Allt nema lögin Ragnar Þór Pétursson skrifar 5. október 2018 07:00 Þegar þjóðin valdi bestu bók sem skrifuð hefði verið á íslensku valdi hún Njálu. Einn er sá kafli Njálu sem óhætt er að fullyrða að njóti ekki sömu almannahylli. Það er langi kaflinn um lögin í landinu. Líklega er enginn kafli íslensks bókmenntaverks oftar hraðlesinn eða einfaldlega sleppt með öllu. Rauði þráðurinn í Njálu er samband manna og laga. Færa má rök fyrir því að hún sé ein risastór dæmisaga um þörfina fyrir lög til að beisla hið hverfula manneðli. Njáll mælir hin frægu orð: „Með lögum skal land byggja.“ En lög eru ekki nóg. Þeim þarf að fylgja. Þegar Gunnar hætti við utanförina var eyðileggingin óumflýjanleg. Spakmælið um að lög einkenni gott samfélag var þekkt um Norðurlönd á ritunartíma Njálu. Höfundur Njálu var því talsmaður þekktra grundvallarviðhorfa. Upp á síðkastið hefur það orðið mér áleitin spurning hvort slík grundvallarviðhorf hafi varðveist verr hér á landi en annars staðar. Fyrir nokkrum vikum sögðu evrópskir kollegar mínir mér að í þeirra heimalöndum dytti stjórnvöldum ekki í hug að setja lög nema ætla sér að fylgja þeim. Nýleg skýrsla Evrópumiðstöðvar um skóla án aðgreiningar kemst að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi í raun og veru allt klikkað þegar íslenska ríkið tók að sér að tryggja öllum börnum menntun. Allt nema lögin. Þau eru býsna góð. Þeim hefur bara ekki verið fylgt – og lítið hefur verið gert í því. Síðustu daga höfum við heyrt af illri meðferð verkafólks á Íslandi. Við þekkjum jafnframt margvísleg dæmi þess að réttur sé brotinn á fötluðum, því þótt þeim séu tryggð réttindi með lögum þá virðist hinu opinbera ekki bera nein skylda til að fjármagna þau réttindi. Það segir kannski sitt að eftir að ég hafði, hálf niðurbrotinn, rætt þessi mál við erlenda kollega kom til mín fulltrúi, klappaði mér á öxlina og sagðist kannast við þetta allt. Það var fulltrúi Rússlands. Mér varð lítil huggun í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar þjóðin valdi bestu bók sem skrifuð hefði verið á íslensku valdi hún Njálu. Einn er sá kafli Njálu sem óhætt er að fullyrða að njóti ekki sömu almannahylli. Það er langi kaflinn um lögin í landinu. Líklega er enginn kafli íslensks bókmenntaverks oftar hraðlesinn eða einfaldlega sleppt með öllu. Rauði þráðurinn í Njálu er samband manna og laga. Færa má rök fyrir því að hún sé ein risastór dæmisaga um þörfina fyrir lög til að beisla hið hverfula manneðli. Njáll mælir hin frægu orð: „Með lögum skal land byggja.“ En lög eru ekki nóg. Þeim þarf að fylgja. Þegar Gunnar hætti við utanförina var eyðileggingin óumflýjanleg. Spakmælið um að lög einkenni gott samfélag var þekkt um Norðurlönd á ritunartíma Njálu. Höfundur Njálu var því talsmaður þekktra grundvallarviðhorfa. Upp á síðkastið hefur það orðið mér áleitin spurning hvort slík grundvallarviðhorf hafi varðveist verr hér á landi en annars staðar. Fyrir nokkrum vikum sögðu evrópskir kollegar mínir mér að í þeirra heimalöndum dytti stjórnvöldum ekki í hug að setja lög nema ætla sér að fylgja þeim. Nýleg skýrsla Evrópumiðstöðvar um skóla án aðgreiningar kemst að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi í raun og veru allt klikkað þegar íslenska ríkið tók að sér að tryggja öllum börnum menntun. Allt nema lögin. Þau eru býsna góð. Þeim hefur bara ekki verið fylgt – og lítið hefur verið gert í því. Síðustu daga höfum við heyrt af illri meðferð verkafólks á Íslandi. Við þekkjum jafnframt margvísleg dæmi þess að réttur sé brotinn á fötluðum, því þótt þeim séu tryggð réttindi með lögum þá virðist hinu opinbera ekki bera nein skylda til að fjármagna þau réttindi. Það segir kannski sitt að eftir að ég hafði, hálf niðurbrotinn, rætt þessi mál við erlenda kollega kom til mín fulltrúi, klappaði mér á öxlina og sagðist kannast við þetta allt. Það var fulltrúi Rússlands. Mér varð lítil huggun í því.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun