttað sig á að þau hafa ekkert að óttast af hálfu svifaseinna og getulausra íslenskra stjórnvalda. Ágætt væri líka að heyra eitthvað frá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og SA, Samtökum atvinnulífsins. Þessi samtök eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja. Við hljótum að geta gert þá kröfu til þeirra að spyrna við af festu og krefjast jafnræðis fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustunni.Lélegri upplifun ferðamanna Lágur launakostnaður og skattaundanskot erlendu fyrirtækjanna skilar sér ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til viðskiptavina þeirra. Fyrirtækin hagnast einfaldlega meira enda eru þau ekkert sérstaklega að lækka verðið til ferðamannsins. Vanþekking illa launaðra erlendra starfsmanna á Íslandi bitnar hins vegar á gæðum þjónustunnar. Fyrir ferðamanninn verður kostnaður við Íslandsferðina of hár miðað við gæði.Verðum frekar Singapúr norðursins Íslenska hagkerfið hagnast ekkert á erlendum ferðafyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð og sleppa við réttmætar skattgreiðslur. Ísland er dýrt ferðamannaland og svo hefur alltaf verið. Markmið okkar á að vera að Ísland sé gæðaáfangastaður sem standi undir þvi verði sem Íslandsferðin kostar. Ísland getur auðveldlega orðið Singapúr norðursins, sem fjöldi ferðamanna heimsækir í trausti þess að innviðir og gæði þjónustunnar standi undir hærra verði en margir áfangastaðir í norður og suður Evrópu. Hreint ótrúlegt er ef stjórnvöld ætla bara að leggjast á bakið og gera ekkert til að tryggja að við Íslendingar höldum réttmætum ávinningi af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi. Stór hluti þeirra starfar fyrir utan íslenska kerfið, skila ekki sköttum og borga ekki laun eftir kjarasamningum. Þannig hafa þau mun lægri kostnað en innlend fyrirtæki og hirða af þeim bein og óbein viðskipti. Þessi erlendu sníkjufyrirtæki breiðast út eins og kerfillinn; skilja eftir sig sviðna jörð líkt sú skaðræðisplanta. Við í ferðaþjónustunni sjáum þessa óskráðu erlendu þjónustuaðila út um allt, þar á meðal eru ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, hópferðafyrirtæki, leiðsögumenn og verktakar. Nýverið hefur heyrst af kínverskum og indverskum ferðafyrirtækjum sem þjónusta landsmenn sína hér á landi með þessum hætti. Íslenska hagkerfið fær lítið sem ekkert út úr þessum fyrirtækjum. Arðurinn af upplifuninni sem Ísland hefur að bjóða fer úr landi. Vegna erlendra undirboða hafa íslensk fyrirtæki verið missa viðskipti og hafa neyðst til að segja upp starfsfólki. Þau eru ekki samkeppnisfær í þessum aðstæðum.Sofið á aðgerðunum Ferðamálaráð og starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra lögðu síðasta sumar fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Meira en ár er liðið, en ekkert bólar á því að ráðherrar leggi fram nauðsynleg lagafrumvörp eða reglugerðir til að uppræta þessi lögbrot. Þetta er fullkomlega óþolandi sofandaháttur. Að sjálfsögðu eru þessi erlendu undirboð og skattsvik ólögleg. En eftirlit og eftirfylgni er í skötulíki. Sektarheimildir og viðurlög eru vart fyrir hendi. Úr því þarf að bæta, en ráðherrar láta bara reka á reiðanum. Erlendu fyrirtækin hafa fyrir löngu áttað sig á að þau hafa ekkert að óttast af hálfu svifaseinna og getulausra íslenskra stjórnvalda. Ágætt væri líka að heyra eitthvað frá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og SA, Samtökum atvinnulífsins. Þessi samtök eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja. Við hljótum að geta gert þá kröfu til þeirra að spyrna við af festu og krefjast jafnræðis fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustunni.Lélegri upplifun ferðamanna Lágur launakostnaður og skattaundanskot erlendu fyrirtækjanna skilar sér ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til viðskiptavina þeirra. Fyrirtækin hagnast einfaldlega meira enda eru þau ekkert sérstaklega að lækka verðið til ferðamannsins. Vanþekking illa launaðra erlendra starfsmanna á Íslandi bitnar hins vegar á gæðum þjónustunnar. Fyrir ferðamanninn verður kostnaður við Íslandsferðina of hár miðað við gæði.Verðum frekar Singapúr norðursins Íslenska hagkerfið hagnast ekkert á erlendum ferðafyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð og sleppa við réttmætar skattgreiðslur. Ísland er dýrt ferðamannaland og svo hefur alltaf verið. Markmið okkar á að vera að Ísland sé gæðaáfangastaður sem standi undir þvi verði sem Íslandsferðin kostar. Ísland getur auðveldlega orðið Singapúr norðursins, sem fjöldi ferðamanna heimsækir í trausti þess að innviðir og gæði þjónustunnar standi undir hærra verði en margir áfangastaðir í norður og suður Evrópu. Hreint ótrúlegt er ef stjórnvöld ætla bara að leggjast á bakið og gera ekkert til að tryggja að við Íslendingar höldum réttmætum ávinningi af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun